Morgunblaðið - 15.09.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 15.09.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alþjóðaflug til áfangastaða í Evrópu í júlí og ágústmánuði sl. var aðeins 39,9% af fjölda flugferða til Evrópu- landa í farþegaflugi fyrir heimsfar- aldurinn á árinu 2019, samkvæmt rannsókn ForwardKeys-fyrirtækis- ins, sem sérhæfir sig í greiningu og upplýsingaöflun í ferðaþjónustu. Ísland er í hópi þeirra Evrópu- landa sem hefur gengið nokkuð bet- ur en öðrum löndum að ná sér á strik í millilandaflugi í sumar. Staðfestar bókanir í alþjóðaflugi til Íslands í júlí og ágúst voru 61,8% af farþegaflugi til landsins í sömu mánuðum fyrir tveimur árum og er Ísland í 4. sæti á lista 20 Evrópulanda í samanburði ForwardKeys. Grikkland er efst á listanum þar sem komufjöldi í alþjóðaflugi til landsins var 85,7% í júlí og ágúst samanborið við sömu mánuði 2019. Kýpur og Tyrkland koma svo í 2. og 3. sæti. Önnur norræn ríki hafa síður náð að rétta úr kútnum og komast á sama stig og árið 2019 skv. þessum samanburði og voru t.a.m. flugferðir til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar í júlí og ágúst í sumar aðeins 31-36% af því sem var í sömu mánuðum á árinu 2019. Neðst á listanum eru Þýskaland (26,7%), Rússland (23,2%), Írland (21,9%) og Bretland (14,3%). Tekið er fram í umfjöllun um rannsóknina að Grikkland og Ísland séu meðal þeirra landa sem urðu fyrst til að opna fyrir komur ferða- manna sem eru fullbólusettir, geta framvísað neikvæðu PCR-prófi eða vottorði um fyrri sýkingu af völdum kórónuveirunnar. Skv. tölum Ferðamálastofu og Isavia sem birtar voru í seinustu viku voru brottfarir erlendra far- þega frá Keflavíkurflugvelli tæplega 152 þúsund í ágúst sl. eða ríflega tvö- falt fleiri en í ágúst í fyrra en um 60,3% af fjölda brottfara í sama mán- uði árið 2019. omfr@mbl.is Ísland í 4. sæti í fjölda flugferða - Löndum gengur misvel að ná sér á strik Morgunblaðið/Árni Sæberg Við Leifsstöð Komur til Íslands voru 61,8% af því sem var sumarið 2019. ÓTAKMARKAÐ GOLF Á ALICANTE ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS GIST Á ALICANTE GOLF EÐA EL PLANTIO GOLF 10.000 KR.AFSLÁTTUR Á MANN EF BÓKAÐER FYRIR 24. SEPTEMBER.* GILDIR Á ALLAR GOLFFERÐIR TILALICANTE GOLF EÐA ELPLANTIOSEPTEMBER - OKTÓBER EL PLANTIO GOLF RESORT El Plantio er vinsælasti golfstaður okkar á Spáni. Þessi skemmtilegi staður er steinsnar frá Alicanteborg og því tilvalið fyrir þá sem vilja spila golf og njóta menningarinnar í Alicante. Golfvöllurinn við hótelið er 18 holu völlur sem hentar fyrir alla kylfinga. ALICANTE GOLF RESORT Alicante Golf er í 15 mínútna fjarlægð frá miðborg Alicante og 10 mínútum frá bænum San Juan. Stutt er í verslun og á ströndina og nokkur skref á golfvöllinn. Alicante Golf inniheldur sex par 3 holur, sex par 4 holur og sex par 5 holur, sem þýðir að þú munt aldrei spila sömu holu tvisvar í röð með sama par. INNIFALIÐ ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR GOLFBÍLL INNIFALINN FLUTNINGUR Á GOLFSETTI VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI TILBOÐ SEPTEMBER - OKTÓBER EL PLANTIO VERÐ FRÁ 179.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði ALICANTE GOLF VERÐ FRÁ 179.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði Hópar margæsa hafa víða sést á vestanverðu landinu að undanförnu, en gæsirnar eru ný- komnar af varpstöðvunum á heimskautssvæðum í Norðaustur-Kanada, á leið til vetrarstöðva í Ír- landi. Margæsir dvelja um tíma á landinu vor og haust, hvílast hér og nærast. Þær fyrstu koma hingað í lok marsmánaðar á vorin og fjölgar jafnt og þétt þar til stofninn er hingað kominn um miðjan maí. Þær eru mjög samstiga er þær halda áleiðis til Kanada 27. maí, plús/mínus einn dagur, og segir Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur á Náttúru- fræðistofnun, að nánast megi stilla klukkuna eft- ir því hvenær þær fara héðan á vorin. Síðsumars koma þær fyrstu um 20. ágúst og þær síðustu fara um 20. október. Erfitt flug yfir Grænlandsjökul Þegar varp gengur vel eru fjölskyldur áber- andi í hópunum sem hingað koma á haustin, en ungar fylgja foreldrum sínum í tæpt ár. Það er ekki fyrr en næsta varp nálgast að þeir eru hraktir að heiman meðan á vordvölinni á Íslandi stendur, að sögn Guðmundar. Flug margæsa frá vetrarstöðvum til varp- stöðva er alls á fimmta þúsund kílómetra og þar af er leggurinn frá Íslandi til N-Kanada um þrjú þúsund kílómetrar. Meðal annars er flogið yfir Grænlandsjökul, sem eflaust er erfitt fyrir þétt- holda gæsirnar sem safnað hafa forða hér til varpsins. Alls er talið að deilitegundin sem kem- ur við á Íslandi telji tæplega 40 þúsund fugla. aij@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fargestur á vestanverðu landinu Nánast hægt að stilla klukkuna eftir tímasetningu margæsa Vor og haust Margæsir á flugi á Seltjarnarnesi í gær, en þær staldra oft við á golfvelli Seltirninga á Suðurnesi. Héðan halda þær til Írlands. Sjómannadagsráð hefur dregið til baka uppsögn sína á rekstri hjúkr- unarheimilisins Ísafoldar, en ráðið hafði áður sagt upp samstarfssamn- ingi við Garðabæ um reksturinn. Í byrjun september var síðan greint frá því að stefnt væri að því að Vig- dísarholt ehf. tæki reksturinn yfir um áramót. Að sögn Maríu Harðar- dóttur forstjóra Hrafnistu hefur ver- ið gengið frá samningum við Sjúkra- tryggingar Íslands um reksturinn. Fjallað var um málið á fundi bæj- arráðs Garðabæjar í gær og lagt fram bréf frá Sjúkratryggingum Ís- lands. Í því segir m.a.: „SÍ telja upp- sögn á svo viðkvæmum og viðamikl- um samningum, hvort sem litið er til heimilismanna eða starfsmanna, al- varlegt mál sem ekki megi fara létt- vægt með. Hins vegar, í ljósi að- stæðna allra og á grundvelli þess að sjómannadagsráð og forstjóri Ísa- foldar (Hrafnistu) telja rekstrarhæfi nú tryggt, fallast SÍ á að uppsögn verði dregin til baka.“ Sjúkratryggingar vitna til bréfs frá Hrafnistu um að rekstrargrund- völlur sé betri en á horfðist er samn- ingum var sagt upp. Hrafnista muni með útsjónarsemi og ábyrgð í rekstri geta aukið rekstrarhæfi Ísa- foldar, sem muni ekki koma niður á núverandi þjónustu við íbúa og sam- ræmast að fullu gildum og hug- sjónum um að tryggja íbúum úrvals- þjónustu og öruggt umhverfi, eins og rakið er í bréfi SÍ. aij@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ísafold Samið við Sjúkratryggingar. Draga upp- sögn á Ísa- fold til baka - SÍ segja uppsögn vera alvarlegt mál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.