Morgunblaðið - 01.10.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
✝
Eyþór Már
Hilmarsson
fæddist 10. júní
1972 í Reykjavík.
Hann lést 2. sept-
ember 2021 á
krabbameinsdeild
sjúkrahússins í
Vesterås, Svíþjóð.
Foreldrar Eyþórs
eru Hilmar Sig-
urbjartsson, f.
22.9. 1952, d. 13.7.
2021, og María Anna Þor-
steinsdóttir, f. 1.11. 1954, gift
Rúnari Elberg Indriðasyni.
Systkini Eyþórs eru Jón Unn-
ar Hilmarsson, f. 17.1. 1979,
Atli Viðar Þorsteinsson, f. 1.9.
1983, og Katrín Edda Þor-
steinsdóttir, f. 8.5. 1989.
Eyþór ólst upp með móður
sinni og móðurfjölskyldu,
gekk í Melaskóla og Háteigs-
skóla. Hann dvaldi mörg sum-
ur hjá föður sínum í Gauta-
borg og konu hans Vilborgu
Jónsdóttur. Eyþór fór í
Menntaskólann við Hamrahlíð,
og sem skiptinemi til Chile. Í
framhaldi af Chiledvölinni fór
hann í reisu um Suður-
Ameríku. Eftir heimkomuna
menntir, tónlist og kvikmyndir
frá öllum heimshornum voru
hans áhugamál og páfagauk-
ar. Hann lærði júdó, safnaði
frímerkjum og útlenskum eld-
spýtustokkum og byrjaði
snemma að fylgjast með frétt-
um þegar hann bar út og seldi
Dagblaðið Vísi og vann sér inn
vasapening.
Í Gautaborg lagði hann
stund á félagsvísindi og
stjórnmálafræði og var vart til
það málefni sem hann var
ekki heima í og tilbúinn til að
rökræða. Erítrea, umhverf-
ismál, sósíaldemókratar, Nýja-
Sjáland, innflytjendur, trúar-
brögð. Fjölskyldan flutti frá
Gautaborg til Fagersta, smá-
bæjar í grennd við foreldra
Louise. Eyþór vann lengst af
sem stuðningsfulltrúi með
ólögráða ungmennum sem
villst höfðu af leið. Síðustu ár-
in jókst þörf hans til að koma
skoðunum sínum á framfæri
opinberlega. Hann fór þá að
skrifa pólitískar greinar í
sænsk dagblöð með hjálp Ölvu
dóttur sinnar í sænskri staf-
setningu og hafði mikla
ánægju af viðbrögðunum.
Þrátt fyrir öll sín áhugamál
var þó eitt mikilvægast og það
var fjölskyldan.
Útför Eyþórs fer fram í
dag, 1. október 2021, frá Vest-
anforskirkju í Fagersta, Sví-
þjóð.
bjó hann um hríð
hjá föður sínum á
Akureyri. Hann
fór fljótlega til
Gautaborgar, til
að vinna hjá Nor-
djobb, en ílentist
þar við nám og til-
fallandi störf.
Í Gautaborg
kynntist hann eig-
inkonu sinni til 25
ára, Louise Hel-
enu Granström, sem stundaði
þar nám í sálfræði. Hún er
einbirni, dóttir Davids og Evu
Granström, framhaldsskóla-
kennara í Fagersta. Þau giftu
sig sumarið 1995 og eignuðust
tvær dætur í Gautaborg: Ast-
rid Sóleyju, f. 17.8. 1996, sál-
fræðinema, og Ölvu Sig-
urbjörgu, f. 24.9. 1999,
bókmenntanema, báðar við
Uppsalaháskóla. Áður átti Ey-
þór Freju Rebekku, f. 24.5.
1994, læknanema í Lundi, með
Birgittu Franzén hjúkrunar-
fræðingi.
Áhugasvið Eyþórs var víð-
feðmt. Frá barnæsku var eitt
helsta áhugamál hans landa-
fræði og mannkynssaga. Bók-
„Mamma mín, fyrirgefðu að
ég skuli leggja þetta á þig.
Bólgan í kjálkanum er ekki
tannkýli eins og ég hélt, heldur
æxli, sjaldgæft æxli.“ Í síman-
um var sonur minn Eyþór að
hringja frá Svíþjóð í febrúar og
ég heyrði að hann var klökkur í
málrómnum. Viðbrögð mín,
móður hans, voru afneitun.
„Þetta verður allt í lagi, það
verður skorið burt, svo eru
komin fullkomin lyf og geislar.“
Ég barðist við að láta hann
ekki heyra hve skelkuð ég var.
Æxlið yrði tekið, haldið niðri,
færi burt. Þá svaraði Eyþór:
„En mamma, hví skyldi ég ekki
veikjast eins og hver annar?
Hví skyldi minni fjölskyldu
vera hlíft við sjúkdómum og
dauða frekar en öðrum? Ég hef
átt gott líf, heilbrigð börn, ynd-
islega konu, góða fjölskyldu og
vini.“ Við þessu átti ég ekkert
svar.
Í júlí lést Hilmar faðir Ey-
þórs í Ósló 69 ára gamall. Við
tók erfiður tími. Lyfjameðferðir
báru engan árangur og Eyþór
hafði miklar áhyggjur af útför
föður síns á Íslandi. Hann vildi
sjá um allt sjálfur en eins og
hann sagði: „Mennirnir ákveða
en guð ræður. Allt fer eins og
það á að fara.“ Útför Hilmars
fór fram 20.9. sl. og sá Jón
Unnar bróðir Eyþórs um að allt
færi fram eins og þeir feðgar
vildu. Þá var Eyþór látinn eftir
skyndilegt bakslag veikindanna
stuttu eftir að hafa kvatt jarð-
neskar leifar föður síns í
Fagersta. Louise lét okkur hér
heima vita að tíminn væri að
renna út og við flugum með
hasti til Stokkhólms. Eyþór
vissi að við vorum á leiðinni og
almættið gaf okkur tíma til að
kveðjast áður en hann gaf upp
öndina.
Nú er mér torvelt. Eyþór var
yndislegur sonur, faðir, eigin-
maður og bróðir. Þegar hann
fæddist var ég aðeins 17 ára
gömul. Það var eins og Eyþór
hefði verið sendur í heiminn til
að gleðja gamla fólkið. Allir
tóku honum fagnandi. Eyþór
átti mjög sérstakt samband við
gamla fólkið í fjölskyldunni
langt fram eftir aldri. Við heim-
sóttum oft Kristin, föðurafa
minn í Hafnarfirði, og Sigur-
björgu afasystur mína um helg-
ar.
Amma hans, Sóley, var 44
ára gömul þegar Eyþór kom í
heiminn. Eyþór sinnti henni af
einstakri hlýju og þolinmæði
fram á hennar síðasta dag. Hún
dvaldi á hverju ári hjá Eyþóri í
Svíþjóð og dó þar, enda vildi
hún hvergi annars staðar vera
en hjá þeim. Nærgætni og um-
hyggja gagnvart fjölskyldunni
einkenndi Eyþór. Hann talaði
alltaf vel um annað fólk og
gladdist einlæglega þegar vel
gekk hjá þeim sem hann
þekkti, sérstaklega systkinum
sínum og vinum. Allur hans frí-
tími fór í samveru með dætr-
unum að lesa, leika, spjalla og
spila.
Líf Eyþórs var stutt en fal-
legt og hann lætur eftir sig
minningar sem aldrei gleymast.
Ég bý ekki að hæfileikum
þeirra Egils Skalla-Grímssonar
og Hallgríms Péturssonar að
yrkja mig frá sorginni og til
sáttar við dauðann. Ég hef hins
vegar sjón og heyrn og vits-
muni til að njóta skáldskapar-
ins. Síðast en ekki síst skilur
Eyþór eftir sig þrjár yndislegar
dætur sem hver og ein ber með
sér bestu eiginleika föður síns.
Harmur þeirra og Louisu eig-
inkonu Eyþórs til 25 ára er
yfirþyrmandi. Megi allar góðar
vættir styrkja þær í sorg sinni.
Meira á www.mbl.is/andlat
Mamma.
Bróðir minn og fyrirmynd,
Eyþór Már Hilmarsson, mynd-
arlegasti, kærleiksríkasti og
fyndnasti meðlimur fjölskyld-
unnar, er látinn 49 ára að aldri.
Ein fyrsta minning mín er af
okkur tveimur sitjandi í tröpp-
unum á Vífilsgötu 11, þú ert að
segja mér að bráðum fáir þú
bílpróf, kaupir Volkswagen og
svo förum við í útilegu við tveir.
Stuttu síðar kvaddi ég þig á
Leifsstöð og þú flaugst til
Chile. Við kvöddumst allt of oft
yfir þennan alltof stutta tíma
sem við vorum báðir hér í lif-
andi lífi en þó að þú værir ein-
hvers staðar annars staðar á
jarðarkringlunni en ég varstu
alltaf eins og fjall í heimsmynd
minni.
Sama hvað gerðist þá vissi
ég alltaf af þér og þú af mér.
Nú er eins og einhver hafi fjar-
lægt Esjuna.
Ég vona að þú vitir hve mikil
áhrif þú hafðir á hvaða maður
ég er í dag. Endalaust alla daga
rek ég mig á eitthvað sem þú
kynntir mér eða fékkst mig til
að sjá í öðru ljósi. Áður var það
ánægjuleg áminning um að
heyra í þér, nú er það eins og
að stinga sig á þyrnum, en ég
veit að það mun gróa og aftur
verða að molum sem ég get átt
til minningar.
1996 sátum við í eldhúsinu í
Gautaborg og í útvarpinu byrj-
aði lag: Wannabe með Spice
Girls. „Þetta er eitthvað. Við
munum heyra meira í þessum
stelpum,“ sagðir þú.
„Nei,“ sagði ég, „þetta er
bara popp. One hit wonder.“
Ég fékk að heyra hversu rangt
ég hafði fyrir mér næstu árin.
Þessi klukkustund sem feng-
um á sjúkrahúsinu áður en þú
fórst var svo miskunnarlaus, ég
þurfti að segja þér svo margt
og það var svo margt sem við
þurftum að ræða. Ég kom
meira að segja með almennilegt
kaffi að heiman til að drekka á
pallinum ykkar í Fagersta á
meðan.
Dagarnir sem við vörðum á
heimili þínu, Louisu og stelpn-
anna, eftir að þú fórst, liðu eins
og langur dofinn dagur með
litlum lúrum inn á milli en á
einhvern hátt var þessi tími
samt fallegur. Það segir mikið
um þig að meira að segja dag-
inn sem þú fórst gat fjölskyldan
brosað í gegnum tárin og hugs-
að til alls grínsins, gleðinnar og
þrjóskunnar sem mótaði þig.
Að þú hafir skráð þig í sænsku
þjóðkirkjuna á miðvikudegi, dá-
ið á fimmtudegi og fengið stað-
festingarbréf á föstudegi um að
þú hefðir verið tekinn inn áður
en þú dóst, lýsir þér mjög vel.
Þú gafst af þér. Ég gat ekki
lagt fyrir þig spurningarnar
sem ég hafði, en á þessum sjö
dögum gat ég talað við stelp-
urnar og Louisu um allt það
sem mér lá á hjarta, og ég fann
að ég var að tala við þig og ég
er svo þakklátur fyrir það.
Fjölskyldugarðurinn sem þú
ræktaðir er svo gríðarlega
sterkur. Ég get bara óskað að
ég verði hálfur sá pabbi og eig-
inmaður sem þú varst.
Takk fyrir allt.
Tónlistina, tölvuleikina, sam-
tölin, rifrildin, hláturinn, kaffið,
bjórinn, kakóið, páfagaukana,
pólitíkina, bíómyndirnar, körfu-
boltann, uppvöfðu pizzurnar,
gersamlega ólæsilegu jólakort-
in, fjölskylduna.
Ég græt útileguna sem við
fórum aldrei í, núna sem tveir
fullorðnir karlar með bjór-
bumbu og æ þynnra hár, en
veit að þú verður alltaf með
okkur í stelpunum þínum og ég
skal glaður taka að mér að
tjalda með þeim.
Þinn bróðir, alltaf,
Atli Viðar Þorsteinsson.
Eyþór Már
Hilmarsson
Nú á að heita að unnið sé
eftir „sáttmála um samgöngur
á höfuðborgarsvæðinu“ og eru
helstu markmið sáttmálans
aukið umferðaröryggi og
greiðari samgöngur.
Næsta framkvæmd sátt-
málans verður líklega bygging
gatnamóta Arnarnesvegar og
Breiðholtsbrautar en skipulag
þessara gatnamóta er til frá
árinu 2003 sem hefðbundin
mislæg gatnamót og voru
þannig samþykkt af Skipu-
lagsstofnun í mati á umhverf-
isáhrifum. Reykjavíkurborg
hefur þó alla tíð síðan barist
gegn því að þarna verði byggð
mislæg gatnamót og þá helst
vegna nálægðar þeirra við
byggðina norðan Suðurfells.
Virðist nú vera að Reykjavík-
urborg hafi tekist að fá Vega-
gerðina og Kópavog til að
samþykkja breytingu frá
fyrra skipulagi og setja þarna
ljósastýrð gatnamót með brú
sem eru byggð nánast eins og
mislæg gatnamót. Helsti mun-
urinn er að í nýju ljósastýrðu
lausninni eru báðar hægri-
beygjur gatnamótanna látnar
fara um brúna og þannig í
gegnum ljósastýrðu gatna-
mótin. Og vegna
þessa verður um-
ferðin um brúna
u.þ.b. tvöfalt meiri
og þarf aðalramp-
urinn ásamt
brúnni að vera
fjórar akreinar í
staðinn fyrir tvær
og er erfitt að sjá
að slík breyting sé
til batnaðar fyrir
íbúana við Suð-
urfell.
Það ætti að vera
hlutverk Skipu-
lagsstofnunar að
gera athugasemdir og helst
stoppa svona breytingu sem
hefur það í för með sér að
fjölga slysum og auka eigna-
tjón fyrir utan að umferð-
artafir munu aukast vegna
ljósastýrðu gatnamótanna en
allt er þetta þvert á markmið
samgöngusáttmálans. Rétt er
að geta þess að Skipulags-
stofnun fékk það til úrskurðar
hvort breyting gatnamótanna
væri háð umhverfismati og
var það niðurstaða Skipulags-
stofnunar að svo væri ekki. Í
úrskurði sínum fjallar Skipu-
lagsstofnun aðallega um hljóð-
vist svæðisins og telur að
„samkvæmt framlögðum
gögnum“ leiði breytt gatna-
mót ekki til aukins ónæðis í
Fellahverfi. Telst það frekar
ótrúverðugt þar sem ramp-
urinn við Suðurfell
verður eins og áður
segir fjórar akrein-
ar og með tvöfalda
umferð miðað við
fyrra skipulag með
hefðbundnum mis-
lægum gatnamót-
um. Þá segir í nið-
urstöðum
Skipulagsstofn-
unar að „þessi
breyttu áform fela
í sér umfangsminni
umferðarmann-
virki, minna rask
og minna umfang af aðfluttu
efni en þau áform sem fjallað
var um áður í umhverfismati
framkvæmdarinnar“. Getur
það virkilega staðist að fjög-
urra akreina rampur og fjög-
urra akreina brú yfir Breið-
holtsbrautina séu
umfangsminni mannvirki en
tveggja akreina rampur og
brú ef þarna væru byggð mis-
læg gatnamót samkvæmt
fyrra skipulagi?
Undirritaður hefur nokkr-
um sinnum unnið við mat á
umhverfisáhrifum vegafram-
kvæmda og þá hefur umferð-
aröryggi fyrirhugaðs vegar
alltaf verið stærsta málið
ásamt umferðarrýmd veg-
arins. Því er spurt hvort
Skipulagsstofnun ætti ekki að
fjalla frekar um þau mál og
taka á því að umrædd breyt-
ing gatnamótanna kemur
mjög líklega til með að fjölga
slysum og auka eignatjón.
Auk þess er breytt útfærsla
gatnamótanna töluvert af-
kastaminni og umferðartafir
því meiri en í útfærslunni í
fyrra skipulagi.
Að lokum er spurt hvort
þær stofnanir sem aðallega
tengjast þessu máli, þ.e. Vega-
gerðin, Reykjavíkurborg,
Kópavogsbær og Skipulags-
stofnun, séu tilbúnar að axla
ábyrgð á þeim slysum og
eignatjóni sem þessar breyt-
ingar munu hafa í för með sér í
framtíðinni.
*
Þau leiðu mistök áttu sér
stað við birtingu þessarar
greinar í gær að rangar mynd-
ir birtust með henni. Morg-
unblaðið biðst velvirðingar á
mistökunum.
Skelfileg breyting
gatnamóta
Eftir Bjarna
Gunnarsson
» Það ætti að vera
hlutverk Skipu-
lagsstofnunar að
gera athugasemdir
og helst stoppa
svona breytingu.
Bjarni
Gunnarsson
Höfundur er umferðarverk-
fræðingur og lífeyristaki.
Fyrirhuguð fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut.
Mynd 6.1. Útfærsla vegamóta Arnarnesvegar og Breiðholts-
brautar miðað við framlagða tillögu (drög að tillögu, Efla og
Vegagerðin 2020).
Mynd 6.2. Útfærsla með fullbúnum mislægum vegamótum eins
og gert var ráð fyrir í mati á umhverfisáhrifum frá 2003
(mynd: Efla 2020).