Morgunblaðið - 05.10.2021, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einnig getum við úvegað
startara og alternatora
í allskonar smávélar
frá Ameríku
Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði
í alternator og startaraviðgerðum.
Við höfum áratuga reynslu í
viðgerðum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Verkstæðið er með öll nauðsynleg
tæki og tól til þessara verka.
Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í
prufubekk til að tryggja að allt sé
í lagi. Þeim er einnig skilað
hreinum og máluðum.
Áratuga
reynsla
Borgarráð hefur samþykkt að taka
á leigu geymsluhúsnæði í Víkur-
hvarfi 1 í Kópavogi fyrir Listasafn
Reykjavíkur. Listaverkaeign Reyk-
víkinga hefur fram til þessa verið
til geymslu í Steinhellu 17a í Hafn-
arfirði en sá leigusamningur rann
út í haust. Margvísleg starfsemi er
þarna fyrir, m.a. eru Bindindis-
samtökin IOGT þar til húsa.
Fram kemur í greinargerð fjár-
mála- og áhættustýringarsviðs
borgarinnar að Listasafn Reykja-
víkur leitaði til skrifstofunnar og
óskaði eftir aðstoð við að finna nýtt
og stærra varðveisluhúsnæði fyrir
listaverk í eigu þess. Auglýst var
eftir húsnæði fyrir listasafnið og
bárust nokkur tilboð. Í kjölfar
heildarmats og skoðunar á mögu-
legum kostum óskaði Listasafn
Reykjavíkur eftir að gengið yrði til
samninga um húsnæði í Víkur-
hvarfi 1, eigandi Víkurhvarf 1 ehf.
Leigusamningurinn er óuppsegj-
anlegur fyrstu 10 árin. Leigu-
gjaldið er 1.452.700 krónur á mán-
uði og eru varðveislurekkar
innifaldir. Húsnæðið er 730 fer-
metrar en núverandi húsnæði í
Steinhellu 17a er 330 fermetrar.
Leigutíminn hefst 1. desember nk.
Fram kemur í markaðskönnun
Listasafnsins að í húsnæðinu verði
varðveitt stærri listaverk, skúlptúr-
ar og innsetningar. Af öryggis-
ástæðum sé mikilvægt að starfsemi
í næsta umhverfi sé ekki þess eðlis
að af henni stafi brunahætta eða
mikil mengun. Þá komi byggingar
á hættusvæðum ekki til greina, svo
sem vegna flóðahættu. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/sisi
Víkurhvarf 1 Geymslan er á 1. hæð hússins með góðu aðgengi fólks og bíla.
Listaverk Reykja-
víkur í Kópavog
- Taka á leigu geymslu í Víkurhvarfi
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þetta lítur allt mjög vel út. Ég held að
fólk sé alveg tilbúið í að fara aftur á
tónleika og muni sækja vel þessa jóla-
tónleika,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri miðasöluvefsins
Tix.is.
Hrefna segir framboð jólatónleika í
ár farið að verða svipað og í venjulegu
árferði. Eftir yfirferð á Tix.is kom í
ljós að 34 tónleikar hafa verið auglýst-
ir en þeir voru 97 á sama tíma árið
2019. Það gæti skýrst af því að hver
viðburður eru haldinn sjaldnar.
Baggalútur hefur til dæmis aðeins
auglýst sex tónleika en ekki átján eins
og fyrir tveimur árum.
Miðasalan hefur venjulega hafist í
byrjun september en hefur farið hægt
af stað í ár. Segir Hrefna að fólk haldi
að sér höndum meðan það sjái hvernig
framboðið verði.
Sala á tónleika Baggalúts, sem hafa
verið afar vinsælir í gegnum tíðina,
hefst á morgun, 5. október, og forsala
á Jólagesti Björgvins hefst fimmtu-
daginn 6. október en almenn miðasala
7. október. Sala er þó hafin á ýmsa
aðra stórtónleika, m.a. Jülevenner
Emmsjé Gauta og tónleika Siggu
Beinteins, Á hátíðlegum nótum, og
Jólatónleika Geirs Ólafssonar, Las Ve-
gas Christmas Show.
„Miðasala hefur verið mjög góð síð-
ustu tvær eða þrjár vikur, miklu betri
en við höfum verið að sjá fram að því
svo þetta stefnir í að fara í eðlilegt
horf.“
Hrefna segist búast við því að miðar
á fleiri viðburði muni koma í sölu á
næstu vikum. „Minni viðburðir eru oft
seinni að koma inn og þeir eiga alveg
eftir að koma.“
Síðasta jólatónleikavertíð var
óvenjuleg vegna faraldursins og
brugðu sumir tónleikahaldarar á það
ráð að sýna frá tónleikum í beinu
streymi. Það gerði Björgvin Hall-
dórsson meðal annars. Hrefna segir
að ekki sé farið að selja miða á streym-
istónleika í ár en segir það hafa komið
til umræðu og eigi hún því allt eins von
á því að einhverjir muni bjóða upp á
streymi frá tónleikum sínum í ár.
Í ár munu Jólagestir Björgvins
koma fram á tvennum tónleikum í
Laugardalshöllinni. Þar er gert ráð
fyrir 3.928 gestum í níu sóttvarnar-
hólfum. Seljist upp á hvora tveggja
tónleikana munu miðasölutekjur nema
um 78 milljónum. Þetta verður 15. árið
í röð sem Björgvin heldur jólatónleika
sína.
Salan fer hægt af stað
en stefnir í eðlilegt horf
- 34 jólatónleikar auglýstir en búist við fleirum - Mun færri
en á sama tíma 2019 - 3.928 sæti hjá Jólagestum Björgvins
Morgunblaðið/Eggert
Trúðslæti Líf og fjör á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar.