Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.9. 2021 Elsku Meyjan mín, í staðinn fyrir að finnast þú vera stressuð skaltu nota orðið spennt. Þú ert nefnilega að spenna lífsbogann og hittir á hárréttan stað. Núna er tími til að taka áhættu, stíga út fyrir boxið. Því það hafa verið og eru búin að vera kaflaskil í þinni lífsbók. Það sem drepur kraftinn þinn og getur haldið heilsu þinni í vondum far- vegi er að hanga of mikið heima. Hentu þér út í hringiðu lífsins, prófaðu til dæmis að spila golf eða eitthvað sem þér hefur aldrei dottið í hug að gera áður. Þessi kraftur mun efla tilfinningar þínar, en dimma þær ef þú hreyfir þig ekki um fet. Þetta á ekki við um allar Meyjur, en það eina sem heftir þig er of mikið hangs heima. Þú ert að laða til þín peninga sem aldrei fyrr og það verður svo miklu auðveldara en þig grunar. Svo ertu líka búin að vera svo dugleg að taka til í lífsmynstrinu og að temja þig. Þú finnur hversu stolt þú ert af sjálfri þér, því að viðsnúningur verður hjá þér fyrir 15. september. Þú hefur sér- staklega mikið viðskiptavit og þessi mánuður gefur þér svo góð dæmi um það að það sem þú þráir gangi upp. Þú þarft að trúa á ástina, en hún er alltaf langhlaup svo gefðu henni stærra pláss og tíma í lífi þínu. Það er algengara en hjá öðrum stjörnumerkjum að margar Meyjur skilja við maka og hluti af því er vegna þess að Meyjan er svo sterkur karakter til þess að stjórna eigin lífi. Þinn hugur er svo opinn og auðveldlega muntu sjá lausnir á þeim vandamálum sem koma upp í lífi þínu. Þinn persónulegi þroski er líka að magnast upp, því þú hefur líka víðsýni og vilja til að afla þér þekkingar. Ef þú ert í vinnu sem gefur þér ekki neitt, nema ímyndað öryggi, þá þarftu að skoða að slíta því sambandi. Því það er verið að óska eftir þér annars staðar. Beint í mark MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER Elsku Sporðdrekinn minn, þar sem er vilji er vegur. Og með viljann að vopni og vitneskju um að þú getir tekist á við allt sem mætir þér verður leiðin auðveld. Þú finnur út hvernig þú getur haft ótrúlegasta fólk með þér í liði. Án þess að þú þaggir niður í þínum eigin skoðunum. Þú finnur hvað þú verður einbeittari og hugur þinn sér allt í skýrara ljósi. Þú hendir burt af lífs- vegi þínum smásmugulegu fólki sem gerir ekki annað en að japla á neikvæðni daginn út og daginn inn. Það er líka alltaf hollt að taka inn nýja vini og stækka tengslanetið sitt, því þá lærir þú meira og þú átt að gefa nýju fólki séns. Þú getur verið of einstrengingslegur og þrjóskur, svo skoðaðu sjálfur hvað þér finnst um mann- eskjuna og ekki láta álit annarra hafa áhrif á þitt val. Því það kallast að fordæma, eða það að dæma aðra fyrirfram. Þegar þú opnar fyrir þessa orku þá færðu svo mikla hjálp að þú munt ekki trúa því. Samvinna og auðmýkt hjálpar þér svo sannarlega áfram, því að margar hendur vinna létt verk. Ef þú gefur þér tíma og leyfir þér að geisla eins og þú svo sannarlega getur, þá eru næstu mánuðir sérstaklega hannaðir fyrir þig. Því að Venus, pláneta ástarinnar, er þín og næstu tveir mánuðir mynda þennan sterka orkuhjúp í kringum þig. Þú getur orðið fyrir vonbrigðum, en þá er alheimsvitundin bara að vísa þér aðra leið, sem er betri. Þess vegna þarftu á köflum að sleppa alveg stjórninni og að treysta því að draumar þínir verði að veruleika, það er svarið. Það kemur sterkur og merkilegur kafli í lífi þínu þegar líða tekur á þennan mánuð og sá tími mun hafa áhrif á hvernig þú framkvæmir og gerir hlutina, hvort sem þú vilt það eða ekki. Ég dreg eina setningu úr spilunum mínum og þar stendur: „Þú færð allt sem þú vilt á silfurfati.“ Getur tekist á við allt SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER Elsku Steingeitin mín, það er alveg hægt að segja þú gangir hinn gullna meðal- veg, þó það sé alveg eins hægt að segja að þú hafir orðið undarlegum aðstæðum að bráð. Þú hefur hjarta úr gulli en hefur átt erfitt með að treysta öðrum og þú sýnir ávallt mikið sjálfsöryggi hvort sem þú hefur það eður ei. Þú hefur það ríkt í hjarta þínu að heillast af mörgu sem getur boðið hættunni heim, hvort sem það eru íþróttir eða að ögra lífinu eða aðstæðum. Þú ert kletturinn í lífi svo margra, en hver er kletturinn þinn? Skrifaðu niður þrjú eða fjögur nöfn sem koma upp í huga þinn, það er þitt fólk. Og svo ert þú líka þinn eigin klettur því þú pískar þig áfram sama hvað á dynur. Þú átt erfitt með að ljúga, en gerir það vel ef þú þarft nauðsynlega. Þú hefur einstaka orku til þess að sannfæra aðra um þinn sannleika. Þú átt eftir að vera á réttum stað og á réttum tíma og enginn er eins fær um að halda sér gangandi og stundum er ekki einu sinni eins og þú þurfir að hlaða batteríin, sem gerir þig nánast ómennska. Og þegar þú leyfir þér leti, sem er líka sexý, þá finnur þú út hver getur komið með matinn til þín, eða reddað bílnum þínum. Því þú hefur kænsku til þess að geta stjórnað og allir vilja ein- hvern veginn redda þér. Á móti gefurðu allt sem þú getur fyrir vini þína og fjölskyldu. Það er ríkt í þér að finna sann- leikann, en ekki leita að honum því þú færð að vita allt sem þig vantar að vita þegar sá tími kem- ur. Þú ræðst í verkefni eða einhverja starfsemi sem snýr að því að hjálpa fólki. Og þar er svo sannarlega metnaður þinn sterkastur, því að óréttlæti er eitur í þínum beinum. Steinninn þinn er granít og það er skemmtilegt að segja frá því að hans tákn stendur fyrir stöðugleika og sannleika. Hjarta úr gulli STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku Vogin mín, þinn kraftur og einlægni geta espað upp mann og annan. Og það er svo sannarlega erfitt að þagga niður í Voginni. Þú hefur alveg ofsalega góð spil á hendi og átt eftir að taka þinn tíma og hugsa vel og vandlega hvernig þú ætlar að vinna leikinn. Þú átt það samt til að ofhugsa og það getur haft áhrif á það hvort þú hvílist rétt. Og það er það eina sem þú þarft að láta vera í fyrirrúmi þennan mánuðinn. Í því samhengi verðurðu líka að skoða vel hvaða matvæli eða drykkir valda þér óþægindum. Því það getur rifið niður orkuna þína og þú veist ekkert leiðinlegra en að vera orkulaus. Þetta er eina hindrunin sem getur orðið til þess að hlutirnir gangi ekki eins hratt fyrir sig og þau markmið sem þú hefur sett þér. Það er líka mikilvægt, hvort sem það er tengt vinahópi eða fjölskyldu, að þú sért leiðandi kraft- ur, því að þú ert frumkvöðull. Notaðu bara þína fínu prúðmennsku og fallegu skynsemi til þess að gera það sem þarf á hinn réttasta máta, í því felst sigurinn sem ég var að tala um. Þið eruð svo miklir ástarenglar og svo hrifnæm, en samt ekki fljúga þangað sem þið getið brennt ykkur. Alls ekki leika ykkur að eldinum, því þú veist nákvæmlega hvað er rétt. Það hefur verið sígandi lukka yfir þér í sambandi við peninga og aðra veraldlega hluti. Og sígandi lukka er alltaf best, því hún er meira stabíl. Þú færð tilboð eða gerir tilboð í þessu sambandi, og þar af leið- andi tryggir þú undirstöður þínar. Og þegar því er lokið geturðu leyft þér að leika þér, því til þess eins fæddist þú á þessa jörð, að upplifa lífið. Brúðarstjarna er blómið þitt og táknar hún það að vera metnaðarfullur og með metnaði gerast meiriháttar hlutir. Með góð spil á hendi VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Elsku Bogmaðurinn minn, það er svo sannarlega hægt að segja að þetta ár hafi verið merkilegt hjá þér. Og ótrúlega margt verið að gerast þrátt fyrir ástandið í alheiminum. Þú ert svo mikill vinnumaður og það er jú oft sagt að vinnan göfgi manninn. Kannski er það þess vegna sem mér finnst ég alltaf vera að hitta Bogmenn, þeir eru bara alstaðar. Og ég er viss um að það eru fleiri Bogmenn fæddir hér á Íslandi en í nokkru öðru merki, eða kannski eruð þið bara svo heillandi að ég tek betur eftir ykkur en öðrum. Þú ert svo skapsterkur, en ekki skapvondur og það er svo mikilvægt fyrir þig að fá útrás. Ann- ars safnarðu upp reiðinni og þá gýstu eins og Vesúvíus, og það fer svo í taugarnar á þér. Ekki gefa dramanu að borða og útilokaðu það eins og þú mögulega getur. En það er bara undantekningin sem sannar regluna að þið séuð með eitthvert drama. Þar sem þú þolir ekki að festast í sömu sporunum, þá skaltu ekki gagnrýna sjálfan þig þótt þú viljir breytingar. Því stöðn- un er eitur í þínum beinum og hún fær þig til að fara hægar í þessu frábæra ferðalagi sem er núna. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þig að skrifa það niður eða að setja þér fyrir verkefni um það sem þú vilt að gerist á næstu mánuðum, því þú elskar það að hlakka til. Það sem skiptir líka máli er að þú getir séð þér fært að gefa þér einhver verðlaun fyrir það sem þú ætlar að taka þér fyrir hend- ur. Því í þér býr svo mikil keppnispersóna og þú fyllist svo miklum eldmóði þegar þú setur þér markmið. Og þó að eitthvað af þessu verði ekki að veruleika, þá skiptir það engu máli því að með þessu hefurðu fyllt á bensíntankinn þinn. Túrkís er steinninn þinn sem táknar ást og velgengni og sá tími er að banka. Ég dreg eitt spil til þín með þessari setningu: „Örlögin benda eina leið, fram- tíðin er frábær, jafn skemmtileg og Skólavörðustígurinn.“ Á frábæru ferðalagi BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER Elsku Vatnsberinn minn, mikið áttu eftir að upplifa ótrúlegustu aðstæður sem eru allar komnar til þess að gera þig sterkari. Það getur stuðað þig aðeins að þú sért ekki 100% viss um að þú sért ekki að gera rétt. En þú átt aldrei að vera hundrað prósent viss um neitt, heldur áttu að fylgja tilfinningunni. Þegar þú færð góða tilfinningu fyrir því sem þú hefur fyrir stafni ertu á góðri leið. Þegar þér líður eins og þú sért með heila blokk á bakinu er það svo sannarlega ekki það sem þú átt að gera. Það er misjafnt hversu miklu maður þarf að fórna til að halda á öðrum, og það fer þér ekki að vera fórnarlamb. Í hvert skipti sem þú vaknar færðu nýtt líf og nýja möguleika. En það er alltaf afstaða þín til vandamálanna sem getur teppt huga þinn, ekki vandamálin sjálf. Þér verður boðið upp á margt sem tengist fjölbreytileika þennan mánuðinn. Gefðu þér tíma til þess að taka þátt í því og notaðu falleg orð um tímann þinn. Ekki segja að þú eyðir tím- anum eða að þú hafir aldrei tíma, því orð eru álög. Ástin er þér svo mikilvæg þér, svo varðveittu hana. Og andlega hliðin þín fyllist af þeirri næringu sem þú þarft til þess að halda áfram teinréttur í baki. Með gleðina í annarri hendi og ástina í hinni. Og skoðaðu þá vel þína tilfinningu, hvað er gleði og hvað er ást? Því þá gerist allt í réttri röð og allt andstreymi gerir þig sterkari. Þess vegna er svo mikilvægt að þakka líka fyrir það sem hefur verið erfitt, til þess að þú losir þig frá því. Ef þú undirbýrð þig vel og skiptir niður verkum, þá stoppar þig enginn. Það eru merk tímamót hjá þér í kringum 20. september og þú ert undir töfrandi blessun frá alheimsvitund- inni. Varðveittu ástina VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR September

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.