Morgunblaðið - 05.10.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.10.2021, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Töluverð hætta er á að verðbólga fari úr böndum hér á landi. Víða er- lendis er þróunin ískyggileg og það mun út af fyrir sig ekki hjálpa, en hættan sem steðjar að hér á landi er þó að mestu heimatilbúin. Hún er að verulegu leyti afleiðing stefnu meirihlutans í höfuð- borginni í skipulagsmálum. Meirihlutinn vill helst engar byggingar sjá austan Elliða- ánna en leggur þess í stað of- uráherslu á þéttingu byggðar sem er í senn seinleg og dýr leið til að fjölga íbúðum. Í of- análag er meirihlutinn á móti því að bjóða fjölbreytta kosti. Um það segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, í Morgunblaðinu í gær: „Nánast engum lóðum er úthlutað til einstaklinga sem vilja byggja raðhús, parhús eða einbýlishús. Byggingarlóðir eru seldar á himinháu verði til byggingarfélaga, sem byggja að langmestu leyti íbúðir í risastórum háhýsum sem ungt fólk ræður alls ekki við að kaupa.“ Pawel Bartoszek, borgar- fulltrúi Viðreisnar og formaður skipulags- og samgönguráðs, tók annan pól í hæðina á Face- book-síðu sinni fyrir helgi. Þar stærir hann sig af því að met hafi verið slegið í nýbyggingum í borginni í fyrra og að í ár stefni í annað met. Samtök iðnaðarins, SI, voru ekki sátt við tölur borgar- fulltrúans og hafa þau ítrekað bent á að verulega vanti upp á að nóg sé byggt á höfuðborg- arsvæðinu, ekki síst í Reykja- vík. Og þau hafa bent á hið augljósa, að afleiðingar af of litlu framboði komi fram í hækkandi fasteignaverði og þar með hærri verðbólgu og hærri vöxtum. SI segja í yfir- lýsingu sem þau birtu í gær að þau vilji „leiðrétta rangfærslur“ Pa- wels sem hann setti fram á Facebook og þau fara rækilega yfir fjölda í byggingu samkvæmt eigin talningum. Þar segir: „Sam- kvæmt talningu SI eru í Reykjavík nú tæplega 1.900 íbúðir í byggingu og nemur samdrátturinn á milli ára 24%. Á sama tíma í fyrra voru um 2.500 íbúðir í byggingu í Reykjavík sem þýðir að nú eru 600 færri íbúðir í byggingu. Ef horft er til ársins 2019 þá voru á þessum tíma 2.735 íbúðir í byggingu í Reykjavík og því mælist samdrátturinn frá þeim tíma 31%. Það verður því að teljast langt frá því að vera metár líkt og formaðurinn full- yrðir. Rétt er að benda á að Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun (HMS) hefur áætlað að það þurfi 3.000-3.500 nýjar íbúðir á markaðinn árlega næstu árin en ekki um 2.000 eins og formaðurinn heldur fram.“ SI leggja áherslu á að telja íbúðir sem eru raunverulega í byggingu og segja að vonir og væntingar um skipulag fari ekki saman við raunveruleik- ann. Stefna borgarinnar í skipu- lagsmálum er verulegt áhyggjuefni af ýmsum ástæð- um. Nú er svo komið að þessi stefna er á góðri leið með að verða sjálfstæður efnahags- vandi hér á landi. Allar líkur eru á að stefnunni fylgi aukin verðbólga og hærri vextir með lakari lífskjörum almennings. Á meðan borgarfulltrúar meirihlutans skella skollaeyr- um við varnaðarorðum um þennan alvarlega vanda eru litlar líkur á að hann leysist á næstunni. Borgaryfirvöld verða að sýna ábyrgð og hætta draumórum} Hærri verðbólga og vextir í boði borgar Í svari utanríkis- og þróunarsam- vinnuráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, sem birt var skömmu fyrir kosn- ingar, um fjölda innleiddra reglna Evrópusambandsins í ís- lenskan rétt kemur fram að frá gildistöku til og með árinu 2020 hefur Ísland tekið upp um 14,5% af gerðum ESB. Þar segir enn fremur að hlutfallið hafi verið lágt fyrstu árin en hafi aukist nokkuð upp úr 2010, „fyrst og fremst vegna upptöku mat- vælalöggjafarinnar í EES- samninginn og vegna nýrra reglna á sviði fjármálamarkaða“. Frá nóvember 2017 til júní 2021 tók Ísland upp um 18% af gerðum ESB. Um leið og þessar tölur sýna hve mik- inn fjölda reglna Ís- land sleppur við með því að vera aðeins í EES og standa utan ESB er þróunin í fjölda áhyggjuefni. Enn fremur er áhyggjuefni að í öðrum svör- um um svipað efni, um þær und- anþágur sem Ísland hafi fengið, kemur fram að ekki er haldið ná- kvæmlega utan um þá mikilvægu vinnu og því óljóst hverju hún skilar. Brýnt er að sú vinna sé markviss og um leið sýnir þróun- in að full ástæða er fyrir Ísland að standa fast á bremsunni í þessum efnum. Ísland innleiðir aðeins lítinn hluta gerða ESB, en fjöldinn fer vaxandi} Óhagstæð þróun Þ að hefur mikið mætt á starfs- fólki Vinnumálastofnunar und- anfarin misseri. Við vinnu í vel- ferðarnefnd Alþingis varð ég þess áskynja að skilningur kerfisins á starfi listamanna virðist nokkuð takmarkaður. Vilji var til að taka tillit til sviðslistafólks og þess starfsfólks sem fæst við tengd störf sem missti lífsviðurværi sitt á augabragði vegna heimsfaraldurs. Vilji þings var að tryggja þessum hópi stuðning eins og öðrum sem urðu fyrir tekjufalli en þegar mánuðirnir liðu reynd- ust fá þeirra hafa fengið lausn sinna mála. Þröskuldarnir í kerfinu urðu að ókleifum múrum, flækjustigin urðu að þéttofnu neti sem fáir komust í gegnum og umsóknir listafólks lentu oftar en ekki neðst í bunk- unum á yfirfullum skrifborðum starfsfólks Vinnu- málastofnunar. Spurningin „já, en hvar vinnur þú“ reyndist oftar en ekki hanga í loftinu. Lítill skilningur var á því að listafólk starfar oft á mörgum stöðum í ólíkum verk- efnum sem ekki hafa skilgreint starfshlutfall. Hálfur dagur hér, tveir dagar þar og svo þriggja mánaða verkefni auk sýninga á þriðja staðnum. „Hvar vinnur þú og í hvaða starfshlutfalli“ kallaði á löng og flókin svör listafólks sem oftar en ekki var svarað með setn- ingunni „já, en það getur enginn lifað á þessum laun- um“. Þar sem kröpp kjör listafólks eru þeirra veru- leiki en ekki viðurkennd í viðmiðunartölum ríkisskattstjóra þá var umsóknum þeirra oftar en ekki synjað á þeim grundvelli að enginn gæti lifað á svo lágum launum. Fyrir helgi barst frétt um að íranska tón- listarkonan Elham Fakouri, sem hefur ver- ið búsett hér í þrjú ár, hefði fengið synjun á umsókn sinni um áframhaldandi dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Elham hefur lokið námi við Listaháskóla Íslands og bauðst starf í sinni sérgrein, sem er persnesk tón- list og er hljóðfærið hennar Ney-flauta. Lög um útlendinga gera ekki ráð fyrir að listamenn vilji setjast hér að og sinna sinni listgrein. Sjálfstæðir listamenn, sem ekki eru EES-borgarar, hafa þurft að þola mikla þrautagöngu við umsókn um leyfi til dvalar hér á landi og hefur kerfið ekki viðurkennt þeirra sjálfstæða starfsgrundvöll. Þau hafa því sótt um dvöl vegna sérfræðistarfa hjá ákveðnum aðila hér á landi líkt og hin íranska tónlist- arkona sem nú hefur fengið synjun á dvalarleyfi. Sjálfstæðir listamenn, sem starfa á heimsvísu en vilja búa hér á landi, hafa ekki einn vinnuveitenda hér- lendis heldur eru sínir eigin vinnuveitendur með tekjur af ástundun sinni í listum víðs vegar um heim. Kerfið spyr aftur sem fyrr „já, en hvar ertu að vinna“. Listamanninum er þannig gert að sanna það fyrir íslenskum stjórnvöldum að ekki hafi annar lista- maður fengist í starfið, eins og um hvert annað starf væri að ræða. Ef það tekst ekki er umsókn synjað. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Skilja stjórnvöld ekki störf listafólks? Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is A ð mati Þjóðskjalasafns ligg- ur vandinn einkum í því að ríkið hefur ekki innleitt rafræna skjalavörslu af nægilegum krafti. Það hefur leitt til þess að stofnanir eru að prenta út rafræn gögn á pappír til varðveislu þannig að frá 2012 hefur pappírs- magnið aukist um 112% hjá ríkinu.“ Þetta segir Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns, þegar hann er innt- ur eftir skýringum á þeirri gífurlegu fjölgun pappírsskjala hjá opinberum stofnunum sem í ljós kom við við eft- irlitskönnun í sumar sem leið. Skýrsla um málið var birt í síðustu viku. „Ef rafræn skjalavarsla er inn- leidd hjá stofnunum, embættum og fyrirtækjum ríkisins minnkar þörfin á miklu húsnæði undir pappírsskjöl, bæði hjá stofnunum og Þjóðskjala- safni,“ segir hann. Njörður segir að niðurstaðan hafi þó ekki komið starfsfólki Þjóð- skjalasafnsins á óvart. „Þessi mynd hefur birst í niðurstöðum á eftirlits- könnunum safnsins undanfarin ár. Við höfum bent stjórnvöldum á stöð- una í nokkur ár og að nauðsynlegt sé að bregðast við,“ segir hann, En skapar þetta ekki fyrirsjáan- lega vandræði hjá Þjóðskjalasafni? „Ljóst er að þessi mikla aukning pappírsskjala hjá ríkinu þýðir að Þjóðskjalasafn þarf meira húsnæði til að taka við skjölunum til varð- veislu, en þeir 106.000 hillumetrar sem eru nú þegar hjá stofnunum rík- isins munu berast safninu á næstu 30 árum. Reikna má með að safnkostur Þjóðskjalasafns muni stækka um næstum 200% þegar öll skjölin eru komin til varðveislu til safnsins. Það þýðir að húsnæði safnsins þarf að stækka jafnmikið,“ svarar hann. Njörður segir að ríkið þurfi að gera átak í að innleiða rafræna skjalavörslu hjá stofnunum, emb- ættum og fyrirtækjum ríkisins og hætta að framleiða pappírsskjöl. Það skjóti skökku við að á sama tíma og ríkið leggi meiri áherslu á rafræna stjórnsýslu séu stofnanir enn að prenta út rafræn gögn til varðveislu. Samhliða þessu þurfi líka að skil- greina betur hvað er mikilvægt að varðveita til lengri tíma og hvaða gögnum sé óhætt að eyða þegar hag- nýtu eða stjórnsýslulegu gildi er lok- ið. „Í öðru lagi þarf svo að tryggja Þjóðskjalasafni nægt húsnæði til að taka við þeim pappírsskjölum sem hafa þegar orðið til. Helst ætti ríkið að marka sér stefnu í þessum mál- um, t.d. að engin pappírsskjöl verði til eftir ákveðinn tíma og að öll gögn þess verði í framtíðinni á rafrænu formi, og berist þannig til varðveislu á Þjóðskjalasafn í framtíðinni. Þann- ig væri í raun hægt að byggja end- anlega geymslur fyrir öll pappírs- skjöl ríkisins. Þá má líka geta þess að á síðasta ári hófst vinna við að greina úrbótamöguleika í þessu efni, bæði til að styrkja opinbera aðila í þessari vegferð og styrkja Þjóðskjalasafn til að takast á við verkefnið af auknum krafti,“ segir Njörð- ur. Í inngangsorðum skýrslunnar segir Hrefna Róbertsdóttir þjóð- skjalavörður að ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki rík- isins noti yfir tvisvar sinn- um meira rými undir skjöl sín en Þjóðskjalasafn notar fyrir allan sinn safnkost sem nær aftur til 12. ald- ar og til dagsins í dag. Ríkið hætti að fram- leiða pappírsskjöl Skylt er ríkisstofnunum að af- henda Þjóðskjalasafni skjöl sem eru 30 ára eða eldri. Í könnun safnsins í sumar var spurt hvort stofnanir vildu af- henda pappírsskjöl sem væru yngri en 30 ára. Sögðust tæp 40% hafa áhuga á því. Flestar báru við plássleysi. Einnig var nefnt að betri varðveisluskil- yrði væru í Þjóðskjalasafninu en hjá viðkomandi stofnun. Samtals vildu stofnanirnar afhenda um sjö þúsund hillumetra af skjölum, þar af ein sem vildi losna við 2.500 hillu- metra. Enn er talsvert af pappírsskjölum 30 ára og eldri í vörslu rík- isaðila þótt þau eigi að vera komin til Þjóð- skjalasafnsins. Er um- fangið metið á um 2.200 hillu- metra. Vilja losna við ný skjöl SKJALAVARSLA Njörður Sigurðsson Morgunblaðið/Ómar Skjalavarsla Fyrirsjáanlegt er að útvega þurfi stærra húsnæði undir skjalageymslur Þjóðskjalasafnsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.