Morgunblaðið - 20.09.2021, Blaðsíða 27
KÖRFUBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Njarðvík vann sinn fyrsta titil í
körfubolta í karlaflokki í 15 ár er
liðið vann 97:93-sigur á Stjörnunni í
úrslitaleik VÍS-bikarsins í Smár-
anum á laugardag. Njarðvík, sem
er stórveldi í íslenskum körfubolta,
hafði ekki unnið titil síðan liðið varð
Íslandsmeistari 2006 þegar kom að
leiknum gegn Stjörnunni. Bikar-
titillinn er sá níundi hjá Njarðvík.
Njarðvíkingar líta virkilega vel
út á nýju tímabili, þótt bikartitillinn
skráist á síðasta tímabil. Benedikt
Guðmundsson tók við liðinu á dög-
unum og fékk til sín afar sterka at-
vinnumenn sem og heimamanninn
Hauk Helga Pálsson, sem lék þó
ekki í úrslitaleiknum vegna
meiðsla.
Þrátt fyrir tapið geta Stjörnu-
menn tekið ýmislegt jákvætt út úr
leiknum og þá sérstaklega frammi-
stöðu Hilmars Smára Hennings-
sonar, sem hefur spilað glæsilega
síðan hann kom til Stjörnunnar frá
spænska stórliðinu Valencia. Það er
gaman að sjá ungan íslenskan leik-
mann fá stórt hlutverk í sterku liði.
Hjá Njarðvík átti Dedrick Basile
stóran þátt í að liðið náði góðu for-
skoti í þriðja leikhluta sem það hélt
út leikinn, þrátt fyrir áhlaup
Stjörnumanna í lokin. Grikkinn
Fotios Lampropoulos lék einnig
virkilega vel, en reynsluboltinn lít-
ur vel út. Njarðvík ætlar sér fleiri
titla á næstu mánuðum.
Sjöundi bikarsigur Hauka
Í kvennaflokki fögnuðu Haukar
sínum sjöunda bikarmeistaratitli
með 94:89-sigri á Fjölni. Fjölnis-
konur voru í bikarúrslitum í fyrsta
skipti og áttu góða spretti á móti
sterku Haukaliði. Að lokum voru
gæði Haukanna hins vegar of mikil.
Helena Sverrisdóttir afrekaði
það að vera Íslands- og bikarmeist-
ari sama tímabilið með sitt hvoru
liðinu. Helena varð Íslandsmeistari
með Val í vor, áður en hún skipti
yfir í uppeldisfélagið. Stærðfræðin í
íslenskum körfubolta virðist vera
frekar einföld; ef Helena Sverris-
dóttir er í liðinu þá vinnurðu titla.
Hún var stigahæst með 26 stig.
Hin 17 ára gamla Tinna Guðrún
Alexandersdóttir bætti við 15 stig-
um og hin 18 ára gamla Elísabeth
Ýr Ægisdóttir skoraði 14 stig.
Blandan hjá Haukum er skemmti-
leg; reyndar landsliðskonur í bland
við unga og efnilega leikmenn sem
eru ekki feimnir við að láta ljós sitt
skína.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Grænir Njarðvíkingar fagna fyrsta titlinum í 15 ár eftir sigur á Stjörnunni í bikarúrslitum á laugardag.
Haukar og Njarðvík fögnuðu
- Njarðvík sterkari en Stjarnan í úrslitum - Fyrsti titillinn í 15 ár - Haukar
höfðu betur gegn Fjölniskonum - Skemmtileg blanda í Hafnarfirðinum
Sjö Haukar fagna sjöunda bikarmeistaratitlinum vel og innilega eftir sigur á Fjölni í Smáranum á laugardag.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021
_ KV, Knattspyrnufélag Vesturbæjar,
tryggði sér sæti í 1. deild karla í fót-
bolta með því að sigra Þrótt úr Vogum,
2:0, á heimavelli í lokaumferð 2. deild-
arinnar á laugardag. Fjarðabyggð og
Kári falla niður í 2. deild og sæti þeirra
taka Höttur/Huginn og Ægir. Ægis-
menn tryggðu sér annað sætið í 3.
deild á laugardag með því að vinna
Hött/Hugin á útivelli á Egilsstöðum,
2:1. Einherji og Tindastóll falla niður í
4. deild.
_ Knattspyrnumaðurinn Gareth Bale
missir af næstu leikjum spænska stór-
liðsins Real Madríd eftir að hafa
meiðst á æfingu en illa virðist ætla að
ganga hjá Walesverjanum að koma
ferlinum aftur af stað í spænsku höf-
uðborginni. Bale meiddist á fæti á æf-
ingu um helgina
og stefnir nú í að
hann verði frá
næstu átta vik-
urnar hið minnsta.
Missir hann því
meðal annars af
stórleik Real
Madríd og Barce-
lona.
_ Enska knattspyrnufélagið Derby
gæti misst allt að 21 stig í B-deildinni
vegna fjármála félagsins. Derby missir
níu stig fyrir brot á fjárhagsreglum
ensku deildakeppninnar og gæti misst
tólf stig til viðbótar fyrir að fara í
greiðslustöðvun. Félagið tapar á milli
1,3 og 1,5 milljónum punda mánaðar-
lega. Wayne Rooney, fyrrverandi
landsliðsfyrirliði Englands, er knatt-
spyrnustjóri Derby. Hann viðurkenndi í
samtali við Sky eftir 2:1-sigur á Stoke
á laugardag að hafa fyrst frétt af
greiðslustöðvuninni í fjölmiðlum.
_ Tottenham-goðsögnin Jimmy
Greaves er látinn 81 árs að aldri. Hann
skoraði 356 mörk í efstu deild á Eng-
landi á sínum ferli, met sem stendur
enn. Tímabilið 1962/63 skoraði
Greaves 37 mörk á einni leiktíð, nokk-
uð sem enginn Tottenham-leikmaður
hefur leikið eftir síðan. Þar að auki á
Greaves markamet hjá Chelsea en
hann skoraði 41 mark á einni leiktíð,
1960/1961.
_ Guðni Þór Einarsson hefur verið
ráðinn þjálfari kvennaliðs HK í knatt-
spyrnu til næstu
tveggja ára. Guðni
kemur til HK frá
Tindastóli þar sem
liðið náði frábær-
um árangri undir
hans stjórn og fór
úr 2. deild upp í
úrvalsdeildina á
þremur árum, og
lék þar í fyrsta skipti á nýliðnu
keppnistímabili. HK leikur í 1. deild eft-
ir aðeins tvö ár með sjálfstæðan
meistaraflokk á Íslandsmóti. HK sendi
lið í 2. deildina 2020 og fór upp í
fyrstu tilraun, og hélt sæti sínu þar
eftir gríðarlega tvísýna fallbaráttu en
liðið endaði í áttunda sæti af tíu liðum
í 1. deildinni í sumar. Tindastóll féll úr
efstu deild í sumar.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Kórinn: HK – Stjarnan ........................ 19:15
Í KVÖLD!
Spánn
Valencia – Baskonia............................ 67:72
- Martin Hermannsson skoraði sex stig,
tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsend-
ingar á 29 mínútum hjá Valencia.
Zaragoza – Manresa ........................... 98:91
- Tryggvi Snær Hlinason tók þrjú fráköst
hjá Zaragoza á 10 mínútum.
>73G,&:=/D
Olísdeild karla
Haukar – Fram..................................... 29:27
Olísdeild kvenna
Haukar – HK ........................................ 21:15
Afturelding – Valur .............................. 20:31
KA/Þór – ÍBV ....................................... 26:24
Fram – Stjarnan................................... 24:22
Grill 66-deild kvenna
Stjarnan U – ÍBV U ............................. 28:27
HK U – Selfoss ..................................... 26:29
Valur U – ÍR ......................................... 23:21
Evrópubikar karla, 1. umferð
Koprivnice – Selfoss............................. 25:31
Koprivnice – Selfoss............................. 28:28
_ Selfoss fer áfram og mætir Jeruzalem
Ormoz frá Slóveníu í 2. umferð.
Þýskaland
Hamburg – RN Löwen........................ 32:27
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir
Löwen.
Hannover-Burgdorf – Bergischer .... 28:20
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark
fyrir Bergischer.
N-Lübbecke – Balingen ...................... 33:27
- Daníel Þór Ingason skoraði ekki fyrir
Balingen og Oddur Gretarsson var ekki í
hópnum.
B-deild:
Lübeck-Schwartau – Aue................... 24:26
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði tvö skot í marki liðsins.
Danmörk
Aalborg – Kolding............................... 36:30
- Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg
vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðar-
þjálfari liðsins.
- Ágúst Elí Björgvinsson varði eitt skot í
marki Kolding.
Pólland
Zabrze – Kielce .................................... 21:30
- Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö
mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er
meiddur.
Frakkland
Istres – Montpellier............................. 23:29
- Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði
eitt mark fyrir Montpellier.
Svíþjóð
Guif – Hammarby................................ 28:27
- Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir
Guif. Markvörðurinn Daníel Freyr Ágústs-
son varði átta skot og skoraði eitt mark.
Kristianstad – Karra........................... 26:27
- Andrea Jacobsen skoraði eitt mark fyrir
Kristianstad.
E(;R&:=/D
Spænski markvörðurinn Dav-
id de Gea varði vítaspyrnu frá
Mark Noble í uppbótartíma er
Manchester United vann 2:1-
sigur á West Ham í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu í
gær en Jesse Lingard hafði
skömmu áður skorað það sem
reyndist sigurmark leiksins.
Áður hafði Cristiano Ronaldo
jafnað metin eftir að Said Ben-
rahma kom heimamönnum
yfir snemma leiks. United er því á toppi deild-
arinnar með 13 stig, eins og Liverpool og Chelsea,
sem vann 3:0-sigur á Tottenham í Lundúna-
slagnum í gær. Thiago Silva, N’Golo Kanté og
Antonio Rüdiger skoruðu mörk Chelsea en liðið
lítur ógnarvel út í upphafi leiktíðar.
David De Gea
hetja United
David
de Gea
Fyrsta umferð úrvalsdeildar
kvenna í handknattleik, Olís-
deildarinnar, fór fram um
helgina.
Þar unnu Íslandsmeistarar
KA/Þórs sterkan 26:24-
heimasigur gegn ÍBV. Fram
byrjaði einnig á góðum 24:22-
heimasigri gegn Stjörnunni.
Valur gjörsigraði þá nýliða
Aftureldingar 31:20 á útivelli
og Haukar unnu frábæran
21:15-heimasigur gegn HK.
Fyrstu umferð úrvalsdeildar karla lauk einnig
um helgina þegar Haukar höfðu nauman 29:27-
heimasigur gegn Fram. Ólafur Ægir Ólafsson
skoraði 10 mörk fyrir Hauka og Vilhelm Poulsen
gerði slíkt hið sama fyrir Framara.
Íslandsmeistararnir
byrja á góðum sigri
Sólveig Lára
Kristjánsdóttir
Selfoss tryggði sér um helgina
sæti í 2. umferð Evrópubikars
karla í handbolta með því að
vinna samanlagðan 59:53-sigur
á tékkneska liðinu Koprivnice.
Báðir leikirnir voru spilaðir
ytra. Selfoss vann fyrri leikinn á
laugardag 31:25 og seinni leik-
urinn endaði með 28:28-jafntefli
í gær. Einar Sverrisson var
markahæstur í fyrri leiknum
með sjö mörk og þeir Ragnar
Jóhannsson og Hergeir Grímsson skoruðu sjö
mörk hvor í seinni leiknum.
Selfoss mætir Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu í 2.
umferð. Haukar og FH mæta til leiks í 2. umferð.
Haukar leika við Parnassos Strovolu frá Kýpur og
FH við Minsk frá Hvíta-Rússlandi.
Selfoss áfram í
Evrópubikarnum
Ragnar
Jóhannsson
England
Burnley – Arsenal ................................... 0:1
- Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 57
mínúturnar með Burnley.
Aston Villa – Everton.............................. 3:0
- Gylfi Þór Sigurðsson er í leyfi hjá Ever-
ton.
Wolves – Brentford .................................. 0:2
Liverpool – Crystal Palace ...................... 3:0
Manchester City – Southampton............ 0:0
Norwich – Watford................................... 1:3
Brighton – Leicester................................ 2:1
West Ham – Manchester United ............ 1:2
Tottenham – Chelsea ............................... 0:3
Staðan:
Chelsea 5 4 1 0 12:1 13
Liverpool 5 4 1 0 12:1 13
Manch. Utd 5 4 1 0 13:4 13
Brighton 5 4 0 1 7:4 12
Manch. City 5 3 1 1 11:1 10
Everton 5 3 1 1 10:7 10
Tottenham 5 3 0 2 3:6 9
West Ham 5 2 2 1 11:7 8
Brentford 5 2 2 1 5:2 8
Aston Villa 5 2 1 2 8:7 7
Watford 5 2 0 3 6:8 6
Leicester 5 2 0 3 5:8 6
Arsenal 5 2 0 3 2:9 6
Crystal Palace 5 1 2 2 5:8 5
Southampton 5 0 4 1 4:6 4
Wolves 5 1 0 4 2:5 3
Leeds 5 0 3 2 5:12 3
Newcastle 5 0 2 3 6:13 2
Burnley 5 0 1 4 3:9 1
Norwich City 5 0 0 5 2:14 0
KNATTSPYRNA