Morgunblaðið - 27.09.2021, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Tuttugu og fimm nýir þingmenn
voru kjörnir um helgina. Fram-
sóknarflokkurinn á flesta eða sjö
talsins. Sjálfstæðisflokkurinn,
Vinstri græn og Flokkur fólksins
eiga fjóra nýja.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir,
25 ára háskólanemi, verður önnur
yngst kvenna til að taka sæti á Al-
þingi og fimmta yngst allra frá upp-
hafi, en hún skipaði annað sæti á
lista Framsóknar í Norðvest-
urkjördæmi.
Tómas A. Tómasson, fyrir Flokk
fólksins, verður elstur á þingi en
hann er 72 ára.
Skoða þurfi málefni brotaþola
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, 30
ára lögfræðingur, náði kjöri sem
þriðji þingmaður Framsóknar í
Suðurkjördæmi. Hafdís er spennt
fyrir nýja starfinu en segir nið-
urstöðu kosninganna óvænta.
„Þetta var alltaf markmiðið en
þetta kom vissulega á óvart. Ég er
ótrúlega spennt og auðmjúk fyrir
þessu tækifæri að fá að vinna að
sameiginlegum markmiðum okkar
allra á þessum vettvangi,“ segir
Hafdís í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins. Spurð hverjar
hennar helstu áherslu á Alþingi
verði segir hún geðheilbrigðismál
standa sér nærri. Þá nefnir hún
einnig að hún hafi sérstakan áhuga
á málum tengdum löggæslu og við-
bragðsaðilum og að betur þurfi að
gera við börn og barnafjölskyldur.
Hafdís hefur starfað sem stjórn-
arformaður Félags Sameinuðu
þjóðanna á Íslandi auk þess að vera
varamaður í stjórn Bjarmahlíðar,
þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur
ofbeldis á Akureyri og í verk-
efnastjórn Sigurhæða, þjónustu-
miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á
Suðurlandi. „Mannréttindi eru
áhugamálið mitt og hvernig við get-
um tryggt þau,“ segir Hafdís og
bætir við að skoða þurfi málaflokk
þolenda ofbeldis.
Sveifla eftir síðustu kosningar
Hafdís kom af fullum krafti inn í
flokkinn í síðustu sveitarstjórn-
arkosningum ásamt öðru ungu
fólki. „Það varð ótrúleg sveifla eftir
síðustu sveitarstjórnarkosningar.
Þá kom margt ungt frambærilegt
fólk með okkur inn í kosningarnar
og ég sjálf kom þá af fullum krafti
inn í starfið.“
Ásýnd flokksins sé að breytast.
„Við erum að ná annarri áheyrn.
Ímyndin er að uppfærast og ég er
ótrúlega stolt að fá að taka þátt í
þeirri breytingu en við erum auðvit-
að allt kjörnuð í okkar gildum.“
Tómas A. Tómasson, betur
þekktur sem 72 ára veitingamað-
urinn Tommi á Búllunni, var eins og
áður sagði kjörinn á Alþingi fyrir
Flokk fólksins. Hann segist vilja
standa sig vel og er búinn að
dreyma um að starfa á Alþingi síðan
1978.
,,Ég er stoltur, spenntur og er
mjög áhugasamur um að fara þarna
inn og standa mig. Mér finnst þó
smá húmor í því að ég sé kosinn
þarna inn á Alþingi og ráðinn í fjög-
urra ára starf, um leið og sjötugum
er sagt að hætta vinna. Þessu þurf-
um við að breyta. Það á að leyfa
fólki, sem getur og vill vinna, að
vinna eins og því hentar.“
Aldrei komið á Alþingi
Tómas hefur stefnt á að verða al-
þingismaður síðan hann var þrítug-
ur en hefur aldrei komið inn á Al-
þingi. „Ég er búinn að stefna að
þessu síðan árið 1978. Þá ákvað ég
að ég myndi ekki fara inn í Alþing-
ishúsið fyrr en að ég væri kosinn
þingmaður. Nú er loksins komið að
því en þetta var biðarinnar virði, ég
var ekki tilbúinn fyrr en núna. Því
maður þarf að vera undirbúinn fyrir
svona átök þar sem það er ekki auð-
velt að vera þingmaður,“ segir
Tómas.
Spurður hver hans helstu bar-
áttumál á Alþingi verða segir hann
málefni einstæðra foreldra vera
honum mikið hjartans mál þar sem
móðir hans var einstæð og átti erfitt
líf. Þá nefnir hann einnig málefni
stúdenta. Hann vill að stúdentar
sem taka námslán geti unnið ótak-
markað með námi. Þá vill hann
einnig hækka lánin svo að stúdentar
geti lifað sómasamlegu lífi.
„Ég ætla að standa mig á Alþingi,
fyrr verð ég sköllóttur og nátt-
úrulaus.“
Ásmundur Einar
Daðason
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Willum Þór
Þórsson
Ágúst Bjarni
Garðarsson
Stefán Vagn
Stefánsson
Lilja Rannveig
Sigurgeirsdóttir
Halla Signý
Kristjánsdóttir
Ingibjörg Ólöf
Isaksen
Líneik Anna
Sævarsdóttir
Þórarinn Ingi
Pétursson
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Jóhann Friðrik
Friðriksson
Hafdís Hrönn
Hafsteinsdóttir
Þorbjörg S.
Gunnlaugsdóttir
Hanna Katrín
Friðriksson
Þorgerður Katrín
Gunnarsd.
Sigmar
Guðmundsson
Guðbrandur
Einarsson
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Diljá Mist
Einarsdóttir
Áslaug Arna
Sigurbjörnsd.
Hildur
Sverrisdóttir
Birgir
Ármannsson
Bjarni
Benediktsson
Jón
Gunnarsson
Bryndís
Haraldsdóttir
Óli Björn
Kárason
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfad.
Haraldur
Benediktsson
Njáll Trausti
Friðbertsson
Berglind Ósk
Guðmundsdóttir
Guðrún
Hafsteinsdóttir
Vilhjálmur
Árnason
Ásmundur
Friðriksson
Tómas A.
Tómasson
Inga
Sæland
Guðmundur Ingi
Kristinsson
Eyjólfur
Ármannsson
Jakob Frímann
Magnússon
Ásthildur Lóa
Þórsdóttir
Bergþór
Ólason
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Birgir Þórarinsson Halldóra
Mogensen
Andrés Ingi
Jónsson
Björn Leví
Gunnarsson
Arndís Anna K.
Gunnarsdóttir
Þórhildur Sunna
Ævarsd.
Gísli Rafn
Ólafsson
Helga Vala
Helgadóttir
Jóhann Páll
Jóhannsson
Kristrún Mjöll
Frostadóttir
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Logi
Einarsson
Oddný G.
Harðardóttir
Katrín
Jakobsdóttir
Steinunn Þóra
Árnadóttir
Svandís
Svavarsdóttir
Orri Páll
Jóhannsson
Guðmundur I.
Guðbrandsson
Bjarni
Jónsson
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir
Jódís
Skúladóttir
B B B B B B B B B
B
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
F
F F
F
F F M M M P
P P
P
P P S S S
S V V V VV V V V
S S
D
D
D
D
D
B B B C C C C C
Tuttugu og fimm nýir þingmenn
- Hafdís segir ásýnd Framsóknar að breytast - Setur geðheilbrigðismálin á oddinn - Tommi mun
berjast fyrir stúdentum og einstæðum foreldrum - Vill að eldri borgarar geti unnið ótakmarkað