Morgunblaðið - 27.09.2021, Síða 19

Morgunblaðið - 27.09.2021, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021 ✝ Miriam Thor- arensen fædd- ist á Akureyri 11. maí 1950. Hún lést á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri 10. sept- ember 2021. Foreldrar Miri- am voru Valdemar Thorarensen, f. 26. september 1910, d. 9. október 1974, og Lára Hallgrímsdóttir, f. 28. desember 1917, d. 24. janúar 1973. Systkini Miriam eru Jakob Valdemar, f. 1937, d. 2012, Guðrún Ólína, f. 1938, d. 2017 , Júl- íus, f. 1940, Soffía, f. 1942, d. 2008, Valdemar, f. 1944, Leifur, f. 1945, Lára, f. 1952, Mar- grét, f. 1953 og Halla, f. 1958. Miriam eign- aðist 2 börn, þau eru: 1) Jóhann Gottfreð Thor- arensen, f. 28. janúar 1972, hann á 3 börn með Guðrúnu Ír- isi Þorleiksdóttur (skilin), þau eru: Snædís Ósk, f. 26.10. 1996, í sambúð með Marel Snæ Arn- arsyni, Agnes Eir, f. 24.8. 1999 og Rakel Dögg, f. 28.7. 2005. 2) Valdís Lára Thorarensen, f. 14. ágúst 1977, í sambúð með Þorvaldi Stefáni Hanssyni og eiga þau saman eina dóttur, Lenu Sóleyju, f. 2.7. 1998, en fyrir á Þorvaldur þrjú börn. Miriam ólst upp í foreldra- húsum á Gleráreyrum og starfaði á sambandsverksmiðj- unum og loks skinnaiðnaði allt þar til hún lét af störfum vegna veikinda 1995. Barnabörnin urðu 4 og fyllti það lífið gleði að hafa þau hjá sér og var hún óspör á að hringja og fylgjast með þeim og hvetja þau áfram. Lífið fór að snúast um þau og var alltaf sól hjá henni er þau voru nærri. Útför Miriam fór fram í kyrrþey 20. september 2021 að ósk hinnar látnu. Elsku mamma. Vor, sumar, vetur og haust fylgdumst við að. Þegar ég var lítil stelpa og þú vannst á Gefjun fylgdi ég þér í vinnuna á laugardögum þar sem þú vannst alla laugardaga yfir- leitt til sjö, ég sat við kónusarvél- ina með litabók á eiturgrænu ruslatunnulokinu og litaði á með- an þú vannst eða fór niður að Glerá og tíndi eyrarrósir til að gefa vinkonum þínum í vinnunni og hljóta að launum kex og nammi. Á laugardagskvöldum var svo kósí hjá okkur, en það var keypt- ur lítri af kjörís með súkkulaði í pappaöskju og skorið í þrennt og maður minn hvað maður mældi með augunum til að fá nú örugg- lega stærsta bitann. Á sunnudög- um var ýmist farið í Gránuna til Soffu systur, Norðurgötuna til Finnu eða upp á Hlíð að heim- sækja Möggu frænku. Þú elsk- aðir handavinnu og þegar ég hugsa til baka sé ég þig fyrir mér í sófanum að sauma. Þú elskaðir að sauma og sagðir alltaf að þeg- ar þú hættir að vinna gætirðu setið og saumað eins og þig lang- aði til, ég vildi að það hefði orðið. Nú ef þú ekki saumaðir þá varstu hrjótandi yfir sjónvarpinu. Svo leið bara tíminn – vor, sumar, vetur og haust – og við fylgdumst að. Ég lauk grunn- skóla og fór að vinna, þá fórum við þína fyrstu og einu utanlands- ferð og ég man enn eftir ljósun- um yfir borginni þegar við lent- um seint um kvöld, þvílík upplifun. Í þessari ferð var ein- mitt vinkona þín og fleira fólk sem þú þekktir og þarna varstu líka að verða amma í fyrsta sinn og nú fór sko mín að versla! Það sem þér fannst þetta gaman. Jólin voru alltaf í uppáhaldi hjá þér; jólagjafir keyptar allt árið og þvílíka magnið sem var keypt og gefið út um allar trissur og svo var farið að skreyta; íbúðin var eins og útibú frá Jólagarðinum. Svo var bakað eins og fyrir heilt sjávarþorp en það var allt í lagi; allt rann þetta ljúflega niður með kaldri mjólk. Svo liðu árin – vor, sumar, vet- ur og haust – og ég varð mamma og þvílík blessun fyrir Lenu mína að hafa fengið með þér 23 ár og allar þær minningar sem þið bjugguð til. Ári síðar kom Agnes, þriðja barnabarnið, og svo það fjórða, Rakel, og það var lífið sjálft; allt snerist um barnabörn- in, væntumþykjan og umhyggjan fyrir þeim duldist engum. Svo fóru veikindin að gera vart við sig, veikindi sem tóku meira og meira frá þér en við héldum áfram að fylgjast að vor, sumar, vetur og haust. Það dró verulega af þér þetta síðasta ár en við náð- um samt að gera ótrúlega margt saman því inn á milli komu góðir tímar með gleðiríka daga, sum- arið var heitt og þú gast notið þess að sitja úti í sólinni með Monsu þína hjá þér. Eftir að þú fékkst hjólastólinn gátum við far- ið í göngutúra, labbað í bæinn eins og þegar ég var lítil stelpa, farið í Nesti og keypt ís eða geng- ið upp með ánni. Það var systk- inahittingur í sumar og þá um kvöldið þegar ég breiddi yfir þig sængina sagðir þú að þetta hefði verið yndislegur dagur. Þú varst orðin þreytt og nú ertu búin að fá hvíldina. Elsku mamma, takk fyrir allt, takk fyrir að vera alltaf til staðar – vor, sumar, vetur og haust. Ég elska þig. Þín Valdís. Elsku amma. Ég man hvað við fórum oft á klöppina saman þeg- ar ég var lítil og alltaf í pössun hjá þér. Þegar þú last fyrir mig bækur á kvöldin fyrir svefn og svo vöknuðum við um klukkan sex og fengum okkur morgunmat klukkan sjö. Ég man að við höfðum ekkert lítið gaman af því að vera úti í göngutúrum og sparka í sveppina sem við sáum og rölta á Glerár- torg í búðir eða kaupa banana- stykki í Hagkaup sem við fengum oft í litlum grænum eða rauðum pokum eða tígla sem við kölluð- um apakúk. Ég man að við fórum stundum á Bautann og fengum okkur að borða eða þegar við áttum alltaf til ís til í frystikistunni. Ég man hvað við elskuðum báðar hitann á sumrin og þegar ég átti alls konar sápukúludót hjá þér og við fórum oft í lystigarðinn með nesti og ég man alltaf stað- inn sem við sátum einu sinni á. Ég man þegar þú fórst með mér á öskudaginn að hitta mömmu á skinnaiðnaðinum og ég fékk að stimpla mömmu inn eða út. Þurfti bara að halda á mér á meðan. Ég man fýluferðina við Glerá þegar mig langaði ekki að fara út þannig að ég fór í fýlu þegar þú dróst mig út í göngutúr við ána en svo fór ég að sýna þessu áhuga þegar ég tók eftir húsi og tröpp- um við rauðu stóru brúna þannig að ég æddi af stað og þú dauð- hrædd um mig þar sem hliðið var ekki lokað þannig að þú hringdir í bæinn og kvartaðir undan því en svo þegar það var komið að því að sækja mig þá langaði mig ekki að fara heldur vera lengur úti. Ég man heimsóknirnar okkar til Guðrúnar vinkonu sem átti heima í sömu blokk og þú, mjög hentugt. Ég man þegar við tókum suð- urferð yfir sumrin og fórum að versla eins og brjálæðingar! Stundum tókum við strætó suður en það gat bara verið kósí. Ég man þegar við vorum á ættarmóti og amma átti að kynna sig svo hún stóð upp og náði að fella eitt staup í leiðinni. Ég man að við fórum alltaf saman 1. maí og eyddum þeim degi saman. Ég man að við töluðum stund- um saman í síma tímunum saman því við vorum báðar alltaf svo málglaðar. Ég man þegar við fórum í klippingu saman og ég lét raka á mér hausinn öðrum megin og þér fannst það geggjað flott meðan mamma mín var bara í áfalli en þá var ég samt orðin táningur. Eftirminnilegast var samt fyr- ir jól þegar amma var að baka inni í eldhúsi með buff á hausn- um, viskastykki á öxlinni, Villa Vill í spilun og svo var bara tekið um báðar hendur manns og dans- að að gamni. Ég man síðustu árin þín hvaða sögur voru þér kærastar eða eft- irminnilegastar, t.d. sagan af kettlingnum Mons og öskubíln- um, fýluferðinni okkar við Glerá, eða þegar þú talaðir alltaf um hvað Kalli bros hefði verið ómögulegur kennari. Sagan af því þegar þú keyptir sjónvarps- tæki handa pabba þínum í gamla daga eða þegar þú varst að vinna á skinnaiðnaðinum. Elsku amma mín, betri ömmu var ekki hægt að eiga og þú munt ávallt eiga stað í hjartanu. Ég elska þig alltaf. Þín blóma- og ömmustelpa, Lena. Miriam Thorarensen ✝ Símon Sím- onarson fædd- ist í Hellisfirði við Norðfjörð 17. febrúar 1928. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 4. september 2021. Foreldrar hans voru hjónin Sig- ríður Helgadóttir, f. 30.8. 1890, d. 24.4. 1969, og Símon Jónsson, f. 5.10. 1856, d. 16.2. 1934 bóndi í Hellisfirði. Símon ólst upp í Hellisfirði til 10 ára aldurs en hann hafði misst föður sinn þegar hann var sex ára. Flutti hann þá með móður sinni sem var orð- in sjúklingur í Neskaupstað. Alsystkini Símonar voru: Helgi og Svanfríður Sigríður. Sammæðra bróðir var Óli Run- 1947, börn þeirra: Dögg, f. 1983, og Ösp, f. 1983. 3) Hall- freður Óttar, f. 1959, eig- inkona Laufey Ófeigsdóttir, f. 1961, börn þeirra: Ásdís, f. 1982, Sigríður Birna, f. 1991, og Jón Ófeigur, f. 1993. 4) Edda, f. 1961, eiginmaður Vé- steinn Benediktsson, f. 1956, börn þeirra: Símon Óttar, f. 1981, Dagbjört, f. 1987, Bene- dikt Steinar, f. 1990, og Elín Eir, f. 1999. Barnabarnabörnin eru fjórtán talsins. Símon stundaði sjómennsku frá unga aldri. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1954 og varð sjó- mennskan hans ævistarf. Símon og Sigríður bjuggu nánast allan sinn búskap á Akranesi þar sem Símon var skipstjóri og útgerðarmaður. Hjónin fluttust í Garðabæ hin síðari ár og bjó Símon þar fram að andláti sínu. Útför Símonar fór fram frá Garðakirkju 17. september í kyrrþey að ósk hins látna. ólfsson. Samfeðra systkin voru: Ásta Sigurbjörg, Jón Stefán, Guðrún Helga, Einar, Jón- ína Sigríður, Krístín og Daníel Jóhann. Hinn 26.9. 1953 kvæntist Símon Sigríði Birnu Hall- freðsdóttur, f. í Reykjavík 27.10. 1925, d. 30.4. 2011. Foreldrar hennar voru Hallfreður Guð- mundsson hafnsögumaður á Akranesi og Sigurjóna Magn- úsdóttir. Börn Sigríðar Birnu og Símonar eru: 1) Sigurjóna, f. 1954, d. 2001, maki Björn Einarsson, f. 1952, börn þeirra: Einar Teitur, f. 1985, Halldór Orri, f. 1987, Snædís, f. 1991. 2) Bryndís f. 1956, eig- inmaður Ásgeir Guðnason, f. Tengdafaðir minn Símon Sím- onarson er látinn eftir stutta en stríða baráttu við illvíga sjúk- dóminn krabbamein. Símon greindist með krabbamein í lungum fyrir um það bil tveim mánuðum og lést 4. september á 94. aldursári. Símoni kynntist ég fyrir 47 árum, þá strax tókst góð vinátta á milli okkar sem alla tíð síðan hefur haldist og styrkst með ár- unum. Símon kunni frá mörgu að segja enda hafði hann lifað tím- ana tvenna við misjafnar að- stæður. Símon er fæddur og uppalinn til 10 ára aldurs á bæn- um Hellisfirði í Hellisfirði við Norðfjörð. Símon minntist upp- eldisáranna í Hellisfirði sem ljúfra minninga um horfna tíð. Þar var búsældarlegt, silungur gekk í miklum mæli í ána sem rann til sjávar í Hellisfirði og var þar ætíð auðvelt að fanga sil- ung til matar, gnægð fugls var í firðinum bæði á sjó og í fjalls- hlíðum og var Símon ungur far- inn að afla bæði fugls og fisks. Berjaland var gott í Hellisfirði. Símon missti föður sinn 6 ára að aldri, móðir hans bjó áfram í Hellisfirði en þurfti að bregða búi vegna veikinda er Símon var 10 ára. Fluttu þau þá til Nes- kaupstaðar í Norðfirði og bjuggu að Brennu. Símon stund- aði barnaskóla í Neskaupstað og samhliða skólagöngu vann hann við línubeitningu til að létta und- ir með móður sinni. Að skóla- göngu lokinni hóf Símon sjó- róðra sem háseti og má segja að þar með hafi framtíðarstarf hans verið ráðið. Hann stundaði sjó- sókn frá Neskaupstað og nokkr- ar vertíðir frá Vestmannaeyjum sem háseti á bátum og síðar tog- urum þar til hann fór suður til Akraness. Símon fór til náms í Sjómannaskólanum og lauk þar stýrimannsprófi og stundaði síð- an sjómennsku frá Akranesi sem stýrimaður og skipstjóri, fyrst hjá öðrum en síðar hjá eigin út- gerð. Símon var farsæll og feng- sæll sjómaður og var eftirsókn- arvert að vera í skipsrúmi hjá honum. Símon var mikið snyrti- menni og umgekkst allt og alla með virðingu, hvort heldur menn eða máleysingja. Bátar hans og skip báru af hvað við- hald og útlit snerti. Þegar heilsu Síu tengdamóð- ur minnar fór að hraka seldi Símon útgerð sína og helgaði sig umönnun Síu. Róðurinn þyngd- ist og hann sá sig ekki lengur færan um umönnun hennar, fluttu þau hjónin suður í Garða- bæ og keyptu íbúð í sama húsi og við Bryndís dóttir þeirra bjuggum í og bjuggu í nábýli við okkur hjónin. Þannig gat fjöl- skyldan hjálpast að við daglega umönnun. Eftir að Sía lést hefur Símon búið einn í íbúð þeirra hjóna og bjó þar til dauðadags. Símon og Sía höfðu um all- langt ára skeið brugðið sér til Kanarí yfir dimmasta og kald- asta tíma vetrarins og nutu þess virkilega vel. Eftir að Sía féll frá 2011 naut Símon þess að fara með okkur Bryndísi til Spánar og dvaldi með okkur í lengri og skemmri tíma í áraraðir eða allt til ársins 2019 að heilsu hans fór að hraka. Ég og við hjónin eigum marg- ar og góðar minningar úr árviss- um Spánarferðum og frá öllum okkar samskiptum við Símon í gegnum þessi 47 ár. Það er gott að geta yljað sér við góðar minn- ingar þegar Símon er ekki leng- ur ofar moldu. Blessuð sé minning Símonar Símonarsonar. Ásgeir Guðnason. Símon Símonarson ✝ Unnur Jens- dóttir fæddist í Reykjavík 8. mars 1941. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 30. júlí 2021. Móðir hennar var Hansína Bjarnadótt- ir en Unnur var ætt- leidd af foreldrum sínum Kristínu Páls- dóttur húsmóður, f. 1906, d. 1986, og Jens Ágústi Jó- hannessyni lækni, f. 1900, d. 1946. Unnur ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum í Tjarnagötu 44 og bjó þar alla sína æskudaga. Hálf- systkini Unnar, börn Hansínu, eru Þorkell, f. 1942, d. 2015, Bjarni, f. 1945, Stefanía, f. 1950, og Anna Kristín, f. 1951, þau eru öll Guð- mundarbörn. Unnur giftist 25. september 1965 Kjartani Trausta Sigurðssyni fararstjóra, f. 22. september 1939, d. 12. apríl 2015. Foreldrar hans Um miðjan aldur innritaði Unnur sig í guðfræði í HÍ og nam þar um tíma. Unnur vann sem ljósmóðir fyrst á Kristnesi í Eyjafirði, síðar á fæð- ingardeild Landspítalans og síðast sem ljósmóðir á Akranesi árið 1964. Eftir söngnámið kenndi hún við Tónlistarskóla á Akranesi, Sel- tjarnarnesi og Kópavogi í nokkur ár. Hún var einnig raddþjálfari hjá Pólýfónkórnum auk þess að taka virkan þátt í starfi Kvennalistans. Unnur og Kjartan bjuggu lengst af í Tjarnargötu 44 með Kristínu móður Unnar. Þegar Kristín og Sigurður urðu ungling- ar flutti fjölskyldan á Hjarðahaga 44. Unnur átti við meðfædd veik- indi að stríða. Hún þurfti að gang- ast undir hryggspengingar fjórum sinnum, síðast 53 ára gömul. Þess- ar aðgerðir urðu til þess að hún neyddist til að hætta kennslu. Í lok árs 2006 flutti Unnur á hjúkr- unarheimilið Eir og bjó þar til dauðadags. Útför Unnar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. voru Kristín Jóns- dóttir úr Gufudals- sveit á Barðaströnd og Sigurður Jónsson bílstjóri frá Skálanesi á Barðaströnd. Þau slitu samvistum. Börn Unnar og Kjartans eru: 1) Kristín, f. 12. maí 1966, maki Philip, börn þeirra eru Emma, f. 1998, Mark, f. 2004, og Viktor, f. 2005. Þau búa í Danmörku. 2) Sigurður Trausti, f. 25. maí 1968, d. 22. febrúar 2006. Unnur hóf píanónám sjö ára gömul, lærði hjá Katrínu Viðar og nam hjá henni í 10 ár. Unnur tók landspróf í Kvennaskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan ári síðar. Hún útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1962, nam söng í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þar bæði 8. stigi í söng og píanó- leik. Hún fór í framhaldsnám í söng til London árið 1979 til 1980. Unnur Jensdóttir, æskuvin- kona mín, leikfélagi, skólasystir og nágranni, lést á Borgarspítal- anum 30. júlí sl. Unnur átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu árin og dvaldi á hjúkrunarheim- ilinu Eir í um 14 ár en síðustu dag- ana var hún á Borgarspítalanum. Við Unnur ólumst upp í sömu götu, hún í Tjarnargötu 44 en ég í númer 43. Við lékum okkur saman frá unga aldri, vorum jafnaldrar og í sama bekk í Miðbæjarskól- anum allan okkar barnaskóla. Við gengum daglega saman í skólann, oftast hönd í hönd, yfir Tjarnar- brúnna eða niður Tjarnargötuna en stundum þvert yfir tjörnina á ís. Það var ekki fyrr en í 12 ára bekk að ég tók af skarið og hætti að leiða hana, mér strítt og fannst þetta ekki passandi. Við vorum samt samferða áfram. Unnur var stjórnsöm og ákveð- in stúlka. Hún stýrði að jafnaði leikjum okkar og fannst mér það allt í lagi. Oft var leikið með dúkkulísur eða dúkkur heima hjá henni og var hún snjöll að teikna og búa til ný föt á dúkkulísurnar. Unnur var greind og öfundaði ég hana hvað hún átti auðvelt með að læra. Vísur gat hún lært utan- bókar með því að lesa þær tvisvar. Unnur lærði á píanó strax á unga aldri og spilaði mikið og vel. Hún hafði gott tóneyra og hafði gaman af að spila á píanóið heima hjá sér fyrir okkur vini sína. Unnur missti föður sinn aðeins fimm ára og kynntist ég honum lítið. Unnur var einbirni og Kristín móðir hennar dekraði við dóttur sína og vildi allt fyrir hana gera. Ég kom úr stórri fjölskyldu og komst ekki upp með það sama og Unnur. Góður vinskapur var samt á milli mæðra okkar sem báðar hétu Kristín. Leiðir okkur Unnar skildi að mestu þegar hún fór í Kvenna- skólann en ég í Gaggó vest. Næstu 50 árin sáumst við sjaldan en strengurinn slitnaði aldrei. Unnur giftist og átti tvö elskuleg börn, Kristínu og Sigurð. Sigurður dó í slysi í Danmörku ekki orðinn fer- tugur og tók Unnur það mjög nærri sér. Kristín giftist til Dan- merkur og var Unnur því einmana án samvista við sína nánustu fjöl- skyldu síðustu árin á Eir. Sam- bandið við dótturina og barna- börnin var samt mjög gott og komu þau oft til Íslands og þau hittust þess í milli á fjarfundum í tölvunni. Voru það henni miklar gleðistundir. Unnur var lærð ljósmóðir og vann sem slík um tíma. Hún var einnig lærð söngkona og kenndi söng um tíma. Hún fór að læra guðfræði í Háskóla Íslands sér til ánægju en var þar aðeins í um tvö ár. Seinustu árin var Unnur að mestu rúmföst og bjó þá á Hjúkr- unarheimilinu Eir. Ég heimsótti Unni reglulega síðustu árin og þarna endurnýjuðum við gömul kynni og áttum saman margar ánægjulegar stundir. Unnur var hláturmild með ein- dæmum og með skemmtilega smitandi hlátur. Þessi hlátur lifði þótt lífið væri erfitt seinustu árin. Að vera rúmföst og vanta einbeit- ingu til að lesa eða hlusta á hljóð- bækur tekur á. En það var aug- ljóslega vel hugsað um Unni á Eir og hún naut sín þar við föndur og spil. Ég votta Kristínu dóttur henn- ar, tengdasyni og barnabörnum innilega samúð vegna fráfalls Unnar Jensdóttur. Þorkell Erlingsson. Unnur Jensdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.