Morgunblaðið - 15.09.2021, Page 31

Morgunblaðið - 15.09.2021, Page 31
ÍÞRÓTTIR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021 Jason Daði Svanþórsson, sóknarmaður Breiðabliks, var besti leikmaðurinn í 20. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, að mati Morgunblaðsins. Jason Daði átti frábæran leik fyrir Blika þegar liðið vann 3:0-sigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Kópavogsvelli en hann gerði sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk í leiknum og fékk tvö M í einkunn hjá blaðinu fyrir frammistöðu sína. Fjórir aðrir leikmenn fengu tvö M, þeir Jónatan Ingi Jónsson og Matt- hías Vilhjálmsson, sem áttu frábæran leik fyrir FH þegar liðið vann Stjörn- una, Kennie Chopart sem fór fyrir liði KR sem vann Keflavík og Skaga- maðurinn Viktor Jónsson sem var öflugur í sigri ÍA gegn Leikni. 20 . umferð í Pepsi Max-deild karla 2021 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Anton Ari Einarsson Breiðablik Erlingur Agnarsson Víkingur Jason Daði Svanþórsson Breiðablik Matthías Vilhjálmsson FH Jónatan Ingi Jónsson FH Höskuldur Gunnlaugsson Breiðablik Árni Vilhjálmsson Breiðablik Kennie Chopart KR Mikkel Qvist KA Viktor Jónsson ÍA Aron Kristófer Lárusson ÍA 2 3 1 2 3 4 5 7 4 4 1 Jason bestur í 20. umferð Sauðárkróki fékk 18 M og hafnaði í öðru sæti. Michel átti frábært sum- ar með liði Tindastóls og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum í mark- inu. Þrátt fyrir það tókst henni ekki að koma í veg fyrir fall liðsins úr efstu deild en liðið, sem var ný- liði í deildinni, hafnaði í níunda og næstneðsta sætinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks, og Kather- ine Cousins, miðjukona úr Þrótti, fengu báðar 16 M í sumar og urðu jafnar í þriðja til fjórða sæti. Ás- laug Munda lék hins vegar fimmtán leiki í sumar en Cousins lék sautján en Áslaug Munda hélt í háskóla- nám til Bandaríkjanna seinni part ágústmánaðar og missti því af síð- ustu þremur umferðunum. Arna Sif valin oftast Cousins stýrði miðjuspili Þróttar af mikilli yfirvegun í allt sumar en liðið, sem spáð var falli í spá fyrir- liða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni, hafnaði í þriðja sætinu. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, varð fimmta með 15 M en hún var besti leikmaður Akureyr- inga í sumar og var níu sinnum í liði umferðarinnar hjá Morg- unblaðinu, oftast allra. Natasha Anasi, fyrirliði Kefla- víkur, varð sjötta með 15 M en hún átti stóran þátt í því að Keflavík hélt sæti sínu í deildinni. Keflavík, sem var nýliði líkt og Tindastóll, hafnaði í áttunda sæti deildarinnar og tryggði sæti sitt endanlega í efstu deild í lokaumferðinni. Liðsfélagi hennar Aerial Chav- arin og Íslandsmeistarinn Elín Metta Jensen fengu báðar 13 M í sjöunda til áttunda sætinu. Chav- arin var langmarkahæsti leikmaður Keflavíkur í sumar með 7 mörk en Elín Metta skoraði 11 mörk í sex- tán leikjum og endaði sem þriðji markahæsti leikmaðurinn. Íslandsmeistarar Vals voru það lið sem fékk flest M en liðið vann deildina nokkuð örugglega og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 25. ágúst þegar tvær umferðir voru eftir af tímabilinu. Silfurlið Breiða- bliks fylgdi fast á hæla Valskvenna með 95 M en önnur lið áttu nokkuð langt í land með að ná efstu tveim- ur liðunum sem voru í sérflokki í sumar eins og svo oft áður. Keflavík fékk 76 M, fleiri M en bæði Þór/KA og ÍBV sem enduðu í sjötta og sjöunda sætinu, og þá fékk Fylkir, sem hafnaði í neðsta sæti deildarinnar, 65 M, þremur meira en Tindastóll. Úrvalslið Morgunblaðsins Hér fyrir ofan má sjá úrvalslið keppnistímabilsins 2021 hjá Morgunblaðinu, ellefu byrjunar- liðsmenn og tíu varamenn. M- gjöfin ræður alveg liðsvalinu og til þess að komast í byrjunarliðið þurfti að fá 12 M. Þær Tiffany Sor- napo, markvörður Keflavíkur, og Andrea Rut Bjarnadóttir, leik- maður Þróttar úr Reykjavík, fengu báðar 12 M en þurfa að sætta sig við að verma varamannabekkinn að þessu sinni. Íslandsmeistarar Vals eiga þrjá fulltrúa í byrjunarliðinu og einn á varamannabekknum. Breiðablik á tvo fulltrúa og einn á varamanna- bekknum. Þróttur á einn fulltrúa í liðinu og einn á bekknum og þá á Stjarnan einn fulltrúa í byrjunar- liðinu og tvo á bekknum. Selfoss á tvo fulltrúa á vara- mannabekknum, Þór/KA á einn í byrjunarliðinu og einn á vara- mannabekknum og ÍBV á einn full- trúa á varamannabekknum. Kefla- vík á svo tvo fulltrúa í byrjunarliðinu og einn á vara- mannabekknum og Tindastóll á einn fulltrúa í byrjunarliðinu. Hér fyrir ofan eru svo fimm bestu leikmennirnir í hverju liði deildarinnar, samkvæmt M- gjöfinni. _ Einkunnagjöf Morgunblaðsins er á þá leið að leikmaður þarf að eiga góðan leik til að fá eitt M, mjög góðan leik til að fá tvö M og frábæran leik til að fá þrjú M. Íþróttafréttamenn Morgunblaðsins og mbl.is voru á öllum 90 leikjum deildarinnar, lýstu þeim beint á mbl.is, fjölluðu um þá í blaðinu og þar voru einkunnir birtar eftir hvern leik fyrir sig. 3-4-3 Hversu oft leikmaður var valinn í lið umferðarinnar2 Varamannabekkur Fjöldi sem leikmaður fékk á leiktíð2 11 Ída Marín Hermannsdóttir Valur Hulda Björg Hannesdóttir Þór/KA Tiffany Sornpao Keflavík Brenna Lovera Selfoss Hildigunnur Ýr Benediktsd. Stjarnan Andrea Rut Bjarnadóttir Þróttur Olga Sevcova ÍBV 12 12 11 11 11 10 5 1 5 4 3 3 3 Karítas Tómasdóttir Breiðablik 10 4 Amber Kristin Michel Tindastóll 18 6 Lið ársins 2021 hjá Morgunblaðinu Eva Núra Abrahamsdóttir Selfoss 11 3 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir Breiðablik 16 7 Aerial Chavarin Keflavík 13 2 Natasha Anasi Keflavík 14 6 Dóra María Lárusdóttir Valur 12 6 Agla María Albertsdóttir Breiðablik 20 8 Elín Metta Jensen Valur 13 3 Katherine Cousins Þróttur 16 6 Arna Sif Ásgrímsdóttir Þór/KA 15 9 11 Betsy Hassett Stjarnan 1 Mist Edvardsdóttir Valur 12 5 Anna María Baldursdóttir Stjarnan 12 6 Anna María Baldursdóttir (18) 12 Hildigunnur Ýr Benediktsd. (17) 11 Betsy Hassett (15) 11 Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (18) 7 Málfríður Erna Sigurðardóttir (12) 6 Stjarnan 80 Brenna Lovera (16) 11 Eva Núra Abrahamsdóttir (17) 11 Emma Checker (18) 8 Hólmfríður Magnúsdóttir (11) 7 Barbára Sól Gísladóttir (13) 6 Selfoss 79 Sæunn Björnsdóttir (18) 10 Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (11) 8 María Eva Eyjólfsdóttir (18) 7 Shannon Simon (16) 7 Þórdís Elva Ágústsdóttir (16) 5 Fylkir 65 Amber Kristin Michel (18) 18 Bryndís Rut Haraldsdóttir (18) 7 Laufey Harpa Halldórsdóttir (17) 6 Murielle Tiernan (17) 5 María Dögg Jóhannesdóttir (18) 5 Tindastóll 62 Stuðningsmenn þýsku meistaranna í Bayern München geta leyft sér að hlakka til vetrarins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Bayern byrj- aði frábærlega í riðlakeppninni í gær og vann öruggan 3:0 sigur á Barce- lona á útivelli í G-riðlinum. Robert Lewandowski skoraði tvö og Thom- as Müller eitt. Young Boys vann Manchester United 2:1 í F-riðli í Sviss. Það tók Cristiano Ronaldo ekki nema þrett- án mínútur að skora en hann lék síð- ast fyrir United í Meistaradeildinni í úrslitaleiknum árið 2009. Aaron Wan-Bissaka, bakvörður United, fékk rauða spjaldið á 35. mínútu og þá tók leikurinn aðra stefnu. Nicolas Ngamaleu og Jordan Siebatcheu skoruðu fyrir Young Boys í síðari hálfleik. Siebatcheu skoraði á fimmtu mínútu í uppbótartíma eftir skelfileg mistök hjá Jesse Lingard. Sigurvegararnir í keppninni, Chelsea, unnu Zenit Petersburg 1:0 í London með marki Romelu Lukaku. Young Boys vann United í Sviss - Draumabyrjun fyrir Bayern AFP Sviss Jordy Siebatcheu fagnar sigri Young Boys gegn United í gær. _ Birna Berg Haraldsdóttir, lands- liðskona í handknattleik og leikmaður ÍBV, varð fyrir því óláni að slíta kross- band í hægra hné í leik ÍBV gegn Gróttu í 16-liða úrslitum bikarkeppn- innar á Seltjarnarnesi á föstudaginn síðasta. Þetta er í þriðja sinn sem hún slítur krossband og verður hún því frá út tímabilið hið minnsta vegna þessa. _ Davíð Smári Lamude, þjálfari Kór- drengja í 1. deild karla í knattspyrnu, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann fyrir framkomu sína í leik Kór- drengja og Fram í Lengjudeildinni sem fram fór á Domusnova-vellinum í Breiðholti á laugardaginn síðasta. Þjálfarinn fékk að líta sitt annað rauða spjald í sumar í uppbótartíma en hann rauk tvívegis inn á völlinn, eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið, til þess að láta dómara leiksins, Egil Arnar Sigurþórsson, heyra það. Að auki fengu Kórdrengir 15.000 króna sekt vegna brottvísunarinnar. _ Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Keili, heldur áfram keppni á Evrópu- mótaröðinni í golfi í þessari viku. Guð- rún Brá hafnaði í 47. sæti á svissneska meistaramótinu sem lauk á sunnudag. Guðrún var þá á parinu samanlagt. Guðrún keppir næst í Frakklandi en mótið fer fram á Chateaux-vellinum og hefst á fimmtudag. Verður það fimm- tánda mótið hjá Guðrúnu á mótaröð- inni á þessu ári en hún er í 76. sæti á stigalistanum. Fimm mót eru eftir á tímabilinu. _ Sóttvarnahólf á íþróttakappleikjum hérlendis mega nú taka við 500 áhorf- endum. Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti og voru kynntar af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðis- ráðherra í gær. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.