Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Qupperneq 14
nötraði. Hann róaði hins vegar taugarnar; benti mér á að þetta
væri nú ekki svona mikið mál.“
Hann hlær.
Af öðrum merkum rokkurum sem Keli hefur hitt í eigin per-
sónu má nefna Alvin Lee úr Ten Years After, Ray Davies úr
Kinks og John Mayall. Lee heitinn var í sérstöku uppáhaldi og
þegar Keli sá hann í fyrsta skipti spila í Royal Albert Hall í
Lundúnum fór um hann slíkur sælustraumur, þegar goðið hlóð
í fyrsta riffið, að Julie hélt að hann væri að fá slag og kveðja.
Keli og Julie kynntust vestur á fjörðum fyrir bráðum fjörutíu
árum. Hann var þar verkstjóri í frystihúsi í fjögur ár en bjó þar
samtals í níu ár, fjóra mánuði og 22 klukkustundir og Julie kom
þangað með vinkonu sinni til að vinna í fiski. Hafði þá verið á
ferðalagi um heiminn í tvö ár. Úr varð að hún settist hér að.
Keli og Julie eiga ekki börn saman en hann á tvíbura úr fyrra
sambandi, Hans og Jens, sem búsettir eru í Reykjavík. Barna-
börnin eru sex í það heila og kveðst Keli vera rosalega stoltur af
þeim öllum.
Fékk bítlið beint í æð
Keli fæddist í Keflavík árið 1955, langyngstur fjögurra systkina
en hin þrjú eru nú öll látin. Hann sogaðist að vonum, eins og öll
hans kynslóð, inn í bítlið sem gengið hafði á land þar syðra.
Þegar Hljómar töldu fyrst í var Keli ekki nógu gamall til að
sækja tónleika en minnist þess að hafa komið sér makindalega
fyrir utan við Krossinn, braggann þar sem þeir efndu fyrst til
dansleikja. „Ætli ég hafi ekki séð þá fyrst 17. júní, man ekki
hvaða ár, en Kalli Hermanns var að syngja,“ segir hann.
Magnús Kjartansson, síðar landsþekktur tónlistarmaður,
kenndi Kela í barnaskóla og ekki dró úr tónlistaráhuganum við
það. Þá kunni enskukennarinn hans í gaggó, Tómas að nafni,
ráð til að virkja sitt fólk til góðra verka; lét bekkinn þýða text-
ana á meistaraverki Trúbrots, Lifun. „Það kveikti aldeilis í lið-
inu en ég var í hálfgerðum villingabekk.“
Keli byrjaði ekki að smakka áfengi fyrr en eftir tvítugt og
fram að því fór allur eyrinn sem hann vann sér inn í kaup á plöt-
um. Safn hans er mikið vöxtum, bæði á vínyl og geislaplötum.
Keli kveðst ekki hlusta mikið á veitur eins og Spotify enda vilji
hann hafa sínar plötur í höndunum. Uppi varð fótur og fit þegar
þau Julie fengu sér síðast nýjan bíl enda þurftu þau að skila
honum um leið.
„Hvers vegna í ósköpunum?“ spurði bílasalinn. „Er eitthvað
að?“
„Er eitthvað að?“ spurði Keli hvumsa á móti. „Það er enginn
geislaspilari í bílnum.“
Þegar búið var að bjóða hjónin velkomin á 21. öldina var þeim
kennt að nota stafrænu græjurnar í bílnum, þannig að þau gátu
haldið honum.
Í útvarpinu heyrði lag
Snemma kom í ljós að það býr safnari í Kela. Meira að segja
ástríðusafnari. „Ég fór ungur að fara í bíó, á Roy Rogers og þá
kappa, og áður en ég vissi var ég kominn með þrjá fulla Ó.
Johnson & Kaaber-kassa – þú manst eftir þeim? Þeir voru ekki
litlir – yfirfulla af prógrömmum. Síðan fékk ég leiða á þeim og
henti en bað pabba í staðinn að gefa mér úrklippubók. Það var
allt látið eftir mér, örverpinu. Eftir það varð ekki aftur snúið.“
Hann var þá nýbúinn að heyra lag í útvarpinu með breskri
hljómsveit að nafni The Rolling Stones, Route 66, og heillaðist
upp úr skónum.
Well, if you ever plan to motor west
Try take my way
That’s the highway
That’s the best
Get your kicks on Route 66
Nema hvað?
Fjölskylduvinur uppi á Keflavíkurflugvelli útvegaði honum
svo fyrstu breiðskífuna. Eftir það streymdu þær í hús.
Það er því engin tilviljun að í elstu úrklippubókinni, sem við
flettum í sameiningu, sé miklu rými varið undir Stones. Með því
allra fyrsta eru frásagnir af útför Brians Jones úr íslenskum
blöðum. Hann lést 1969, árið sem Keli fermdist.
Keli er ekki mikill Bítlamaður en fylgdist vel með sólóferlum
bæði Johns Lennons og George Harrisons síðar.
Hljómar voru kóngarnir hérna heima og Keli safnaði að von-
um öllu efni um þá sem hann mögulega gat komist yfir. Síðar
kynntist hann þeim vel, ekki síst Gunnari Þórðarsyni og Rúnari
Júlíussyni, en hann leigði um þriggja ára skeið hjá þeim síðar-
nefnda á Skólaveginum í Keflavík. „Við Rúni áttum margar
góðar stundir saman, ekki síst þegar ég leigði hjá honum.
Yndislegur maður sem vildi öllum vel.“
Keli er maður afleggjaranna og eftir að Rúnar stofnaði
hljómplötuútgáfuna Geimstein fór hann að safna öllu sem
tengdist henni. Eins fylgdi hann þeim Gunnari eftir með öðrum
böndum, Trúbroti, Ríó tríóinu, Ðe Lónlí Blú Bojs og öllum hin-
um. Þá safnar hann ýmsu tengdu íslenskum bræðrum sínum í
Stones; svo sem greinum Ólafs Helga Kjartanssonar um bandið
og ljósmyndum af Sveppa, þar sem hann er í Stones-bol. „Báðir
eru þessir menn góðir vinir mínir enda með tónlistarsmekk í
lagi.“
Orðnar 357 talsins
Keli hefur haldið áfram að safna úrklippum fram á þennan dag
og eru bækurnar, flestar í formatinu A3, orðnar 357 talsins. Þar
af eru 50 bækur um fótbolta í Keflavík, hitt áhugamálið hans
Kela, en hann sat um tíma í stjórn knattspyrnudeildar ÍBK.
Hann er líka grjótharður Manchester United-maður en safnar
ekki efni sem tengist því ágæta félagi. Við ræðum aðeins um
heimkomu Cristianos Ronaldos og Keli ljómar allur. Ætli megi
ekki líkja þeim gjörningi við það að Mick Jones sneri aftur í The
Rolling Stones.
Það eru ekki bara gömlu brýnin sem rata inn á síðurnar hjá
Kela, yngri listamenn á borð við Kaleo, Of Monsters and Men,
Baggalútur, Bríet og GDRN eru þar líka, svo einhverjir séu
nefndir.
Allt á þetta fólk það sameiginlegt að taka Kela vel þegar
hann leitar til þess til að fá bækurnar áritaðar. „Kaleo náði mér
strax með Vori í Vaglaskógi. Þegar ég hringdi í þá fyrir nokkr-
um árum og kynnti mig voru þeir einmitt að „sándtékka“ fyrir
tónleika í Gamla bíói og báðu mig bara að koma í hvelli. Þeir
tóku mér opnum örmum og finnst alveg geggjað að svona gam-
all karl eins og ég sé að safna úrklippum um þá. Sama má segja
um fleiri; Baggalútarnir voru til dæmis alveg dolfallnir þegar
ég sýndi þeim bækurnar í fyrsta skipti. Það gefur mér mikið
þegar listamennirnir sjálfir vilja fletta bókunum og rekast jafn-
vel á eitthvað sem þeir hafa aldrei séð áður.“
Keli kveðst líka hafa heillast strax af Of Monsters and Men.
„Ég þekki Leif, pabba Brynjars gítarleikara, vel og þegar ég
sagðist vera á leið til Ástralíu í byrjun árs 2020 sagði hann mér
að sveitin væri með tónleika þar á sama tíma. Eins og þyrfti að
segja mér það! Ég var löngu búinn að kaupa miða. Leifur redd-
aði okkur hins vegar baksviðspassa og bróðir Julie, sem var
með okkur, kom ekki upp orði. Að fá að hitta Of Monsters and
Men í eigin persónu. Þetta voru eftirminnilegir tónleikar og ég
hef sjaldan orðið eins stoltur á ævinni sem Íslendingur og þeg-
ar allir í salnum tóku undir með bandinu – kunnu hvert einasta
orð. Það átta sig ekki allir hérna heima á því hvað Of Monsters
and Men er vinsæl úti í heimi. Eins Kaleo.“
Forsetahjónin árituðu
Keli á að vonum vont með að gera upp á milli listamanna hér
heima en af eldri kynslóðinni eiga Maggi Kjartans, Rúni Júl. og
Gunni Þórðar drjúga hlutdeild í hans hjarta. Bubbi Morthens
er einnig kær vinur og Helgi Björns, sem hann kynntist þegar
hann bjó vestur á fjörðum. Af yngri mönnum heldur hann mest
upp á Jónas Sig. og Stefán Jakobsson. „Það eru alltaf fagn-
aðarfundir þegar ég hitti þessa menn enda er okkur vel til vina.
Þeir hafa líka kennt mér sitthvað; Helgi Björns kenndi mér til
dæmis að líta út fyrir að vera „slimmari“ á myndum en eins og
þú sérð þá er ég heldur í stærri kantinum.“
Hann hlær.
Ótrúlegasta fólk hefur áritað bækurnar fyrir Kela, til að
mynda Sinfóníuhljómsveit Íslands eins og hún leggur sig eftir
að hafa flutt Lifun með Trúbroti um árið. Á fimmtugsafmælis-
tónleikum Bubba í Laugardalshöll leyfði afmælisbarnið Kela að
vera baksviðs og fá áritun frá öllum sem þar komu fram – og
okkar maður fékk sjálf forsetahjónin, Ólaf Ragnar Grímsson og
Dorrit Moussaieff, í kaupbæti en þau stungu við stafni eftir
giggið til að heilsa upp á Bubbann.
Keli fer vel og vandlega yfir íslensku blöðin á hverjum degi, í
leit að efni, en auk þess er hann áskrifandi að erlendum fag-
tímaritum eins og Rolling Stone, Mojo og Rock. Þar er sitthvað
um íslenska poppara að finna; mest Björk, Kaleo og Of Mon-
sters and Men. En einnig John Grant sem býr sem kunnugt er
hér á landi. Þegar Keli er að vinna í Stones hlustar hann á Sto-
Málverk af Rollingunum á ganginum heima hjá
Kela eftir Stefán Jónsson listamann í Keflavík.
Keli safnar líka óróum, eins og sjá má.
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.9. 2021