Morgunblaðið - 15.09.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 15.09.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021 Í kosningaþáttum Dagmála Morgunblaðsins er fjallað um málin af meiri dýpt en víðast hvar og frambjóðendur þráspurðir ef þeir eru naumir á svör og beðnir um rök- stuðning ef þeir kríta liðugt. Gott dæmi er í þætti með sósíal- istaforingjanum Gunnari Smára Eg- ilssyni, sem talaði þungbrýnn um að nýfrjálshyggjan skrældi fyrir- tæki að innan til þess að greiða gráðugum eigendum arð, svo þau væru ófær um að standast áföll eins og kórónukreppu. - - - En þegar hann var beðinn um dæmi varð fátt um svör. „Er hægt að flokka Wow þar?“ umlaði leiðtoginn. Wow féll löngu fyrir faraldur og greiddi aldrei túkall í arð. Þetta er lýsandi dæmi um málflutning pópúlista, sem segja bara eitthvað en hafa minna en ekkert fyrir sér. - - - Í sama þætti bar Gunnar Smári af sér sakir um að hafa verið kapítalisti. „Kapítalisti hlýtur að þurfa að eiga kapítal. Ég átti ekki kapítal.“ Hann var þá spurður um hvort hann hefði ekki fengið val- rétt á hlutafé. „Það er ekki að vera kapítalisti, það er að vera starfsmaður.“ Bætti við að lítið hefði raunar orðið úr valréttinum. - - - Það rímar illa við tilkynningu Gunnars Smára, þá forstjóra Baugsfyrirtækisins Dagsbrúnar, til Kauphallarinnar hinn 14. febrúar 2006. Samkvæmt henni átti hann liðlega 50 milljónir hluta í Dagsbrún að verðmæti um 296 milljónir króna þá. Það er jafnvirði ríflega 600 milljóna króna í dag. En það kallar ör- eigaforinginn sjálfsagt klink, ekki kapítal. Gunnar Smári Egilsson Starfsmaður, ekki kapítalisti? STAKSTEINAR „Eftir reynslu síðustu missera er fólk sér betur meðvitað en áður um mikilvægi sóttvarna og bóluefna. Mér kæmi því ekki á óvart að fleiri kæmu í flensusprautu nú en stund- um áður,“ segir Óskar Reykdalsson, læknir og forstjóri Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðsins. Byrjað verður að sprauta gegn inflúensu í næsta mánuði. Bóluefnið nú er Vaxigrip Tetra og verður tilbú- ið til afhendingar 15. október. Til- tækir verða alls 95 þúsund skammt- ar, sbr. 84 þúsund í fyrra. Í ár verður dreifingu forgangsraðað til heil- brigðisstofnana og hjúkrunarheimila í október. Til annarra fer bóluefnið væntanlega í nóvember, þar með tal- ið þeirra sem sinna bólusetningum í skólum og úti í atvinnulífinu. Mælst er til að fólk sextugt og eldra, barnshafandi konur, starfsfólk heilbrigðisstofnana og þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóma njóti forgangs við bólusetningar. „Margir koma í flensusprautur á heilsugæsluna, svo eru einkafyrir- tæki líka komin í þetta sem er besta mál. Vegna sóttvarna og kórónuveir- unnar hefur fólk verið minna en áður á ferðinni síðustu misserin og því færri smitast af flensu en oft áður. Þó eru bólusetningar alltaf til bóta,“ segir Óskar. sbs@mbl.is Margir mæta í flensusprautuna í ár - Vaxigrip Tetra tilbúið í október - 95 þúsund skammtar verða tiltækir nú Morgunblaðið/Hari Heilbrigði Óskar Reykdalsson, læknir og forstjóri, sinnir sjúklingi. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Rúmur helmingur uppsjávarskip- anna er byrjaður að veiða norsk- íslenska síld fyrir austan land. Hinn helmingurinn er á makríl í Síldarsmugunni, en makrílvertíðin er á lokametrunum. Samvæmt yfir- liti á vef Fiskistofu er búið að landa 123 þúsund tonnum af makríl, en heildarkvóti ársins er 157 þúsund tonn. Af þessum afla hafa um 20 þúsund veiðst innan landhelgi, en yfir 100 þúsund tonn í Síldarsmug- unni. „Þetta hefur verið erfitt og sveiflukennt,“ segir Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri upp- sjávarskipa hjá Brimi hf., um makrílvertíðina. Síðustu daga hafa skip Brims verið að fá um 100 tonn á sólarhring. Ingimundur segir að lengst af hafi verið langt að sækja, en lykillinn að þeim árangri sem hefur náðst hafi verið samvinna skipa einstakra útgerða eða fyrir- tækja sem vinna saman. Þannig hefur afla verið dælt um borð í eitt skip sem sigldi með hann í land, en hitt eða hin skipin hafa getað haldið áfram veiðum. Þetta fyrirkomulag kemur í veg fyrir að skipin séu að sigla langan veg með lítinn afla og eins tryggir það að aflinn berist ávallt sem ferskastur að landi. Það er víða öskrað á síld Veiðar á norsk-íslenskri síld hafa farið vel af stað, eins og greint var frá á heimasíðu Síldarvinnslunnar á mánudag, en skipin hafa m.a. verið að veiðum á Glettinganesflaki, Norðfjarðardýpi og Héraðsflóadýpi. Þar kemur fram að vinnsla á síld gangi vel í fiskiðjuveri Síldarvinnsl- unnar. Haft er eftir Jóni Gunnari Sigurjónssyni yfirverkstjóra að þar séu unnin 700-800 tonn á sólar- hring. „Við erum að fá mjög góða síld og erum að upplifa bullandi síldarvertíð. Afköstin fara eftir því hvað er verið að vinna. Stundum heilfrystum við og stundum er flak- að og stundum er hvort tveggja gert. Þetta fer eftir því hvað mark- aðurinn vill. Síldarmarkaðir eru góðir núna. Það er víða öskrað á síld,“ segir Jón Gunnar. Á heimasíðu Norges sildesalgslag kemur fram að Vilhelm Þorsteins- son EA hafi landað rúmlega þús- und tonnum af síld í Noregi. Erfið og sveiflu- kennd makrílvertíð - Veiðar á norsk-íslenskri síld byrja vel Bjarni fjallar um heilbrigðiskerfið á opnum hádegisfundi eldri sjálfstæðismanna á Hilton Reykjavík Nordica kl. 12 í dag. Sent út á xd.is Fundur með Bjarna Benediktssyni Vilhjálmur Egilsson fyrrverandi háskólarektor fjallar um uppstokkun á lífeyriskerfinu. Allir velkomnir. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.