Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 19
ingar um þann tíma, bílferðirnar
austur í Brekkukot, er þú
kenndir mér leik, að telja alla
bíla sem við mættum á leiðinni,
til að stytta mér stundir. Afi
minn, ég kallaði þig stríðnis-
púka, þú hafðir svo gaman af
góðlátlegri stríðni, við öll barna-
börnin fengum skerf af henni og
svo barnabarnabörnin, þetta var
samt falleg stríðni, svo glottir þú
og hlóst, við munum sakna
þessa, en kannski tekur einhver
annar við af þér og viðheldur
stríðninni þinni. Barnabarna-
barnið þitt, Hekla Lind, kom til
þín nokkrum dögum áður en þú
kvaddir, þú hvattir hana til að
gefa okkur foreldrum tengdason
í jólagjöf, svo glottir þú og hlóst,
já þú hafðir gaman af barna-
börnunum þínum, þau áttu ynd-
islegan langafa sem þeim þykir
svo ofurvænt um. En afi minn,
þú hefur kvatt okkur, sáttur, þér
hefur verið fagnað á nýjum stað,
trúi því að nú sért þú kominn í
skipstjórabúninginn, farinn að
sigla, sáttur. kannski siglum við
saman er okkar tími kemur, þá
tekur þú á móti okkur með
stríðnissvipinn, húmorinn, brosið
þitt og hlýju. Það eitt veit ég afi
minn að ég mun sakna þín. Ég
lofa að hlúa að ömmu minni sem
saknar þín svo sárt. Ég mun
halda í hönd hennar, ég mun
stytta henni stundir og hugga
hana, því lofa ég þér, við munum
minnast þín saman. Góða ferð afi
minn, veit þú fylgist með okkur
sem eftir sitjum og syrgjum, þú
heldur þinni verndarhendi yfir
okkur. Votta elsku ömmu minni,
allri fjölskyldunni og ástvinum
mína dýpstu samúð, Guð veri
með ykkur í sorginni og sökn-
uðinum. Góður afi er genginn á
vit nýrra ævintýra. Minning lifir
um góðan, fallegan og skemmti-
legan mann. Ég sendi stóran
fingurkoss upp til þín, eigðu
góða nótt og góða ferð, elsku afi
minn. Takk fyrir allt og allt.
Elska þig.
Þitt barnabarn,
Dýrleif Ólafsdóttir.
Elsku langafi okkar.
Viljum þakka þér fyrir alla
þína hlýju og ást til okkar.
Það var alltaf notalegt að
heimsækja þig. Skemmtilega
stríðinn, en hafðir alltaf nóg að
spjalla um, gafst þér tíma fyrir
okkur er við kíktum á ykkur
langömmu.
Áttum góðar stundir með
ykkur í Hæðagarði og á Unn-
arbraut og fallega Brekkukoti.
Við munum sakna þín, elsku afi
okkar, takk fyrir allt. Takk fyrir
lífið, guð geymi þig og varðveiti.
Sendum stórt faðmlag, fingur-
koss og ást upp til þín. Elskum
þig.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín langafabörn,
Hekla Lind Gunnarsdóttir,
Ólafur Örn Gunnarsson,
Róbert Aron Gunnarsson.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
✝
Jón E. Bernód-
usson fæddist í
Vestmannaeyjum
18. febrúar 1952.
Hann lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi 22. september
2021.
Foreldrar hans
voru Aðalbjörg Jó-
hanna Bergmunds-
dóttir (1919-2003),
húsmóðir og verka-
kona, og Bernódus Þorkelsson
(1920-1957) skipstjóri. Systkini
hans eru Birna Berg (1938-
2021), Þorkell Birgir (1939-
1943), Elínborg (f. 1940), Þóra
Birgit (1942-2013), Aðalbjörg
Jóhanna (Lilla, f. 1944), Birgir
(1946-1979), Helgi (f. 1949),
Þuríður (f. 1954) og Elín Helga
Magnúsdóttir (f. 1963). Síðari
maður Aðalbjargar og fóstri
Jóns var Magnús S. Magnússon.
Eiginkona Jóns (1979) er
Martina, fædd Fährmann
(1957), lyflæknir í Flensborg í
Þýskalandi. Dætur þeirra eru
María Lára (f. 1990), eðlisfræð-
ingur og sérnámslæknir í Sviss,
og Aðalbjörg Jóhanna (f. 1993),
sálfræðingur, hefur starfað í
sem fagstjóri rannsókna, þróun-
ar og greiningar. Sérsvið hans
síðari ár voru rannsóknir á nýt-
ingu repju til framleiðslu líf-
rænnar olíu (lífdísils) til mann-
eldis og sem eldsneyti og var í
forsvari fyrir mörgum rann-
sóknarverkefnum á þeim vett-
vangi. Átti hann mest samstarf
við ábúendur á Þorvaldseyri
undir Eyjafjöllum og Sandhól í
Meðallandi, auk ráðuneyta og
annarra stofnana. Samhliða
föstu starfi fékkst Jón við
kennslu og var frumkvöðull á
því sviði. Frá árinu 2005 var
hann stundakennari við náms-
braut í véla- og orkufræði við
Háskólann í Reykjavík (HR) þar
sem hann kenndi straumfræði
og aflfræði. Á árunum 2010-
2019 sá hann m.a. um kennslu í
Iceland School of Energy
(Orkuskóla Íslands) sem er
deild innan verkfræðideildar
HR. Þar kenndi Jón erlendum
meistaranemum nýsköpun á
orkusviðinu tengda repjurann-
sóknum og leiðbeindi nem-
endum við lokaverkefni. Auk
þess kenndi Jón stærðfræði,
eðlisfræði og skyldar greinar
við aðra skóla, m.a. við Tækni-
skólann.
Útför hans verður gerð frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
1. október 2021 og hefst kl. 15.
Frankfurt í Þýska-
landi en er nú um
stundir búsett í
Reykjavík. Unnusti
hennar er Nils
Buddemeier (f.
1993), landfræð-
ingur með sam-
félagsleg viðfangs-
efni sem sérsvið.
Jón ólst upp í
Vestmannaeyjum
og lauk þar lands-
prófi 1970, stúdent frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 1974
og fór þá til náms í skipaverk-
fræði við háskólann í Rostock í
Austur-Þýskalandi. Hann flutt-
ist til Vestur-Berlínar 1979 og
var þar í framhaldsnámi og við
rannsóknir og kennslu í
straumfræði. Martina flutti til
hans 1981 en árið 1990 komu
þau til Íslands og settust hér að.
Síðan 1995 hefur Martina starf-
að við embætti tryggingalæknis
í Flensborg. Jón vann heim-
kominn hjá fyrirtækinu Atlas
sem annaðist innflutning skipa
og véla. Árið 1998 hóf Jón störf
á Siglingamálastofnun sem síð-
ar varð hluti af Samgöngustofu
og vann þar til æviloka, síðast
Jón Bernódusson, föðurbróð-
ir minn, varð bráðkvaddur á
dögunum. Jón var einstakur
persónuleiki, afar eftirminnileg-
ur maður og góður, í senn
skemmtilegur, glettinn og sér-
stakur og einn þeirra sem eru
sjálfkrafa miðpunktur umræðu
og athygli hvert sem þeir fara.
Þegar ég hugsa um frænda
minn þá reikar hugurinn til
Þýskalands þar sem hann bjó
lengi vel, öll sín námsár og tölu-
verðan tíma þaðan í frá, þar
eignaðist hann fjölskyldu og vini
og átti þar annan heimavöll,
talsvert stærri en heimahagana
í Eyjum. Hann lærði skipaverk-
fræði sem var hans viðfangsefni
í lífinu, hann vann hjá Siglinga-
málastofnun og var þar braut-
ryðjandi í stórmerkilegum rann-
sóknum á repju. Eins og hann
sýndi oft þegar fjallað var um
verkefnið í fjölmiðlum að þá er í
senn hægt að drekka repjuna og
nýta hana sem eldsneyti eins og
ýmsir eru farnir að gera. Þetta
getur verið stórt og mikilvægt
skref í að gera skipaflotann um-
hverfisvænni.
Ég bjó sjálfur í eitt ár í
Þýskalandi eftir menntaskóla og
Jón aðstoðaði mig við þann leið-
angur, hjálpaði mér að fylla út
hin löngu og mjög svo ítarlegu
þýsku eyðublöð um alla skapaða
hluti og hafði á þessu skoðanir.
Það var t.d. hann sem sagði mér
að það væri ekkert vit í að fara
til stórborganna heldur ætti ég
að fara til háskólaborgarinnar
Jena sem ég hafði aldrei heyrt
um fyrr en þá. Þar ætti hann
góðan vin, Wolf Dieter, sem
myndi taka vel á móti mér. Ég
sló til og Jón stóð við sitt, Wolf
fékk það verkefni þennan vetur
að vera mér innan handar, sýna
mér bæinn og kenna mér á lífið
og tilveruna. Jón kom svo og
heimsótti mig sjálfur, sýndi mér
stúdentabarina þar sem hann
hafði sjálfur verið tuttugu árum
áður og þegar ég skrifa þessi orð
sé ég hann fyrir mér, sitjandi á
sólbjörtum degi á þýsku torgi
með stóran bjór í könnu, ræð-
andi við fólk á öllum aldri á óað-
finnanlegri þýsku. Hann kynnti
sig alltaf á þýsku með því að
segja „Ich bin der Jón“ og ég
man eftir því hvað það fór miklu
betur í munni en kynningin sem
ég hafði lært í menntaskóla
„Meine Name ist Árni“. Ég tók
þetta upp og var „der Árni“ það-
an í frá.
Þegar ég var 17 ára gamall
náði ég samningum við foreldra
mína um að fá að fara á þjóðhá-
tíð í Eyjum. Þar spilaði inn í að
föðurfjölskyldan er úr Eyjum en
ekki síst að Jón frændi var sjálf-
ur að fara. Sem fyrr var hann
mjög áfram um að gefa frænda
sínum góð ráð um hegðun, at-
ferli og framkomu á svo stórum
og fjölmennum viðburði. Eitt
kvöldið þegar það var orðið
nokkuð framorðið var hann inni
í dal og varð fyrir því óláni að
einhver henti flösku upp í loftið
sem lenti beint á höfðinu á Jóni.
Betur fór en á horfðist og hann
lét þetta ekki slá sig út af laginu,
fór og lét hlúa að sér í sjúkra-
tjaldinu og hélt svo áfram eins
og ekkert hefði í skorist. En það
var örugglega sjón að sjá þegar
hann var að gefa ungum frænda
sínum heilræði í dalnum um
miðja nótt með stórt og blóðugt
sárabindi vafið um höfuðið.
Það var gaman að ræða við
hann um heima og geima og
heyra sögur. Hann var viðstadd-
ur þegar múrinn féll árið 1989.
Þá var það fyrirkomulag sett
upp að þeir sem komu austan
megin frá fengu 25 vesturþýsk
mörk við komuna yfir en fengu í
staðinn stimpil á höndina. Jón
fór yfir, fékk mörkin og skolaði
svo af sér stimpilinn, endurtók
þetta ferli sex sinnum og átti þá
fyrir litasjónvarpi sem hann
hafði lengi haft augastað á.
Minningin um þennan
skemmtilega mann lifir. Ég
votta Martinu, Maríu Láru og
Jóhönnu samúð mína.
Árni.
Vinur minn til 50 ára er lát-
inn. Við kynntumst í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð og fór-
um síðan báðir til náms í
Þýskalandi, Jón til Rostock í þá-
verandi Austur-Þýskalandi og
ég til Vestur-Berlínar. Jón
fylgdi ekki alltaf straumnum, á
þessum árum voru fáir Íslend-
ingar við nám austantjalds, en
hann hóf nám í skipaverkfræði í
Rostock 13 árum eftir að múrinn
var reistur.
Jón kom oft í heimsókn til
okkar íslensku námsmannanna í
Berlín, þá var hann gjarnan með
innkaupalista frá skólafélögum
sínum og fór til baka hlaðinn
Levis-gallabuxum og vestrænu
góssi sem ekki fékkst fyrir aust-
an. Í heimsóknunum urðu lífleg-
ar umræður, sérstaklega um
stjórnmál, en Jón gat verið fast-
heldinn á skoðanir sínar. Hann
var á margan hátt sérstakur og
hafði óhefðbundna sýn á menn
og málefni, gat verið sérvitur og
einstrengingslegur. Í frásögn og
rökræðum var hann einn
skemmtilegasti maður sem ég
hef kynnst.
Jón flutti síðan til Vestur-
Berlínar um það leyti sem ég
flutti heim til Íslands. Árin þar á
eftir hittumst við sjaldnar, en
vináttan var alltaf til staðar og
þráðurinn tekinn upp að nýju
þegar hann flutti heim árið eftir
að múrinn féll. Við skemmtum
okkur alltaf vel saman, ekki síst
á þorrablótunum sem Idda mág-
kona mín hefur haldið árvisst í
30 ár. Ferð Þorrablótshópsins
til Berlínar 2016 er sérstaklega
eftirminnileg þar sem Jón var í
hlutverki leiðsögumanns og
skemmtanastjóra. Þegar Jón
lést var hann búinn að skipu-
leggja aðra ferð hópsins, í þetta
sinn til Berlínar, Leipzig og
Dresden.
Síðustu ár, eftir að Jón fór í
hjartaaðgerð og endurhæfingu,
hittumst við mun oftar. Sameig-
inleg áhugamál okkar voru
mörg, helst þó fótbolti og tækni.
Við höfðum báðir áhuga á vélum
og tækjum, enda með svipaða
grunnmenntun í verkfræði. Við
borðuðum reglulega saman í há-
deginu, oftast íslenskan heimil-
ismat á Múlakaffi, og ræddum
þá heimsmálin, tækniþróun,
orkumál og fótbolta. Í hvert sinn
sem við hittumst bárust dætur
Jóns í tal, hann var afar stoltur
af þeim og ræddi mikið um þær,
menntun þeirra og störf.
Uppáhaldsknattspyrnufélag
okkar var Hertha Berlin. Við
fylgdumst náið með leikjum fé-
lagsins og áttum góðar stundir
við bollaleggingar um fram-
göngu Herthu. Þá áttum við
nokkrar góðar ferðir á Olympia-
stadion í Berlín til að hvetja okk-
ar lið.
Í Covid-ástandinu fórum við
saman í bíltúra, oftast fórum við
að skoða skipin í Reykjavíkur-
höfn og öðrum höfnum í ná-
grenni Reykjavíkur, ég ók og
Jón leiðsagði. Þá fékk ég upp-
rifjun hjá frábærum kennara
um orkunotkun, straumfræði og
útfærslu á perustefnum skipa,
svo fátt eitt sé nefnt. Ég sakna
góðs vinar og samverustund-
anna.
Við Ingunn vottum Martinu,
Maríu Láru og Jóhönnu okkar
innilegustu samúð.
Elías Gunnarsson.
Nonni í Borgarhóli, æskuvin-
ur og Eyjamaður. Við fæddumst
nokkurn veginn á sama tíma í
miðbæ Heimaeyjar, vorum
reyndar bornir í heiminn af
tveimur mæðrum, í tveimur hús-
um, þar sem nokkrir metrar
skildu á milli og fylgdumst að
nánast frá því við fyrst drógum
andann. Bundumst einstökum
böndum í frumbernsku sem ent-
ust út lífið þar til Nonni féll frá.
Við vorum samferða í að upp-
lifa gleðina af því að vera til,
keyptum Freyjukaramellur í
Framtíðinni og Nonni kenndi
vini sínum að borða normal-
brauð með sykri! En sorgin var
líka skammt undan. Nonni
missti föður sinn í bernsku. Við
áttum þá stund saman, vinirnir,
á tröppunum í Borgarhóli, þegar
heimilisfaðirinn kvaddi í hinsta
sinn, lyfti hatti sínum, við veif-
uðum, og hann hvarf fyrir horn.
Þetta atvik greyptist inn í huga
okkar.
Ungir héldum við til náms á
fasta landið og Nonni þaðan til
Þýskalands. Fjarlægðin milli
landshluta og landa skildi okkur
vinina að sem gat af sér miklar
bréfaskriftir um langt árabil.
Bréfin voru jafnan þykk og efn-
ismikil en síðar tóku hljóm-
snældur við hlutverki þeirra og
fluttu raddir okkar yfir Atlants-
hafið.
Seinasti áratugur nýrrar ald-
ar hefur verið vináttunni gjaf-
mildur. Nonni tók upp á því að
kalla reglulega á okkur gamla
vini úr Eyjum, oft með þeim
háðsku orðum að „nú yrði að
ræða málin, þjóðin væri í vanda
og þyrfti á okkar skoðunum að
halda“! Bauð hann jafnan upp á
sama rétt og í gamla daga:
Lindubuff og kók! Með blóðsyk-
urinn nálægt hættumörkum
urðu skoðanaskipti alltaf lífleg,
þótt óljóst væri í hve miklum
mæli þau skiluðu sér til „þjóð-
arinnar“!
Þá tók Nonni upp á því að við
félagarnir héldum öðru hverju í
dagsferðir á bernskuslóðir til
Eyja. Gengið var um götur og
stræti, þar sem persónur fortíð-
arinnar spruttu ljóslifandi fram
að nýju. Minni hans var undra-
vert og gat hann rakið áratuga
gömul atvik í smáatriðum, jafn-
vel með nákvæmum dagsetning-
um, staðsetningum og veðurlýs-
ingum!
Stundum mætti hann á
mannamót með sögur sínar og
varð reyndar á seinni árum eft-
irsóttur sagnameistari sem spil-
aði á hláturtaugar áheyrenda
eins og sannur galdramaður!
Tókst honum einstaka sinnum
að véla sinn gamla vin með sér
til aðstoðar. Hæstum hæðum
náði Nonni eflaust í Safnahúsinu
í Eyjum og aftur á árgangsmóti
sama ár, með undirritaðan sér
við hlið, sem reyndi að sprikla
með! Að lokinni þeirri hrinu var
haft að orði, að nú væru
stráklingarnir frá Borgarhóli og
Steinholti „loksins orðnir frægir
í Vestmannaeyjum“!
Það er þungbært að horfa á
eftir sínum gamla vini hverfa í
hinsta sinn á braut. Nonni í
Borgarhóli var eðalútfærsla af
Borgarhólsheimilinu: Sannur
gleðigjafi og húmoristi. Ungur
ýtti hann úr vör og hélt til fram-
andi landa, en gleymdi aldrei
uppruna sínum. Uppvöxtur í
Eyjum í bland við þýsk áhrif
gerðu hann að öguðum ná-
kvæmnismanni, sem jafnfamt
var opinn, frjálslegur og hisp-
urslaus.
Sporin verða þung í þetta
sinn, þegar ég kveð minn gamla
vin og fylgi honum síðasta spöl-
inn. Eiginkona, dætur og systk-
in eiga alla mína samúð.
Birgir Þór Baldvinsson
(Biggi í Steinholti).
Nonni í Borgarhól var æsku-
vinur minn og fóstbróðir. Og
með honum er líklega farinn
bótalaust hluti af æsku minni því
hann sagði iðulega við mig, að ef
ekki væri fyrir hann þá ætti ég
alls enga æsku. Með þessu vísaði
hann til þess að honum fannst ég
hafa gleymt svo mörgu sem ég
ætti að muna – og sem hann
mundi. Ég þyrfti því að rifja upp
æsku mína í gegnum hann eða
alls ekki.
Það er magnað og merkilegt
við traust vinabönd sem bindast
í æsku, að það er eins og ekkert
fái þeim grandað; ekki heldur
langur aðskilnaður í tíma og
rúmi. Nonni gerði ýmislegt
öðruvísi en aðrir. Á meðan ég
fór t.d. stystu leið til Svíþjóðar í
háskólanám þurfti Nonni auðvit-
að að fara alla leið til Rostock í
Austur-Þýskalandi til að læra
skipaverkfræði – og síðan að
festa ráð sitt og búsetu í Vestur-
Berlín. Þetta var sem sagt áður
en Múrinn hrundi. Þetta og
fleira varð til þess að leiðir okk-
ar skildi um langt skeið. Það
breytti því ekki að loksins þegar
þær lágu saman aftur var eins
og aðskilnaðurinn hefði aldrei
orðið. Við tókum bara upp þráð-
inn eins og við hefðum sleppt
honum í gær – en ekki fyrir fjöl-
mörgum árum eins og raunin
var.
Borgarhóll var æskuheimili
Nonna og allra hans mörgu
systkina. Lítið hús en kakkfullt
af skemmtilegu fólki. En það var
aldrei svo margt fólk inni í þessu
litla húsi að það væri ekki pláss
fyrir einn í viðbót; líka Palla litla
á Stöðinni þegar hann kom að
spyrja eftir Nonna. Oft var mér
skellt við borðið og gefið frans-
brauð með smjöri og sykri. Það
fékk ég ekki heima hjá mér. Og
svo sagði Alla, mamma Nonna,
við mig: Þú ert nú svo sætur
Palli minn. Mér þótti þetta frek-
ar óþægilegt – allar stóru stelp-
urnar þarna að hlæja eitthvað
og pískra – og Alla hefur
kannski fundið það á sér og
hætti að segja þetta. En þá segir
Nonni að ég hafi orðið mjög
áhyggjufullur og spurt hann:
Finnst mömmu þinni ég ekki
sætur lengur? Þessari spurn-
ingu man ég ekki eftir en Nonni
sagðist muna þetta greinilega.
Borgarhóll fór undir hraun í
gosinu 1973 en aldrei fer ég
framhjá þessum slóðum án þess
að sjá fyrir mér þetta litla hús
og rifja upp þessa glöðu æsku.
Og svo fórum við heim til mín,
á símstöðina, að hlusta á seg-
ulbandið hans pabba. Hann
leyfði mér að taka upp Lög unga
fólksins og við Nonni spiluðum
þetta fram og aftur og þóttumst
mestir sérfræðingar í þessari
tónlist af öllum krökkunum í
miðbænum. Og hafa miklu
þroskaðri tónlistarsmekk en
hinir því við tókum Rolling Sto-
nes fram yfir Bítlana. Fyrsta
sameiginlega uppáhalds Stones-
lagið okkar var The Last Time.
Þá var ég 11 ára og Nonni 13.
Allar götur síðan höfum við rök-
rætt hvert væri besta lag Stones
frá upphafi – og skiptum oft um
skoðun. Síðast urðum við sam-
mála um þetta í nóvember 2012
– að það væri Gimmie Shelter.
Til heiðurs Nonna ætla ég að
hafa það sem uppáhaldslagið
mitt eftirleiðis – því við rökræð-
um þetta ekki frekar.
Ég kveð Nonna vin minn í
dag, en minningin um hann og
vináttuna okkar mun fylgja mér
á meðan ég sjálfur lifi.
Fjölskyldu Nonna og ástvin-
um sendi ég mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Páll Magnússon.
Kynni okkar Jóns hefjast í
Vestur-Berlín haustið 1980 þeg-
ar ég hef þar nám við tæknihá-
skólann, TU Berlin. Skömmu
áður hafði Jón komið til Vestur-
Berlínar eftir nám í Rostock.
Upp frá því tekst með okkur
mikill vinskapur.
Sem frekar vinstrisinnaður á
menntaskólaárum ákvað Jón að
fara til Austur-Þýskalands að
læra skipaverkfræði. Þangað
kominn var honum tilkynnt að í
boði væri að læra hagfræði eða
tannlækningar þó að áður hefði
verið samþykkt af yfirvöldum að
hann lærði skipaverkfræði. Þá
ákvað minn maður að snúa heim.
Einhver „kommisarinn“ kippti
þá í spotta í takt við kerfið í
DDR.
Þannig ílengdist Jón fyrir
austan járntjaldið og kynntist
Martínu. Þau gifta sig og haust-
Jón Bernódusson
SJÁ SÍÐU 20