Morgunblaðið - 20.09.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.09.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 • Verð frá: 250.000 m/vsk. • Stærðir 3-600 persónueiningar • Ekkert rafmagn • Meira en 2ja þrepa hreinsun • Verð frá 510.000 m/vsk. • Stærðir 3-1500 persónueiningar • Rafræn vöktun (valkvæmt) • Getur hreinsað eColi allt að 99,9% INNIFALIÐ Í VERÐI ANAEROBIX HREINSIVIRKI með síu yfir 90% hreinsun ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ allt að 99% hreinsun • Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald • Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl. • Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil • Mikið pláss fyrir seyru • CE vottað • Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum svæðum t.d við Þingvallavatn • Afhending á verkstað innan 100km frá Reykjavík • Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi komist óhindrað út í jarðveg Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Fiskistofa lauk fyrir helgi úthlutun viðbótaraflaheimilda í makríl til skipa í svokölluðum A-flokki, skipa sem veiða með öðrum veiðarfærum en línu og handfærum. Alls fengu 20 skip 4.000 tonn í sinn hlut. Úthlutunin á sér stað gegn greiðslu og segir í reglugerð að „verð á viðbótaraflaheimildum í makríl skal nema sömu fjárhæð og veiðigjald fyrir makríl og skal það greitt Fiskistofu fyrir úthlutun“. Að þessu sinni þurfa útgerðir að greiða 634.000 krónur á hvert skip og nema heildartekjur af úthlutuninni tæp- lega 12,7 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að skip í A-flokki þurfi að sækja um sinn hlut af við- bótaraflaheimildum fyrir 10. sept- ember ár hvert og er úthlutað því sem er til skiptanna jafnt á milli um- sækjenda 16. september ár hvert. Hvert skip fékk 200 tonn í sinn hlut og má því reikna með að útgerðirnar greiði 3.170 krónur fyrir á hvert tonn eða rétt rúmar þrjár krónur á kíló. Þær útgerðir sem hlutu mest voru Brim hf. og dótturfélagið Ögurvík hf. sem samanlagt fengu þúsund tonn. Þrjú félög fengu 600 tonn, tvö 400 tonn og tvö félög fengu 200 tonn í sinn hlut. Eitt þeirra félaga sem fengu 200 tonn, Útgerðarfélag Reykjavíkur, er stór hluthafi í Brimi. Greiða 3.170 kr. fyrir hvert tonn Úthlutun viðbótaraflaheimilda í makríl Útgerð Skip Tonn Greitt fyrir afla Gjögur hf. Hákon EA-148 200 634.000 Loðnuvinnslan hf. Hjálmar ehf. * Hoffell SU-80 600 1.902.000Ljósafell SU-70 Sandfell SU-75 Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. Stefnir ÍS-28 400 1.268.000 Júlíus Geirmundsson ÍS-270 Eskja hf. Guðrún Þorkelsdóttir SU-211 600 1.902.000Aðalsteinn Jónsson SU-11 Jón Kjartansson SU-111 Útgerðarfélag Reykjavíkur ** Guðmundur í Nesi RE-013 200 634.000 Ísfélag Vestmannaeyja hf. Álsey VE-2 600 1.902.000Heimaey VE-1 Sigurður VE-15 Guðmundur Runólfsson hf. Hringur SH-153 400 1.268.000 Runólfur SH-135 Brim hf. Ögurvík hf. *** Venus NS-150 1.000 3.170.000 Víkingur AK-100 Svanur RE-45 Akurey AK-10 Vigri RE-71 Samtals 4.000 12.680.000* Dótturfélag Loðnuvinnslunnar. **Stór hluthafi í Brimi. *** Dótturfélag Brims. Heimild: Fiskistofa - Viðbótaraflaheimildir í makríl Logi Sigurðarson logis@mbl.is Frestur til þess að nýta sér ferðagjöf stjórnvalda sem hljóðar upp á fimm þúsund krónur rennur út um mán- aðamótin. Svo virðist sem sumir hafi gleymt þessu uppátæki stjórnvalda en enn eru tæplega 44 þúsund ferða- gjafir ónotaðar. Þetta eru í kringum 235 milljónir króna af ónotaðri inni- stæðu. Alls hafa rúmlega 113 þúsund ferðagjafir verið nýttar og 96 þúsund fullnýttar. Landsmenn hafa alls nýtt 550 milljónir af seinni ferðagjöf rík- isstjórnarinnar, til þess að greiða fyrir ýmiss konar þjónustu. Talsvert betri nýting var á fyrri ferðagjöf stjórnvalda en þar var rúmur millj- arður nýttur og voru um 160 þúsund fullnýttar ferðagjafir. Einnig má benda á að um 360 þúsund manns sóttu fyrri ferðagjöfina til saman- burðar við um 157 þúsund nú. Vert er þó að nefna að fyrri ferðagjöf stjórnvalda gilti talsvert lengur en sú sem gildir nú. Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafa helst notið góðs af ferðagjöfinni og hafa um 240 milljónir verið nýttar á svæðinu. Mest var ferðagjöfin not- uð hjá N1 og þar á eftir kemur Sky Lagoon, Olís og KFC. Alls hefur inn- eign sem nemur 117 milljónum verið nýtt hjá þessum fjórum fyrirtækj- um, sem er rúmlega 1⁄5 af heildarnýt- ingu gjafarinnar. Ef skoðað er hvað landsmenn nýta ferðagjöfina í er það aðallega veit- ingar, afþreying og gisting. Samtals hafa 429 milljónir verið nýttar í þessa þrjá flokka. Ef horft er til landsbyggðarinnar hafa um 200 milljónir verið nýttar þar, sem er aðeins rúmlega 36% af heildarnýtingu ferðagjafarinnar. Einn tilgangur verkefnisins var að styrkja ferðaþjónustuna og þá sér- staklega á landsbyggðinni. 235 milljónir af inn- eign enn ónotaðar - Fjögur fyrirtæki fengið 117 milljónir Morgunblaðið/Eggert Ferðagjöfin 39 milljónir voru nýtt- ar á bensínstöðvum N1 um allt land. Grunnskóli Reyðarfjarðar og leikskólinn Lyngholt verða lokaðir næstu tvo daga eftir að erfiðlega hefur gengið að rekja þau smit sem hafa verið í dreifingu á Reyðarfirði. Skólanum var lokað á miðvikudag þegar grunur kom upp um smit. Tekin voru 40 sýni í fyrradag og reyndust þau öll neikvæð. Sýnatökur standa þó enn yfir. Aðgerðastjórn á Austurlandi telur að þetta bendi til að farið sé að hægja á dreifingu smita, en býst þó við að smitum muni fjölga lítillega á næstu dögum. Alls hafa 16 greinst með veiruna á Reyðarfirði frá því í síðustu viku. Síðan smit- um fór að fjölga er búið að taka yfir 450 sýni á svæðinu. Lögreglan á Austurlandi hvetur fólk á Reyðarfirði til þess að fara í sýnatöku ef einkenni gera vart við sig og minnir íbúa á að mikilvægt sé að komast í gegnum þennan skafl saman. logis@mbl.is Skólum lokað í þrjá daga á Reyðarfirði vegna smita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.