Morgunblaðið - 27.09.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021 Ellefu myndir verða sýndar í heim- ildarmyndaflokki Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hefst 30. september. Umfjöllunarefnin eru fjölbreytt að vanda og verður hér sagt frá þeim í stuttu máli en frekari upplýsingar um hátíðina má finna á riff.is. Ailey segir af Alvin Ailey sem var frumkvöðull á sviði danslistar. Hér er dregin upp svipmynd af lista- manninum og manneskjunni um leið og fylgt er eftir sköpunarferli á dansverki sem byggist á ævi hans. Í Passion fer norska kvikmynda- gerðarkonan Maja Borg í persónu- lega og myrka reisu þar sem hún kannar skurðpunkt helgisiða innan BDSM og kristni. Cannon Arm and the Arcade Quest segir af Kim sem ætlar með hjálp vina sinna að reyna við heimsmet í samfelldu tölvuleikjaspili. Í Radiograph of a Family kafar íranska kvikmynda- gerðarkonan Firouzeh Khosrovani í átök milli veraldarhyggju og ísl- amskrar hugmyndafræði í írönsku samfélagi. Rebel Dykes segir af því er pönk- ið og femínisminn mættust og sjón- um beint að lesbíugengi sem var áberandi í uppþotunum í Lundúnum á níunda áratugnum. Skál er dansk-færeysk mynd um Daníu sem kynnist hipphopp-listamanni og fer að skrifa eigin texta þar sem hún veltir fyrir sér hvort það sé synd að drekka, dansa eða sofa hjá fyrir hjónaband. The Most Beautiful Boy in the World segir segir af Björn Andrésen sem lék í Dauðanum í Feneyjum og leikstjóri hennar sagði fallegasta dreng í heimi. 50 árum síðar ristir reynslan af gerð myndarinnar enn djúpt hjá Andrés- en. The Scars of Ali Boulala segir af Ali Boulala sem gerði garðinn fræg- an á tíunda áratugnum sem hjóla- brettakappi en eftir áralanga vímu- efnanotkun, átakanlegt slys og loks bata þarf hann að horfast í augu við fortíðina. The Story of Looking seg- ir af Mark Cousins sem bíður sjón- aðgerðar og kannar þá hlutverk sjónrænnar upplifunar á ein- staklinga og samfélög. Blind Ambi- tion segir svo af hópi Simbabve- manna sem fyrstir landa sinna stofna Ólympíusveit í vínsmökkun. Um allt milli himins og jarðar Ástríða Í Passion er fjallað um helgisiði innan BDSM og kristni. Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND FRÁBÆR NÝ MYND FRÁ MARVEL STUDIOS MYND SEM ALLIR VERÐA AÐ SJÁ Í BÍÓ SIMU LIU AWKWAFINA WITHMICHELLE YEOH ANDTONY LEUNG 92% KOMIN Í BÍÓ T H E T E L E G R A P H T H E G U A R D I A N E M P I R E TOTA L F I L M 90% L jóðin í nýju safni Þórdísar Helgadóttur, Tanntöku, eru mörg hver mögnuð, hrá og ögrandi. Titillinn gefur góða hugmynd um þau þemu sem eru áberandi í verkinu og þau áhrif sem verkið hefur á lesandann. Tanntaka, það að taka tennur, er hluti af líkamlegu þroskaferli hvers barns. Ljóðmæl- andinn í þessu verki Þórdísar er í stöðugri um- breytingu, hann fullorðnast, hann þroskast. Eftir að hafa lesið safnið verður ljóst að tanntakan er ekki að- eins sakleysislegur hluti af því að full- orðnast. Tanntakan er nefnilega líka brútal og blóðug. Hún öðlast nýja merkingu. Við tökum ekki bara tenn- ur, tennur geta líka verið teknar úr okkur. Og hin saklausa tanntaka barns er eiginlega hálfóhugnanlegt fyrirbæri ef út í það er farið. Nátt- úruleg falleg umbreyting kallast á við yfirgengilegan ljótleika. Þórdís flakk- ar á milli ljótleika og fegurðar, gerir það sem er fagurt ljótt og öfugt. Þessa greiningu á titli ljóðasafnsins má síðan yfirfæra á safnið í heild. Það einkennist meðal annars af miklum líkamleika. Líkaminn í sinni hráustu mynd fær að vera í forgrunni. Lýs- ingarnar eru hráar og torræðar í senn. Það er sérstaklega líkami kon- unnar sem er áberandi í verkinu. Lík- ami konunnar og allir þeir fasar sem honum tilheyra, allar þær umbreyt- ingar sem kvenlíkaminn fer í gegnum á lífsleiðinni. Fæðing, blæðing og aft- ur fæðing. Þórdís hefur gott vald á tungu- málinu og leikur sér með það. Hún stefnir saman orðum og myndum sem gefa ljóðasafninu mjög sérstakt yfirbragð. Lýsingarnar eru oft vægðarlausar en um leið fallegar í ljótleika sínum. Eftirfarandi línur úr ljóðinu „Þófar“, sem meðal ann- ars hafa að geyma orðin „sírópssár“ og „sykurblóð“, fanga það hve óvægnar og hráar þessar lýsingar geta verið. Það kom í ljós bólga í líffærinu sem gleymir útfellingarnar eru fingur í sírópssári börkur sem brestur í lófum hríð af granathöglum fullum af sykurblóði og fræi (35) Ljóðskáldið er ófeimið við að takast á við óhugnanlegar hliðar þess að lík- aminn þroskist og þróist, það að hann eldist, veikist og deyi. En það eru ekki bara líkaminn og ljótleikinn sem fá pláss í Tanntöku. Þórdís skrifar líka um mannleg sam- bönd en oft á þann hátt að lýsingarnar verða á einhvern hátt líkamlegar. Hún lýsir samfélagi kvenna sem tengjast böndum vegna sameiginlegrar reynslu af því að lifa í kvenlíkama. Hún lýsir ættarböndum, samböndum fólks sem tengist ósjálfrátt böndum vegna þess að það er blóðskylt. Öll er- um við komin af einhverjum og mörg okkar eignast afkvæmi. Þannig heldur hringrásin áfram. Ljóðabók Þórdísar er krefjandi lesning. Ljóðin einkennast af því að veita lesandanum mikla mótstöðu en vekja um leið forvitni hans. Þetta eru ljóð sem mann langar að lesa aftur og aftur, til þess að skilja þau betur og betur eða bara til þess að láta áhrif þeirra hellast yfir sig á ný. Þroski eða blóðug umbreyting Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tanntaka Að mati gagnrýnanda eru ljóðin í nýrri ljóðabók Þórdísar Helgadóttur mörg mögnuð, hrá og ögrandi. Ljóðabók Tanntaka bbbbm Eftir Þórdísi Helgadóttur. Mál og menning, 2021. Kilja, 80 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.