Morgunblaðið - 05.10.2021, Side 16

Morgunblaðið - 05.10.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021 Gamall bekkj- arbróðir minn, Haukur Jóhannsson verkfræð- ingur, ritar grein í Morgunblaðið fimmtu- daginn 30. september. Fyrirsögnin er „Mál, vog og klukka“ og fjallar um það sem Haukur telur óæskileg frávik frá alþjóðlegum stöðlum í ræðu og riti hérlendis. Nú er það svo, að staðlar eru samdir til að koma í veg fyrir misskilning manna á milli. Ef staðall stangast á við fyrri hefðir í ein- hverjum atriðum, getur verið álita- mál hvort framfylgja eigi staðlinum einstrengingslega. Íslensk reglu- gerð tekur mið af þessu eins og Haukur segir, en hann er ósáttur við þá tilslökun. Sem dæmi tekur hann þá venju hérlendis að setja tíma- setningar fram í röðinni dagur- mánuður-ár. Þarna vill Haukur snúa röðinni við og fylgja alþjóðlegum staðli: ár-mánuður-dagur. Hann segir marga gera það hér á landi; annað sé til marks um misskilda þjóðernisvitund, því að ríkjandi rit- háttur sé frá Danmörku kominn eins og sú röð daganna að hafa sunnudag fyrstan í viku en ekki mánudag eins og reglan sé í öðrum Evrópulöndum. Röðin ár-mánuður-dagur tíðkast fyrst og fremst í Bandaríkjunum. Annars staðar er röðin yfirleitt dag- ur-mánuður-ár. Að margir hérlendis noti gagnstæða röð kann- ast ég ekki við. Ef við færum að ráðum Hauks þyrfti að breyta öllum íslenskum kenni- tölum, því að í þeim er röðin dagur-mánuður- ár. Einnig þyrfti að breyta nöfnum dag- anna, a.m.k. þriðju- dags og fimmtudags, sem að fornu hétu týs- dagur og þórsdagur. Að segja að röð daganna sé frá Dan- mörku komin gefur villandi mynd af upprunanum. Sunnudagur er fyrst- ur í fornri trú, bæði Gyðinga og kristinna, og kemur það fram í Biblíunni. Vissulega hefðu eldri nöfnin sómt sér vel, en nú er of seint að endurskoða þau, svo rækilega sem þau hafa fest í sessi. Haukur ræðir um skammstafanir tímasetninga og vill hafa þar „h“ fyrir klukkustund, „min“ fyrir mín- útu og „s“ fyrir sekúndu. Hraði er gjarna tilgreindur í km/klst., en rétt skammstöfun er km/h að mati Hauks. Táknið „h“ er dregið af lat- ínunni „hora“ sem merkir stund. Sú skýring var talin nokkuð framandi íslenskum lesanda, og í Almanaki Háskólans var á sínum tíma brugðið til þess ráðs að nota „t“ í staðinn við merkingar tímabauga á stjörnu- kortum sem birt eru árlega í alman- akinu. Var t þá hugsað sem skamm- stöfun fyrir orðið tími í merkingunni klukkutími. Vel má vera að enskuvæðing þjóðarinnar sé komin á það stig að h (fyrir hour) þyki eðlilegt og sjálfsagt og megi því breyta þessu. Einingum hins al- þjóðlega einingakerfis (SI) eru gerð skil annars staðar í almanakinu. Þar kemur fram að lengdareiningin sé metri og hafi skammstöfunina „m“. Þar mun komin ástæða þess að mín- úta sé skammstöfuð „min“ en ekki „m“ í reglugerð sem Haukur vitnar til. Í stjörnufræði og víðar er skammstöfunin m notuð fyrir mín- útur alls staðar þar sem ekki er hætta á misskilningi. Loks tekur Haukur fyrir þann hátt Ríkisútvarpsins að skipta sólar- hringnum í tvö 12 stunda tímabil og tala um kl. 10, hvort sem er að morgni eða kvöldi. Slík framsetning sé ekki í samræmi við prentaða dag- skrá. Þetta er auðvitað daglegt mál og vandséð að það geti valdið rugl- ingi þótt í dagskrá RÚV séu stundir taldar upp í 24. Meginatriðið hlýtur ávallt að vera að forðast misskilning fremur en binda sig við staðla, hversu vandaðir sem þeir kunna að vera. Vangaveltur um staðla Eftir Þorstein Sæmundsson » Þótt alþjóðlegir staðlar séu gagn- legir verður stundum að víkja frá þeim. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er stjörnufræðingur. halo@hi.is Hinn 6. september sl. skrifaði ég grein í blaðið þar sem ég sagði m.a. að í ESB ríkti hæsta stig lýð- ræðis, þar sem ekkert stærra mál, stefnu- mörkun eða samn- ingur tækju gildi nema öll þjóðríki sam- bandsins 27 sam- þykktu. Hjörtur J. Guðmundsson, sem mikið hefur skrifað í blaðið gegn Evrópu og ESB, skrifar svo grein í blaðið 24. september undir fyr- irsögninni „Stærstu ríkin í algerri yfirburðastöðu“. Þar byrjar hann á að vísa í mín skrif, þar sem hann slítur minn málflutning þó úr samhengi og af- flytur merkingu þess sem ég sagði. Ekki gott það. Kjarni þessarar umræðu er samt spurningin um það hvort litlu ríkin í ESB hafi mikil áhrif og mikil völd, m.a. eða sérstaklega í gegnum sitt neitunarvald eða „veto“-rétt. Hjörtur fullyrðir að stærstu ríkin séu í algerri yfirburðastöðu og set- ur þar fram þá staðhæfingu að vægi ríkja fari eftir íbúafjölda og ráði hann mestu um möguleika sam- bandsríkjanna til áhrifa og ákvarð- ana. Stundum er hlutasannleikur verri en ósannindi. Það mætti líkja þessu við að fullyrt væri að Vestfjarða- kjálki væri Ísland. Hjörtur vísar svo til þess, að Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hafi fyrir nokkru kallað eftir því að neitunarvald aðildar- ríkja verði minnkað. Á það að styðja fullyrðingu Hjartar um að neitunarvaldið sé lít- ilfjörlegt eða muni fara minnkandi. Hér verður Hirti hins vegar á hugsunarskekkja. Ástæðan fyrir því að Maas vill draga úr möguleikum aðildarríkja til að beita neitunar- valdi er einmitt sú að þetta vald einstakra ríkja er mjög mikið, af- gerandi og sterkt. Til að unnt væri að draga úr veto-réttinum yrðu þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27, allar ríkisstjórn- irnar og líka öll þjóðþingin, að ógleymdu Evrópuþinginu, að sam- þykkja slíka skerðingu neitunar- valdsins, líka auðvitað litlu ríkin, þannig að þetta mun seint eða aldr- ei gerast. Neitunarvald aðildarríkja ESB nær til þessara málaflokka: . skattlagningar . fjárhagsáætlana og fjár- málaskuldbindinga . félagslegrar verndar og öryggis almennings samninga um upptöku nýrra aðild- arríkja . öryggis- og varnarmála . samskipta og samninga ESB við önnur ríki . sameiginlegrar löggæslu sam- bandsríkjanna. Hver heilvita maður sér því hversu gífurleg áhrif hvert og eitt ríki getur haft í gegnum neit- unarvaldið eða veto-réttinn. Auðvitað reyna sum aðildarríki að nota neitunarvaldið með óheið- arlegum hætti, misnota það til að knýja fram eigin hagsmuni eða stefnumál, og reynir þá auðvitað á getu og vilja til málamiðlana og sanngjarnra lausna. Fundir þjóðarleiðtoganna 27 standa stundum sólarhringum sam- an. En feður ESB vildu hafa þetta svona. Ef stærri þjóðir og meiri- hluti íbúa ættu að ráða för myndi sambandið klofna í hópa og fylk- ingar og sambandið liðast í sundur. Til að fyrirbyggja slíka þróun ríkir því hæsta stig lýðræðis í sam- bandinu, þar sem allir verða að samþykkja öll stór og þýðing- armikil mál, þó að slíkt geti verið erfitt og tímafrekt í fram- kvæmd. Fjölmörg nýleg dæmi eru um það að minni ríki hafi stöðvað framgang mála sem flest eða öll hin ríkin vildu. ESB vildi t.a.m. gefa út sérstaka yfirlýsingu þegar til síðustu átaka kom milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, þeim síð- arnefndu í vil, en Ungverjaland stoppaði þessa yfirlýsingu. Sama sagan þegar sambandið vildi gefa út yfirlýsingu gegn fram- gangi Kínverja í Hong Kong; gagn- rýni á Kínverja. Ungverjaland kom í veg fyrir hana. Það var einmitt af þessum til- efnum sem Maas lýsti yfir þeim vilja sínum að neitunarvald aðild- arríkja yrði skert, en hans vilji hef- ur hér lítið að segja þar sem til þyrfti að koma samþykki allra leið- toga, ríkisstjórna, þjóðþinga svo og Evrópuþingsins til að slík skerðing neitunarvalds næði fram að ganga. Nefna má mörg önnur dæmi um það vald sem þjóðríkin hafa í gegn- um veto-réttinn. ESB stóð í samningum við Kan- ada um fríverslun í sjö ár. Þegar loks öll atriði voru komin á hreint og undirrita átti þurftu öll þjóð- þingin fyrst að samþykkja, en þjóð- þing þjóðarbrotsins Vallóna í Belgíu stoppaði málið. Það tók fjölmarga mánuði og miklar málamiðlanir að fá þá góða svo unnt yrði að undirrita samning- inn. ESB ákvað að stofna mikinn end- urreisnarsjóð, 750 milljarða evra, til að styrkja uppbyggingu þjóðríkja sambandsins eftir Covid. Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Spánn og Grikkland, en íbúar þess- ara landa eru 267 milljónir, vildu að verulegur hluti þessa fjár gengi til aðildarríkjanna sem styrkir í óend- urkræfu formi. Austurríki, Holland, Danmörk og Svíþjóð, þar sem íbúar eru alls 42 milljónir, vildu hins vegar að minni- hluti fjárins færi sem styrkur og þeim mun meira sem endurgreið- anlegt lán. Vilji þessara landa, með 9,5% íbúa sambandsins, réð. Annað dæmi: Sambandsstjórnin var búin að stilla upp fjárhags- áætlun til næstu sjö ára, upp á yfir 1.000 milljarða evra, sem 25 þjóð- ríkjanna, með 90% af íbúafjöld- anum, höfðu samþykkt, en Pólland og Ungverjaland, með 10% fjöldans, beittu neitunarvaldi og áætlunin fór fyrst í gegn eftir lang- ar viðræður og flóknar málamiðl- anir. Margir helstu áhrifamenn sam- bandsins hafa líka komið frá litlu ríkjunum. T.a.m. er José Manuel Barroso frá Portúgal (10 millj. íbúa) forseti ráðherraráðsins frá 2004 til 2014 og Jean-Claude Juncker frá Lúxemborg (650 þús. íbúar) forseti 2014-2019. Á grundvelli ofangreindra stað- reynda og dæma vænti ég þess að menn sjái að fullyrðingar Hjartar J. Guðmundssonar um að stærstu rík- in í ESB séu „í algerri yfirburða- stöðu“ hvað varðar áhrif og völd standast ekki. Svar til Hjartar J. Guðmundssonar Eftir Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltvedt »Hæsta stig lýðræðis ríkir í sambandinu, þar sem allir verða að samþykkja öll stór og þýðingarmikil mál, þó að slíkt geti verið erfitt og tímafrekt. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Í aðdraganda nýaf- staðinna kosninga lögðu nokkrir fram- bjóðendur áherslu á að að breyta rekstri íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækja og vildu sumir ganga langt í þeim efnum, jafnvel umbylta und- irstöðum sjáv- arútvegsins eins og við höfum þekkt hann síðustu 30 ár. Allt er þetta hluti þeirrar ein- kennilegu umræðu sem rís og hníg- ur með reglulegu millibili og geng- ur út á að gera bara eitthvað allt annað og búa til einhvern veginn allt öðruvísi sjávarútveg en fengið hefur að þróast í 30 ár. Það er þannig að þeir sem hafa alla tíð barist gegn núverandi kerfi og áhrifum þess eru stöðugt að tala um sátt sem í stuttu máli gengur út á að breyta því sem hefur gefist vel til að þóknast óánægjurödd- unum, fólkinu sem hefur í raun ekkert starfað að sjávarútvegi í 30 ár. Þeirra sátt er orðin tóm, þeir hafa eingöngu áhuga á að steypa undan þeim sem starfa í sjávar- útvegi í dag með óljós pólitísk markmið að leiðarljósi. Hluti af þessari umræðu byggist á því að samþjöppun sé mikil í sjávarútvegi og þar sé allt að færast á fáar hendur. Það er bara ekki svo, allar skýrslur og úttektir sýna ann- að. Samkeppni er mik- il innan sjávarútvegs- ins, öfugt við margar aðrar greinar atvinnu- lífsins. Það er ótalmargt sem hefur færst til betri vegar. Það er fagnaðarefni að nýlið- un er innan sjávar- útvegs þar sem háskólamenntað fólk á nú möguleika á að starfa og efla þekkingu og tækni við veiðar og vinnslu. Þetta gengur svo vel að við erum að flytja út verðmæt tæki og dýrmætan búnað sem byggist á þekkingu og reynslu þessa fólks til annarra landa. Sjávarútvegurinn er eina at- vinnugreinin sem greiðir auðlinda- gjald af þeim atvinnuvegum sem nýta auðlindir landsins. Íslenskur sjávarútvegur er sá eini sem ekki er ríkisstyrktur í alþjóðlegum sam- anburði og við búum við besta fisk- veiðistjórnunarkerfi í heimi. Kerfi sem við getum flutt út og byggt á við að leiðbeina öðrum þjóðum þeg- ar kemur að sjálfbærni við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Það þarf ekki að taka fram að fiskveiði- stjórnunarkerfi okkar uppfyllir mörg heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (SDG). En af hverju er áhugi á að breyta rekstri íslensks sjávar- útvegs? Telja þeir sem það boða að starfsmenn ríkis og sveitarfélaga standi sig betur við að reka íslensk- an sjávarútveg en þeir sem hafa gert það síðustu áratugi? Eru menn búnir að gleyma að þetta var reynt fyrir tíma kvótans og veiðar voru frjálsar? Skemmst er frá því að segja að þá var allt á hausnum og stöðugt reynt að bjarga fyrir- tækjum með alls konar pólitískri fyrirgreiðslu, millifærslum og sjóðabraski. Núna þegar við erum með flókinn fyrirtækjarekstur í kringum sjávarútveginn, rekstur sem byggist á þekkingu, hátækni- lausnum og gríðarlegu markaðs- og sölustarfi, vilja verðandi stjórn- málamenn breyta því. Geta þeir staðið frammi fyrir kjósendum og sagt að í því felist engin áhætta? Reksturinn skilar miklum tekjum og framlegð í dag til hagsbótar fyr- ir þjóðarbúið allt og margir á landsbyggðinni eiga allt sitt undir sjávarútvegi. Geta þessir sömu stjórnmálamenn sagt að þeir geti gert betur? Alþingi á að veita framkvæmd- arvaldinu aðhald og setja lög um það sem fara má betur í íslensku samfélagi. Þingmenn eiga að sjá til þess að starfsumhverfi fyrirtækja sé þannig að þau búi til verðmæti og skili afgangi svo þau geti borgað skatta sem nýttir eru til að styðja við samfélagsverkefni sem bæta lífskjör almennings. Þeir eiga ekki að ala á öfund og sundurþykkju í garð einstakra atvinnugreina, nógir eru til þess. Hvað gerir nýtt þing? Eftir Svan Guðmundsson » Þingmenn eiga að verja starfsumhverfi fyrirtækja, þau búi til verðmæti og geti borgað skatta. Þeir eiga ekki að ala á öfund og sund- urþykkju. Svanur Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. og sjávarútvegsfræðingur. svanur@arcticeconomy.com Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.