Morgunblaðið - 20.09.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.09.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN SÆMUNDSSON frá Ási, Dalabyggð, andaðist á dvalarheimilinu Silfurtúni laugardaginn 4. september. Útförin fer fram frá Staðarhólskirkju í Saurbæ laugardaginn 25. september klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð dvalarheimilisins Silfurtúns, reikn. nr. 0312-13-700021, kt. 530586-2359 (Lionsklúbbur Búðardals). Sæmundur G. Jóhannsson Jóhanna B. Jóhannsdóttir Guðbjörn Guðmundsson Margrét Jóhannsdóttir Finnbjörn Gíslason Kristján V. Jóhannsson Svanhildur Halldórsdóttir Ingibjörg Jóhannsdóttir Þórður Már Svavarsson Jarþrúður H. Jóhannsdóttir Freyr Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku faðir minn og bróðir okkar, SNÆBJÖRN AÐILS, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 11. september. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 23. september klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið. Anja Elísabet Snæbjörnsdóttir Aðils Páll Guðlaugsson Snæfríður Íris B. Kjartansdóttir Ragnhildur Ólafsdóttir Bjarki Þröstur Leifsson Linda Mjöll Leifsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR talsímavörður, Kjarnagötu 14, Akureyri, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 16. september. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 30. september klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni. Rafn Sveinsson Sveinn Rafnsson Berghildur Þóroddsdóttir Jón Rúnar Rafnsson Jónína Vilborg Karlsdóttir Ingvar Rafnsson Íris Dröfn Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra KRISTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR lést á Spáni aðfaranótt föstudagsins 10. september. Ævar Freyr Ævarsson Daníel Logi Ævarsson Aron Geir Geirsson Jóhanna Gústafsdóttir Kristjana Magnúsdóttir Ævar Auðbjörnsson aðstandendur og vinir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langlangamma, STEFANÍA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, lést á Heilsustofnun Norðurlands á Sauðárkróki þriðjudaginn 14. september. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 24. september klukkan 14. Simmi, Anna, Nonni, Beggi, Öddi, Steini, Hóffý og fjölskyldur Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN ÞORSTEINSSON húsasmíðameistari, Efstagerði 10, Reyðarfirði, lést á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 9. september. Útför hans fer fram í Reyðarfjarðarkirkju föstudaginn 24. september klukkan 13.00. Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðu Reyðarfjarðarkirkju. Edda Gísladóttir Anna Elín Jóhannsdóttir Hákon Ásgrímsson Guðrún H. Jóhannsd. Covert Tait Dylan Covert Sonja Björk Jóhannsdóttir Björgvin Karl Gunnarsson barnabörn en fimmta barnið, Margrét Jóna (f. 1984), fæddist síðar á Ísafirði. Eftir heimkomuna til Íslands 1980 var töluverður flutningur á fjölskyldunni vegna vinnu Ein- ars og bjuggu þau tæp tvö ár á Akureyri, rúm sex ár á Ísafirði, tæp tvö ár í Reykjavík og loks sex ár á Selfossi áður en leiðin lá til höfuðborgarinnar og draumahússins í Hléskógum. Í höfuðborginni vann hann lengst af á slysadeild Borgarspítalans og á brjóstamóttöku Leitar- stöðvar Krabbameinsfélagsins þangað sem konur leituðu vegna ýmissa brjóstaeinkenna. Einar var samviskusamur, handlaginn, góður fagmaður og ávallt vel liðinn af skjólstæð- ingum sínum og samstarfsfólki. Við andlát Einars koma upp í hugann margar ljúfar endur- minningar bæði frá Svíþjóðar- dvölinni og endurfundum okkar eftir heimkomuna til Íslands en jafnframt sárar endurminning- ar frá síðustu æviárum Krist- ínar. Þau hjónin höfðu bæði unun af útiveru, ferðalögum, dansi og mannfagnaði, ætíð kát og glöð í bragði, samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, sýndu vinum og ættingjum mikla ræktarsemi og voru virk- ir félagar í söng- og ferðahópi útskriftarhóps lækna frá 1972 ásamt mökum. Fyrir um 14 árum greindist Kristín með einkenni alzheim- ersjúkdóms sem smám saman ágerðist þar til þoka gleymsk- unnar náði heljartaki á huga hennar. Ástand sem Einar átti erfitt með að sætta sig við og hóf sambúð með annarri konu, Birnu Sigurðardóttur, árið 2011. Lífið er þó fallvalt og góð heilsa ekki sjálfgefin. Í byrjun sumars fékk Einar brjóstein- kenni er hann var staddur í sumarhúsi sínu í Grímsnesinu sem leiddu til hjartaþræðingar á Landspítalanum með grein- ingu hjartaáfalls og ísetningu bjargráðs. Eftir þetta áfall átti hann erfitt með að halda uppi eðlilegum súrefnismetnaði og hafði skerta hreyfigetu sem reyndist honum erfið lífs- reynsla. Að morgni 6. septem- ber fékk hann nýjan brjóstverk og varð bráðkvaddur við komu á hjartagátt Landspítala. Með Einari er farinn góður félagi og vinur sem er sárt saknað. Hvíl í friði kæri vinur. Kristján Sigurðsson og Sigrún Ósk. Fallinn er frá Einar Hjalta- son, góður læknir, félagi og vin- ur. Einar fæddist í Reykjavík. Lauk stúdentsprófi frá VÍ 1965 og kandídatsprófi í læknisfræði frá HÍ 1972. Vann víða hér heima og fór síðan til sérnáms í skurðlækningum í Stokkhólmi 1975-1980. Við heimkomu var stutt viðkoma á skurðdeild Borgarspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Varð síðan yfir- læknir á Ísafirði 1981 og til árs- loka 1987. Fór þaðan til starfa hjá Krabbameinsfélaginu um tíma en réðst síðan til starfa á Selfossi sem yfirlæknir október 1989 til ágúst 1996. Einar hélt raunar tryggð við Krabba- meinsfélagið og vann þar hluta- starf til starfsloka. Um áramót 1997-1998 fór Einar til starfa í Kenýa um tveggja mánaða skeið á vegum Rauða krossins. Eftir það réð hann sig á slysa- og bráðadeildina og vann þar til starfsloka sem raunar fóru ekki eftir venjubundnum leiðum um sjötugt heldur hélt Einar áfram um skeið að sinna endurkomu- sjúklingum. Það gefur augaleið eins og sjá má á ofangreindri upptaln- ingu að Einar hafði breiða menntun og var reynslumikill í starfi. Hann sinnti sjúklingum af mikilli natni og samvisku- semi. Okkar kynni af Einari voru góð. Hann var góður vin- ur, fremur fámáll þó en hafði sterkar skoðanir sem hann þó flíkaði ekki alltaf. Átti það til að skjóta inn athugasemdum og kímdi oft um leið. Vissi sem var að það gat oft leitt til fjörugri umræðna og jafnvel að þeir sem ákafari voru myndu hækka róminn. Kímdi þá gjarnan enn meir. Tíminn líður og eirir engu. Við undirrituð erum hætt eða að hætta starfi á bráða- deildinni. Okkar tími þar er lið- inn. Hann var skemmtilegur ef hægt er að segja það um starf- semina sem þar fer fram. Sam- heldni var mikil og vinskapur þróaðist. Bráðalækningar eru ung sérgrein sem enn er á sokkabandsárunum þótt við höf- um stofnað félag bráðalækna árið 2000. Baráttan heldur áfram og Einar Hjaltason var góður liðsmaður á sinni tíð. Birnu og öllum ættingjum og vinum Einars sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Hafi hann heila þökk og hvíli í friði. Brynjólfur Mogensen, Friðrik Sigurbergsson, Hlynur Þorsteinsson, Ólafur R. Ingimarsson, Steinunn Jónsdóttir. „Komdu sæl. Ég heiti Einar og er frændi þinn af Reykjaætt- inni.“ Þannig voru fyrstu kynni mín af öðlingnum Einari Hjalta- syni. Hann bjó með vinkonu minni, Birnu Sigurðardóttur, og saman höfðu þau skapað sér gott og fallegt líf. Þegar Birna og Einar höfðu boðið móður Birnu, Hrefnu Björnsdóttur, til Prag komu þau til mín í tékk- neskan mat og smá fyrirlestur. Einar var einkar fróðleiksfús og spurði góðra spurninga. Við hittumst oft eftir þetta og alltaf var hann jafn sjarmerandi með blíða brosið sitt. Ég hef þurft að dvelja oft og lengi á sjúkra- húsi og meðan Einar var enn starfandi var oft bankað hæversklega á dyrnar og inn kom Einar, bara til að vita hvernig mér liði. Hann var ein- stakur maður og hans verður sárt saknað, jafnt af Birnu, fjöl- skyldu hans, kollegum, Oddfell- ow-félögum og öðrum vinum. Ég kveð þennan mæta mann- vin og þakka honum gleðina sem hann breiddi yfir líf Birnu vinkonu minnar. Megi hið eilífa ljós lýsa þér. Ferðabæn Ég byrja reisu mín Jesús í nafni þín. Höndin þig helg mig leiði úr hættum öllum greiði. Jesú mér fylgi í friði með fögru englaliði. (Hallgrímur Pétursson) Anna Kristine Magnúsdóttir. - Fleiri minningargreinar um Einar Hjaltason bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. verið fleiri. En ég er ótrúlega þakklát fyrir tímann sem við höfðum, hann var svo góður. Takk fyrir allt amma, takk fyr- ir að passa upp á mig, kenna mér og gefa mér lucky charms í sveit- inni. Ég mun alltaf sakna þín. Thelma Kristín Mar- onsdóttir. Ég á erfitt með að trúa því að amma sé farin frá okkur. Mér líð- ur eins og hún hafi skroppið upp í bústað og sitji í stólnum sínum að prjóna með nokkra nammibita í skál. Svo komum við til þeirra um helgina og þá knúsi ég hana og við hittumst aftur. Mér líður eins og að snemma í desember fari ég í heimsókn til hennar og hún hjálpi mér að búa til jólagjöf fyrir mömmu og pabba eins og hún hefur alltaf gert. Mér líður eins og á jóladag verði hún búin að baka milljón smákökur, horfi á okkur spila púkk og hræri í heita súkkulaðinu. Ég man svo vel eftir því þegar amma og afi bjuggu í Melbænum og við í Brekkubænum. Ég man hvernig ég fékk stundum að fara með ömmu snemma á leikskól- ann og sitja með henni í starfs- mannaherberginu á meðan kon- urnar kjöftuðu um eitthvað sem ég skildi ekki. Það var svo gott að hafa ömmu bæði á leikskólanum og í næsta húsi. Ég vissi alltaf að hún var nálægt og þá leið mér vel, eins og ég væri örugg. Manni leið alltaf þannig í kringum ömmu. Eins og maður væri öruggur. Eins og ekkert slæmt gæti gerst á meðan hún væri þarna. Það skein af henni hlýleik- inn. Hún var svo dugleg að passa upp á alla, svo mikið að hún gleymdi kannski stundum að passa sjálfa sig. Ég gleymi því aldrei þegar við fórum saman til Spánar. Þau afi komu á undan okkur og þegar við komum hafði amma dottið og meitt sig í fætinum. Fóturinn var marinn og blár en amma sannfærði alla um að þetta væri allt í góðu. Við löbbuðum marga kílómetra á dag og amma hark- aði af sér. Þegar hún kom aftur til Íslands fór hún loksins til læknis sem sagði henni að ristin væri brotin. Hún amma var al- ger nagli. Amma átti bláan skókassa sem var skreyttur með englum og stjörnum og var stútfullur af alls konar pappír, glansmynd- um, umslögum og fleira skemmtilegu dóti. Þetta fannst mér lang skemmtilegasta leik- fangið. Amma hjálpaði mér oft að föndra allt milli himins og jarðar. Einu sinni gerðum við jólaskraut með því að pakka smá bómull inn í fallegan pappír og binda slaufu þannig að þetta leit út eins og litlir jólapakkar. Ég man hvað mér fannst þeir flottir. Amma og afi voru mjög oft fyrir austan í sumarbústaðnum. Bústaðurinn er fullur af alls kyns myndum og teppum sem amma hefur saumað og þar er kista full af garni eftir allar peysurnar sem hún prjónaði stanslaust á fjölskylduna. Þar var alltaf til lucky charms sem mamma og pabbi töldu algjöra sykurleðju og leyfðu okkur aldr- ei að fá heima. Ég fékk oft að fara yfir helgi, bara við þrjú og þá dekruðu amma og afi við mig. Ég fékk lucky charms í morg- unmat, horfði á barnatímann, bakaði köku með ömmu, lék í kofanum, puttaprjónaði, fór í prjón og hekl kennslutíma, smíðaði með afa eða fékk ís á Flúðum. Svo lauk deginum oft- ast með Astrid Lindgren mynd og lakkrís sem afi keypti og svo las amma fyrir mig sögu. Uppá- haldið hennar var bróðir minn Ljónshjarta. Ég sakna þín svo amma. Lífið verður allt öðruvísi án þín. Við lofum að passa vel upp á afa fyrir þig og ef þú kemur aft- ur sem snjóhvít dúfa, viltu þá heimsækja okkur. Góða ferð til Nangijala. Elísa Björk Maronsdóttir. Með þessu fallega ljóði kveðj- um við elsku ömmu Stínu. Minn- ingin um yndislega ömmu lifir í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Sindri Steinn og Mattea Milla. Það var fyrir tæpum 50 árum að Maggi kynnti fyrir okkur Völlu glæsilega stúlku, hávaxna, granna, dökkhærða og í bláum kjól. Þetta var hún Stína, kær- astan hans Magga. Þá vorum við öll ung, með bjartsýni í brjósti og lífið var fram undan. Frá þessum tíma hefur líf okkar meira og minna fléttast saman í um hálfa öld. Núna þegar við kveðjum Stínu, sem háði hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm í tvö og hálft ár, koma ótal minningar upp í hugann og þakklæti fyrir að hafa átt Stínu og Magga að vinum í öll þessi ár. Við stofnuðum heimili og eign- uðumst börn á svipuðum tíma, fórum saman í ferðalög, bæði inn- anlands og erlendis og skemmt- um okkur saman með vinahópi sem haldið hefur saman frá því að við Maggi kynntumst í Versl- unarskólanum. Já, ótal minning- ar koma upp í hugann um okkar samverustundir. Ein er sú þegar Stína og Maggi drifu okkur með sér í dansskóla. Þau voru glæsi- legt par á dansgólfinu, Stína og Maggi, og þau dönsuðu saman út allt lífið, samheldin og studdu hvort annað í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Við vorum sex hjón sem stofnuðum fyrir um 45 árum félagsskap, sem við kölluð- um „Lampavinafélagið“. Nafnið á þessum vinahópi er tilkomið af því að ákveðið var að á „stóraf- mælum“ eða á öðrum viðburðum skyldum við færa viðkomandi lampa að gjöf, enda vorum við öll nýbúin að stofna heimili og lítið til af búslóð hjá okkur og lampar kæmu sér alltaf vel! Nú við fráfall Stínu er enn eitt stórt skarð höggvið í þennan litla hóp. Nú eru fjögur úr þessum vinahópi fallin frá. Við hin eigum eftir minninguna um Stínu, allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman og fyrir vinskapinn öll þessi ár. Hennar verður sárt saknað, en mestur er söknuður Magga, barna þeirra, tengda- barna, barnabarna og Jóns bróð- ur Stínu. Við biðjum góðan Guð að styrkja þau öll í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Krist- ínar Ólafsdóttur. Hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Valgerður og Valdimar (Valla og Valli). - Fleiri minningargreinar um Kristínu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.