Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 27

Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fram Ragnheiður Júlíusdóttir býr sig undir skot að marki Vals á Ásvöllum. Framarar freista þess að verða bikarmeistarar í sautjánda skipti á morgun. HANDBOLTINN Kristján Jónsson Víðir Sigurðsson Fram og KA/Þór leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í handbolta annað árið í röð eftir að hafa lagt Val og FH að velli í undanúrslita- leikjunum á Ásvöllum í gærkvöld. Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar síðan í mars 2020, rétt fyrir stóru kóvid-lokunina, þegar Fram vann stórsigur, 31:18, í úrslitaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Heilir nítján mánuðir hafa liðið á milli úr- slitaleikjanna 2020 og 2021 og Ak- ureyrarliðið sem kom algjörlega sem litla liðið til leiks í mars 2020 hefur tekið stakkaskiptum frá þeim tíma. KA/Þór mætti tvíeflt til leiks um haustið og stóð uppi sem Íslands- meistari í vor og freistar þess nú að verða líka bikarmeistari í fyrsta skipti á morgun. Saga liðanna í bikarkeppninni, og í handboltanum almennt, er eins gjörólík og hugsast getur. Fram vann bikarmeistaratitilinn í sex- tánda skipti í fyrra og er langsig- ursælasta félag landsins á þessum vettvangi. KA/Þór lék hins vegar sinn fyrsta úrslitaleik á síðasta ári. Snerist við eftir leikhlé Stefáns Valur og Fram hafa barist hart á toppnum í íslenskum kvenna- handbolta um árabil og leikurinn í gærkvöld var tvísýnn eins og svo margir þeirra á milli. Thea Imani Sturludóttir var í miklu stuði hjá Val og þegar Stefán Arnarson þjálfari Fram tók leikhlé á 23. mínútu hafði hún skoraði 7 mörk úr opnum leik. Eftir þetta leikhlé snerist leik- urinn. Valur var 10:8 yfir en skor- aði ekki meira fyrir hlé. Fram skoraði hins vegar fjögur mörk fyr- ir hlé og tók forystuna. Stellu Sig- urðardóttur og Emmu Olsson tókst að berja vörn Fram saman og vörn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon KA/Þór Unnur Ómarsdóttir skorar fyrir Akureyrarliðið gegn FH og það á nú möguleika á að vinna bikarkeppnina í fyrsta sinn. Fram lék áfram vel í síðari hálfleik. Mörk Vals: Thea Imani Sturlu- dóttir 8, Lovísa Thompson 4, Mari- am Eradze 2, Hildigunnur Ein- arsdóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Lilja Ágústsdóttir 1/1, Íris Ásta Pétursdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1. Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 9/1, Sara Sif Helgadóttir 6. Mörk Fram: Þórey Rósa Stef- ánsdóttir 7, Karen Knútsdóttir 5/1, Ragnheiður Júlíusdóttir 4/1, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Stella Sigurð- ardóttir 2, Harpa María Friðgeirs- dóttir 1, Emma Olsson 1. Varin skot: Hafdís Renötudóttir 16. Úrslit ráðin í hálfleik Rétt eins og við mátti búast var viðureign Íslandsmeistara KA/Þórs og 1. deildarliðs FH aldrei spenn- andi. Úrslitin voru í raun ráðin í hálfleik þegar staðan var 20:7 og Akureyringar sigruðu að lokum með yfirburðum, 33:16. Öflug vörn Íslandsmeistaranna gat lokað á FH-liðið og í framhald- inu fylgdu oft auðveld mörk úr hraðaupphlaupi. Markvörðurinn Matea Lonac getur neglt fram á hornamennina og bjó til ófá mörk með slíkum sendingum. Mörk KA/Þórs: Martha Her- mannsdóttir 7/5, Rakel Sara Elv- arsdóttir 6, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Sofie So- berg Larsen 2, Telma Lísa Elmars- dóttir 2, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Rut Jóns- dóttir 1. Varin skot: Matea Lonac 7, Sunna Guðrún Pétursdóttir 7. Mörk FH: Emma Havin Sardars- dóttir 4, Emilía Ósk Steinarsdóttir 4, Hildur Guðjónsdóttir 2/2, Arndís Sara Þórsdóttir 2, Emile Vagnes Jakobsen 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Hulda Alexandersdóttir 1, Ivana Meincke 1. Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 8/1. Gjörbreytt staða frá 2020 - Fram og KA/Þór mætast aftur í bikarúrslitaleiknum - Fram vann yfirburða- sigur fyrir 19 mánuðum en staða liðanna er allt önnur í dag - Unnu Val og FH „Þetta verður mín stærsta áskorun hingað til að fylla þeirra skörð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings úr Reykja- vík í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta og menningarlífsþætti Morg- unblaðsins. Reynslumestu leikmenn Víkinga, þeir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, munu leggja skóna á hill- una eftir tímabilið en Víkingur mætir Vestra frá Ísafirði í undan- úrslitum bikarkeppninnar, Mjólk- urbikarsins, á Meistaravöllum í Vesturbæ á morgun. Þjálfarinn er nú þegar byrjaður að huga að styrkingum fyrir næsta keppnistímabil en hann ætlar sér að fá tvo nýja miðverði í Víkina fyrir næstu leiktíð og þá hyggst hann styrkja liðið enn frekar framar á vellinum. „Við erum búnir að skrifa undir samning við Arnór Borg Guðjohn- sen sem ég tel að verði frábær fyrir okkur. Við erum í viðræðum við Kyle McLagan og við lögðum fram tilboð í Birni Snæ Ingason, leik- mann HK, í vikunni. Við þurfum líka topp miðvörð, yngri útgáfuna af Kára og Sölva ef svo má segja, og við erum tilbúnir að eyða peningum í þannig leikmann,“ bætti þjálf- arinn við en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður McLagan tilkynntur sem leikmaður Víkinga í hádeginu í dag. Þrír á óskalista meistaranna Ljósmynd/Kristinn Steinn Þjálfari Arnar gerði Víkinga að Ís- landsmeisturum á dögunum. _ Viktor Bjarki Arnarsson hefur verið ráðinn nýr yfirþjálfari knatt- spyrnudeildar KR. Hann kemur til fé- lagsins frá HK þar sem hann hefur ver- ið frá árinu 2017, fyrst sem spilandi aðstoðarþjálfari og svo aðstoðarþjálf- ari karlaliðsins. Viktor lék með KR á árunum 2008 og 2009 og aftur 2010 og 2012. Hann er með UEFA A þjálf- aragráðu. _ Brynjar Logi Halldórsson setti í gær Íslandsmet á sínu fyrsta stórmóti í ólympískum lyftingum þegar hann keppti á Evrópumeistaramóti U20 ára í Rovaniemi í Finnlandi. Brynjar setti metið í jafnhendingu í 81 kg flokki þar sem hann lyfti 143 kílóum. Hann náði sér hins vegar ekki á strik í snörun og varð að sætta sig við sautjánda sætið í heildarkeppninni í 81 kg flokknum. _ Tveir af lykilmönnum Liverpool verða fjarri góðu gamni á sunnudaginn þegar Liverpool tekur á móti Eng- landsmeisturum Manchester City í sannkölluðum stórleik í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Trent Alex- ander-Arnold glímir við vöðvatognun sem kom í veg fyrir að hann færi með liðinu til Portúgals í Meistaradeild- arleikinn fyrr í vikunni. Tiago Alcant- ara hefur verið meiddur á kálfa frá 18. september. _ Íslands- og bikarmeistarar Hamars í blaki karla unnu sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu á Íslandsmótinu þegar þeir tóku á móti Aftureldingu í fyrra- kvöld. Hamarsmenn unnu hrinurnar 25:18, 25:14 og 25:20 og niðurstaðan því 3:0 sigur Hamars. Stigahæstir voru Wiktor Mielazarek og Jakub Ma- deij úr Hamri og Sigþór Helgason úr Aftureldingu, allir með 11 stig en Haf- steinn Valdimarsson úr Hamri var val- inn maður leiksins. Eitt ogannað KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, úrslitaleikur: Laugardalsv.: Breiðablik – Þróttur R 19.15 HANDKNATTLEIKUR Coca Cola-bikar karla, undanúrslit: Ásvellir: Afturelding – Valur.................... 18 Ásvellir: Fram – Stjarnan.................... 20.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Fjölnir..... 19.15 Álftanes: Álftanes – Hamar................. 19.15 Vallaskóli: Selfoss – Höttur................. 19.15 Flúðir: Hrunamenn – ÍA...................... 19.15 Ásvellir: Haukar – Sindri..................... 19.30 Í KVÖLD! Þýskaland Melsungen – Magdeburg.................... 24:27 - Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyr- ir Melsungen, Elvar Örn Jónsson eitt en Arnar Freyr Arnarsson ekkert. - Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson eitt. Göppingen – Bergischer .................... 27:24 - Janus Daði Smárason skoraði eitt mark- fyrir Göppingen. - Arnór Þór Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Bergischer. Lemgo – Balingen ............................... 37:28 - Bjarki Már Elísson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo. - Daníel Þór Ingason skoraði ekki fyrir Balingen og Oddur Gretarsson er meiddur. Meistaradeild Evrópu Montpellier – Kiel................................ 37:30 - Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki með Montpellier. .$0-!)49, Kvennalið Hauka í körfuknattleik á fyrir höndum sex leiki í riðla- keppni í Evrópubikar kvenna eftir að hafa slegið portúgalska liðið Uniao Sportiva út úr undankeppn- inni í æsispennandi leik á Asóreyj- um í gærkvöld. Uniao sigraði 81:79 eftir að Haukar höfðu unnið sinn heima- leik 81:76. Haukakonur sigruðu því með þremur stigum samanlagt en þær stóðust álagið á loka- spretti leiksins eftir að Unaio komst í 79:72 þegar skammt var til leiksloka. Snemma í leiknum hafði portúgalska liðið náð átján stiga forystu. Haukakonur eiga nú fyrir hönd- um leiki heima og heiman gegn frönsku liðunum Villeneuve og Tarbes og tékkneska liðinu Brno. Haukar urðu fyrsta íslenska kvennaliðið til að vinna Evrópu- leik í körfubolta í síðustu viku og nú eru þær fyrstar til að komast áfram í Evrópukeppni. Helena Sverrisdóttir átti magn- aðan leik og skoraði 32 stig, en mörg þeirra komu úr þriggja stiga körfum á spennandi lokakafla. Sól- rún Inga Gísladóttir bætti við 12 stigum og Lovísa Björt Hennings- dóttir gerði átta. Tinna Alexand- ersdóttir og Haiden Palmer skor- uðu sjö stig hvor og Palmer tók auk þess tólf fráköst. Morgunblaðið/Eggert 32 Helena Sverrisdóttir í hörðum slag gegn Uniao Sportiva. Haukakonur komnar áfram - Slógu Uniao Sportiva út eftir æsispennandi lokakafla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.