Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Síða 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.9. 2021 Þ að er nokkuð einkennileg tilfinning að bruna á fína bílnum sínum til fundar við flóttafólk sem á ná- kvæmlega ekkert. Engar verald- legar eigur, ekkert húsnæði, ekk- ert heimaland, enga peninga. Varla meira en fötin sem það stendur í. Það er þó ekki það versta því hjónin Zeba og Khairullah þurftu að skilja litla barnið sitt eftir í Afganistan. Hjónin eru bæði hámenntuð og hafa unnið fyrir ríkisstjórnina, hún í jafnréttis- og kvennamálum. Þau tilheyra því hópi fólks sem er í hvað mestri lífshættu. Eina leiðin til að halda lífi var að flýja land og fyrir guðs mildi hafði Zeba stundað hér nám í fyrra við Jafn- réttisskólann sem er liður í alþjóðlegri þróun- arsamvinnu íslenskra stjórnvalda. Hún var því sett á dýrmætan lista fólks sem Ísland bauð skjól. Kornabarnið var næstum dáið í öng- þveitinu fyrir utan flugvöllinn og þurftu hjónin því að taka þá erfiðu ákvörðun að skilja dreng- inn eftir í þeirri von að fá hann síðar til sín. Þeir hefðu drepið mig Við setjumst niður á skyndibitastað í nágrenni við húsnæði Útlendingastofnunarinnar þar sem hjónin dvelja. Blaðamaður spyr um bak- grunn og fær að vita að Zeba er með BA-próf í hagfræði og hefur verið í meistaranámi í jafn- réttis- og kvennafræðum í háskólanum í Kabúl en gat ekki lokið því námi sökum kórónuveiru- faraldurs og ástandsins í heimalandinu. Hún hefur starfað í ráðuneyti kvennamála og einnig í forsætis-, dómsmála- og fjármálaráðuneyt- inum þar sem hún vann við kynjaða fjár- lagagerð. „Ég var á þriðju önn en veit að ég fæ ekki að klára það nám því að talibanar myndu aldrei leyfa það. Allir bekkjarfélagar mínir eru áhyggjufullir, enda verður það fyrsta fagið sem talibanar munu taka af námskrá,“ segir Zeba sem vegna menntunar sinnar og starfs var í stórhættu í Afganistan eftir að talibanar tóku völdin nú fyrir skömmu. „Þeir hefðu drepið mig. Þeir voru byrjaðir að ganga hús úr húsi að leita að fólki sem vann fyrir ríkisstjórnina og þá sérstaklega konum. Við vorum í stórhættu en ég hef einnig stýrt mörgum vinnustofum um kvenréttindi og verkefni mín hafa verið fjármögnuð af UN- Women. Hefðu þeir vitað þetta allt saman myndu þeir drepa mig,“ segir Zeba. Hún fæddist ári áður en stjórnartíð talibana hófst árið 1996 og var aðeins barn að aldri þeg- ar þeir voru hraktir frá völdum. „Þegar ég var um fimm ára voru talibanar við völd og voru bækistöðvar þeirra nálægt húsinu mínu. Ég man að ég var stuttklippt eins og strákur og eitt sinn kom talibani til mín og vinkonu minnar og spurði hvort ég væri stelpa eða strákur. Vinkonan svaraði að ég væri stelpa og þá spurði hann hvers vegna ég væri ekki með slæðu. Og ég sem var bara fimm ára. Á þeim tíma gekk ég í skóla en það var falinn skóli rekinn af konu sem vann fyrir mannrétt- indasamtök. Hún kenndi okkur í laumi frá tal- ibönum en þegar ég var um sex ára fóru þeir frá völdum.“ Seinna átti Zeba eftir að snúa sér að jafnrétt- ismálum eins og fyrr segir og kom hún hingað í janúar 2020 í skiptinám í Jafnréttisskóla Há- skóla Íslands. Hér dvaldist hún í hálft ár. Talibanar komust í öll gögn Eiginmaður Zeba, Khairullah, er einnig há- menntaður en hann lærði stærðfræði í Kabúl og fékk síðan vinnu hjá afgönskum stjórnvöld- um. Síðar fékk hann námsstyrk og lauk þá MBA-prófi í Indlandi. „Ég kom aftur til Afganistan 2017 og hóf störf hjá Amnesty International og þaðan fór ég í ráðuneyti kvennamála og vann sem forrit- ari. Þar hef ég unnið í tvö ár. Við Zeba kynnt- umst í ráðuneytinu og höfum verið saman í næstum tvö ár og erum gift með lítið barn,“ segir Khairullah og segist hafa samhliða vinnu sinni fyrir kvennamálaráðuneytið unnið á skrif- stofu forsetans og þar var hann einmitt við störf þegar talíbanar tóku yfir landið. „Af því að hann vann á skrifstofu forsetans var líf hans í hættu. Talíbanar vilja ná til allra sem þar störfuðu,“ segir Zeba. „Sumir af vinnufélögum hans fengu símtöl frá talíbönum þar sem þeim var hótað öllu illu ef þeir yfirgæfu Kabúl. Við höfðum miklar áhyggjur og skiptum því stanslaust um við- verustað því talíbanar komust í öll gögn þarna og höfðu heimilsföng allra starfsmanna,“ segir Zeba og Khairullah bætir við að talíbanar hafi verið fljótir að komast yfir alla gagnagrunna skrifstofu forsetans. „Þarna voru upplýsingar um alla sem unnið hafa með erlendum ríkjum, fingraför og ann- að, og nú eru þeir að leita að þessu fólki. Tveimur dögum eftir að þeir tóku yfir sáum við að við værum ekki óhult þar sem við vorum því þeir höfðu nú allar upplýsingar um okkur. Það var mikil stress í gangi og við fluttum til mömmu hennar og planið var að færa okkur sí- fellt á milli ættingja,“ segir hann. Bankarnir eru tómir Hjónin segja að þau hafi vitað að talíbanar myndu ná völdum þegar herir NATO og Bandaríkjanna færu úr landi en að þau hafi haldið að þau hefði meiri tíma til að flýja. „Við héldum ekki að þetta myndi gerast svona hratt; við héldum að það tæki um hálft ár. En við vorum búin að ákveða að næðu talíb- anar Kabúl yrðum við að flytja í annað land en bjuggumst aldrei við að við þyrftum að fara nánast án fyrirvara. Þetta gerðist allt svo snöggt. Daginn sem talíbanar tóku yfir var ég bara á skrifstofu minni. Þegar ég fór úr vinnunni voru allir íbúar úti á götunum; fólk vissi ekkert hvað það ætti að gera eða hvert það ætti að fara. Það gekk enginn strætisvagn og það var ekki hægt að fara með bíl, þannig ég gekk í fimm tíma til að komast heim. Það voru allir hræddir,“ segir Khairullah. „Þennan dag fór ég í bankann til að taka út peninga en þar var enga peninga að fá. Fullt af fólki stóð í biðröðum við bankann. Ég er búin að vinna fimm eða sex ár og allt mitt sparifé er í banka. Og nú eiga bankarnir enga peninga. Aðeins örfáir náðu einhverjum aurum út. Ég Morgunblaðið/Ásdís Ég hélt hann væri dáinn Zeba Sultani og Khairullah Yosufi eru ung hjón frá Afganistan sem flúðu til Íslands í síðustu viku. Þau urðu að skilja drenginn sinn eftir aðeins tveggja mánaða gamlan en hann missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl. Hjónin þrá einungis að fá barnið til sín og hefja nýtt líf á Íslandi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Þeir hefðu drepið mig. Þeir voru byrj- aðir að ganga hús úr húsi að leita að fólki sem vann fyrir ríkisstjórnina og þá sérstaklega konum,“ segir Zeba Sultani.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.