Morgunblaðið - 05.10.2021, Page 2

Morgunblaðið - 05.10.2021, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021 MEÐ DINNU OG HELGA ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS SKÍÐAFRÍ Á ÍTALÍU 2022 Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina eftir áramót! Við erum með vikulegt beint flug til Ítalíu þar sem farþegar okkar geta valið úr tveimur frábærum skíðasvæðum, Pinzolo og Madonna. Kláfur tengir skíðasvæðin Pinzolo og Madonna svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin. Dinna og Helgi eru hokin af skíðareynslu og hafa marga skíðafjöruna sopið enda voru þau ung gefin saman í skíðaskála í Bláfjöllum. Innifalið, flug, gisting, flutningur á skíðabúnaði, íslensk fararstjórn og innritaður farangur VERÐ FRÁ:129.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði SKÍÐI 2022PINZOLO EÐAMADONNA ÍSLENSK FARARSTJÓRN OG FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI INNIFALIÐ Í VERÐI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alls greindust 25 innanlandssmit vegna Covid-19 í fyrradag. Í gær voru 1.816 í sóttkví, 500 í skimunar- sóttkví og 369 í einangrun. Átta sjúklingar voru á Landspít- alanum vegna Covid-19 klukkan níu í gærmorgun, þar af var eitt barn. Sjö sjúklinganna voru á bráðalegudeild- um og einn á gjörgæslu og var hann í öndunarvél. Þá voru 370 sjúklingar, þar af 144 börn, á Covid-göngudeild spítalans. Meðalaldur þeirra var 63 ár. Þeim sem eru 60 ára og eldri og þeim sem eru á ónæmisbælandi lyfj- um er boðin örvunarbólusetning, eða þriðja sprautan, gegn Covid-19. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að byrjað hafi verið á því að gefa íbúum hjúkrunarheimila örvun- arskammt af bóluefninu. Þeir sem eru orðnir 70 ára eru boðaðir í örvunarbólusetningu þegar minnst þrír mánuðir eru frá annarri bólusetningu og þeir sem eru á aldr- inu 60-69 ára þegar sex mánuðir eru liðnir frá síðustu sprautu. „Það eru einhverjir boðaðir í örv- unarbólusetningu í hverri viku,“ seg- ir Ragnheiður Ósk. Yfirleitt hefur fólk fengið bóluefni frá Pfizer og sumir frá Moderna en bæði efnin eru svonefnd mRNA-bóluefni. Ekki skiptir máli hvort bóluefnið fólk fær og er notað það bóluefni sem er næst fyrningu. Hjá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins er fólk bólusett á Suður- landsbraut 34 en annars á heilsu- gæslustöðvum. Ragnheiður Ósk segir að ekki nema um helmingur boðaðra hafi mætt í þriðju spraut- una. Mætingin mætti því vera betri. gudni@mbl.is Um 50% þiggja örvunarsprautu - Nota mRNA-bóluefni í þriðju sprautu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Nú er fólki boðin þriðja sprautan, örvunarbólusetning. BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Formenn stjórnarflokkanna hafa haldið áfram að hittast einir síns liðs, en hafa sagt sínu fólki að góður gang- ur sé í viðræðunum. Helst standi í þeim að gera út um óútkljáð og erfið mál frá síðasta kjörtímabili, en þau vilja formennirnir leysa áður en lengra er haldið við að setja saman nýjan stjórnarsáttmála. Sem fyrr er það útgangspunktur að Katrín Jakobsdóttir gegni áfram embætti forsætisráðherra, en stjórn- arþingmenn, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, telja líklegast að fjármálaráðuneytið verði áfram á forræði Sjálfstæðisflokksins, hvort sem Bjarni Benediktsson haldi áfram í því embætti eða eftirláti það öðrum. Í upphafi viðræðna töluðu framsókn- armenn um að Sigurður Ingi Jó- hannsson gæti í ljósi fleiri þingsæta gert tilkall til stóls forsætisráðherra eða fjármálaráðherra, en nú er frek- ar rætt um að hann verði ráðherra nýs innviðaráðuneytis. Þar mun helsta fyrirstaðan vera sú að Vinsti græn eru ófús til þess að láta skipu- lagsmálin af hendi úr umhverfisráðu- neytinu. Skipti á ráðuneytum og ráðherrum hugsanleg Formennirnir munu hafa kastað á milli sín hugmyndum um skiptingu annarra ráðuneyta, en viðræður eru ekki komnar á það stig að neitt sé far- ið að skýrast um það. Ekki er loku fyrir það skotið að verkefni verði færð milli ráðuneyta og jafnvel víð- tækari breytingar gerðar á stjórnar- ráðinu. Þau sjónarmið hafa einnig verið viðruð að rétt sé að flokkarnir skiptist á einhverjum ráðuneytum. Ríkis- stjórnin hafi gott af því að leyfa fersk- um vindum að blása um ganga ráðu- neytanna og ekki endilega heppilegt að menn gerist of þaulsætnir í fag- ráðuneytunum svonefndu. Í því samhengi hefur einnig verið rætt um að hugsanlega verði fyrir- huguð ráðherraskipti á miðju kjör- tímabili, enda ýmsir í þingflokkunum sem vilja gjarnan fá að spreyta sig í ráðuneyti, en fátt er árangursríkara til þess að halda ráðherrum við efnið en tifandi klukka sem enginn veit hverjum glymur í fyllingu tímans. Allt mun það þó vera á umræðustigi og ekkert frágengið. Erfiðu málin þarf að leysa Stjórnarþingmenn segja að for- mennirnir hafi ekki upplýst þing- flokkana um viðræðurnar nema í meginatriðum, en þingflokksfunda er að vænta í þessari viku. Þeim ber saman um að þær hafi gengið vel og gott hljóð sé í formönnunum. Helstu ásteytingarsteinarnir séu „erfið mál“ frá nýliðnu kjörtímabili, sem þurfi að leysa áður en lengra er hald- ið. Þar á meðal eru mál eins hálendis- þjóðgarður, friðunarmál og orkunýt- ing, útlendingamál, ríkisútgjöld og skattar. Á þeim hafi allir flokkarnir sterk- ar skoðanir og sum þeirra snerti á grundvallaratriðum sem flokkarnir eigi erfitt með að semja um, en ein- mitt þess vegna hafi þau reynst svo erfið í meðförum á liðnu kjörtíma- bili. Um sum þeirra eigi jafnframt við að þó svo að formennirnir kynnu að geta náð saman um þau, sé ekki víst að þingflokkar eða aðrar flokks- stofnanir fallist á þær. „Það miðar vel áfram, en það er samt enn langt í land,“ var lýsingin, sem einn stjórnarþingmaðurinn not- aði í samtali við blaðið í gærkvöld. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kjörbréf Fyrsti fundur undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar Alþingis fór fram í gær, en að sögn Birgis Ármanns- sonar, formanns hennar (t.h.), var þar farið yfir vinnulag, lagarammann og nauðsynlega upplýsingaöflun, auk þess sem rætt var um helsta viðfangsefnið, lögmæti talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Ræða að skiptast á ráðuneytum - Formenn stjórnarflokka halda áfram viðræðum - Vilja fyrst útkljá deiluefni frá fyrra kjörtímabili „Það sem skiptir máli er að fólk sé meðvitað um það að við erum ekki að taka neina áhættu, það er rýmt frekar fyrr en seinna,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múla- þings. Síðdegis í gær ákvað ríkislög- reglustjóri í samráði við lögreglu- stjórann á Austurlandi að lýsa yfir hættustigi almannavarna á Seyðis- firði vegna hættu á skriðuföllum. Greint var frá því að hreyfingar hefðu mælst á fleka sem liggur milli skriðusársins frá 2020 og Búðarár. Hreyfingar hefðu ekki mælst utan þess svæðis. Spáð er úrkomu á Seyðisfirði þegar líður á vikuna. Níu hús voru rýmd í gær, við Fossgötu 4, 5 og 7 og við Hafnar- götu 10, 12, 14, 16b, 18c og 25. Þá er umferð um göngustíg meðfram Búðará bönnuð á meðan hættustig er í gildi en gert er ráð fyrir að rým- ing vari fram yfir helgi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Herðubreið í gær. Björn sveitar- stjóri segir að fundað verði með íbú- um Seyðisfjarðar eftir næstu helgi til að ræða hættuna og að sérfræðingar muni fara yfir málin og skýra fyrir íbúum. Björn segir að nú séu töluvert fleiri mælar en áður var og mælingar því nákvæmar. Ekki verði teflt á tvær hættur ef það mælist einhver hreyfing heldur sé gripið til rýming- ar. „Síðan skulum við ætla að reynsl- an leiði í ljós hvenær þess þurfi og hvenær ekki í framtíðinni,“ segir Björn. „Þarna eru býsna nákvæmar mælingar, þar sem við höfum alltaf átt von á því að það yrðu rýmingar og að þær yrðu einu sinni eða oftar en einu sinni.“ rebekka@mbl.is Níu hús rýmd á Seyðisfirði í gær Morgunblaðið/Eggert Flóð Mikið tjón varð á Seyðisfirði síðla árs í fyrra vegna aurskriðna. - Hætta á skriðuföllum - Tökum enga áhættu, segir sveitarstjóri Múlaþings

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.