Morgunblaðið - 20.09.2021, Side 21

Morgunblaðið - 20.09.2021, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 ✝ Steinar Hrafn Trampe fædd- ist 16. nóvember 1992 í Reykjavík. Hann lést 6. sept- ember 2021. For- eldrar: Svan Hector Trampe, f. 3.3. 1959, og Linda Sól- veig Birgisdóttir, f. 11.2. 1965, þau skildu 2011. Systir Steinars er Sandra Hrönn Trampe, f. 11.7. 1994. Eig- inmaður hennar er Bjarki Sig- urðsson, f. 11.12. 1991. Þau eru búsett í Kaupmannahöfn. Seinni maður Lindu er Sigurður Sveinn Þorbergsson, f. 20.1. 1963. Börn Sigurðar eru: Matthías Ingiberg, Hannah Rós og Alexander. Þegar Steinar fæddist bjó fjöl- skyldan í Reykjavík en fluttist 1995 til Álaborgar þar sem Steinar Hrafn hóf sína skólagöngu í Tårnhöjskolen og síðan í Herningvej- skolen. Þegar fjöl- skyldan flutti heim aftur gekk Steinar Hrafn í Seljaskóla, árin 2001-2008. Steinar Hrafn hóf nám við Tækniskólann í Reykjavík á tölvubraut 2008 og stundaði það nám um sinn, en lauk ekki námi. Steinar Hrafn stríddi við erfið veikindi mörg síðustu ár og lést á heimili sínu 6. september. Útför Steinars Hrafns verður gerð frá Grensáskirkju í dag, 20. september 2021, klukkan 13. Á fallegum björtum vetrardegi komstu í heiminn, fínlegur, nettur og fullkominn drengur. Þú bragg- aðist vel og níu mánaða varstu far- inn að ganga og klifra, fótviss og öruggur með þig. Þegar þú byrjaðir á leikskóla varstu orðinn stóri bróð- ir og stoltur af Söndru. Við fluttum til Álaborgar og þar fórstu í nýjan leikskóla og lést það ekkert trufla þig að allir aðrir í leikskólanum töl- uðu dönsku, þú talaðir bara ís- lensku og fóstrurnar urðu að bjarga sér um túlk og þið Hafþór urðuð leikfélagar. Ýmislegt prófað- ir þú til að fá útrás fyrir hreyfiþörf- ina; fimleika, fótbolta, karate og hjólaðir auðvitað um allt. Heim- sóknir Bigga afa og Helenu ömmu til okkar í Álaborg snerust um að gera skemmtilega hluti með okkur; Legoland, sundlaugar, bíltúrar, strandferðir og bílaleikur eða legó á gólfinu. 2001 fluttum við til Íslands og þú fórst í 4. bekk Seljaskóla, glaður og spenntur. Næstu ár urðu erfiðari og þú lentir í ýmsum raun- um og áföllum. Þegar þú komst í unglingadeildina varstu feginn og tókst gleði þína á ný þegar þú kynntist nýju fólki. Jólin 2005 fékkstu rafmagnsgítarinn sem þig var búið að langa í lengi og lærðir á hann hjá Björgvini Gíslasyni og Óla Gauki. Eftir ferminguna komstu til mín og tilkynntir mér að nú væri komið að bláa hárinu, en þegar þú varst sex ára baðstu um að fá að lita hárið strumpablátt. Og ég lofaði að þú gætir fengið blátt hár eftir ferm- ingu og hafði nú vonað að það gleymdist. En blátt varð hárið og klæddi þig vel. Eftir að þú laukst Seljaskóla lá leiðin í Tækniskólann og nú ætlaðir þú að njóta þess að læra það sem þig langaði til. Ýmis áföll dundu á sem lögðust þungt á þig, m.a. fráfall Helenu ömmu, skilnaður okkar pabba þíns og frá- fall Reynis. Við fluttum í Njörva- sundið og smám saman urðu veik- indi þín alvarlegri. Þegar þú fluttir að heiman héldum við áfram að eiga góðar stundir. Grillaðir hamborgar- ar eða kjúklingabringur náðu þér heim í mat og ef vel lá á þér eldaðir þú handa okkur lasagna. Þegar Siggi kom inn í líf okkar fórum við oftar í gönguferðir og þú naust úti- vistar. Gönguferðirnar sem þú fórst með allan farangur á bakinu og gist- ir í tjaldi voru þér mikils virði. Við vorum dugleg að sækja tónleika af ýmsu tagi en þér fannst Skálmöld nú skemmtilegri en margt annað sem við hlustuðum á saman. Þú hafðir sköpunarþörf sem birtist í tónlistarsköpun og varst stoltur af því sem þú varst að gera og deildir því gjarnan með okkur. Við áttum margar stundir við að mála saman og jólagjöfin sem þú málaðir handa mér mun hanga áfram í herberginu mínu og minna mig á þessar góðu stundir. Elsku Steinar, þú vissir að þú varst elskaður og velkominn frá fyrstu stundu og það verður sárt að fá ekki lengur símtölin frá þér og taka á móti þér í mat, fara saman á tónleika, út að borða, í bíltúra og gönguferðir. Ég veit að fólkið okkar sem fór á undan þér tekur á móti þér og að þú átt eftir að hvíla í friði hjá Bigga afa, elsku Steinar Hrafn. Mamma. Í dag kveðjum við hann Steinar Hrafn frænda minn. Óskabarn syst- ur minnar, barn sem var langþráð þegar hann loksins kom í heiminn. Steinar Hrafn sem við munum skýrast sem gleðigjafann og fjör- kálfinn sem hann var á yngri árum. Rauðkollinn sem litaði hárið blátt eftir ferminguna með hjálp frænku og var alltaf til í prakkarastrik. Eft- ir að myrkrið fór að láta á sér kræla héldum við ótrauð áfram að búa til minningar saman. Tónleikar, spjall og góðar stundir voru lítil ljóstíra í hversdagsleikanum og mynda dýr- mætar minningar í dag. Þetta er óður til þeirra ungu manna og kvenna sem sigruðu ekki í baráttunni við myrkrið, þessar góðu manneskjur, þau sem voru í víglínunni þar sem myrkrið var dýpst, það er þeirra vegna sem við berjumst með ljósarofa á hnúunum, því það er ekki hægt að una því að svartnættið bara valsi um og hámi í sig (Höf. Trygve Skaug Þýð. Birgir F. Birgisson) Brynja Björk Birgisdóttir. Við kynntumst Steinari í júní 2016 þegar hann flutti á Gunnars- braut. Steinar var hæglátur og fremur dulur við fyrstu kynni en strax fundum við þó að hann hafði góða nærveru og lúmska kímni- gáfu. Steinar var góðum gáfum gædd- ur og hæfileikaríkur þó svo að hefð- bundið nám eða vinna hafi ekki höfðað til hans. Steinar hafði hins vegar mikinn áhuga og hæfileika á sviði mynd- og tónlistar. Hann gaf út nokkuð af plötum á þessum rúmu fimm árum sem við þekktum hann og veitti sú tónlist vissa inn- sýn í hversu margslungnum og fjöllita karakter Steinar hafði yfir að búa. Þar sem Steinar var maður jafnaðargeðs og háttvísi í daglegri umgengni þá veitti tónlistin honum leið til fjölbreyttari, kraftmeiri og beittari tjáningar. Steinar tók þátt í félagslífi með nágrönnum sínum og naut hann sín sérstaklega vel í skipulögðum ferð- um utan alfaraleiða. Ein slík ferð var farin sumarið 2018 um hálend- ið. Sú ferð mun lifa sterkt í minni samferðamanna Steinars, en þar sýndi hann á sér hliðar sem alla jafna fóru leynt; mikla seiglu, út- sjónarsemi og óumdeilda leiðtoga- hæfileika. Steinar átti fjölda ferðalaga að baki, mörg hver erfið, og sum al- gjörlega óumbeðin. Steinar var þrautseigur, hann hélt áfram þrátt fyrir það mótlæti og erfiðleika sem lífið útdeildi honum. Steinar hafði lengi axlað miklar byrðar eins og oft er með sterka en um leið mjög næma einstaklinga. Það er þyngra en tárum taki að Steinar fékk ekki lengri tíma með léttari byrðar. Steinar hafði ótal mannkosti en við munum minnast hans fyrst og fremst fyrir sína góðu nærveru, launfyndni og sköpunargleði. Hvíl í friði kæri Steinar. Megi minning þín lifa. Aðstandendum vottum við okk- ar dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsmanna Gunn- arsbrautar, Finnur Jónasson og Jón Birgir Einarsson. Steinar Hrafn Trampe ✝ Haraldur Ólafsson fædd- ist á Garðsá í Öng- ulsstaðahreppi í Eyjafirði 5. októ- ber 1929. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. sept- ember 2021. Foreldrar Har- aldar voru Ólafur Sigurjónsson bóndi frá Brekku í Öng- ulsstaðahreppi, f. 6. apríl 1897, d. 30. ágúst 1954, og Jakobína María Árnadóttir húsmóðir frá Skálpagerði í Öngulsstaða- hreppi, f. 25. desember 1891, d. 24. júlí 1955. Systir Haraldar var Ólöf Þóra Ólafsdóttir, f. 22. janúar 1920, d. 19. janúar 2000. Eiginmaður Ólafar var Örn Pétursson, f. 23. Hermanns og Elínar eru Brynja Dögg, f. 27. desember 1979, gift Guðlaugi Arnarssyni, og Guð- mundur Freyr, f. 3. júní 1986, eiginkona hans er Kristín Hólm Reynisdóttir; 2) Ólafur Örn, f. 14. júlí 1957, kvæntur Sigríði Björns- dóttur, f. 4. ágúst 1967. Sonur Ólafs og Huldu Gunnlaugsdóttur er Gunnlaugur Snær, f. 11. febr- úar 1984, í sambúð með Perlu Steinsdóttur. Dóttir þeirra Ólafs og Sigríðar er Lind, f. 9. apríl 1998; 3) Guðrún María, f. 13. mars 1962, gift Ólafi Sigurðssyni, f. 12. ágúst 1961. Synir Guðrúnar og Ólafs eru Haraldur, f. 29. október 1980, kvæntur Lindu Geirdal, Sindri Svan, f. 20. ágúst 1985, í sambúð með Pálínu Dag- nýju Guðnadóttur og Stefán Þór, f. 17. ágúst 1989, í sambúð með Elínu Dalíu Hjaltadóttur. Lang- afabörnin eru átján talsins. Útför Haraldar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 20. sept- ember 2021, og hefst klukkan 10. desember 1922, d. 2. janúar 1999. Hinn 5. október 1951 kvæntist Har- aldur Brynju Her- mannsdóttur, f. 11. mars 1929, d. 16. maí 2003. Foreldrar hennar voru hjónin Hermann Jakobsson frá Húsabakka í Aðaldal og Guðrún Magnúsdóttir, fædd á Akureyri. Haraldur og Brynja bjuggu lengst af í Klapparstíg 1 á Akureyri. Börn Haraldar og Brynju eru: 1) Hermann, f. 20. febrúar 1952, kvæntur Elínu Guðmundsdóttur, f. 20. nóv- ember 1959. Sonur Hermanns og Elsu Baldvinsdóttur er Baldvin Már, f. 29. janúar 1976, kvæntur Margréti Ástu Ívarsdóttur. Börn Jæja elsku pabbi og tengda- pabbi, þá er komið að kveðju- stund. Þú varst einstakur maður og hafðir góða nærveru. Lífið breytist við að missa þann sem maður elskar. En minningarnar lifa. Og þær eru margar til að ylja sér við. Ferðalögin sem við fórum saman, öll skiptin sem þú dvaldir hjá okkur á Strönd- inni og allar kaffiheimsóknirnar í Víðilundinn. Næstu jól verða sérstök, enginn Halli afi í Tíunni. Þér var umhugað um velferð allra þinna afkomenda, vina okkar og kunningja. Sýndir öllu/öllum áhuga. Hvernig gengur hjá þessum og hvernig líður hinum, hvernig var aflinn í dag, voru ekki óalgengar spurningar. Húmorinn alltaf með í fartesk- inu, og skrítlurnar (brandarar) lifa með okkur. Uppáhaldstengdasonurinn leitar að nýjum félaga til að grínast í. Við vorum alltaf í miklu sam- bandi og fá að eyða með þér nótt sem degi síðustu dagana er ómetanlegt. Auðvitað erfitt að horfa á lífið fjara út, en við fengum svo góða umönnun hjá starfsfólkinu á skurðlækninga- deildinni, sem eru englar í mannsmynd. Síðustu ár naut pabbi þjón- ustu heimahjúkrunar HSN. Og þarna voru/eru dásamlegir starfsmenn sem heilluðu karl- inn okkar. Það leið vart sá dag- ur að hann hefði ekki á orði hve dásamleg þau væru. Og kveðjur og þakkir eiga þau skilið enn og aftur. Sem og heimilishjálpin sem hann náði vinskap við. Við erum viss um að þér líð- ur vel í sumarlandinu og búinn að gefa mömmu knúsið sem við báðum þig að skila til hennar. Þín verður sárt saknað og þúsund þakkir fyrir allt. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíl í friði elsku pabbi. Guðrún María og Ólafur. Mig langar að minnast pabba með nokkrum orðum en stað- reyndin er sú að pabbi hafði lít- inn áhuga á lofræðum um sjálf- an sig. Hann var einstaklega góður maður og hafði mikinn áhuga á öllu sem við sem næst honum stóðum tókum okkur fyrir hendur. Afabörnin voru hans aðaláhugamál ef svo má segja. Hann fylgdist vel með þeim og gaf sér alltaf tíma til þess að ræða við þau enda dýrkuðu þau hann. Ef hann gat ekki fengið upplýsingar frá þeim sjálfum var hringt og for- vitnast hvernig gengi og hvort allir væru ekki frískir og skipti þá engu þótt hann væri frekar slappur sjálfur. Hann sagði þó alltaf að sér liði svo vel. Afa- börnunum þótti alltaf gaman að koma í heimsókn til afa og fá ís eða kökur og ekki kvart- aði hann út af hávaða eða lát- um. Hann tefldi stundum við þau og þeim fannst magnað að geta unnið þennan skákmeist- ara. Pabbi var mikill áhuga- maður um skák og tefldi mikið hér áður fyrr. Hann hafði líka gífurlegan áhuga á íþróttum og fylgdist með eins lengi og hann gat. Á sínum yngri árum var hann mikið í frjálsum íþróttum og keppti fyrir Íþróttafélagið Þór. Hann lenti í smá vand- ræðum þar sem við bræðurnir urðum báðir KA-menn en sagði mér nokkrum dögum áður en hann veiktist að hann væri bara orðinn nokkuð mikill KA- maður. Eftir að mamma dó 2003 bjó pabbi einn, fyrst í Klapparstíg 1 og síðan í Víði- lundi 20. Systkini mín, þau Hermann og Guðrún María, ásamt mökum sínum og börn- um sinntu pabba vel síðustu ár- in og fyrir það er ég þeim æv- inlega þakklátur. Pabbi naut frábærrar þjónustu heima- hjúkrunar og ber að þakka þeim. Hann talaði ákaflega vel um það fólk sem kom og sinnti honum. Það ber líka að þakka starfsfólki Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri fyrir frá- bæra umönnun þessa síðustu daga hans. Pabba verður sárt saknað og hann skilur eftir sig margar góðar minningar. Nú heldur hann á vit annarra heima og þar bíður mamma eftir honum sem og gamlir vin- ir úr skákinni. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir allt og allt. Guð blessi þig. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ólafur Örn. Það var fátt betra en að fara til afa og fá sér ís eða bleika glassúrtertu, alltaf var nóg til af því. Afi tók vel á móti öllum. Ég man þegar við bjuggum í Kópavogi og komum norður til þess að spila á N1-mótinu, að allt liðið mitt fór í heimsókn til afa og fékk íspinna. Hann var svo ánægður með heimsóknina, því þannig var hann. Þórir vin- ur minn var einnig farinn að koma með mér til afa. Margoft fékk ég spurningu frá honum hvort við ættum ekki að kíkja í glassúrtertu til afa enda afi farinn að taka honum eins og eigin afabarni. Ég kíkti líka oft í heimsókn á leiðinni á æfingu og við áttum góða stund sam- an, í notalegu spjalli eða að horfa saman á íþróttir í sjón- varpinu. Elsku besti afi Halli, ég mun sakna þín alla daga og minn- ingarnar um þig geymi ég í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku afi. Arnar Elí. Elsku besti afi Halli. Ég hef lengi kviðið þeim degi að afi kveddi okkur, elsku uppáhaldskallinn minn. Þrátt fyrir að ég kveðji afa með mikl- um söknuði er ég að sama skapi þakklát fyrir allan tímann sem ég fékk með honum. Ekki síst er ég þakklát fyrir að hafa verið hér fyrir norðan síðast- liðið ár, og þannig getað átt með honum fjölmargar sam- verustundir. Það var alltaf svo gott að koma til afa í Víðilund- inn, hann hafði svo einstaklega þægilega nærveru og húmorinn var aldrei langt undan. Við gát- um rætt saman um heima og geima, afi fylgdist vel með öllu sem fram fór og fólkið hans allt var það sem hann hugsaði best um. „Eru ekki allir frískir?“ var spurning sem afi spurði í hvert sinn sem við hittumst eða ræddum saman í síma. Mér þótti svo vænt um hversu vel- líðan okkar skipti hann miklu máli og hversu áhugasamur hann var um líf okkar; hvernig gengi hjá strákunum mínum í boltanum, hvernig okkur Gulla líkaði á nýju vinnustöðunum okkar eða hvernig gengi í fram- kvæmdunum. Strákunum mín- um hefur líka alltaf þótt gott að fara í heimsókn til afa. Hjá afa mátti alltaf horfa á teiknimynd- ir, leika með dótið í kassanum, borða sig saddan af bleikri glassúrtertu nú eða fá sér haug af ís með súkkulaðisósu og fá afa til að „pjakka“. Svo var samveran bara svo notaleg. Þetta fannst þeim best og voru jafnvel farnir að taka vini sína með í heimsóknir. Allir voru velkomnir í afahús og þar var öllum vel tekið. Afi var alla tíð ótrúlega minnugur, sama hvort um var að ræða fæðingardaga langafa- barnanna, veðurfar frá gamalli tíð eða úrslit íþróttakappleikja. Hann fylgdist vel með öllu sem fram fór og hann var sérstakur áhugamaður um íþróttir; að fylgjast með handbolta, fót- bolta eða frjálsum íþróttum í sjónvarpinu var honum hin besta dægrastytting. Síðastliðin tæp tvö ár naut afi þjónustu hjúkrunarfræðinga heimahjúkrunar HSN. Honum þótti hver þeirra öðrum dásam- legri og talaði margoft um þær góðu konur. Þeim, ásamt starfsfólki á skurðlækninga- deild Sjúkrahússins á Akureyri, er ég þakklát fyrir þá góðu umönnun sem veitt var og góð- mennsku í alla staði. Samveran á sjúkrahúsinu síðustu dagana í lífi afa eru mér ómetanlegir. Mér fannst erfitt að horfa á hann missa þróttinn og undir það síðasta Haraldur Ólafsson SJÁ SÍÐU 22 ✝ Hjálmar Jóhannesson fæddist á Siglufirði 31. júlí 1948. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 15. sept- ember 2021. Hjálmar var son- ur Jóhannesar Hjálmarssonar og Kristbjargar Mar- teinsdóttur. Systk- ini hans eru Krist- björg, Marteinn, Þorsteinn (látinn), Sigríður, Kara, Kristín (látin) og Signý. Eiginkona Hjálmars er Kol- brún Friðriksdóttir, f. 24. nóvember 1950. Foreldrar Kolbrúnar voru Friðrik Stefánsson og Hrefna Ein- arsdóttir. Hjálmar og Kolbrún giftu sig 12. september 1968. Börn þeirra eru: 1) Jóhannes, f. 1969, maki Brynja Björk Úlfarsdóttir, þau eiga þrjár dætur og eitt barnabarn. 2) Sandra, f. 1974, maki Haukur Arnórsson, þau eiga tvö börn. 3) Einar Hrafn, f. 1983, maki Þórunn Anna Elías- dóttir, þau eiga tvo syni. Hjálmar var húsasmíðameist- ari og starfaði sem slíkur í ára- tugi. Hann stundaði einnig sjó- mennsku á yngri árum. Hjálmar var virkur í íþróttalífinu á Siglu- firði, stundaði fimleika, skíða- mennsku, var í björgunarsveit- inni, söng með Karlakór Siglufjarðar og var í slökkvilið- inu í tugi ára. Hjálmar stundaði útivist og veiði af mikilli ástríðu alla tíð. Elsku pabbi. Við minnumst þín með svo mikilli hlýju að erfitt er að koma því í orð. Þú varst okkur dásamlegur faðir og vinur, mikil fyrirmynd og okkar mesti stuðningsmaður. Alltaf tilbúinn í framkvæmdir, ævintýri, útivist, veiði eða annað sem okkur fjöl- skyldunni datt í hug. Við þökk- um þér fyrir allt það sem þú kenndir okkur, alla hjálpina, öll samtölin og allar samverustund- irnar. Það voru forréttindi að eiga þig og mömmu að enda vor- uð þið einstaklega samheldin og traust. Börnum okkar varstu svo góð- ur afi, kennari, grallari og prakk- ari. Þau munu sakna þín alla tíð. Þú varst skynsamur, sterkur, raunsær og hógvær, vinur vina og hallmæltir aldrei nokkrum manni. Þú varst okkar besti maður. Við munum sakna þín mikið. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þín börn, Jóhannes, Sandra og Einar Hrafn. Hjálmar Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.