Morgunblaðið - 15.09.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 15.09.2021, Síða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta er bók sem er sett saman úr efni sem ég hef verið að leika mér að því að skrifa síðustu tuttugu árin. Ég gerði þetta þegar ég vildi hvíla mig á tónlistinni,“ segir sellóleikarinn Gunnar Kvaran um nýútkomna bók sína Tjáningu. „Þá fannst mér svo gott að skrifa niður hugleiðingar og hugsa um tilveruna.“ Það hafi komið fyrir að hann hafi lesið upp úr þessum skrifum sínum fyrir vini og vandamenn og þeir þá hvatt hann til þess að gefa þau út. „Þegar tíminn leið fór ég að hugsa ráð mitt. Fyrir tveimur árum fór ég síðan að hugsa að þótt það væri ekki nema fyrir mig sjálfan, börnin mín og fjölskylduna þá væri dálítið snið- ugt að safna þessu saman. Þá hringdi ég í nemanda minn fyrrver- andi, sem var hjá mér fyrir 40 árum, Svanhildi Óskarsdóttur handrita- fræðing hjá Árnastofnun.“ Gunnar bað hana að líta á þetta efni og setja saman ef henni litist svo á. „Hún tók mér afskaplega vel.“ Mikilvægt að vanda til verka Verkinu er skipt í þrjá hluta og listaverk eftir góðan vin Gunnars, Pál Guðmundsson frá Húsafelli, má finna við upphaf hvers hluta auk þess sem mynd af verki hans „Föln- ar fögur fold“ prýðir kápuna. „Margrét Guðjónsdóttir þjóðfræð- ingur tölvusetti allt verkið fyrir mig og hvatti mig sífellt til dáða. Helga Gerður Magnúsdóttir sá síðan um hönnun verksins. Það sem mér finnst skemmtilegt við hennar hönn- un á þessari bók er hvernig hún not- ar tvenns konar letur. Mér finnst það mjög fallegt. Við reyndum að vanda til verka eins og hægt er,“ segir Gunnar. „Ég er mjög glaður yfir að hafa komið þessu frá mér og mjög þakk- látur fyrir þetta útlit á bókinni því mér finnst útlit bóka hafa mikið að segja. Stjúpfaðir minn, Hafsteinn Guðmundsson, var bókaútgefandi og hönnuður og hann lagði gífurlega mikið upp úr útliti bóka. Svo ég fékk inn með móðurmjólkinni ákveðnar hugmyndir um að maður ætti að vanda til verka. Ekki bara að inni- haldið væri gott heldur væri líka mikilvægt að bókin væri vel gerð. Þannig getur maður séð hvernig barnið verður fyrir áhrifum.“ Gunnar segist vera afar þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið við gerð bókarinnar. „Þetta fólk sem hefur unnið með mér hefur verið svo jákvætt og hvatt mig áfram. Það var alveg geysilega dýr- mætt og ég met það svo mikils. Sam- starfsfólk, vinir og fjölskylda geta haft svo mikil og góð áhrif á hvað maður getur gert í lífinu.“ Í Tjáningu má finna hugleiðingar um tónlist, trú og tilveruna, nokkrar sögur af ferli Gunnars sem tónlistar- manns auk ljóða hans. „Þar kennir ýmissa grasa. Ég hef ekki haft áhuga á að skrifa ævisögu mína en þeir sem þekkja mig munu sjá ýmis- legt persónulegt birtast í þessari bók og að því leyti er hún svolítið sjálfsævisöguleg.“ Boðskapur kærleika og friðar Spurður hvernig tónlistin og trúin kallist á í verkinu segir Gunnar: „Þetta tvennt, tónlistin og trúin, er svo samtvinnað í mínum huga. Mjög frægur bandarískur píanisti, Rudolf Serkin, var spurður að því hvernig hann undirbyggi tónleika og hann svaraði: „I practice and I pray,“ eða „Ég æfi mig og ég biðst fyrir.“ Í allri stærstu tónlist veraldar, frá öllum tímum, er mikill boðskapur. Það er boðskapur kærleika, friðar, fegurðar og snilli. Þessi boðskapur er ekki settur fram án trúar. Það sem mér finnst mikilvægast í trúnni er hvernig maður lifir lífinu. Trúin er afskaplega vítt hugtak. En mér finnst stórkostlegur trúarlegur boðskapur felast í því að iðka tónlist og trúa á það sem maður er að gera í þessari stórbrotnu tónlist sem mað- ur er svo heppinn að hafa aðgang að.“ Gunnar tekur tónskáldið Johann Sebastian Bach sem dæmi. „Hann var alveg geysilega trúaður maður enda skrifaði hann stórfengleg trúarleg verk. En burtséð frá því er hin svokallaða veraldlega tónlist Bachs gegnsýrð af trúarlegum mætti hans. Það skín alltaf í gegn. Þetta getur auðvitað verið mjög per- sónubundið en fyrir mér eru tónlist- in og trúin tvær hliðar á sama máli.“ „Lífið er mikil ögrun“ Auk skrifa um tónlist og trú eru hugleiðingar um lífið og tilveruna áberandi í verki Gunnars. „Lífið er mikil ögrun. Ef maður ætlar að gera eitthvað gott úr sínu lífi þá þarf mað- ur virkilega að halda á spöðunum, maður þarf að nýta hæfileika sína. Við lendum í ýmsum erfiðleikum en ef lífið væri ekki á köflum erfitt þá væri ekkert gaman að þessu. Ef lífið gerði ekki þessar kröfur til okkar að við nýttum það sem í okkur býr af hæfileikum, vilja og styrk, og legði fyrir okkur verkefni, myndi það ekki þroska okkur. Möguleikinn til þroska liggur svo oft í því að sigrast á erfiðleikum og þar með á sjálfum sér. Þarna finnst mér trúin hafa hjálpað mér geysilega mikið. Ég hef hreinlega sagt: „Nú hef ég lagt allt í þetta sem ég get og nú bið ég um hjálp,“ og mér finnst ég hafa fengið hana.“ Algjörlega framúrskarandi Gunnar er kominn hátt á áttræðis- aldur og því farinn að draga úr tón- leikahaldi og kennslu. „Ég er enn að kenna svolítið, ég hef mjög gaman af því. Það er alveg dásamlegt.“ Hann byrjaði að kenna 19 ára gamall og hefur því kennt í 58 ár. „Ætli ég hætti ekki þegar ég er búinn að ná 60 árum. Þá verður þetta orðið gott. Ég myndi taka svo sterkt til orða að það að kenna hafi verið mín köllun. Það hefur gefið mér alveg gífurlega mikið að fá að vera hluti af uppbygg- ingu þessa unga fólks og ég er svo hamingjusamur að sjá í dag unga tónlistarfólkið okkar. Það er al- gjörlega framúrskarandi. Mér finnst undravert að hugsa um þá þróun sem hefur átt sér stað í íslensku tón- listarlífi síðastliðin fjörutíu ár.“ Gunnar trúir því að tónlistin geti skipt sköpum í lífi fólks. „Ég hef áhyggjur af því að ungt fólk sem fer út af sporinu hafi ekki neinn and- legan bakhjarl að leita til. Það er kannski sjálfhverft að segja þetta en ég held að tónlist, tónlistarnám og tónlistariðkun sé ein besta forvörn sem til er. Mér finnst eins og tónlist- arnám og tónlistariðkun sé vernd- andi hjúpur yfir börnum og ung- mennum. Það er heilandi afl í góðri tónlist.“ Morgunblaðið/Eggert Höfundur „Ég er mjög glaður yfir að hafa komið þessu frá mér og mjög þakklátur fyrir þetta útlit á bókinni því mér finnst útlit bóka hafa mikið að segja,“ segir Gunnar Kvaran sellóleikari um verk sitt Tjáningu. „Það er heilandi afl í góðri tónlist“ - Bókin Tjáning hefur að geyma hugleiðingar og ljóð Gunnars Kvarans sellóleikara - Um tónlist, trú og tilveruna - „Fyrir mér eru tónlistin og trúin tvær hliðar á sama máli,“ segir höfundurinn »Margar helstu stjörnur skemmtanalífsins vest- anhafs, þeirra á meðal tón- listarfólk, leikarar og af- reksfólk í íþróttum, mættu í vikubyrjun á glyssýningu Met Gala í New York. Viðburðurinn er haldinn í Metropolitan-listasafninu og er tilefnið að safna fé fyrir búningadeild safnsins sem geymir margar frægar og merkar flíkur. AFP Glæsileg Tónlistarkonan Billie Eilish var einn gestgjafa kvöldsins. Kærustupar Rihanna og A$AP Rocky tóku sig vel út á rauða dreglinum. Töff Tónlistarkonan Jennifer Lopez þótti að vanda smekkleg í múnderingu sinni. Hún bar hatt og stórgerð hálsmen vel. Glamúrsýning stjarnanna á Met Gala í New York Gullbrynja Rapparinn Lil Nas X vakti athygli fyrir gullbrynjuna sem hann klæddist. Eftirminnileg Fyrirsætan Hunter Schafer hefur látið mál- efni hinsegin fólks sig varða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.