Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Page 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.9. 2021 G uðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Ís- lands (KSÍ), sagði af sér vegna háværrar gagnrýni á viðbrögð sambandsins við ásökunum á hendur landsliðsmönnum í fótbolta karla um ofbeldi og kynferðislega áreitni. Guðni játaði að hafa haft vitneskju um málið eftir að hafa áður neitað því í viðtali í liðinni viku. Jafnframt var tilkynnt um breytingu á leikmannahópi fyrir landsleik við Rúmena. Þar kom fram að Kolbeinn Sigþórsson myndi ekki leika með, en á daginn kom að hann var leik- maðurinn sem borinn var sökum. Lögregla tók til við rannsókn á and- láti konu á geðdeild Landspítalans, en talið er að það hafi borið til með saknæmum hætti. Hjúkrunarfræð- ingur var handtekinn, grunaður um að vera valdur að dauða konunnar. 118 kórónuveirusmit greindust um liðna helgi, en þá lágu 14 manns veikir af henni á sjúkrahúsi og hafði fækkað um helming frá fyrri viku. Tólf þeirra voru á bráðalegudeild, helmingurinn óbólusettur, en tveir lágu á gjörgæsludeild, þó ekki í önd- unarvél. Einn lést af völdum Co- vid-19 um helgina, sá 33. frá upphafi faraldursins en sá þriðji í þessari síðustu bylgju. Icelandair lét af flugi til Vest- mannaeyja, en farþegar hafa reynst færri en vonir stóðu til. Flugfélagið Ernir gafst upp á flugi þangað í fyrra. Íris Róbertsdóttir bæjar- stjóri lýsti áhyggjum af því og segir Eyjar þurfa bæði ferju og flug yfir til meginlandsins. Maðurinn sem lögregla á Egils- stöðum skaut í liðinni viku er á batavegi og kominn úr gjörgæslu. Hann hafði sjálfur haft uppi vopna- skak og skothríð þegar lögreglan skaut hann. Konur í aðgerðahópnum Aðför að heilsu kvenna lýstu yfir vonbrigðum með fund sinn með Svandísi Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra og þóttu svör ráðherrans um krabba- meinsskimanir rýr í roðinu. . . . Stjórn KSÍ fetaði í fótspor formanns síns og sagði af sér í heilu lagi eftir að hafa sætt víðtækri gagnrýni fyrir meðvirkni og þöggun með ætluðum gerendum innan vébanda sam- bandsins. Klara Bjartmarz, fram- kvæmdastjóri KSÍ, sagði liðna daga hina erfiðustu sem hún hefði lifað í 27 ára starfi. Kórónuveirufaraldurinn er nú tal- inn í rénun á ný, en ekki hafa færri dagleg smit greinst frá upphafi 4. bylgjunnar svonefndu. Byssumaðurinn á Egilsstöðum var úrskurðaður í tveggja vikna gæslu- varðhald, en rannsókn málsins snýst m.a. um tilraun til manndráps, vald- stjórnarbrot, líkamsárás, hótanir og barnaverndarbrot. Ríkiseignir og framkvæmdasýsla ríkisins verða sameinaðar í eina stofnun, en jafnframt verða nöfnin sameinuð í eitt heiti „Fram- kvæmdasýslan – Ríkiseignir“ svo enginn verði sár. Mun minna mældist af makríl á norðurslóðum en venja hefur verið, um níundi hluti þess sem var árið 2017. . . . Kórónuveirukreppan er sú önnur dýpsta í sögu hagmælinga á Íslandi, en aðeins kreppan í kjölfar banka- hrunsins 2008 slær hana út. Sam- drátturinn var mjög snarpur, en um 6,5% samdráttur varð í landsfram- leiðslu. Aftur á móti standa nokkrar vonir til þess að hún aukist ört aftur, ólíkt hefðbundum kreppum. Sorpa hefur verið kærð til Persónu- verndar fyrir að krefjast glærra plastpoka utan um heimilissorp, en endurvinnslufyrirtækið hefur inn- heimt sérstakt aukagjald frá 1. júlí sé komið með það í ógagnsæjum pokum. Sorpa er í rusli yfir þessu og segist ekkert skrá hjá sér um inni- haldið. Vincent Tan, hinn malasíski eigandi Icelandair Hotels, hyggst leggja fé- laginu til nýtt hlutafé á komandi vik- um, en þau bókfærðu 4,8 milljarða króna tap í fyrra og eru tæknilega í vondum málum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið vill sporna við niðursveiflu efnahagslífs vegna heimsfaraldurs- ins og hefur því veitt 100 milljónir króna til byggingar varanlegra salerna við hringveginn. Aukin ferðalög innanlands hafa leitt til þess að allt að sex vikna bið getur orðið eftir bílviðgerð á verkstæðum höfuðborgarsvæðisins. Hagstofa Evrópusambandsins hefur komist að því að í gervallri Evrópu sé áfengi næstdýrast á Íslandi. Aðeins í Noregi er áfengi dýrara. Áfengisverð hér á landi er 2,4 sinn- um hærra en að meðaltali í Evrópu en meira en þrisvar sinnum hærra en í Ungverjalandi, þar sem það er lægst. Til stendur að herða eftirlit með far- þegum Strætó til þess að ganga úr skugga um að allir borgi rétt far- gjald. Er m.a. heimilt að sekta fólk um allt að 30.000 kr. fyrir að svindla sér í strætó. . . . Enginn virðist vita hvað við taki hjá KSÍ, en Þórhildur Gyða Arnars- dóttir, sem steig fram með ásakanir á hendur Kolbeini Sigþórssyni, seg- ir að afsögn formanns og stjórnar sambandsins hafi verið algjört lág- mark og vildi einnig að fram- kvæmdastjórinn segði upp. Hann fór í starfsleyfi. Kolbeinn sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu og kvaðst iðraðst framkomu sinnar við Þór- hildi og vinkonu hennar, en bar af sér sakir um áreitni eða ofbeldi. Þegar rýnt er í skoðanakannanir kemur í ljós að aðeins þriðjungur svarenda er viss um hvaða flokk hann ætlar að kjósa. Hinir segjast vel geta hugsað sér að kjósa aðra flokka. Taka nú kosningasmalar að ókyrrast. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur gengið vel á höfuðborgarsvæð- inu undanfarna daga, en hún hófst 13. ágúst. Að sögn sýslumanns er kjörsóknin meiri en fyrir alþingis- kosningarnar 2017. Trausti Jónsson veðurfræðingur heldur veðurregistur og segir eigin- lega sumardaga í Reykjavík hafa verið 24 í sumar. Á Akureyri hefðu þeir hins vegar verið 70 talsins. Skaftárhlaup hófst en í minna lagi og er talið ná hámarki skjótt. Þegar nýtt Alþingi kemur saman að loknum kosningum mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að líkindum vera aldursforseti þingsins og stýra fundi uns nýr forseti Alþingis hefur verið kjörinn. Helgi Magnússon fjárfestir seldi hlut sinn í Bláa lóninu, sem hefur verið afar arðsamur undanfarin ár, en að vonum ekki í ferðamannaþurrð kórónukreppunnar. Stoðir keyptu. . . . Íslenska landsliðið í fótbolta karla tapaði 0:2 í landsleik við Rúmena á Laugardalsvelli. Búist er við öðru jökulhlaupi, en vatnsborðið í Grímsvötnum á Vatnajökli hefur hækkað mikið upp á síðkastið og hefur raunar ekki ver- ið hærra síðan fyrir Gjálpargos árið 1996. Sjálfstæðismenn efa að tillögur Samfylkingar um stóreignaskatt standist stjórnarskrá. Viðreisnarfólk er misánægt með að landsþing flokksins hafi fellt tillögur stjórnar um að prófkjör verði meginreglan við val á lista. Tillagan var ein forsenda sáttar milli Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur for- manns og Benedikts Jóhannessonar, stofnanda og fyrrverandi formanns flokksins. Bifreiðastöð Oddeyrar verður látin víkja af sínum stað í miðbæ Akur- eyrar næsta vor, en þar er verið að breyta deiliskipulagi. Hún er jafn- framt eina sjoppan í bænum og menningarlíf þessa höfuðstaðar Norðurlands því í uppnámi. Ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu hafa breyst í ár, en fleiri fara með einkabíl í vinnuna nú en í fyrra, og færri með strætó. Þeir eru sjálfsagt að bíða eftir borgarlínunni. Grunnskólakennarar segja ringul- reið í skólum landsins vegna reglna heilbrigðisráðherra um sóttkví skólabarna. Eru þær sagðar flóknar og óskýrar. Tónlistarhátíðinni Airwaves var frestað, annað árið í röð. Látinn er Jón Sveinbjörnsson, pró- fessor emeritus við guðfræðideild Háskóla Íslands, 93 ára að aldri. Fótboltakarlar í kreppu Þungt var yfir Eiði Smára Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara landsliðs karla í fótbota, á blaðamannafundi KSÍ á mið- vikudag, enda hefur annan eins skugga aldrei borið á liðið. Áður höfðu formaður KSÍ og síðan stjórn þess sagt af sér. Morgunblaðið/Eggert 29.8.-3.9. Andrés Magnússon andres@mbl.is ÚRVAL ÚTILJÓSA www.rafkaup.is Ármúla 24 • S. 585 2800 Opið sunnudag kl. 12–16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.