Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Page 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.9. 2021
Á
rið er 2012. Sævar Þorkell Jensson, aldrei kallaður
annað en Keli, er kominn alla leið frá Keflavík til
heimsborgarinnar Lundúna til að sjá sinn mann,
Mick Taylor, sem í eina tíð var í The Rolling Sto-
nes, troða upp í blúsklúbbnum Under the Bridge.
Veglegar úrklippubækur tileinkaðar bandinu fræga á vísum
stað í skjóðu. Ekki stendur til að brenna af þessu dauðafæri til
að hitta goðið að máli og fá það til að árita bækurnar. Eitthvað
eru öryggisverðir á staðnum þó að lesa rangt í aðstæður; segja
útilokað að hann fái að hitta Taylor en þeir skuli koma úr-
klippubókunum til hans. Keli hefur enga trú á þeim gjörningi og
dregur sig tímabundið í hlé.
Ekki líður á löngu þangað til hann kemur auga á umboðs-
mann Taylors og gefur sig á tal við hann. Sá er álíka öfugsnúinn
og skilningsvana og öryggisverðirnir; áréttar að Taylor sé kom-
inn til að spila en ekki spjalla við aðdáendur. Okkar maður játar
sig á hinn bóginn ekki sigraðan; ber sig aumlega, sýnir umban-
um úrklippubækurnar og kveðst vera kominn með þær alla leið
frá Íslandi. Hittir þar loksins á mannlegan streng og umbinn
segir honum að bíða eitt augnablik. Hverfur snöggvast á braut
en snýr jafnharðan aftur og gefur Kela merki um að elta sig.
Hann megi þó ekki segja nokkrum manni frá þessu, hvorki lif-
andi né dauðum. Hjartað hamast ótt og títt í brjósti ferðalangs-
ins – hann er að fara að hitta sjálfan Mick Taylor.
Goðið tekur okkar manni vel, eins og öll alvöru goð gera, flett-
ir úrklippubókunum og þeir eiga saman notalega stund í bún-
ingsherbergi gítarleikarans. Taylor hleypir þó brúnum þegar
Keli klæðir sig óvænt í hvíta hanska og dregur forláta blek-
penna upp úr öskju.
„Hvað ertu nú að gera?“ spyr Taylor undrandi.
„Ég keypti þennan penna sérstaklega fyrir þetta tilefni og ef
þú áritar bækurnar fyrir mig og leggur pennann að því búnu
aftur í öskjuna þá á ég fingraförin þín líka,“ svarar Keli – án
þess að blikna.
„Jahérna,“ segir Taylor. „Ég hef nú hitt þá marga klikkaða
gegnum tíðina en þú ert sá allra klikkaðasti!“
Þeir springa báðir úr hlátri.
Taylor kveður með þeim orðum að hann voni að ferðalagið
hafi verið þess virði. Þess virði? Maður lifandi. Þess virði?!!
Enda þótt Taylor myndi aðeins leika Allt í grænum sjó heila
kvöldið kæmi það ekki að sök. Áratuga gamall draumur hefur
ræst.
Stones-tungan á þakinu
Húsið hans Kela er auðfundið í Keflavík enda hvílir Rolling Sto-
nes-tungan fræga í makindum á þakinu. Þegar Keli keypti húsið
fékk hann þá geggjuðu hugmynd að koma henni þar fyrir en
eiginkona hans, hin ástralska Julie Maree Price, mátti ekki
heyra á það minnst. „Hún hefur haft mikla þolinmæði gagnvart
þessari Stones-áráttu minni gegnum árin en einhvers staðar
þarf víst að draga mörkin,“ segir Keli kankvís.
Síðan misstu hjónin atburðarásina úr höndum sér; okkar
maður varð fimmtugur og vinir hans fóru að brjóta heilann um
það hvað væri best að gefa honum. Og, jú, jú, hvers vegna ekki
að skella tungunni á þakið? Og það var gert meðan Keli var að
heiman en Julie svaf svefni hinna réttlátu inni í húsinu. „Hún
hélt að hávaðinn væri í öskubílnum,“ upplýsir Keli. Og tungan
fékk að vera – enda hendir maður ekki fimmtugsafmælisgjöfum.
Sé Stones-bragur á húsinu að utan þá ættuð þið að koma inn.
Nær væri að tala um hof en heimili; munir, ljósmyndir, málverk,
bækur, plötur og plötuspilari tileinkað kempunum í The Rolling
Stones. Bara nefnið það. Keli leiðir mig niður í afdrep sitt í kjall-
ara hússins og þar er heldur bætt í, frekar en hitt. Veggirnir
duga hvergi og þá er bara að virkja loftið. Þarna er líka að finna
myndir af ýmsum öðrum, inn á milli má sjá kunnugleg íslensk
andlit – Bubba, Hljóma, Helga Björns, Jónas Sig og hvað þeir
allir heita. Svo er Katrín Jakobsdóttir þarna í öndvegi. Altso
mynd af henni. „Ég er ekki vinstri-grænn,“ upplýsir Keli, „en ég
kann að meta hana sem stjórnmálamann og manneskju. Hún
stendur sig vel.“
Hélt að hann væri að fá slag
Þarna er líka ljósmynd af Kela og Mick Taylor frá fundinum
fræga og penninn góði innrammaður í gleri. Enginn fær að
snerta hann. Á næsta vegg er okkar maður svo með öðrum fyrr-
verandi Stonesara, Bill Wyman. „Já, já, ég hitti Billy líka,“
greinir Keli frá. „Þá var ég stressaður, maður. Skalf allur og
„Þú ert sá allra klikkaðasti!“
Sævar Þorkell Jensson í Keflavík er safnari af Guðs náð. Dægurtónlist er hans ær og kýr og hann hefur komið sér
upp gríðarlegu safni af öllu mögulegu sem tengist henni á ríflega hálfri öld. Þar á meðal eru á fjórða hundrað
úrklippubækur sem hann hefur ferðast með vítt og breitt um heiminn til að fá listamennina til að árita. Margir
eru í uppáhaldi en ekkert stendur þó hjarta hans nær en gömlu brýnin í The Rolling Stones.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Sævar Þorkell Jensson,
Keli, í sínu allra heilagasta
og með hanskana góðu
sem hann notaði til að næla
í fingraför Micks Taylors.
5