Morgunblaðið - 27.09.2021, Síða 14
14 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
en einnig snýr þetta að mannrétt-
indum og fleiru. Fyrirtækin verða
sífellt metnaðarfylltri á þessu
sviði.“
Spurð nánar um námskeiðið og
hvernig þau sem fyrirlesarar nálg-
ist viðfangsefnið segir Erlendsson
að skoðaðir séu allir hvatar að sjálf-
bærni í samfélaginu. Þeir komi m.a.
frá fjárfestum, löggjöf, neytendum
og viðskiptavinum fyrirtækja sem
verða sífellt áhugasamari um mál-
efnið. „Við lítum á ytri þætti og
skoðum hvernig fyrirtæki geta
stjórnað væntingum og breytt þeim
í viðskiptatækifæri.“
Auka nýsköpun
Viðskiptatækifærin geta snúið að
því að auka nýsköpun hjá fyrirtækj-
um og því að laða að nýja starfs-
menn og viðskiptavini. „Það er mis-
munandi á milli fyrirtækja hvað
skiptir þau mestu máli. Sama við-
skiptalíkan hentar ekki öllum.
Þetta eru hvatar sem hjálpa fyrir-
tækjum að hagnast á því að vinna
að sjálfbærni.“
Spurð að því hvort að um bylt-
ingu sé að ræða þessi misserin í
áhuga og áherslu á sjálfbærni vill
Erlendsson ekki taka svo sterkt til
orða. Málaflokkurinn sé hins vegar
án vafa í örum vexti.
Hvernig frekar en af hverju
„Nú er spurningin frekar hvernig
fyrirtækin ætla að bera sig að,
fremur en að þau séu að spyrja sig
af hverju þau ættu að huga að mál-
inu. Það er mikil breyting. Fyrir-
tækin þurfa nú að einbeita sér að
því að finna hvar þau geta haft mest
áhrif.“
Erlendsson segir að sérstaða Ís-
lands í sjálfbærnimálum sé mest í
loftslagsmálum en í Grænlandi til
að mynda sé félagslegi hlutinn
meira áberandi. „Þar snýr vinna að
sjálfbærnimálum meira að menntun
og hvernig hægt er að laga sam-
félagið. Vandi grænlenskra fyrir-
tækja snýr m.a. að því að því að það
er ekki nóg til af menntuðu fólki til
að vinna í fyrirtækjunum,“ segir
Erlendsson að lokum.
Líkjast hinum norrænu ríkjunum
Fræðsla Námskeiðið er samstarfsverkefni milli CBS, Festu og Akademias.
- Námskeið um sjálfbærni og samfélagsábyrgð - Nálgast viðfangsefnið bæði út
frá hagnýtu og fræðilegu sjónarhorni - Sama viðskiptalíkan hentar ekki öllum
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Minni munur er orðinn á fyrirtækj-
um á Íslandi og í hinum norrænu
ríkjunum þegar kemur að áherslu
og áhuga fyrirtækjanna á sjálf-
bærni. Þetta segir Anne Mette Er-
landsson, sérfræðingur í samfélags-
ábyrgð og sjálfbærni, sem halda
mun nú í vikunni, í félagi við Steen
Vallentin, prófessor í Copenhagen
Business School, CBS, námskeið
hjá Akademias og Festu – miðstöð
um samfélagsábyrgð.
„Íslensk fyrirtæki eru farin að
líkjast meira fyrirtækjum í hinum
norrænu ríkjunum. Þau taka þessi
málefni mun alvarlegar og vinna
kerfisbundið með sjálfbærni og
samfélagsábyrgð,“ segir Erlends-
son í samtali við Morgunblaðið.
Tuttugu ára reynsla
Erlendsson og Vallentin hafa
bæði unnið í meira en tuttugu ár við
samfélagslega ábyrgð og sjálf-
bærni. Erlendsson hefur að mestu
sinnt ráðgjöf en Steen sinnt fræði-
mennsku á sviðinu. „Við vinnum
saman á þessum námskeiðum til að
tryggja að við séum að nálgast við-
fangsefnið bæði út frá hagnýtu og
fræðilegu sjónarhorni.“
Aðspurð segist Erlendsson hafa
komið um 25 sinnum til Íslands að
liðsinna íslenskum fyrirtækjum í
málaflokknum, en hún starfar einn-
ig í Skandinavíu og á Grænlandi.
„Það er mikið að gerast á sviði
sjálfbærni þessa dagana, mest auð-
vitað út frá loftslagssjónarhorninu,
viðskiptavina sinna auk þess að
deila henni á samfélagsmiðlum. Ell-
efu þúsund svör bárust.
Kristín Inga Jónsdóttir markaðs-
stjóri Póstsins, segir að niðurstöður
könnunarinnar séu ótvíræðar og
sýni að íslenskir viðskiptavinir net-
verslana vilji einföld og þægileg
vöruskil.
Í könnuninni kemur fram að
97,6% höfðu verslað í netverslun á
síðastliðnum 12 mánuðum og 89,2%
höfðu verslað í íslenskri netverslun.
tobj@mbl.is
Sjötíu og fjögur prósent svarenda í
nýrri könnun Póstsins sögðust vera
líklegri til að eiga viðskipti við net-
verslun þar sem hægt væri að skila
vörum á einfaldan hátt. 75% svar-
enda sögðust líklegri til að versla
við netverslun sem býður upp á fría
endursendingu á skilavörum. Þá
kemur fram í könnuninni að 82%
svarenda töldu miklar eða mjög
miklar líkur á að þeir myndu versla
aftur við netverslun þar sem hægt
er að skila vöru á einfaldan hátt.
Pósturinn sendi könnunina til
Frí endursending mikilvæg
- 97,6% höfðu verslað í netverslun
Vefur Ellefu þúsund svör bárust í könnun póstsins meðal viðskiptavina.
27. september 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.76
Sterlingspund 176.08
Kanadadalur 101.31
Dönsk króna 20.293
Norsk króna 14.956
Sænsk króna 14.883
Svissn. franki 139.32
Japanskt jen 1.1652
SDR 182.61
Evra 150.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.69
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax ehf. tap-
aði tæplega 3,5 milljónum evra á síð-
asta ári, eða tæplega 530 milljónum
íslenskra króna.
Afkoman versnar milli ára en árið
2019 tapaði fyrirtækið rúmlega
þremur milljónum evra, eða rúmlega
450 milljónum króna.
Eignir Arnarlax voru í lok síðasta
árs rúmlega 135 milljónir evra, eða
ríflega 20 milljarðar íslenskra króna
og jukust um 8,5% milli ára.
Eigið fé Arnarlax er nú rúmlega 99
milljónir evra, eða um 15 milljarðar
króna, og jókst um 61% milli ára. Það
var 9,3 milljarðar króna árið á undan.
Eiginfjárhlutfall félagsins er 73%
samanborið við 49% árið á undan.
Tekjur félagsins á árinu námu
tæpum 9,4 milljörðum króna en þær
voru ríflega 10 milljarðar árið á und-
an.
Þróa og bæta stefnu
Eins og fram kemur í nýbirtum
ársreikningi félagsins er félagið að
fullu í eigu Icelandic Salmon AS.
Þá kemur þar fram að á árinu 2020
hafi verið haldið áfram að þróa og
bæta stefnu Arnarlax er varðar fram-
leiðslu og kostnaðarumbætur sam-
hliða því að tryggja rekstr-
argrundvöll fyrirtækisins. Þann 27.
október 2020 var móðurfélag Arn-
arlax, Icelandic Salmon AS, skráð á
EURONEXT Growth-hlutabréfa-
markaðinn en eftir skráninguna var
gefin út hlutafjárhækkun innan Ice-
landic Salmon AS að fjárhæð 50
milljónir evra sem styðja mun við
frekari vöxt fyrirtækisins og þróun
samstæðunnar, að því er segir einnig
í reikningnum.
Þá segir í ársreikningnum að á
árinu hafi félagið slátrað alls 11,2
þúsund tonnum af atlantshafslaxi
samanborið við 9,9 þúsund tonn á
árinu 2019. Aukningin er 13% milli
ára.
Arnarlax
tapaði 530
milljónum
króna 2020