Morgunblaðið - 05.10.2021, Side 20

Morgunblaðið - 05.10.2021, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021 ✝ Björn Krist- jánsson fæddist í Vestmannaeyjum 13. júlí 1951 Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 17. sept- ember 2021. Foreldrar hans voru Helga Björns- dóttir, f. 2.4. 1931, d. 17.2. 1964, og Kristján Georgs- son, f. 13.11. 1928, d. 12.4. 1977. Systkini Björns eru Georg Þór, f. 25.3. 1950, d. 11.11. 2001, maki Kristrún Harpa Rúts- dóttir; Guðfinna Sigríður, f. 17.11. 1953, maki Hafsteinn Stefánsson; Margrét Grímlaug, f. 5.10. 1958, maki Reynir Jó- hannesson; Mjöll, f. 15.12. 1959, maki Sigurjón Birgisson; Drífa, f. 15.12. 1959 maki Björn Þor- grímsson; Óðinn, f. 27.11. 1961, maki Hulda Sæland Árnadóttir; Þór, f. 27.11. 1961, maki Eygló Guðmunds- dóttir. Björn kvæntist Sigrúnu Sigurð- ardóttur, f. 26.12. 1951, d. 24.6. 2011. Þau skildu. Þau eignuðust eina dóttur, Ólöfu Helgu, hún á þrjú börn; Helgu Rún, Úlf Óla og Vigdísi, og eitt barnabarn, Þór Elías. Eftirlifandi sambýliskona er Margrét Sigrún Skúladóttir, á hún þrjú börn; Heiðu sem er lát- in, Ingva Ómar og Sighvat Arn- ar, og fjögur barnabörn; Ísak, Töru, Daníel og Söru Máneyju. Jarðsett verður frá Fossvogs- kirkju í dag, 5. október 2021, kl. 13. Í dag, þriðjudaginn 5. október, kveðjum við systkin bróður okkar sem hefur barist hetjulega við krabbamein í um tvö ár. Hann var næstelstur átta systkina. Fyrstu ár Bjössa átti fjölskyldan heima á loftinu í Sæt- úni við Urðarveg hjá Margréti Jónsdóttur og Guðmundi Pálssyni og sótti Bjössi mjög mikið í að vera hjá þeim hjónum og var þar með þeim ófáar stundir og þar eignaðist hann margra góða vini og félaga sem hann átti gott sam- band við til dauðadags. Fjölskyldan flytur svo í Klöpp við Njarðarstíg sem var í eigu langafa okkar, Kristjáns Ingi- mundarsonar. Þaðan er stutt í fjöruna og Skansinn þar sem krakkarnir léku sér saman innan um grjót og urðir. Bjössi var mjög öflugur og var um allt, eyddi mikl- um tíma í spröngunni eins og allir peyjar en auðvitað fannst okkur hann spranga flottast og hæst enda óhræddur við allt. Bjössi var eini Týrarinn í fjöl- skyldunni eða allri ættinni þar sem Eggert Sigurlásson frá Reynisstað (Eggó) bólstrari náði að plata hann í Tý með því að splæsa á hann ís með dýfu. Pabbi okkar var nú ekki ánægður með soninn en afi okkar Georg Gísla- son kaupmaður var einn af stofn- endum Íþróttafélagsins Þórs. Það voru teknir strigaskór og allt ann- að skótau sem hægt var að nota en það stoppaði ekki kauða, hann fór bara í stígvélum á æfingu. Árið 1963 fluttum við á Faxa- stíg 11, oft var glatt á hjalla hjá stórfjölskyldunni, við systkin er- um fædd 8 á 11 árum þannig að mikið var að gerast á heimilinu, hver og einn hafði sitt verkefni jafnt strákar og stelpur en oftast sluppu nú eldri bræðurnir, mamma okkar dekraði ótrúlega mikið við þá og munum við eftir hárþvottinum í eldhúsvaskinum ef eitthvað stóð til. Bjössi byrjaði ungur að vinna enda mjög kröftugur og voru þeir sem unnu með honum stoltir ef þeir lentu með honum að taka úr tækjunum í Fiskiðjunni eða lentu með honum í útskipun þar sem fá- ir komust með tærnar þar sem hann hafði hælana. Bjössi átti mjög auðvelt með að læra hafði ekkert fyrir því. Frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja fór hann einn vetur í Vogaskóla 15 ára og bjó hjá Ted bróður pabba og Ástu konu hans og fjölskyldu. Þá liggur leið hans í Reykjanes- skóla, var þar 2 vetur og útskrif- aðist þaðan með reisn. Fer seinna í Stýrimannaskólann, þar var hugur hans á sjónum, hann hefur róið á mörgum bátum og togurum víða um land og tók Þór bróður með sér á Sindra Ve 6o þá 14 ára, sagði hann vera 16, gaf honum ekkert eftir þó ungur væri. Á sjómannsárum hans fór hann ótroðnar slóðir, gerði margt sem aðrir þorðu ekki að gera, óttalaus við allt og sama um annarra álit. Bjössi hafði gott sjónminni og mundi allar tölur, öll símanúmer, afmælisdaga okkar systkina og hjá vinum, kunningjum og ætt- ingjum. Hann hringdi í alla á af- mælisdögum. Hann var vinmarg- ur, mjög trygglyndur, litríkur karakter eins og regnboginn, töff- ari var hann og sagði skemmtilega frá, sérstaklega ef hann átti í hlut. Bjössi átti tvisvar hund sem voru honum mjög kærir, sá fyrri hét Moli, sá seinni var Peyi, báðir urðu þeir mjög háðir honum en hann samt háðari þeim en þeir honum. Hvíl þú í friði. Fyrir hönd Klapparsystkina, Margrét Grímlaug Kristjánsdóttir. Það voru lítil börn að leik á túninu við Klöpp sem körpuðu um það hvor bræðranna Ted og Kiddi myndu eignast fleiri börn en hvor um sig átti þá fjögur. Þegar tví- burarnir Mjöll og Drífa fæddust og ári síðar Óðinn og Þór var eng- um blöðum um það að fletta að Kiddi var kominn með vinninginn. Björn Kristjánsson eða Bjössi í Klöpp eins og hann var oftast kall- aður ólst upp í átta systkina hópi við heimilisaðstæður sem ekki voru alltaf eins og best verður á kosið þó ekki hafi skort ástríki og elsku foreldranna til barnahóps- ins. Framan af var Bjössi fyrirferð- armikill og fljótur til viðbragðs enda stutt í kvikuna þar sem undir kraumaði særð réttlætiskennd og örugglega ekki alltaf öfundsvert að vera kennarinn hans í grunn- skóla því sagan segir að Bjössi hafi hvorki skeytt um boð né bönn og t.d. ekki hikað ekki við að skríða út um gluggann í miðri kennslustund. Þegar skólakerfið í Vestmannaeyjum gafst upp á pilt- inum flutti hann til okkar bræðra- barnanna í Reykjavík en þá hafði Helgi Þorláksson samþykkt að hann fengi að ljúka skólaskyld- unni í Vogaskóla. Þegar Bjössi flutti til okkar tilbúinn til að axla ábyrgð á sjálf- um sér og náminu kom fljótlega í ljós að nafnið sem kennt var við Klöpp stóð honum oftar en ekki fyrir þrifum því sögur af hreysti- mennsku hans og bardagafimi náðu víða sem leiddi til þess að þegar hann brá sér á dansleik var alltaf einhver sem vildi reyna sig við hann. Bjössi kom þá gjarnan heim með rispur, skurði og stund- um í ermalausum jakkafatajakka. Ég get ekki sagt að það hafi komið á óvart hve blíður og við- kvæmur Bjössi var við nánari kynni því við sem þekktum hann vissum að undir niðri bjó viðkvæm og undur falleg sál sem tók alltaf stöðu með þeim sem minna máttu sín. Það sem kom hins vegar á óvart var hve rólegur og traustur félagi hann var og hve vel hann sat að jafnaði í sjálfum sér. Hann var vel greindur, stálminnugur, bók- hneigður og gat verið mjög fynd- inn. Bjössi var svo hraðlæs að það tók hann aðeins part úr vetri að spæna í sig Íslendingasögurnar og allar riddarasögurnar á forn- málinu. Þegar horft er baksýnis- spegilinn lá Bjössi gjarnan uppi í sófa með bók sér í hönd og æf- ingagormurinn ekki langt undan. Ekki þýddi að etja kappi við pilt- inn því hann var fljótur til svars, orðheppinn og vílaði ekki fyrir sér að tvinna saman blótsyrði að hætti Egils Skallagrímssonar og ánægðastur var hann þegar geng- ið hafði verið fram af viðmæland- anum. Árin liðu, Bjössi lauk stýri- mannaskólanum og stundaði sjó- inn af kappi. Þegar hann var skip- stjóri á Vatnseyrinni lét hann reyna á lögin um úthlutun veiði- heimilda með því að landa aflan- um sem veiddur hafði verið án heimilda í viðurvist votta en hann var þeirrar skoðunar að það væri fólkið í landinu sem ætti fiskinn í sjónum en ekki útgerðaraðallinn. Nú er hann genginn upp fyrir fjöllin grænu sem umlykja Eyj- arnar sem ólu hann og fóstruðu en eftir verða fótsporin í klettum sem eru ennþá í sömu skorðum þótt við hverfum á braut. Ég mun sakna samræðna við Bjössa þar sem sagðar voru fréttir af vinum og vandamönnum og aldrei á neinn hallað. Sigrún Skúladóttir, sambýliskona hans til 30 ára, á nú um sárt að binda. Ég votta henni, Ólöfu Helgu dóttur hans, barna- börnum og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Katrín Theodórsdóttir Bjössi í Klöpp var mesti töffari sem ég hef kynnst eða heyrt um. Eina samjöfnuðinn finn ég þegar ég les Grettis sögu með reglulegu millibili. Bjössi í Klöpp var Grettir Ásmundarson okkar tíma. Og Bjössi var vinur minn í æsku; en heldur vafasöm fyrirmynd þótti mörgum fullorðnum. Ég er reyndar svolítið efins um hvort ég megi kalla hann æskuvin minn því hann var þremur árum eldri og það munar miklu þegar annar er 9 ára og hinn 12. Hann leyfði mér þó oft að þvælast með sér og öðrum í stórkarlalegri prakkarastrik og villingaverk en dæmi voru um í Eyjum – og köll- uðu heimamenn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. En það var nokkuð örugg „slysatrygging“ að geta sagst vera vinur Bjössa; menn voru ekkert að abbast mikið upp á peyja sem átti slíkan vin. Einu sinni þegar ég var líklega 9 ára og Bjössi 12 kom hann til mín með fulla vasa af kraftmiklum kínverjum sem einhver sjóari hafi smyglað inn og selt honum. Bjössi var búinn að finna það út að það hlyti að vera mjög sniðugt að sprengja þessa kínverja inni í lok- uðum símaklefum sem voru á sím- stöðinni þar sem pabbi var sím- stjóri. Hann var líka búinn að reikna út að ef við værum mjög snöggir að henda hvor sínum kín- verjanum inn í hvern klefa þá myndi það standa á endum að það byrjaði að springa í þeim fyrsta í þann mund sem við hentum inn í þann síðasta. Það er skemmst frá því að segja að þessi aðgerð tókst svo vel að þegar sprengingarnar hófust var eins og húsið væri að hrynja til grunna og starfsfólkið skreið undir borð á barmi tauga- áfalls. Og við Bjössi sátum úti á tröppum og vorum að kafna úr hlátri. Þangað til pabbi kom. Hann þreif í öxlina á mér og spurði hvern andsk. … við hefð- um verið að gera. Bjössi beið ekki boðanna, spratt upp, reif í hönd- ina á pabba og sagði: „Vert þú ekkert að rífa í Palla! Rífðu í mig - ef þú þorir!“ Pabbi var svo gátt- aður á framhleypninni í þessum 12 ára strák að hann gekk orð- laust í burtu. Eftir á að hyggja líklega með glott á vör. Bjössi sagði svo við mig þegar hann kvaddi: „Þú lætur mig vita ef það verður eitthvert vesen. Þetta voru rosalegar sprengingar mað- ur!“ Ég sat eftir og hugsaði hvað ég væri heppinn að eiga svona vin. Ég gæti fyllt heila bók með uppátækjum og stórvirkjum Bjössa í Klöpp frá unga aldri. Og einhvern veginn kom það ekki á óvart þegar nokkrir fífldjarfir menn vildu um síðustu aldamót láta reyna á lögmæti kvótakerf- isins með því að senda kvótalaus- an bát á fiskveiðar, að þá munstr- uðu þeir Bjössa í Klöpp á þann bát. Gæslan elti hann út um allan sjó, en hann gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana, fremur en fyrr. Um þetta má lesa í dómabókum – „Ákæruvaldið gegn Birni Krist- jánssyni …“. Það vissu færri að undir þessu hrjúfa og kalda yfirbragði töffar- ans sló heitt hjarta. Þegar búið var að skafa burtu allan töffara- skapinn stóð eftir góðviljaður og heill maður með mikla réttlætis- kennd. Það verða sagðar sögur um Bjössa í Klöpp og hans getið í ljóðum, líkt og Bubbi gerði, um langa hríð. Ég votta ættingjum og ástvin- um mína dýpstu samúð. Páll Magnússon. Björn Kristjánsson Árið er 1971. Við vorum nýstúdentar og vorum að þreifa fyrir okkur um framtíðarnám, höfðum valið íslensku en á þessum árum þurfti fólk að taka tvær námsgreinar til BA- prófs, jafngildar. Í boði var splunkuný námsgrein, almenn bókmenntafræði, kennarinn ný- kominn frá útlöndum og efnið virtist framandlegt og spenn- andi. Kennarinn ungi var Álf- rún Gunnlaugsdóttir og hún átti eftir að hafa meiri áhrif á okkur en flestir aðrir kennarar sem við höfum haft. Hún var Álfrún Gunnlaugsdóttir ✝ Álfrún Gunn- laugsdóttir fæddist 18. mars 1938. Hún lést 15. september 2021. Útförin fór fram 4. október 2021. falleg kona og allt- af með rauðan varalit. Hún keðju- reykti á þessum árum, eins og flest okkar, og hún var svolítið útlendings- leg. Í náminu var hún ekkert að hlífa okkur fremur en sjálfri sér. Hún lét okkur lesa heims- bókmenntir, gríð- arlega doðranta, Don Kíkóta, Stríð og frið, Vanity Fair, Tom Jones, Beaudelaire, Sartre, Ca- mus og marga fleiri. Hún skrif- aði fyrirlestra sína og nótur á spænsku því að hún var fljótari að því en að skrifa á íslensku eftir 11 ára dvöl erlendis og þýddi fræðin oft á íslensku í tímunum og engan þekkjum við sem hefði leikið það eftir. Álfrún varð smám saman meira en kennari, hún varð vin- ur okkar allra og skemmti sér með okkur ef svo bar undir en ekki var það oft því að hún vann næstum allan sólarhring- inn og eftir að Bjarki fæddist var hún bundnari. Hún lét vin- áttu við okkur aldrei hafa áhrif á kröfurnar sem hún gerði til okkar eða matið á verkum okk- ar. Hún var afskaplega fast- heldin á sín prinsipp, réttlæt- iskennd hennar var sterk og óhagganleg og hún var mjög pólitísk. Hún hafði kynnst fas- istastjórn Francos þau sjö ár sem hún bjó á Spáni og gaf engan afslátt á kröfum sínum um frelsi og mannréttindi allra. Það tók ekki minnst til sam- starfsfólks hennar við Háskóla Íslands og hún gat alveg barið í borðið ef henni fannst gengið á rétt sinn og annarra af há- skólayfirvöldum eða stjórn- völdum. Andstæðingum hennar fannst hún einstrengingsleg en fylgismenn hennar dáðu hana fyrir hugrekki hennar og styrk. Enginn vissi á þessum árum að hún væri að fást við skriftir þegar hún steig fram sem full- skapaður höfundur með smá- sagnasafninu Af manna völd- um, 1982. Síðan fylgdi hvert stórvirkið öðru og höfundar- verk hennar var ótrúlega djúpsinnað, fjölbreytt og ögr- andi, bæði í formi og innihaldi. Viðtöl við hana opna líka inn- sýn í hennar frjóu sköpunar- gáfu og þetta kemur vel fram í málþingi sem starfsfélagar Álf- rúnar héldu henni til heiðurs og greinasafni sem Guðni Elísson ritstýrði um skáldskap og fræðistörf Álfrúnar árið 2010. Við sjúkrabeð Álfrúnar í júní sl. minntist hún þess með gleði að Guðrún Jóhannsdóttir, tengdadóttir Vilborgar Dag- bjartsdóttir, hefði sótt þær vin- konurnar á fimm vikna fresti, keyrt þær í klippingu og fylgt þeim á veitingahúsið Jómfrúna þar sem þær hefðu borðað smörrebröd og drukkið snafs og skrafað margt. Þær kvöddu okkur þessar merkilegu konur með aðeins dags millibili og það er von okkar að þær hafi fundið hvor aðra nú þegar og borði nú smörrebröd og drekki snafs saman í efra. Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jóhann Jónsson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR VALGEIR INGVARSSON garðyrkjumaður, Borgarheiði 41, Hveragerði, lést 2. október á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 8. október klukkan 14. Lilja Guðmundsdóttir Símon Arnar Pálsson Guðrún Guðmundsdóttir Össur Emil Friðgeirsson Björn Guðmundsson Sigríður Magnúsdóttir afabörn og langafabörn Ástkær sonur minn, stjúpsonur, stjúpfaðir, bróðir, tengdafaðir og afi, PÁLL MAGNÚSSON sálfræðingur, Bragagötu 36, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum 29. september, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 6. október klukkan 15. Jarðsett verður í Dalvíkurkirkjugarði föstudaginn 8. október klukkan 15. Magnús Pálsson Frances Cowan Hlynur Sigursveinsson Dagbjört Þórey Ævarsdóttir Elísabet Sigursveinsdóttir Elías Þór Höskuldsson Bjarki Sigursveinsson Tumi Magnússon Ráðhildur Ingadóttir Pétur Magnússon Guttormur Magnússon Brit Sejersted Bødtker Anna Sigurveig Magnúsd. Kolbeinn Jón Magnússon og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, OLGA RAGNARSDÓTTIR, Boðaþingi 22, áður til heimilis að Lækjarbrún, Hveragerði, lést miðvikudaginn 15. september. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristján G. Valdemarsson Ragnheiður Þ. Kristjánsd. Jóhann Þ. Jóhannsson Valdemar Ó. Kristjánsson Linda Ann Diaz Helga Gréta Kristjánsdóttir Kristinn Friðriksson Ragnar M. Kristjánsson Jóhanna Helga Guðjónsdóttir ömmu- og langömmubörn Elskulegur fósturfaðir okkar og bróðir, SIGURÐUR ÁRMANN SIGURJÓNSSON, Sólheimum 25, lést mánudaginn 27. september. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 7. október klukkan 15. Prisana, Walnipha, Kristín Júlía, Aðalsteinn, Aðalheiður og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.