Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
✝
Ólöf Jóhanna
Pálsdóttir
fæddist 11. júlí
1935. Hún lést í
faðmi fjölskyld-
unnar á Lyflækn-
ingadeild Sjúkra-
hússins á Akureyri
30. ágúst 2021.
Foreldrar hennar
voru Páll Frið-
finnsson bygging-
armeistari, f. 1906,
d. 2000 og Anna Ólafsdóttir
húsmóðir, f. 1912, d. 2003.
Systkini Ólafar eru: Björgvin
Lindberg, f. 1930, Þór Stein-
berg, f. 1933, d. 2016, Valdi-
mar Tryggvi, f. 1938, Bragi
Viðar, f. 1940, d. 2008 og Frið-
finnur Steindór, f. 1942.
Ólöf giftist Jóhannesi Ing-
ólfi Hjálmarssyni 27. júní 1953.
Jóhannes fæddist á Þórshöfn
28. júlí 1930, hann lést 20.
febrúar 2011. Foreldrar Jó-
hannesar voru Hjálmar Hall-
dórsson sjómaður, f. 1904, d.
1978 og Ólöf Sólveig Alberts-
dóttir húsmóðir, f. 1903, d.
1991.
Börn Ólafar og Jóhannesar
eru:
1. Halldór, fæddur 1953,
maki Inga Þóra Gunnarsdóttir,
fædd 1954, þeirra börn eru:
Telma, f. 1974, maki Eiríkur
Vigfússon, f. 1972, Bjarmi, f.
1984, maki Berglind Gunn-
arsdóttir, f. 1983, og Bjarki
Ólöf fæddist á Sólvöllum við
Akureyri og bjó þar fyrstu ár
ævi sinnar en síðar fluttist
hún í Munkaþverárstræti 42
ásamt foreldrum sínum þar
sem hún bjó allt þar til hún
stofnaði eigin fjölskyldu. Ólöf
gekk í Barnaskóla Akureyrar
og því næst Gagnfræðaskól-
ann. Eftir útskrift úr
Gagnfræðaskólanum var hún
við nám í Húsmæðraskólanum
á Laugalandi veturinn 1952-
1953.
Ólöf vann hin ýmsu störf
samhliða því að hugsa um
heimilið, vann hún lengst af í
Borgarbíói sem og á sauma-
stofu Sjúkrahússins á Ak-
ureyri þar til hún hætti að
vinna.
Félagsmálin skipuðu stóran
sess í lífi Ólafar en hún var
um langt árabil virkur félagi í
Góðtemplarareglunni (IOGT),
kvennadeild Musterisriddara.
Ennfremur var hún virkur fé-
lagi í Frímúrarareglu karla og
kvenna frá árinu 1977 allt til
dauða, þar sem hún var gerð
að heiðursmeðlimi árið 2011.
Útförin verður gerð frá
Glerárkirkju 1. október 2021
og hefst athöfnin klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á
Facebook-síðunni Jarðarfarir í
Glerárkirkju – beinar útsend-
ingar:
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Þór, f. 1990.
Barnabörnin eru 3.
2. Anna, fædd
1954, Synir Önnu
eru: Vigfús Már, f.
1974, Sigþór Við-
ar, f. 1978, unn-
usta Jóna Sigurdís,
f. 1975, Adrian
Ísak, f. 1982 og
Ragnar Þór, f.
1991. Barnabörnin
eru 6.
3. Páll, fæddur 1958, maki
Margrét Hólmfríður Pálma-
dóttir, fædd 1957, þeirra börn
eru Dagbjört Elín, f. 1980,
maki Þórarinn Magnússon, f.
1981, Sölmundur Karl, f. 1984,
unnusta Angela M. Olaya Mu-
rillo, f. 1986, og Snævar Óð-
inn, f. 1990. Barnabörnin eru
4.
4. Hrönn, fædd 1963, maki
Ágúst Sigurður Hrafnsson,
fæddur 1958, þeirra börn eru:
Hrafnhildur, f. 1978, maki
Jeffrey Baran, f. 1975, Ágúst
Freyr, f. 1980, maki Margrét
Hilmarsdóttir, f. 1982, Aníta,
f. 1982, maki Davor Lucic, f.
1977, Ævar Már, f. 1990, unn-
usta Guðrún Runólfsdóttir, f.
1994, og Sævar Örn, f. 1991.
Barnabörnin eru 8.
5. Jóhannes Mar, fæddur
1964, maki Björg Theodórs-
dóttir, fædd 1964, börn Jó-
hannesar eru: Ólöf Kristín, f.
1986 og Samúel Þór, f. 1991.
Elsku mamma og tengda-
mamma.
Að kveðjustundu hefur klukkan tifað
og kyrrlát nóttin hulið stjörnusýn.
Af djúpum harmi, klökkvi, brjóstum
bifað,
í bliki af tári speglast ást til þín.
En vör sem titrar, bæn og tregi
hljóður
og tóm er kallar orðalaust til þín.
Er eftirsjá, í mildi blíðrar móður,
af minningum sem berast ótt til mín.
Hver mynd er ljóð, um yl frá
móðurbarmi,
hvert munabrot er óður kærleikans,
og andvarp hljótt og angurdögg á
hvarmi
er endurkast af skini græðarans.
Í bergmálinu magnast mjúkur kliður
með silfurstrengjum óma verkin þín.
Og ástúð þinni kveðast hljómakviður.
Hvíldu í friði, elsku mamma mín!
(Jóhann Jóhannsson)
Minning þín er ljós í lífi okk-
ar.
Páll (Palli) og
Margrét (Gréta).
Elsku mamma mín, þá er
komið leiðarlokum hjá þér.
Þessi vegferð hófst hjá okkur
fyrir 58 árum og hefur verið
mér afskaplega góð og kær.
Minningar úr barnæsku eru svo
margar að erfitt er að segja frá
þeim öllum. Það var margt
brallað með ykkur pabba, farið í
útilegur og ferðalög. Farið í
Mývatnssveit í ógleymanlegar
útilegur, farið að veiða og fleira.
Þú varst svo listræn, alveg
sama hvort það var að sauma,
prjóna, hekla, mála og hvað sem
er. Allt sem þú gerðir lék í
höndum þér. Við systkinin feng-
um að njóta þess og þú kenndir
okkur að búa til svo margt fal-
legt. Pabbi var helsti aðdáandi
þinn þegar þú varst að mála
myndirnar þínar. Pabbi var líka
að smíða skip og ýmislegt í bíl-
skúrnum. Eftir hann liggja
nokkur skipslíkön.
20. febrúar 2011 misstum við
pabba okkar, hann fór snögg-
lega eins og honum einum var
lagið, gerði allt með trompi.
Þetta var mjög erfitt fyrir
mömmu og í desember fær hún
hjartaáfall sem læknar töluðu
um að væri „heartbreak synd-
rome“ sem lýsir því hversu mik-
ið mamma saknaði pabba og
náði sér aldrei alveg eftir þann
missi.
Við systurnar og tengdasonur
hennar tókum að okkur að vera
með mömmu í sumarfríum okk-
ar og við ferðuðumst með hana
vítt og breitt um landið þó að-
allega hérna á Suðurlandi enda
er það fallegast, tókum sum-
arbústaði á leigu og nutum þess
að vera saman. Við systur fór-
um svo með mömmu til Dan-
merkur í ágúst 2019 og dvöldum
þar hjá Fúsa, elsta barnabarni
mömmu og pabba, en þar hitti
hún líka langömmubörnin sín,
Andrias, Arndísi og Sebastian.
Þar var farið í bíó líka með
langömmubörnin að sjá Lion
King á dönsku. Farið í búðaráp,
verslað, fórum í dýragarð og
fleira, þetta var okkur systrum
og mömmu alveg ógleymanleg
ferð og erum við mjög þakklátar
fyrir hana.
Mamma og pabbi voru mikið
fyrir barnabörnin sín og lang-
ömmu/langafabörnin sín enda
sést það þegar farið er að skoða
myndir og það er mikið búið að
skemmta sér og hlæja yfir
myndum.
Við Gústi og börnin okkar
urðum þeirrar ánægju aðnjót-
andi að fá að hafa mömmu hjá
okkur tvenn jól og áramót eftir
að pabbi dó, það var alveg ynd-
islegt að fá að hafa hana hjá sér.
Í febrúar 2020 var mamma
fyrir sunnan og kom til okkar
en þá var verið að skíra hjá
Birnu Mariu strákinn hennar
sem fæddist í desember og fékk
hann nafnið Bergþór Hrafn og
þarna var mamma með okkur
og hafði mjög gaman af því að
vera viðstödd þegar drengurinn
var skírður.
Mamma kom og var hjá okk-
ur í mars á þessu ári en þá var
verið að ferma hann Ivan Frey,
barnabarn okkar og langömmu-
barn hennar, og var það í síð-
asta skiptið sem hún kom og
dvaldi hjá okkur og erum við
mjög þakklát fyrir það. Áttum
alveg yndislegar stundir með
henni.
En svona að lokum, elsku
mamma mín, takk fyrir að hafa
verið til staðar fyrir okkur og
núna veit ég að þið pabbi eruð
sameinuð á ný þú ert loksins
komin til hans. Skilaðu kveðju
frá okkur til pabba. Elskum þig,
þú ert demanturinn okkar.
Þín dóttir
Hrönn og besti
tengdasonur Ágúst
(Gústi).
Í dag er elsku amma mín
borin til grafar. Amma átti alla
tíð stóran sess í hjarta mínu
enda var heimili þeirra afa mér
sem annað heimili til sjö ára
aldurs. Þar var draumaheimur
lítillar stúlku þar sem var leikið
og föndrað og sinnt listsköpun
af ýmsu tagi. Amma virtist allt-
af hafa tíma til að sinna sífor-
vitnu og símalandi barna-
barninu og mikið sem þau afi
hugsuðu vel um mig. Raunar
svo vel að ég tók upp á því að
fela mig þegar foreldrar mínir
komu að sækja mig þar sem ég
vildi ekki fara heim. Þegar
frænkur að sunnan komu og
pössuðu fimm ára barnið og
ætluðu að siða það til þá voru
viðbrögðin þau að stinga af til
ömmu með tveggja ára frænda í
hönd. Voru þessi fimm og
tveggja ára raunar ekki stoppuð
fyrr en þau voru komin hálfa
leið frá Lundahverfi í Þorpið á
Akureyri. Í mínum huga gat
amma allt, hún málaði, saumaði
og allt lék í höndum hennar.
Það eru ekki margir sem taka
upp á því að fara í listnám á
gamals aldri en það gerði hún
amma og brilleraði í því. Á
heimili okkar hjóna hanga tvær
myndir eftir hana sem eru ekki
bara fallegar heldur ómetanleg-
ar af því að þær eru eftir hana.
Amma var afar stolt af fólkinu
sínu og sagði ítrekað frá því.
Hún stóð með manni alla leið og
var alltaf tilbúin að aðstoða
meðan hún hafði heilsu til. Það
verður ekki eins að heimsækja
Akureyri þegar þú ert farin,
elsku amma, mikið sem við átt-
um oft góðar stundir í slíkum
heimsóknum. Ég hlýja mér við
kærar minningar þess viss að
afi hafi tekið á móti stúlkunni
sinni og að þið fylgist með okk-
ur afkomendunum saman úr
draumalandinu. Hvíl í friði,
elsku amma.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín
Telma.
Kveðja frá Alþjólegri
frímúrarareglu karla og
kvenna LE DROIT
HUMAIN á Íslandi
Ólöf gekk til liðs við frímúr-
araregluna 4. maí 1977, í st.
Gimli nr. 853 á Akureyri.
Ólöf var góður liðsfélagi,
vann af áhuga og samviskusemi
að framgangi frímúrarastarfsins
hér á Akureyri. Henni voru fal-
in mörg ábyrgðar- og trúnaðar-
störf sem hún ræktaði af mikilli
alúð og umhyggjusemi. Ólöf var
sæmd heiðursviðurkenningu frí-
múrarareglunnar 4. maí 2011,
þjónustumerkið, fyrir vel unnin
störf.
Hún lifði og starfaði eftir
kenningum Reglunnar, m.a. að
virða mannréttindi, frelsi til
trúarbragðaskoðana, jafnrétti
kynjanna og umburðarlyndi til
allra manna.
Ólöf hafði gott skopskyn og
glaðlyndi hennar og félagsfærni
nutu sín vel í mannlegum sam-
skiptum. Hún átti stóran vina-
hóp sem hún ræktaði vel, en
fjölskyldan skipaði heiðurssess í
hennar lífi.
Við viljum þakka Ólöfu af al-
hug fyrir langa og dygga þjón-
ustu í þágu Alþjóðlegrar frímúr-
arareglu karla og kvenna, Le
Droit Humain. Við kveðjum
Ólöfu með virðingu og þökk og
ástvinum hennar sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. st. Gimli nr. 853 Ak-
ureyri
Margrét Guðmundsdóttir.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
✝
Guðfinnur Ás-
kell Bene-
diktsson var fædd-
ur á Brúará í
Kaldrananes-
hreppi á Ströndum
14. janúar 1932.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands á
Hólmavík 22. sept-
ember 2021. Hann
var sonur hjón-
anna Guðríðar Áskelsdóttur, f.
11.4. 1899, d. 7.5. 1935, og
Benedikts Sigurðssonar, f. 1.10
dóra Álfheiður og Halldóra
Svava. Systkini Ása samfeðra
eru Guðríður, Helga, Sigurður,
Ragnar, Jórunn, Magnús, Jó-
hann, Stefán, Ragnheiður,
Rósa, Guðný, Svanhildur og
Hjálmar.
Áskell kvæntist 22. júní 1957
Vilborgu Sólrúnu Jóhans-
dóttur, f. 18.11. 1936, d. 6.1.
1996. Þau eignuðust 8 börn.
Þau eru: 1) Hreiðar, f. 11.11.
1957, 2) Jóhann, f. 23.2. 1959;
3) Guðríður, f. 25.6. 1960; 4)
Páll, f. 18.6. 1962; 5) Benedikt,
f. 9.4. 1965; 6) Guðmunda, f.
26.7. 1968; 7) Þröstur, f. 30.10.
1972; 8) Júlíana, f. 1.8. 1974.
Barnabörnin eru 26 og barna-
barnabörnin eru 29.
Útför hans fer fram frá
Hólmavíkurkirkju 1. október
2021 klukkan 14.
1899, d. 8.10. 1965,
bónda á Brúará.
Áskell eða Ási eins
og hann var alltaf
kallaður var
yngstur af sínum
alsystkinum, þau
eru nú öll fallin
frá, þar af þrjú á
síðustu 10 mán-
uðum. Einnig átti
Ási 13 hálfsystkin.
Systkini hans eru í
aldursröð: Elías, Sigríður,
Guðjón, Elínborg, Arnfríður
Kristbjörg, Ingigerður, Hall-
Það er alltaf skrítin tilfinning
að kveðja ástvini í hinsta sinn,
líka þó vitað sé að kveðjustundin
nálgist. Þannig var það líka þegar
hann Ási tengdafaðir minn
kvaddi.
Við vorum búin að ræða mikið
um það að á næsta ári ætluðum
við að halda mikla veislu þegar
hann næði þeim merka áfanga að
verða níræður, og þá yrði nú
heldur betur spilað á harmonikku
og sungið, og það munum við líka
gera þó við verðum ekki alveg á
sömu slóðum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Ég vil þakka Ása fyrir að vera
alltaf tilbúinn til að styðja mig og
fjölskylduna mína og óska honum
góðrar ferðar í sumarlandið, þar
sem hann hittir Villu sína og get-
ur spilað endalaust á harmonikk-
una.
Hlíf.
Guðfinnur Áskell
Benediktsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og kær vinkona,
RUTH BREDAHL SÖRENSEN,
Lindasíðu 4, Akureyri,
lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn
20. september á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Útförin fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn
5. október klukkan 13.
Dan Jens Brynjarsson Björk Guðmundsdóttir
Elva Bredahl Brynjarsdóttir Hörður Lilliendahl
Brynjar Bredahl Brynjarsson Rán Lárusdóttir
barnabörn
Eiður Eiðsson
Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur,
frændi og barnabarn,
ANDRI LEÓ TEITSSON,
Miðteigi 7, Akureyri,
lést mánudaginn 13. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Ruth Viðarsdóttir
Almar Teitsson
Telma Ruth Teitsdóttir Heiðar Örn Guðmundsson
Ívan Teitur Heiðarsson
Birgir Björn Svavarsson Alma K. Möller
og aðrir ástvinir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SOFFÍA HEIÐVEIG FRIÐRIKSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 26. september á
Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju
laugardaginn 9. október klukkan 13.30.
Þeir sem vilja minnast hennar láti Dalbæ njóta þess.
Freygerður Sigurðardóttir
Gunnlaugur Sigurðsson
Svanfríður Sigurðardóttir
Friðrik Sigurðsson
og fjölskyldur
Elsku mamma mín, dóttir, systir og frænka,
GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR
EINARSDÓTTIR,
lést laugardaginn 25. september.
Útför verður auglýst síðar.
Ivy Alda Guðbjargardóttir
Einar Bjarnason Alda B. Indriðadóttir
Bjarni Georg Einarsson Bryndís Guðmundsdóttir
Guðrún Ólöf Einarsdóttir
Jóhanna Ásgerður Einarsdóttir
og frændsystkini