Morgunblaðið - 15.09.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.09.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021 Hægt hefur gengið að setja upp Minnisvarða um brostin loforð Reykjavíkurborgar á Kjalarnesi. Íbúar þar samþykktu gerð minn- isvarðans í íbúakosningu Hverf- isins míns í Reykjavík 2019. Minnisvarðinn og verkefni um hundagerði á Kjalarnesi voru rædd á fundi íbúaráðs Kjalarness 9. september. Guðni Ársæll Indr- iðason og Olga Þorsteinsdóttir, sem bæði sitja í íbúaráðinu, fengu það verkefni á fundi ráðsins í vor að fylgja þessum málum eftir. „Þessi verkefni voru valin í kosningu íbúa. Þess vegna verður að standa við þau. Hins vegar hefur kerfi borgarinnar átt erfitt með að klára þessi mál,“ sagði Guðni. Þau ræddu við starfsmann borgarinnar og skoðuðu að- stæður. Hugmyndir að hunda- gerði og minnisvarðanum voru rissaðar upp sendar til borg- arinnar. „Það átti að hafa sam- band við mig eftir sumarfrí, en ég hef ekkert heyrt enn þá,“ sagði Guðni. Berglind Hönnudóttir sendi inn hugmyndina um minnisvarðann á sínum tíma. Í rökstuðningi sagði: „Reykjavík og Kjalarnes samein- uðust 1997, þá var gefin út bók með loforðum sem er kölluð bláa bókin. Bókin er full af loforðum um þjónustu og uppbyggingu í hverfinu sem ekki hefur verið staðið við.“ Vantar stóru loforðin Þegar 20 ár voru frá sameining- unni fóru fulltrúar Kjalnesinga og embættismenn í gegnum Bláu bókina og mátu árangurinn. „Það var staðið við ýmislegt, en ekki stóru loforðin um mikla uppbygg- ingu á Kjalarnesi,“ sagði Guðni. gudni@mbl.is Minnisvarði um brostin loforð - Íbúarnir kusu að fá minnisvarðann Bláa bókin Innihélt fögur fyrirheit vegna sameiningarinnar 1997. Brún gígsins í Geldingatölum nær nú upp í 334 metra hæð yfir sjó. Ekki vantar nema 20 metra upp á að gígurinn sé jafn hár og Stóri- Hrútur, að sögn Jarðvísindastofn- unar Háskóla Íslands. Rúmmál nýja hraunsins var orðið 142,7 milljónir rúmmetra þann 9. september. Það hafði aukist um 23,8 milljónir rúmmetra frá 10. ágúst. Flatarmál hraunsins hafði einnig aukist lítillega og var orðið 4,63 ferkílómetrar 9. september en var 4,37 ferkílómetrar 10. ágúst. Hraunið hefur ekki breitt mikið úr sér heldur hlaðið upp lítilli en til- tölulega brattri dyngju. Þoka og lítil skýjahæð hafði lengi hindrað töku loftmynda yfir gos- stöðvunum þar til tókst að taka nýj- ar myndir þann 9. september. Landlíkön sem gerð voru eftir mæl- ingunum voru borin saman við eldri gögn. Meðaltal hraunrennslis síðustu 32 daga reyndist vera 8,5 rúmmetrar á sekúndu. Jarðvísindastofnun segir að nokkuð kröftugt gos hafi verið um það bil helming tímabilsins en legið niðri þess á milli. Með- alrennslið þegar gaus úr gígnum gæti því hafa verið um 17 rúmmetr- ar á sekúndu. „Á þessum mánuði sem liðinn er frá síðustu mælingu hefur hraun runnið í vestanverða Meradali, Syðri-Meradal og norðurhluta Geld- ingadala og Nátthaga. Flatarmálið hefur aukist sáralítið, enda hraun- rennsli mest á yfirborði svo hraunin í hverri hrinu hafa ekki náð út að jaðrinum á ofangreindum stöðum,“ segir í frétt Jarðvísindastofnunar. Ekki hafði gosið í sjö daga þegar nýja mælingin var gerð. Frá 8. ágúst til 2. september komu 16 hrinur þar sem gaus af verulegum krafti. Þess á milli var gígurinn tómur og minnst 70 m djúpur. gudni@mbl.is Hraunið hefur hrannast upp - Rúmmál hraunsins jókst talsvert á milli mælinga en flatarmálið minna Eldgosið í Geldingadölum 19. mars -9. sept. Flatarmál hrauns, km2 4,63 9. september var flatarmál hraunsins um 4,63 ferkílómetrar sem er á við um 660 Laugardalsvelli Heimild: Jarðvísindastofnun HÍ, Náttúru- fræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands Hraunflæði, m3/s 8,5 Rennslið svarar til að vera um 34 vörubílshlöss á mínútu mars apríl maí júní júlí ágúst sept. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. Hraunrennslið við síðustu mælingu var um 8,5 rúmmetrar á sekúndu GEFÐU STARFSFÓLKINU DAGAMUN Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is Í nýrri reglugerð um samkomutak- markanir miðast almennar fjöldatak- markanir við 500 manns og 1.500 gegn framvísun hraðprófs. Þá er af- greiðslutími veitingahúsa lengdur um eina klukkustund, en breytingarnar áttu að ganga í gildi á miðnætti í nótt. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra kynnti þessar tilslakanir að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. „Við náttúrlega gengum mjög langt um mánaðamótin júní-júlí, og það er það sem nágrannaríki okkar eru að gera núna. Við höfum fengið þá reynslu að fá mjög hastarlega bylgju yfir okkur þannig að við teljum ekki forsvaranlegt að aflétta öllu í einu skrefi aftur því þá gætum við lent í sömu stöðu með fullbólusett samfélag,“ segir Svandís, spurð hvers vegna hún gekk ekki lengra. Hefur talað fyrir afléttingum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vildi sjá enn frek- ari afléttingar: „Ég hef auðvitað talað fyrir á þessum fundum sem og öðrum umfangsmeiri afléttingum þegar staðan er eins góð og blasir við. Engri grímuskyldu, auknu frelsi og eðli- legra lífi. Þetta er ágætt skref en að mínu mati kallar staðan sem er uppi ekki á íþyngjandi aðgerðir heldur að við förum frekar að treysta fólki fyrir sínum eigin sóttvörnum og ábyrgð, byggt á þeirri reynslu sem allir Ís- lendingar hafa fengið á síðustu 19 mánuðum.“ Þó að hún hefði viljað sjá heilbrigð- isráðherra ganga lengra segir hún skrefið mikilvægt og telur að það muni sérstaklega vera til bóta fyrir ungmenni á skólaaldri. Júlíus Viggó Ólafsson, forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema, tekur í sama streng. „Tíðindin eru vissulega gleðiefni fyrir framhaldsskólanema. Staðnám- ið er mikilvægt og við vorum þess vegna mjög ánægð með að það héldi í byrjun annar, en nýjustu breytingar veita nú nemendafélögunum betra umhverfi til að halda viðburði fyrir fé- lagsmenn sína,“ segir Júlíus Viggó baldurb@mbl.is Rýmri takmarkanir taka gildi í dag - Grímuskylda áfram - Framhaldsskólanemar fagna Breytingar á samkomutakmörkunum Frá og með 15. september til 6. október Heimild: Stjórnarráðið Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns en nálægðar- takmörkun verður almennt óbreytt 1 metri Hámarks- fjöldi á hrað- prófsvið- burðum verður 1.500 manns Veitingastaðir, þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar, mega hafa opið til miðnættis og verða að tæma staðinn fyrir kl. 01.00 Grunn- og framhalds- skólum verður gert heimilt að halda samkomur fyrir nemendur fyrir allt að 1.500 gesti Kjósendum á kjörskrá í Reykjavíkurkjör- dæmunum tveim- ur hefur fækkað um alls 690 frá al- þingiskosningun- um 2017, sam- kvæmt nýjum tölum frá skrif- stofu borgar- stjórnar. „Það er gjarnan talað um mikið uppbyggingarskeið í Reykjavík, en það segir ákveðna sögu þegar kjör- skráin minnkar á fjórum árum. Ein- mitt á tímabili þegar var mikill hag- vöxtur í landinu,“ sagði Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn. „Það er alveg ljóst að margir hafa flutt úr borginni miðað við þessar tölur. Það er þvert á það sem borgar- stjóri hefur sagt um þetta mikla upp- byggingarskeið. Þetta er hluti af þeim tölum sem sýna að straumur- inn liggur ekki bara í Mosfellsbæ og Garðabæ heldur einnig í Reykja- nesbæ og Árborg. Væri allt eðlilegt hefði átt að fjölga talsvert á kjör- skránni í Reykjavík. Þetta er enn ein sönnun þess að fólkið er að fara ann- að en til Reykjavíkur.“ Kjörskrá var samþykkt á fundi borgarráðs 9. sept- ember. gudni@mbl.is Kjósendum fækkar í Reykjavík - Margir hafa flutt úr borginni, segir Eyþór Arnalds Eyþór L. Arnalds

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.