Morgunblaðið - 15.09.2021, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021
✝
Þórunn Arndís
Eggertsdóttir
fæddist í Reykjavík
25. október 1952.
Hún lést 7. sept-
ember 2021 á
Landspítalanum
Fossvogi.
Foreldrar henn-
ar voru Eggert
Guðjónsson vél-
virki, f. 17.11.
1918, d. 27.4. 1996,
og Geirlaug Þórarinsdóttir hús-
freyja, f. 13.8. 1916, d. 4.5. 2000.
Bræður hennar eru Guðjón Ingi,
f. 12.9. 1946, og Oddur Jónas, f.
25.3. 1949.
Þórunn var gift Hákoni Þor-
grími Jónssyni, f. 16.6. 1950.
Börn þeirra eru þrjú: 1) Eggert,
f. 8.11. 1974, giftur Guðrúnu
Kristínu Valgeirsdóttur. Börn
Eggerts eru a) Halldór Örn, f.
2000, b) Hákon Logi, f. 2007, c)
Viktor Páll, f. 2012, og d) stjúp-
sonur, sonur Guð-
rúnar, Gabríel Alex-
ander, f. 2004. 2) Jón,
f. 6.11. 1976, giftur
Álfheiði Viðars-
dóttur. Dóttir Jóns er
a) Karen Sif, f. 1997.
Börn Jóns og Álf-
heiðar eru b) Iðunn
Ósk, f. 2003, c) Bald-
ur Már, f. 2008, og d)
Óðinn Þór, f. 2011. 3)
Sonja Dögg, f. 25.5.
1982, sambýlismaður hennar er
Magnús Kr. Sigurðsson. Börn
þeirra eru a) Emilía Björk, f.
2016, og b) Óliver Elí, f. 2019.
Þórunn ólst upp í Laugarnes-
hverfinu í Reykjavík og stundaði
meðal annars nám við Húsmæðra-
skólann á Staðarfelli áður en hún
fluttist vestur á Barðaströnd vor-
ið 1973.
Útförin fer fram frá Laug-
arneskirkju 15. september 2021
klukkan 15.
Það er svo ótrúlegt að vera að
skrifa minningagrein um tengda-
mömmu. Hún fór allt of fljótt frá
okkur og það er skrýtið að eiga
aldrei aftur eftir að spjalla við
hana, ræða við hana um helstu
fréttir og að hafa hana ekki með
okkur að fagna hinum ýmsu
áföngum í framtíðinni.
Ég hitti Þórunni í fyrsta skipti
þegar ég fór með Jóni vestur á
þorrablót í Birkimel. Mér var
hent beint í djúpu laugina ef svo
má segja, því ég hitti ekki bara
verðandi tengdaforeldra, heldur
alla aðra úr sveitinni sama kvöld.
En Þórunn og Hákon tóku mér
sannarlega opnum örmum og með
okkur Þórunni tókst strax góð
vinátta sem aldrei kom brestur í.
Hún var ræðin og fyndin og ekk-
ert var henni óviðkomandi, að
henni fannst. Hún varð ein af mín-
um uppáhaldskonum í lífinu, leið-
beinandi og fylgin sér. Ég minnist
þess með mikilli hlýju hvað hún
tók vel á móti mér í fjölskylduna
og mér fannst ég alltaf hafa þekkt
hana. Ég fann strax hvað það var
gott að tala við hana og ekkert
vandamál var svo stórt eða svo lít-
ið að hún reyndi ekki að leysa það.
Því að þannig var hún, alltaf að
hjálpa og alltaf að hugsa um aðra.
Þegar okkur Jóni fæddist dóttir í
Þýskalandi 10 vikum fyrir tímann
var tengdamamma komin með
beint númer hjá yfirlækni vöku-
deildarinnar hér innan skamms,
því við skyldum komast með hana
heim sem fyrst.
Þórunn var glysgjörn og vildi
vera fín og það voru miklar gæða-
stundir þegar stelpurnar okkar
sátu með ömmu að naglalakka sig
og skoða skartgripina hennar.
Það var gaman að fara með henni
í búðir og skoða fallega hluti og
oftar en ekki keypti hún eitthvað
fallegt handa krökkunum. Stund-
um keypti hún líka eitthvað handa
mér sem hún vissi að mér þótti
fallegt, og eru þessir hlutir mér
enn kærari í dag. Amma átti líka
alltaf kex og strákarnir nutu þess
að fá mjólk og kex og spila ólsen
við ömmu á kvöldin þegar við vor-
um fyrir vestan. Þórunn passaði
líka stundum fyrir okkur þegar
hún kom í heimsókn og sagði okk-
ur að gera eitthvað skemmtilegt
og þá voru miklar gæðastundir
með ömmu.
Þórunn var fljót að kynnast
fólki og var dugleg að halda sam-
bandi við það. Það var gaman að
fá hana í heimsókn til okkar og
með henni og ömmu minni tókst
mikil vinátta. Þær sátu saman í
eldhúsinu hjá ömmu, drukku mik-
ið kaffi og spjölluðu um allt milli
himins og jarðar. Þórunn hringdi
svo reglulega í ömmu til að spjalla
og ömmu þótti svo vænt um það
allt fram á síðasta dag.
Það er því með miklum trega
að ég kveð yndislegu tengdamóð-
ur mína, stórbrotna konu sem var
svo stór hluti af mínu lífi. Stórt
skarð er höggvið í fjölskylduna og
við yljum okkur við minninguna
um elsku Þórunni. Ég mun alltaf
sakna hennar en ég veit að amma
bíður í Sumarlandinu með kaffi-
bollann fyrir hana.
Ástarkveðja,
Álfheiður Viðarsdóttir.
Elsku, elsku Þórunn. Ég trúi
því eiginlega ekki að komið sé að
kveðjustund. Þú ert búin að vera
hjá mér síðustu daga, bregður
upp í huga mér, iðulega hlæjandi
við eldhúsborðið á Vaðli með
græna kaffiglasið í hendi, hálffullt
af mjólk með smá kaffidreitli.
Það koma upp ótal minningar
úr sveitinni minni, Vaðall var allt-
af heim og það fannst þér ekki
leiðinlegt. Þar eyddi ég öllum
sumrum og vildi hvergi annars
staðar vera. Þú tókst þannig við
uppeldinu hluta af ári og þurftir
að tækla prakkarastrikin sem
fylgja sumrinu í sveitinni.
Þá minnist ég þess sérstaklega
þegar ég útskrifaðist loksins úr
háskóla. Þú varst í bænum og
tókst ekki annað í mál en að vera
viðstödd útskriftina, enda áttir þú
svo mikið í mér. Uppdubbuð
mættir þú í Hörpu og komst svo
með mér heim eftir athöfnina. Þar
vildir þú sitja og spjalla yfir kaffi-
bolla við eldhúsborðið og skildir
ekkert í mér að eiga ekki nema
rjóma í kaffið, sem þú þáðir nú
samt og líkaði ekkert illa við.
Það var svo gott að koma í
sveitina sína aftur síðasta haust,
bæði í sumarfrí og smala-
mennsku. og þær minningar
munu ylja um ókomna tíð.
Þú varst einstök í orðsins
fyllstu merkingu.
Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Hvíl í friði elsku besta Þórunn.
Rebekka Helga.
Mig langar að minnast yndis-
legrar vinkonu, Þórunnar á Vaðli,
með nokkrum orðum þótt í raun
þurfi meira en nokkur orð til þess.
Ég kynntist henni fyrst þegar
við vorum að vinna saman í fiski á
Patró 1998 og þá gerði ég mér
engan veginn grein fyrir hversu
stór þáttur hún ætti eftir að vera í
lífi mínu. Í desember 2000 eignast
ég Halldór son minn með Eggerti
syni hennar og upp frá því eignast
ég dásamlega vinkonu sem ég gat
alltaf leitað til. Hún var Halldóri
frábær amma og það besta sem
hann vissi var að fara í sveitina til
ömmu og afa. Fyrstu árin lét
hann stjana við sig en seinni árin
fór hann til að hjálpa þeim með
búskapinn. Þórunn var svo sann-
arlega vinur vina sinna og gerði
allt fyrir fólkið sitt og fékk ég oft
njóta þess, það er fátt ef nokkuð
sem hún gerði ekki fyrir Halldór.
Eftir að ég eignast Díönu og Odd
tók hún þeim eins og þau væru
hennar, þau fengu til að mynda
alltaf jólagjafir frá henni. Þegar
Díana var lítil var hundur á Vaðli
sem hét Perla og bað Díana alltaf
um að fara til ömmu og Perlu.
Díana tók upp á því að slá þessum
orðum saman og eftir það talaði
hún um ömmu Perlu og þótti Þór-
unni afar vænt um það. Voru til að
mynda jólakortin merkt frá
ömmu Perlu.
Þórunn og Hákon hjálpuðu
mér svo mikið þegar Halldór
minn var lítill, sérstaklega fyrstu
árin. Ég kem ég aldrei til með að
geta þakkað þeim nóg fyrir það.
Síðastliðið vor sendi ég nokkrar
hveitikökur með Halldóri þegar
hann fór í sauðburð til ömmu
sinnar og afa. Þórunn hringdi í
mig stuttu seinna og bað mig að
baka smá fyrir sig, sem var að
sjálfsögðu ekkert mál. Ég sagði
við Þórunni að ég vildi ekki taka
neitt fyrir baksturinn þar sem
hún ætti þetta inni hjá mér. Hún
var hins vegar ekki á því máli og
hafði betur í þeim samræðum
okkar eins og svo oft áður.
Þórunn var miklu meira en
bara amma Halldórs; hún var
hluti af fjölskyldunni. Hún þekkti
ömmur mínar meðan þær lifðu,
foreldrar og systkini þekktu hana
öll og fylgdust því allir með
skyndilegum veikindum hennar.
Takk elsku Þórunn fyrir allt
sem þú gerðir fyrir Halldór og
okkur fjölskylduna.
Ég er svo þakklát fyrir hvað þú
tókst Halldóri og mér opnum
örmum frá fyrsta degi. Finnst
sárt að hafa ekki getað gefið til
baka eins og ég hefði viljað.
Elsku Hákon, Eggert, Jón,
Sonja og fjölskyldur, ég votta
ykkur mína allra dýpstu samúð.
Missir ykkar er mikill.
Finnst tilheyrandi að ljúka
þessu, líkt og Þórunn kvaddi mig
yfirleitt:
Bless elsku vinkona.
Fanney Inga.
Fáein kveðjuorð til að þakka
liðna tíma. Við áttum margar góð-
ar stundir saman í gegnum árin.
Minningar sem ylja á þessari
stundu. Við áttum góðar stundir
við sláturgerðina á haustin. Öll
símtölin þegar þú sagðir mér
hvað var að gerast hjá börnunum
þínum, þú varst svo innilega stolt
af þeim og ánægð með þau.
Barnabörnin veittu þér líka svo
mikla gleði og þú sagðir mér stolt
sögur af þeim. Ófá áramót höfum
við átt saman með ykkur hjónum,
það eru ógleymanlegar minning-
ar. Skemmtilegar minningar frá
landbúnaðarsýningum hér heima
og erlendis. Ferðirnar með kven-
félaginu Neista, bæði innanlands-
og utanlandsferðir. Börnin okkar
Árna og barnabörn minnast Þór-
unnar á Vaðli með hlýju og þakka
henni væntumþykju og gjafmildi í
gegnum árin. Fyrir allar þessar
minningar og vinskapinn í gegn-
um árin vil ég þakka þér, kæra
vinkona. Við fjölskyldan biðjum
góðan guð að styrkja og varðveita
elsku Hákon, börnin ykkar og
barnabörn.
Far í friði.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðrún á Krossi.
Þórunn Arndís
Eggertsdóttir
Elsku systir okkar, mágkona og frænka,
GÍGJA GUÐFINNA THORODDSEN,
Starengi 6, Reykjavík,
sem lést 8. september, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 21. september klukkan 15.
Ásta St. Thoroddsen Bolli Héðinsson
Einar Gunnar Guðmundsson Sverrir Bollason
Atli Bollason Brynhildur Bolladóttir
Ólafur E. Thóroddsen
Ólöf Jónína Thoroddsen Hrafnhildur Thoroddsen
Faðir okkar,
EINAR GUÐLAUGSSON,
lést á heimili sínu 30. ágúst.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 16. september klukkan
13. Athöfninni verður streymt frá
www.streyma.is.
Margrét Bóthildardóttir
Guðlaug Einarsdóttir
Okkar ástkæra
DAGBJÖRT LÁRA SVERRISDÓTTIR
lífeindafræðingur
lést á heimili sínu í San Diego
28. desember 2019.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 21. september klukkan 13.
Daniel Michael Kempf Shakara Thompson
Sverrir Edvaldsson Gerd Jorunn Christensen
Ragnheiður D. Steinþórsd. Logi Hjartarson
Björgvin Daði Sverrisson Helena Ketilsdóttir
Ásgerður Sverrisdóttir Hilmir Þór Kjartansson
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
SIGTRYGGS SVEINS BRAGASONAR.
Elísabet Jóhannsdóttir
Ragnheiður V. Sigtryggsd. Ágúst Loftsson
Ingibjörg Sigtryggsdóttir Niclas Jessen
Vilhjálmur, Kjartan, Loftur, Nói
Leó, Rúrik og Dagbjört
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTJÁN ÓLAFSSON,
áður til heimilis á Hraunbraut 43
í Kópavogi,
lést á Hjúkrunarheimilinu Grund
7. september. Útförin fer fram í kyrrþey.
Þökkum hlýhug og vinsemd, sérstakar þakkir til starfsfólks
V3 á Grund.
Edda Bergmann Guðmundsdóttir
Gróa Kristjánsdóttir Þorvaldur Þorvaldsson
Kristján Þorvaldsson Helena Sif Magnúsdóttir
Edda Sif B. Þorvaldsdóttir Guðmundur Hreinn Gíslason
Gróa Mjöll, Róbert Ingi, Gísli Þór og Óliver Ingi
✝
Jóna Guðrún
Kristinsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. apríl 1931. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 29. júní
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Kristinn
Jónsson, f. 7. feb.
1899, d. 20. sept.
1949 og Álfheiður
Jóna Jónsdóttir, f. 24. des. 1903,
d. 22. des. 1982.
Systkini Jónu voru Sig-
urbjörg Lilja, f. 1925, Sig-
urbjörn, f. 1927, Guðbjartur, f.
1933 og Einar, f. 1934. Þau eru
öll látin.
Jóna giftist Sveini Jenssyni
matreiðslumanni frá Seyð-
isfirði, f. 12. júní 1928, þann 14.
júní 1952. Foreldrar hans voru
Esther Jóhannesdóttir og Jens
Pétur Sveinsson en Sigmar
Brynjólfsson gekk honum í föð-
urstað. Bróðir Sveins var Kjart-
an Jensson, hann er látinn. Hálf-
systkini hans eru Ellert Líndal
Jensson og Hulda Jensdóttir.
Börn Jónu og Sveins eru: 1)
Jón Heiðar, f. 31. ágúst 1952,
hann var giftur Sigrúnu Guð-
jónsdóttur, f. 20. okt. 1953, d. 3.
sept. 2013, þau eignuðust Hólm-
fríði, Svein Gunnar og Berg-
lindi. Núverandi sambýliskona
er Sigrún Harpa Hauksdóttir. 2)
Esther Selma, f. 23. sept. 1953,
hún var gift Frið-
riki Gissurarsyni, f.
21. mars 1949, þau
slitu samvistum og
eiga þau Hjördísi,
Katrínu og Fjólu. 3)
Lilja, f. 3. maí 1955,
barnsfaðir hennar
var Páll Arnar
Ragnarsson sem er
látinn, þau eign-
uðust Gylfa Þór. 4)
Sveinbjörn, f. 30.
maí 1967, hann á soninn Aron
Viktor.
Ung að árum eða 14 ára göm-
ul til tvítugs vann Jóna í sælgæt-
isgerðinni Ópal. Stuttu síðar
kynntist hún eiginmanni sínum
og hófu þau búskap í Laug-
arnesinu og síðar í Nökkvavog-
inum. Árið 1956 gerðust þau ein
af frumbyggjum Árbæj-
arhverfis. Ásamt því að ala upp
börnin vann Jóna í Selásbúð.
Vegna starfa Sveins lá leið
þeirra hjóna víða. Árið 1963
voru þau á Höfn í Hornafirði.
Árið 1969-1972 ráku þau hjónin
Hótel Varmahlíð í Skagafirði.
Þau fluttu svo til Njarðvíkur
1977. Jóna átti auðvelt með að
laga sig að nýjum heimkynnum
og gekk í hlutina af áræði. Jóna
Guðrún eignaðist 4 börn, 8
ömmubörn, 13 langömmubörn
og 1 langalangömmubarn.
Bálför hefur farið fram og
jarðsett í Hafnarfjarðarkirkju-
garði.
Elsku amma Jóna, mig langar
til að þakka þér fyrir ljúfu og
góðu stundirnar sem ég átti með
þér. Allt frá því að ég var skírð á
50 ára afmælisdegi þínum og þar
til við vorum tvær saman og ég
hélt í hönd þína þegar þú kvadd-
ir.
Minningarnar eru margar,
jólaböllin í Stapanum og svo jóla-
matur hjá ykkur afa á eftir, það
var svo gaman, öll fjölskyldan
saman alveg eins og þú vildir hafa
það. Pönnukökurnar þínar vin-
sælu. Ferðalögin í Húsafell og
gistinæturnar hjá þér og afa með
heita pottinum úti í garði. Það var
alltaf svo gott að koma til ykkar
og finn ég fyrir mikilli hlýju og
þakklæti þegar ég hugsa til þín.
Þín
Fjóla.
Jóna Guðrún
Kristinsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar