Morgunblaðið - 05.10.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021
ÚTILJÓSADAGAR
999
Áður: kr. 4.935
kr.
Áður: kr. 4.935
999kr.
Áður: kr. 6.911
999kr.
Áður: kr. 3.552
999kr.
Úrval útiljósa á aðeins 999 kr.
Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | rafmark.is
-72%
-86%-80%
-80%
Minnum á nýju
vefverslunina
okkar rafmark.is
Bandarísku vísindamennirnir Dav-
id Julius og Ardem Patapoutian
hljóta sænsku Nóbelsverðlaunin í
læknisfræði í ár fyrir uppgötvanir
sem tengjast því hvernig líkaminn
nemur hitastig og snertingu.
Rannsóknir vísindamannanna
tveggja, sem þeir gerðu hvor í sínu
lagi í kringum aldamótin, hafa nýst
til að þróa meðferðir við marg-
víslegum sjúkdómum og kvillum
þar á meðal krónískum verkjum.
Julius er prófessor við Kali-
forníuháskóla í San Francisco og
Patapoutian er prófessor við
Scripps Research í Kaliforníu. Þeir
deila með sér verðlaunafénu sem
nemur 10 milljónum sænskra
króna, jafnvirði tæpra 150 milljóna
króna.
SVÍÞJÓÐ
Hljóta Nóbelsverð-
launin í læknisfræði
David Julius og Ardem Patapoutian
Rússar skutu á
loft tveimur
hljóðfráum stýri-
flaugum og var
annarri þeirra
skotið frá kafbáti
sem þá var undir
yfirborði sjávar.
Flaugarnar eru
af gerðinni
Zircon og er þró-
un þeirra liður í
stóreflingu rússneska hersins.
Zircon-stýriflaugar geta flogið á
níföldum hljóðhraða og er því afar
erfitt fyrir mótaðila að bæði granda
þeim á flugi og fylgjast með ferðum
þeirra. Flaugunum var skotið frá
kjarnakafbátnum Severodvinsk og
freigátunni Gorshkov aðmíráli.
Með Zircon eru Rússar sagðir
með yfirhöndina í stýriflaugatækni.
RÚSSLAND
Nýjar stýriflaugar á
níföldum hljóðhraða
Flauginni skotið
frá Severodvinsk.
Breski herinn byrjaði í gær að flytja
jarðefnaeldsneyti til bensínstöðva,
en margar stöðvar þar í landi hafa
dögum saman glímt við mikinn skort
á bæði bensíni og díselolíu. Ástæðan
er sögð skortur á vörubílstjórum eft-
ir útgöngu Breta úr Evrópusam-
bandinu.
Fréttaveita AFP greinir frá því að
um 200 einkennisklæddir hermenn
sjái nú um að manna olíuflutninga-
bíla og er áhersla lögð á að flytja
jarðefnaeldsneyti til bensínstöðva í
Lundúnum og suðausturhluta lands-
ins. Þar sé staðan verst. Aðgerðin
gengur undir heitinu „Escalin“.
Samtök söluaðila eldsneytis
(PRA), sem er í forsvari fyrir 65%
allra sölustaða jarðefnaeldsneytis á
Bretlandi, fagnar framtaki hersins.
Þó óttast þó að Escalin-aðgerðin
muni einungis hafa takmörkuð áhrif.
Eftirspurn sé mikil og fólk hamstrar
það eldsneyti sem það kemst í.
Forsætisráðherra Bretlands segir
stöðuna upp komna vegna þess að
Bretland sé að taka við sér eftir kór-
ónuveirufaraldurinn. Pólland,
Bandaríkin og Kína glími nú einnig
við skort á vörubílstjórum.
AFP
Tómt Margar bensínstöðvar hafa lent í alvarlegum eldsneytisskorti.
Breski herinn keyrir
eldsneyti á sölustaði
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Þrjú flugmóðurskip, tvö frá Banda-
ríkjunum og eitt frá Bretlandi, æfðu
á Filippseyjahafi um helgina ásamt
14 öðrum herskipum af ýmsum gerð-
um. Meðal þess sem æft var voru
loftvarnir, kafbátahernaður og al-
menn samhæfing og stýring í hern-
aðaraðgerðum.
Greint er frá þessu í hermiðlinum
Stars and Stripes, sem starfar með
heimild bandaríska varnarmálaráðu-
neytisins, Pentagon.
Er um að ræða bandarísku flug-
móðurskipin USS Ronald Reagan og
USS Carl Vinson ásamt breska flug-
móðurskipinu HMS Queen Eliza-
beth, en hið fyrstnefnda er nýkomið
úr aðgerðum í Mið-Austurlöndum.
Skipin hittust suðvestur af eyjunni
Okinawa og sameinuðust 14 öðrum
herskipum frá Bandaríkjunum, Jap-
an, Bretlandi, Nýja-Sjálandi, Hol-
landi og Kanada. Í hópnum voru
bandarísku tundurspillarnir USS
Shiloh, USS Chafee og USS The Sul-
livans. Þá var beitiskipið USS Lake
Champlain einnig á æfingunni, en
skip þessi eru öll búin stýriflaugum.
Hin herskipin í hópnum voru blanda
af tundurspillum, freigátum og þjón-
ustuskipum.
Mikil spenna á svæðinu
Í umfjöllun Stars and Stripes
kemur einnig fram að undir lok æf-
ingarinnar hafi kínverski herinn sent
16 orrustuþotur á loft til að fljúga
yfir hafsvæðið suður af Taívan. Slíkt
gerðist einnig síðastliðinn föstudag
þegar hátt í 40 herþotum var flogið
þangað, ýmist að degi til eða nóttu.
Talsmaður utanríkisráðuneytis
Bandaríkjanna segir hernaðar-
umsvif Kína í námunda við Taívan
ógna stöðugleika og öryggi á svæð-
inu. Eru ráðamenn í Beijing hvattir
til að hætta hernaðarlegum ógnun-
um sínum í garð Taívan sem og póli-
tískum þvingunum.
Þrjú flugmóðurskip æfðu
- Risarnir USS Ronald Reagan og USS Carl Vinson æfðu með HMS Queen
Elizabeth - Með þeim voru 14 önnur herskip - Kínverjar minntu á sig við Taívan
Fréttaljósmyndarar AFP hittu fyrir þennan
barnahóp í Afganistan síðastliðinn sunnudag.
Þau eru síja-múslimar og tilheyra minnihluta-
hópi hazara sem lengi hefur átt undir högg að
sækja í landinu. Börnin eru sögð hafa verið að
ganga í átt að nærliggjandi á til að sækja vatn.
Að baki þeim má sjá hæðir en í þeim eru hellar
þar sem heilu fjölskyldurnar hafast við, líkt og
fólk þarna hefur gert aldir aftur í tímann.
AFP
Vatnsleiðangur í Afganistan