Morgunblaðið - 15.09.2021, Side 33

Morgunblaðið - 15.09.2021, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021 Nú liggur fyrir hvaða kvikmyndir verða sýndar í flokknum Fyrir opnu hafi á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík, RIFF, en í hon- um eru ávallt sýndar nýjar myndir hæfileikaríkra leikstjóra sem hlotið hafa lof og viðurkenningu. Helmingur myndanna í flokknum í ár hlaut ýmist tilnefningu eða verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar, að því er fram kemur í tilkynningu frá hátíðinni. Myndirnar átta sem sýndar verða eru eftirfarandi: Síðasta kvikmyndasýningin / Last Film Show Indversk mynd sem segir af níu ára dreng, Samay, sem býr með fjölskyldu sinni í afskekktu þorpi á Indlandi. Þegar hann uppgötvar kvikmyndir í fyrsta sinn verður hann gjörsamlega heillaður og stelst í bíó daglega. Þar vingast hann við sýningarstjórann og borg- ar fyrir sýningar með hádegis- matnum sínum. Brighton fjórða / Brighton 4th Fyrrverandi fjölbragðaglímu- kappi ferðast frá Tblísí í Georgíu til Brooklyn til að bjarga syni sínum frá fjárhættuspilaskuld. Hann man- ar lánardrottin í hringinn með því skilyrði að sigri hann verði dreng- urinn laus allra mála. Myndin hlaut þrenn verðlaun á Tribeca-hátíðinni í sumar; fyrir besta leikara í aðal- hlutverki, bestu kvikmynd og besta handritið í alþjóðlega flokknum. Keyra bílinn minn / Drive My Car Aðlögun á smásögunni „Karlar án kvenna“ eftir Haruki Murakami. Leikstjóra er boðið að stýra leikriti á hátíð í Hiroshima ekki löngu eftir andlát eiginkonu hans. Bílstjórinn hans er stóísk kona og með þeim myndast trúnaðarsamband. Myndin hlaut fjórar tilnefningar í Cannes. Stóra frelsi / Große Freiheit Í Þýskalandi eftirstríðsáranna situr Hans ítrekað bak við lás og slá sökum kynhneigðar sinnar. Honum býður við klefafélaganum sem er dæmdur morðingi en með þeim takast síðar ástir. Myndin hlaut fjórar tilnefningar og þrenn verðlaun á Cannes. Tungl, 66 spurningar / Selene 66 Questions Ung kona sem býr í París þarf að snúa aftur til Aþenu til að ann- ast föður sinn sem hún hefur átt í litlu sambandi við. Við tekur til- finningaþrungið sumar þar sem hún kemst að ýmsu leyndu í hans fari og samband þeirra verður betra. Flensa Petrovs / Petrovy v grippe Umfjöllunarefni þessarar mynd- ar er dagur í lífi myndasagnahöf- undarins Petrovs og fjölskyldu hans í Rússlandi eftir fall Sovét- ríkjanna. Petrov er veikur og bor- inn af vini sínum Igor dágóðan spöl og flakkar hann milli heima í hug- anum. Ég er þinn maður / Ich bin dein Mensch Vísindakona ákveður að taka þátt í óvenjulegri tilraun; að búa með vélmenni með gervigreind í þrjár vikur. Vélmennið er eins og manneskja að öllu leyti og hannað sem hinn fullkomni lífsförunautur. Kýr / Cow Fyrsta heimildarmynd breska verðlaunaleikstjórans Andreu Arn- old. Myndin er sögð hápólitísk og draga upp nærmynd af hversdags- lífi tveggja kúa. Er hún sögð frá sjónarhorni kýrinnar Lumu og fylgst með daglegu lífi hennar í nokkur ár. Fólk kemur þar lítið við sögu. Vélmenni, kýr og bíótöfrar - Átta áhugaverðar kvikmyndir verða sýndar í Fyrir opnu hafi á RIFF - Helmingur þeirra hlaut tilnefningar eða verðlaun á í Cannes í sumar Kýr Heimildarmynd sem fjallar um kýr og koma menn þar lítt við sögu. Bíó Samay heillast af kvikmyndum í Síðustu kvikmyndasýningunni. Í fangelsi Í þýsku kvikmyndinni Stóra frelsi segir af ástum fanga. Edda Halldórs- dóttir sýningar- stjóri verður með síðustu hádegis- leiðsögnina um sýninguna Eilíf endurkoma – Kjarval og sam- tíminn á Kjar- valsstöðum í dag kl. 12. Á sýning- unni mynda verk Jóhannesar S. Kjarvals þráð sem tengir tvenna tíma; verkum hans teflt fram með verkum myndlistar- manna sem sett hafa svip sinn á ís- lenskt listalíf hin síðustu ár. Skrán- ing í leiðsögnina er ekki nauðsynleg. Edda segir frá Edda Halldórsdóttir Sundbíó er einn af föstum liðum RIFF og verður engin breyting þar á í ár. Sundbíóið fer fram föstu- dagskvöldið 1. október kl. 19.30 í Sundhöllinni og verður gaman- myndin The Life Aquatic with Steve Zissou, eða Á sjó með Steve Zissou, þá sýnd. Verður mikið lagt í þessa uppákomu, skv. tilkynningu, og mega gestir búast við óvæntum uppákomum. Myndin gerist að mestu á sjó, eins og sjá má af titl- inum, og þá einnig neðansjávar. Kvikmyndinni var leikstýrt af bandaríska leikstjóranum Wes Anderson og eru margir þekktir leikarar í henni, þeirra helstir Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanch- ett, Willem Dafoe, Jeff Goldblum og Anjelica Huston. Myndin fjallar um sjávarkönnuðinn Steve Zissou sem er að vinna að nýrri heimildarmynd en félagi hans deyr í óvenjulegu há- karlaslysi. Zissou og áhöfn hans fara í leiðangur til að finna hákarl- inn og lenda í ýmsum ævintýrum á leiðinni. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði og miðasala á riff.is. Á sjó í sundbíói Sundbíó Frá sundbíói í Sundhöllinni í Reykjavík fyrir þremur árum. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.