Morgunblaðið - 15.09.2021, Síða 13

Morgunblaðið - 15.09.2021, Síða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021 Úti á túni Heldur var hann einsamall hesturinn sem sást á beit í Skaftárdal á dögunum, undir bláhimni en skýjabakki var ekki langt undan. Nú húmar að hausti og grasið gulnar. Eggert Auðvitað er ekkert óeðlilegt að hags- munasamtök, sem berjast fyrir fram- gangi mála fyrir hönd félagsmanna, nýti tækifærin í aðdrag- anda kosninga og krefji stjórnmála- flokka og frambjóð- endur um afstöðu þeirra. Oft eru mál- efnin brýn – réttlætismál sem stund- um falla í skuggann af öðrum sem litlu skipta en fanga huga fjölmiðla og stjórnmálamanna í daglegu þrasi þar sem aukaatriði leika aðal- hlutverkið. Skömmu fyrir kosningarnar 2016 hélt ég því fram, hér á þessum stað, að yfirskrift margra funda sem hags- munasamtök af ýmsu tagi boða til með frambjóðendum gæti verið: „Hvaða ætlar þú að gera fyrir mig – fyrir okkur?“ Fundirnir hefðu marg- ir fremur yfirbragð uppboðsmark- aðar kosningaloforða en funda um stefnumál flokkanna. Frambjóð- endum er stillt upp við vegg. Lófa- klapp og hvatningu fá aðeins þeir sem mestu lofa. Fram- bjóðandi sem sparar lof- orðin og á engar kanínur í hatti sínum, fær kulda- legar móttökur, jafnvel fjandsamlegar. Er nema furða að einhverjir freistist til að bregða sér í gervi töframannsins í leit að einhverju – ef ekki kanínu þá bara ein- hverju öðru – til að draga upp úr hattinum. Hugmyndafræði í FG Kosningabarátta að þessu sinni markast eðlilega af þeim takmörk- unum sem settar hafa verið vegna kórónuveirunnar (réttlæting fyrir þeim verður sífellt léttvægari). Fundir eru færri, stundum hreinir fjarfundir. Það var því gott að geta mætt í Fjölbrautaskólann í Garðabæ [FG] á stefnumót við nemendur ásamt fulltrúum allra flokka sem bjóða fram í Suðvesturkjördæmi. Nemendurnir gátu átt samtal við okkur frambjóðendur beint, rökrætt við okkur, spurt og gengið á eftir hreinskiptum svörum. Það verður að viðurkennast að það kom mér þægilega á óvart að ekki einn einasti nemandi sem ég ræddi við, var upptekinn af eigin hags- munum. Einn vildi ræða um stjórn- arskrá, nokkrir höfðu áhuga á því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn vildi skipuleggja heilbrigðiskerfið, þrjár ungar konur brunnu fyrir orkuskipt- um og möguleikum okkar Íslendinga á komandi árum. Enginn hafði áhuga á að ræða sérstaklega um námslán eða húsnæðismál námsmanna. Ekki einn einasti nemandi krafðist þess að fá að vita hvað Sjálfstæðis- flokkurinn „ætli að gera fyrir mig“, en margir vildu vita fyrir hvað Sjálf- stæðisflokkurinn stæði, hver væri hugmyndafræði flokksins. Svar mitt var einfalt: „Við trúum á ykkur, hvert og eitt ykkar. Við vilj- um tryggja að þið getið notið hæfi- leika ykkar og dugnaðar. Við lítum á það sem skyldu okkar að ryðja úr vegi hindrunum svo þið getið látið drauma ykkar rætast.“ Unga fólkið í FG var ekki fast í smáatriðum, ekki blint á samfélagið vegna eigin hagsmuna. Það vildi komast að kjarna málsins. Það hefur minni þolinmæði en margir aðrir fyr- ir stóryrðum eða fögrum loforðum stjórnmálamanna sem lofa öllum gulli og grænum skógum. Kanínur eru ekki heillandi í hugum þessa unga hæfileikaríka fólks. Hugmyndafræðilegur þorsti Fátt er meira gefandi en að ræða hugmyndafræði fyrir stjórnmála- mann sem byggir hugsjónir sínar á trúnni á manninn, hæfni ein- staklingsins til þess að stjórna sér sjálfur og leita að eigin lífshamingju án þess að troða öðrum um tær. Mér finnst ég skynja hugmyndafræðileg- an þorsta hjá ungu fólki, ekki aðeins hjá nemendum í FG heldur um allt land. Fyrir stjórnmálaflokk sem hef- ur átt öfluga hugmyndafræðinga og forystumenn sem meitlað hafa hug- sjónirnar frelsis og framtaks, er jarðvegurinn því frjór. Kisturnar eru fullar af verkfærum fyrir frambjóð- endur. Tækifæri talsmanna Sjálfstæðis- flokksins til að ræða um hugmynda- fræði hafa líklega ekki verið betri í áratugi. Þeir geta talað af sannfær- ingu fyrir takmörkuðum ríkisaf- skiptum, lágum sköttum og auknu frelsi einstaklinganna. Allt er þetta ofið saman við áherslu á fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinganna, öflugt al- mannatryggingakerfi og gott heil- brigðiskerfi sem þjónar öllum óháð efnahag. Það er ekki ónýtt fyrir frambjóð- endur að eiga samtal við kjósendur og skýra út hvernig Sjálfstæðisflokk- urinn byggir á frjálslyndri íhalds- stefnu og róttækri markaðshyggju með áherslu á valddreifingu, frelsi einstaklingsins, opna stjórnsýslu og upplýsingafrelsi. Um leið átta kjós- endur sig á því að frambjóðendur flokksins eru ekki allir steyptir í sama mót. Hafa misjafnar skoðanir á einstökum málum, en sameinast í grunnhugsjón um frelsi einstaklings- ins og hafa tekið höndum saman und- ir merkjum stjórnmálaflokks sem myndar farveg fyrir samkeppni hug- mynda og skoðana. Slíkar hugsjónir fara ekki á upp- boðsmarkað, hvorki fyrir eða eftir kosningar. Eftir Óla Björn Kárason »Við trúum á ykkur, hvert og eitt ykkar. Við viljum tryggja að þið getið notið hæfileika ykkar og dugnaðar. Skylda okkar er að ryðja hindrunum úr vegi. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Hugsjónir fara ekki á uppboð Nú liggur fyrir að tíu stjórnmálaflokkar og -framboð hafa lagt fram lista í öllum kjör- dæmum landsins. Þessi fjöldi er í sjálfu sér ekkert einsdæmi. Und- anfarin ár hefur flokk- um, sem eiga raunhæfa möguleika á þingsæt- um, fjölgað og eru á því ýmsar skýringar, sem ekki verður farið nánar út í hér. Í dag eiga átta flokkar fulltrúa á Alþingi og ef eitthvað er að marka skoð- anakannanir gæti þessi fjöldi haldist og jafnvel einn bæst við. Að sumu leyti flækir þetta stöðuna á hinum pólitíska vettvangi. Allar umræður í aðdraganda kosninga verða ómarkvissari en ella þegar fulltrúar tíu flokka keppa um athygl- ina, hver um sig talar út frá sínum forsendum og lítill tími gefst til rök- ræðna eða dýpri umræðna um ein- stök málefni eða tillögur. Þetta sést vel á sameiginlegum framboðs- fundum, umræðuþáttum í ljós- vakamiðlum og á öðr- um þeim vettvangi, þar sem flokkum og fram- boðum gefst kostur á að kynna sig. Fleiri flokkar – flóknari vígstaða Þessi fjöldi flokka hefur líka að sjálfsögðu áhrif á þingi eins og reynsla undanfarinna ára sýnir. Stjórn- armyndanir verða flóknari en oft var hér áður fyrr og geta kallað á fleiri mála- miðlanir. Þessi staða leggur líka þá ábyrgð á herðar forystumönnum í stjórnmálum að vera tilbúnir til að leggja til hliðar ýtrustu kröfur og vera færir um að vinna með öðrum að brýnum sameiginlegum verk- efnum, jafnvel þótt þeir eigi sér ólík- an bakgrunn og nálgist málin út frá ólíkum hugmyndafræðilegum grund- velli. Stjórnmál eru list hins mögu- lega og þeir sem vilja hafa raunveru- leg áhrif verða að taka ákvarðanir sínar út frá raunhæfu mati á að- stæðum en ekki óskhyggju. Þeir sem nálgast málin með því að setja öðrum úrslitakosti, gera kröfur um allt eða ekkert og útiloka samstarfsmögu- leika fyrirfram eiga á hættu að dæma sig úr leik. Sumir telja að þessi flokkafjöldi í kosningunum og óhjákvæmilegar málamiðlanir við stjórnarmyndun geri valkosti kjósenda óskýra. Í slík- um fullyrðingum er vissulega ákveð- ið sannleikskorn, sérstaklega ef stað- an hér er borin saman við lönd sem búa við rótgróið tveggja flokka kerfi eða fastmótaða blokkamyndun til hægri og vinstri eins og algengt er annars staðar á Norðurlöndum. Sá veruleiki, sem við horfumst í augu við, leiðir til þess að flokkar verða að vera tilbúnir til að vinna þvert yfir hinar hefðbundnu pólitísku línur, eins og reynsla undanfarinna ára sýnir. Og reynslan sýnir líka að það er hægt og getur skilað góðum ár- angri fyrir land og þjóð. Styrkleiki flokkanna skiptir máli En geta þá kjósendur með engu móti áttað sig á því á hverju er von eftir kosningar? Skiptir þá engu máli hvernig kjósendur haga vali sínu því útkoman verður alltaf einhver sam- suða? Þessu neita auðvitað allir flokkar og frambjóðendur og hafa raunverulega mikið til síns máls. Styrkleiki flokka að kosningum lokn- um og skipting þingsæta skiptir auð- vitað höfuðmáli um það hvernig rík- isstjórn verður hægt að mynda og hverjar verða áherslur stjórn- armeirihlutans á næsta kjörtímabili. Það skiptir máli hvaða einstaklingar veljast til þingsetu og hversu sterk staða einstakra flokka og forystu- manna þeirra er þegar úrslit kosn- inga liggja fyrir. Sterkur Sjálfstæðisflokkur eða vinstristjórn Að þessu leyti eru valkostir kjós- enda býsna skýrir í þessum kosn- ingum. Og þetta eru í sjálfu sér ekki óvæntir eða nýstárlegir valkostir. Þeir eru í grundvallaratriðum þeir sömu og í mörgum undanförnum kosningum. Eins og sakir standa virðist tveggja flokka ríkisstjórn ekki raunhæfur möguleiki en eins og stundum áður geta kjósendur valið milli þriggja flokka ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er kjöl- festan og hins vegar fjögurra til sex flokka vinstristjórnar. Sumir flokkar á vinstri vængnum stefna opinskátt að síðari kostinum. Aðrir, sem stað- setja sig á miðjunni, halda þeim möguleika opnum að taka þátt í slíkri stjórnarmyndun þótt þeir gæti sín á því núna að brosa til skiptis til hægri og vinstri. Þetta þýðir að þeir kjósendur sem raunverulega vilja að hér verði mynduð fjögurra til sex flokka vinstristjórn eiga vissulega kost á því að velja á milli ýmissa flokka. Þeir kjósendur, sem á hinn bóginn kæra sig ekki um þá niðurstöðu, eiga hins vegar bara einn raunhæfan valkost. Að því leyti gæti hin pólitíska staða varla verið skýrari. Eftir Birgi Ármannsson »Kjósendur geta valið milli þriggja flokka ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er kjölfestan og fjög- urra til sex flokka vinstristjórnar. Birgir Ármannsson Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Skýrir valkostir 25. september

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.