Morgunblaðið - 15.09.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.09.2021, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021 2021 ALÞINGISKOSNINGAR DAGMÁL Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fer vígreif inn í síðustu daga kosningabaráttunnar. Hún segist finna fyrir miklum meðbyr þessa dagana og að þar sé flokk- urinn að uppskera fyrir þrotlausa vinnu á vettvangi þingsins. Enginn hafi lagt fram jafn mörgt þing- mannamál og hún og nokkur þeirra hafi hlotið áheyrn meirihlutans. Inga er gestur í Dagmálum í dag, opnu streymi á mbl.is, og svarar þar spurningum um stefnu flokks síns. Hann boðar kerfisbreytingar sem miða að því að bæta stöðu hinna verst settu í samfélaginu. Á það m.a. að nást með því að skattleys- ismörk verði í einni svipan færð í 350 þúsund krónur. Það verði jafn- framt skilyrði flokksins fyrir hvers kyns samstarfi að kosningum lokn- um. 30 milljarða pakki Spurð út í hvort flokkurinn hafi reiknað kostnaðinn við þessa að- gerð, segir Inga að hann liggi fyrir og sé ekki óyfirstíganlegur. Þó hafi flokkurinn viljað færa mörkin ofar, en þess sé ekki kostur nú. „Eini kostnaðurinn sem er sýni- legur er um 30 milljarðar sem ríkið verður að koma með til sveitarfélag- anna, því að þeir sem eru með lægstu tekjurnar […] fjármunirnir sem eru að fara frá þeim eru í formi útsvars til sveitarfélaganna. Það er það sem ríkissjóður þyrfti og við ætlumst til að hann taki á sig og skili til sveitarfélaganna.“ Hún segir það ekki kalla á skatta- hækkanir, heldur tilfærslur og breytingar á núverandi skattkerfi. „Við viljum færa persónuafslátt- inn frá mér, og örugglega eruð þið báðir með það há laun að ég myndi hrifsa hann af ykkur líka. Ég myndi taka persónuafsláttinn af þeim sem hafa miklu meira en nóg fyrir sig og færa hann til þeirra sem eiga bágt. Þetta eru um 56 milljarðar króna í þessu tilfærslukerfi sem fara frá hinum efnameiri til þeirra sem þurfa virkilega á okkar hjálp að halda.“ Á hvaða launum er fólkið sem verður fyrir þessum skerðingum? „Þetta er fallandi persónu- afsláttur sem byrjar strax að falla í öðru þrepinu þegar þú ert kominn með rétt tæpar 600 þúsund krónur. Þeir sem eru í meðallaunum eða undir því fá heldur fleiri krónur en færri. Við getum dálítið stýrt því með kvarðanum hvort við getum lát- ið hann falla hratt eða vera aflíð- andi.“ Þið viljið þá hækka skatta á fólk með 600.000 krónur eða meira? „Ja, það má kannski orða það sem svo. Við viljum alla vega taka pínu- lítið af persónuafslættinum. Það er sanngjarnt, réttlátt og eðlilegt,“ sagði Inga og ítrekaði í léttum dúr að hún myndi hækka skattinn enn meira á fyrirspyrjendur í þættinum. Kallar eftir grundvallarbreyt- ingum á fjármálakerfinu Inga fer ófögrum orðum um ís- lenska fjármálakerfið og vill láta banna verðtryggingu á neytenda- og fasteignalánum. Flokkurinn hafi viljað aftengja verðtrygginguna vegna þeirra áhrifa sem kórónu- veiran hefur haft á verðbólgu, en að bannið eigi þó að gilda til framtíðar. Hún segir það nauðsynlegt. Fátækt fólk sé neytt til að taka verðtryggð lán þar sem greiðslubyrði óverð- tryggðra lána sé svimandi há. Hún er þá spurð hvernig Flokkur fólksins vilji verja fólk fyrir áhrifum verðbólgunnar á óverðtryggð lán sem séu ekki síður næm fyrir þeim vágesti og segir hún mikilvægt að biðla til bankanna um að þeir lækki vexti. „Vextir eru t.d. alltof, alltof, alltof háir miðað við stýrivexti. Þetta er bara grín […] þeir borga okkur ekk- ert fyrir innlánin okkar. Þeir borga okkur ekkert fyrir fjármagnið sem þeir fá að valsa um með sem við er- um að leggja inn sem innlán.“ Hvernig viltu taka á þeirri stöðu? „Við verðum bara að halda áfram að eiga Landsbankann okkar og láta hann verða ígildi viðskiptabanka. Við verðum bara að gjöra svo vel að taka allt kerfið og fínstilla það upp á nýtt. […] Hér eigum við banka sem okrar og kúgar og pínir okkur eig- endur sína. Við eigum líka að að- skilja viðskipti og fjárfestingu. Við eigum ekki að láta það líðast að inn- lánin okkar séu notuð í misvitrar fjárfestingar bankanna og þeir borga okkur núll komma eitthvað prósent fyrir að fá peningana okkar en svo þurfum við að borga þeim margra prósenta – 6-7 prósenta vexti til að fá þá lánaða til baka.“ Bankarnir kúga fólk Hvað á að gera við innlán bank- anna megi þeir ekki fjárfesta fyrir þau? „Þeir eiga bara að gjöra svo vel að passa þá og ávaxta fyrir okkur og vera með þetta algjörlega að- skilið. Þeir eiga bara að fara eins og lífeyrissjóðirnir að gambla með peningana og fara með þá á er- lenda markaði og kaupa ein- hverjar tuskubúðir í London […] Þei eiga alla vega ekki að kúga hinn almenna Íslending. Fátækt fólk getur ekki komið sér þaki yfir höfuðið. Bankarnir eru fyrir fólk- ið, fólkið er ekki fóður fyrir bank- ana sem skila hér tugum milljarða í arð.“ Hrein blessun að losna við Ólaf Ísleifs og Karl Gauta Flokkur fólksins lenti í klemmu eftir að helmingur þingflokksins tók þátt í óvarlegu spjalli á Klaustri haustið 2018. Þá var þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni vikið úr flokkn- um. „Þó að það sé ekki fallegt að segja það þá var það blessun fyrir Flokk fólksins og varð þess valdandi að við Guðmundur Ingi vorum algjörlega frjáls að þeim verkum sem við vorum að vinna án þess að nokkur væri að skipta sér af því.“ Komu Ólafur og Karl í veg fyrir að þið gætuð um frjálst höfuð strokið? „Já, það var í rauninni alltaf svona þrúgandi fannst mér þetta andrúmsloft í kringum þá og ég er að heyra það núna út á við að þeim leið ekki sérlega vel að vera í þingflokki með tveimur öryrkjum. Þetta var svolítið mikið fyrir neð- an þeirra virðingu. Svo ég ítreka að við vorum virkilega blessuð að taka þá ákvörðun að láta þá fara.“ Vill nýja nálgun fjármálakerfis - Skattahækkanir á fólk með tæpar 600 þúsund á mánuði og yfir - Vill banna verðtryggingu og biðla til bankanna að lækka vexti - 350 þúsund króna skattleysismörk kosti 30 milljarða króna Morgunblaðið/Eggert Dagmál Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er í formannaviðtali í dag og fer yfir stefnuna af skörungsskap. Opinn fundur með Sigmundi Davíð, Karli Gauta og Nönnu Margréti 15. september kl. 20:00. Bæjarbraut 7, Garðabæ. Landskjörstjórn staðfesti á fundi sínum í hádeginu í gær ákvörðun yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi um að hafna framboði Ábyrgrar framtíðar til alþingiskosninga í kjördæminu. Þetta staðfesti Kristín Edwald, formaður landskjör- stjórnar, við mbl.is í gær. Á fundi sínum gekk landskjör- stjórn frá auglýsingu framboðslista til birtingar í öllum kjördæmum, nema hvað Y-listi Ábyrgrar fram- tíðar verður eingöngu í framboði í Reykjavíkurkjördæmi norður. Formaður yfirkjörstjórnarinnar sagði að undirskriftir 31 meðmæl- anda hefði vantað upp á að skilyrði um fjölda meðmælenda yrði upp- fyllt, og veitti framboðinu þriggja og hálfrar klukkustundar frest til að bæta úr. Jóhannes Loftsson, for- maður Ábyrgrar framtíðar, kærði ákvörðunina til landskjörstjórnar. Sagði hann ástæðu kærunnar þá að ómögulegt hefði verið að ná inn til- skildum fjölda á þeim tíma sem uppgefinn var, þar sem fólk sem ekki er með rafræn skilríki gat ekki skilað inn meðmælum nema á papp- ír. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kosningar Landskjörstjórn gekk frá framboðslistum á fundi sínum í gær. Framboðinu hafnað - Landskjörstjórn gengur frá auglýs- ingu framboðslista í öllum kjördæmum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.