Morgunblaðið - 01.10.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
VINNINGASKRÁ
50 7881 19288 30986 42064 55428 64096 74192
443 8472 20008 31241 42592 55449 65066 74326
469 8858 20082 31413 44054 55451 65373 74416
881 8944 20332 32303 44225 55584 65514 74474
988 9595 20462 32807 44445 55606 65900 74573
1163 9642 20637 32871 44909 55953 65974 74639
1168 9707 20713 33040 45757 55983 66049 74812
1382 9773 21320 33110 45790 56031 66605 75116
1488 10168 21515 33497 46065 56366 66683 75249
1619 10617 22378 33500 46154 56464 66870 75252
1655 10675 22470 33581 46315 56513 67249 75538
2129 11081 22583 33681 46769 56853 67423 75640
2403 11834 22956 34067 47336 57060 67855 75652
2810 12141 23003 34200 48152 57075 68147 75886
3155 12390 23115 34485 48492 57185 68610 76067
3172 12631 23443 34590 48664 57848 68852 76313
3405 12666 24605 34897 48674 58375 68997 76758
3851 13299 24734 35125 48677 58628 69113 77098
4012 13301 25337 35567 49683 58672 69403 77356
4050 13980 25579 36012 50623 58704 69545 77929
4053 14038 25713 36075 51411 58831 70049 78358
4208 14613 25945 36492 51441 58945 70224 78559
4238 14893 26131 36653 51454 59647 70523 78633
4472 15067 26823 37221 51479 60087 70740 78685
4744 15166 26925 37261 51740 60618 70921 78809
4847 15476 27498 37337 52308 61052 71257 78857
5024 15792 27741 37345 52380 61126 71475 79055
5623 15927 27856 37672 52776 61733 71529 79506
5861 16225 28200 37801 52846 61831 71615 79601
6473 16278 28319 38003 54080 62062 72180 79746
6605 16673 28602 38367 54191 62119 72363 79889
7004 17158 28934 38423 54364 62125 72932
7023 17294 29350 38516 54747 62292 73344
7253 17308 30273 39218 55114 62679 73388
7491 17449 30459 40062 55216 62869 73503
7713 17626 30471 40991 55309 63184 73692
7844 17664 30681 41170 55368 63320 74018
79 9449 16852 25687 39319 48500 59493 69839
342 9589 16957 25861 40974 49175 61347 70780
1919 9717 17095 28235 41151 50073 62578 72646
1982 12302 17716 28304 41920 51463 62701 74749
2311 12745 18330 28536 42871 51862 64814 75168
4500 13276 19491 31771 42924 52001 65145 76361
4520 13849 19610 31986 43162 52257 65190 76554
4865 14199 19714 33401 43619 52326 65826 77393
4913 15349 20556 33446 44255 52850 65924 79128
5208 15945 20832 34601 44462 54768 66502
5615 16096 24579 35030 45422 55812 66787
5673 16216 25006 35810 45514 56879 67646
7154 16696 25009 36194 46946 58816 68675
Næstu útdrættir fara fram 7., 14., 21., & 28. október 2021
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
15940 19376 21256 33081 62244
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
6327 17709 34269 47290 54413 62915
10371 19843 41706 48571 57454 68076
13510 22025 42405 48956 58610 68208
16924 31816 46757 49353 62802 79335
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
3 7 1 0
22. útdráttur 30. september 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Lögreglumaðurinn Wayne Cou-
zens var í gær dæmdur í lífstíð-
arfangelsi fyrir að hafa rænt,
nauðgað og myrt Söruh Everard.
Málið hefur vakið gríðarlega reiði
og athygli á kynbundnu ofbeldi í
Bretlandi.
Couzens handtók Everard í
suðurhluta Lundúnaborgar í mars
síðastliðnum undir því yfirskini að
hún hefði brotið sóttvarnareglur
vegna kórónuveirufaraldursins.
Keyrði hann svo með hana til
strjálbýls svæðis í Kent í suðaust-
urhluta Englands, þar sem hann
nauðgaði henni, kyrkti og brenndi
lík hennar.
Sagði Adrian Fulford, dómari
málsins, að misbeiting Couzens á
stöðu sinni sem lögreglumaður
kallaði á þyngstu mögulegu refs-
ingu sem bresk lög gera ráð fyrir,
en Couzens mun aldrei eiga kost á
reynslulausn. Sagði Fulford í
dómsorðum sínum að brot Couzens
hefðu verið grimmileg og að jafna
mætti alvarleika málsins við
hryðjuverk.
Áfellisdómur yfir lögreglu
Kallað hefur verið eftir afsögn
Cressidu Dick, lögreglustjóra
Lundúnalögreglunnar, vegna máls-
ins. Sagði hún í gær að Couzens,
sem starfaði við að gæta öryggis
erlendra sendiráða, hefði orðið lög-
reglunni allri til skammar. „Gjörð-
ir hans voru stórfelld svik við allt
sem lögreglustarf gengur út á,“
sagði Dick og bætti við að málið
hefði rofið það traust sem þyrfti að
ríkja á milli lögreglunnar og al-
mennings. Hét hún því að Lund-
únalögreglan myndi draga lærdóm
af málinu. Boris Johnson forsætis-
ráðherra, sagði að sér byði við
glæpum Couzens og boðaði að-
gerðir til þess að auka öryggi al-
mennings.
Mótmælendur fyrir utan
dómshúsið í Lundúnum sögðu hins
vegar að lögreglan hefði „blóð á
höndum sér“, en fyrr á árinu kom
meðal annars upp mál þar sem
rannsóknarlögreglumenn voru sak-
aðir um að hafa ekki tekið hvarf
tveggja blökkukvenna alvarlega.
Fjölskylda Everard fagnaði
dóminum og sagði í yfirlýsingu
sinni að heimurinn væri öruggari
með Couzens á bak við lás og slá.
AFP
Dómur Mótmælendur létu skoðun
sína í ljós fyrir utan dómshúsið.
Lögreglumaðurinn
í lífstíðarfangelsi
- Wayne Couzens dæmdur fyrir mannrán, nauðgun og morð
á Söruh Everard - Traust rofið milli lögreglu og almennings
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakk-
landsforseti, var í gær dæmdur til
eins árs fangelsisvistar fyrir að hafa
brotið lög um fjármögnun kosninga-
baráttu sinnar árið 2012, en þá sótt-
ist hann eftir endurkjöri.
Samkvæmt úrskurði dómsins er
ekki ætlast til þess að Sarkozy fari í
fangelsi til að afplána dóminn heldur
verður honum gert kleift að sitja í
stofufangelsi á heimili sínu með
ökklaband til að tryggja að hann yf-
irgefi það ekki.
Dómurinn er sagður áfall fyrir
Sarkozy, en hann var í mars dæmdur
í þriggja ára fangelsi í spillingarmáli,
þar sem honum var gefið að sök að
hafa reynt að múta dómara með því
að heita honum fínu starfi annars
staðar. Var Sarkozy gert að afplána
eitt ár af dómnum, en málið bíður
enn áfrýjunar.
Sarkozy var
ekki viðstaddur
uppkvaðningu
dómsins, en
Thierry Herzog,
verjandi hans,
sagði að Sarkozy
hygðist áfrýja
honum líkt og
fyrra málinu.
Forsetinn fyrr-
verandi var fund-
inn sekur um að hafa eytt 42,8 millj-
ónum evra í kosningabaráttu sína, en
það er nærri tvöfalt það fjármagn
sem frönsk lög heimila að varið sé til
kosningabaráttu af þessu tagi. Sagði
í dómnum að Sarkozy hefði viljandi
látið farast fyrir að fylgjast með fjár-
útlátum framboðsins, og fullnýtti
dómari málsins þann refsiramma
sem hann hafði fyrir brot hans.
Sarkozy bauð sig fram til endur-
kjörs árið 2012 gegn Francois Hol-
lande, frambjóðanda sósíalista, en
Hollande varð hlutskarpari eftir
aðra umferð kosninganna.
Sarkozy hélt fundaherferð um allt
Frakkland sem minnti á kosninga-
viðburði bandarískra forsetafram-
bjóðenda, og fór kostnaðurinn við
viðburðina úr böndunum.
Almannatengslafyrirtækið Byg-
malion, sem sá um fundina, kom á fót
kerfi til þess að fela raunverulegan
kostnað við þá. Sarkozy hélt því fram
við réttarhöldin að hann hefði ekki
haft neina vitneskju um þetta fram-
ferði Bygmalion. Dómari málsins
sagði þó óyggjandi að Sarkozy hefði
hagnast á því. Þrettán aðrir voru
ákærðir í málinu og fengu þeir skil-
orðsbundna fangelsisdóma í allt að
þrjú og hálft ár.
Sarkozy dæmdur á ný
- Forsetinn sagður hafa brotið kosningalög - Getur af-
plánað dóminn með ökklabandi - Hyggst áfrýja dómnum
Nicolas
Sarkozy
Sérsveitarmenn í Ekvador sjást hér beita logsuðutæki
á hurð í Guayaquil-fangelsinu, en þar hafði blossað upp
blóðugt stríð milli tveggja glæpagengja. Er áætlað að
minnst 116 fangar hafi látist og um 80 særst.
Guillermo Lasso, forseti Ekvador, sagði í gær að
átökin og mannfallið væru óheppileg, en her og lög-
regla umkringdu fangelsið í gær. Fangelsisátök eru al-
geng í landinu og hafa um 200 manns látist á þessu ári.
AFP
116 látnir í fangelsisátökum í Ekvador
Í frétt Morgunblaðsins á þriðjudag um eftirmál þýsku kosninganna var rang-
lega sagt að Peter Altmeier, Julia Klöckner og Annegret Kramp-Karren-
bauer hefðu ekki náð kjöri, en þau gegna öll ráðherraembættum fyrir Kristi-
lega demókrata, og eru þungavigtarmenn í flokknum.
Hið rétta er að þau náðu ekki kjöri sem kjördæmakjörnir þingmenn, en 299
þingsæti af 735 tilheyra einmenningskjördæmum. Þau náðu hins vegar öll
kjöri á þingið sem fulltrúar Kristilegra demókrata í listakjöri í sam-
bandslöndum sínum.
LEIÐRÉTT
Þremenningarnir náðu kjöri í listakosningu