Morgunblaðið - 05.10.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.10.2021, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021 ✝ Héðinn Þor- steinsson fædd- ist á Akureyri 31. ágúst 1941. Hann lést á heimili sínu 19. september 2021. Foreldrar hans voru Þorsteinn Davíðsson, verk- smiðjustjóri frá Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, og k.h. Þóra Guðmunds- dóttir frá Arnarnesi við Eyja- fjörð. Héðinn kvæntist 26. ágúst 1967 Stefaníu Einarsdóttur, f. 5. júlí 1949, dóttur Einars Magn- grímsdóttir, f. 7. apríl 1992. 2) Einar Örn, f. 10. maí 1969, samb.k. Edda Björk Eggerts- dóttir, f. 28. mars 1976. 3) Sig- urlína Þóra, f. 31. maí 1977, gift Alexander H. Jarosch f. 3. apríl 1977, sonur þeirra er Dagur Alex Jarosch, f. 26. desember 2011. Héðinn lauk námi í mjólkur- fræði frá Ladelund Mejeriskole á Jótlandi árið 1962. Hann starfaði nær alla sína starfsævi í Mjólk- ursamlagi KEA á Akureyri þar sem hann hóf upphaflega störf árið 1958. Þó brá hann sér til Sví- þjóðar árið 1966 og starfaði um eitt ár í LMC-mjólkurstöðinni í Kallebäck í Gautaborg. Hann sinnti félagsstörfum fyrir mjólk- urfræðinga um árabil, bæði sem trúnaðarmaður og í samn- inganefnd Mjólkurfræðinga- félags Íslands. Útförin var í kyrrþey að ósk hins látna. ússonar, skipasmiðs frá Ytri-Hofdölum í Skagafirði, og Sig- urlínu Pálsdóttur frá Vatnsenda í Eyjafirði. Héðinn átti tvo bræður sem báðir eru á lífi, þá Ingólf Helga, f. 1934, og Guðmund, f. 1939. Börn Héðins og Stefaníu eru: 1) Fjóla Heiðrún, f. 31. janúar 1968, gift Hirti Narfasyni, f. 15. októ- ber 1966. Börn Fjólu eru Hulda Margrét Hallgrímsdóttir, f. 20. febrúar 1987, og Heiðrún Hall- Það er vetur í Fnjóskadal. Sumarbústaður fjölskyldunnar er nánast á kafi í snjó og allir sofa. Í notalega köldu herbergi rumska ég allt í einu við kunn- uglegt brakið í gólfinu þegar pabbi röltir fram að viðarofn- inum fyrir allar aldir. Ískrið í ofnlúgunni fylgir þegar pabbi opnar hana varlega til að raða inn eldivið sem hann hafði sag- að til sjálfur sumarið áður. Hann passar þannig að húsið sé hlýtt þegar allir fara á fætur seinna um morguninn. Ég veit að þetta er ein af hans eftirlæt- isstundum, sitjandi þarna við ofninn í lopapeysunni sinni að kveikja upp. Það brakar svo aft- ur í gólfinu þegar hann stendur upp og fer aftur upp í rúm, síð- an verður allt hljótt. Einhverju seinna vakna ég við hljóðið í kaffivélinni í eld- húsinu og ilminn sem leggur frá henni. Glugginn ofan við rúmið er örlítið opinn, það streymir niður á koddann ískalt og nota- legt loft, en líka ilmurinn frá brennandi eldiviðnum úr strompinum. Ég staulast loks fram úr með stírur í augunum og heyri þessa glaðværu rödd „góðan daginn Lína mín, vel- komin á fætur“. Útvarpið er í gangi og það er búið að leggja á borð og við spjöllum yfir morg- unmatnum um daginn og veg- inn, nýjustu fréttir og veður- fréttir. Pabbi fuglavinur minnist auðvitað líka á snjótitt- linga og rjúpur sem sér bregða fyrir utan við gluggann. Hann minnist líka á tré sem hafa brotnað undan snjóþunganum um veturinn sem þarf seinna að saga. Eftir morgunkaffið stendur hann upp, kíkir út um gluggann í eldhúsinu, lítur á hitamælinn og les tveggja stafa frosttölur upphátt. Pabbi er á leið út að moka snjó, sækja meiri eldivið og skella sér svo í gönguskíða- ferð með okkur. En fyrst klæðir hann sig í gulu gúmmíhanskana og vaskar upp með vatninu sem hann hitaði á viðarofninum fyrr um morguninn. Síðan er hann fljótur að klæða sig, röltir út í snjóinn með bros á vör og mok- ar nýfallinn snjóinn frá hurð- inni. Seinna hefst gönguskíða- ferðin okkar í gegnum skóginn og við könnum tré sem hafa brotnað undan snjóþunga og höldum svo áfram meðfram bökkum Fnjóskár í glitrandi snjónum. Hvíl í friði elsku besti pabbi minn. Ég verð ævinlega þakklát fyrir alla hlýjuna, góðmennsk- una og húmorinn þinn og það tækifæri sem ég fékk að alast upp á mínu öðru heimili, úti í náttúrunni í Fnjóskadal. Sigurlína Þóra Héðinsdóttir. Þegar ég hugsa til pabba, sem oftast var kallaður Héddi, kemur fyrst upp í hugann far- sæll og rólyndur maður sem aldrei féll verk úr hendi. Ungur missti hann móður sína og varð úr að hann dvaldist í sveit á sumrin, lengst af á Eyjardalsá í Bárðardal. Um miðja síðustu öld var dráttarvélin nýjung í sveitinni og hann fór á milli bæja til að slá fyrir bændur, sem voru vanari hestum við heyskapinn. Hann minntist sveitalífsins og vinnuseminnar í Bárðardal gjarnan með dæmi- sögum og brosi á vör. Hann var vinnusamur fram á síðustu stundu. Sjálfsbjargar- viðleitnin var mikil og honum var umhugað um nýtni og fyr- irhyggju að góðra sveitamanna sið. Hann var lítið gefin fyrir veraldlega hluti nema gagnlegir væru en hafði meiri áhuga á ræktun og náttúrunni og var umhugað um hvert tré. Hann kunni þó vel að gera sér og sín- um glaðan dag og var duglegur að ferðast bæði austan hafs og vestan ásamt mömmu. Skógarreiturinn Hróarstunga í landi Hróarsstaða í Fnjóska- dal var hans megináhugamál og þar undi hann sér vel allt árið um kring. Þar stundaði hann þau ræktunarstörf og lifnaðar- hætti sem hæfa, bæði að þjóð- legum og norrænum sið, ásamt skíðaiðkun, göngum og hjólreið- um. Þangað ferðaðist hann á mótorhjóli sínu ef svo bar við og hlakkaði alltaf jafn mikið til fararinnar. Héðinn var gæfusamur mað- ur, þægilegur og sanngjarn eins og faðir hans, en honum og tengdaforeldrum reyndist hann vel til æviloka þeirra. Sérstakur eiginleiki hans var að leggja gott til mála með skynsemi og hæfilegri staðfestu þegar við áskoranir var að etja. Hann tókst á við veikindi sín síðasta árið af æðruleysi og ró- lyndi og lést í faðmi fjölskyld- unnar. Hann var þakklátur heimahlynningu Sjúkrahússins á Akureyri, læknum sínum og ekki síst mömmu fyrir einstak- lega góða umönnun og vináttu. Við kveðjum góðan mann frá þessari jarðvist með söknuði og fallegum minningum, en hann mun dveljast áfram í skógum og dölum Þingeyjarsýslu í ann- arri vídd með sínu fólki. Einar Örn Héðinsson Héddi föðurbróðir minn var vinnusamur, glaðlyndur, hlýr og hjálpsamur maður. Hann var kóngurinn í Hróarstungu (í landi Hróarstaða) í Fnjóskadal, í skógarreit fjölskyldunnar og sumarbústaðarlandinu sínu, sem hann hugsaði einstaklega vel um. Þegar við fjölskyldan komum norður og dvöldum á sumrin var hann alltaf tilbúinn að að- stoða okkur með grisjun og við- hald á lóðinni okkar. Og hann taldi ekki eftir sér að slá alltaf fyrir okkur á sláttutraktornum sínum og munaði það miklu þegar við komum og „allt í standi“ eins og pabbi segir allt- af. Ég sé hann fyrir mér í vinnusloppnum þar sem hann nuddar saman höndunum og segir mér brosandi frá lífinu í skóginum og því sem hann hef- ur verið að gera, grisja, snyrta, slá og stafla upp eldivið. Vinnu- gleði hans var smitandi og þeg- ar við tókum okkur til stór- fjölskyldan og höfðum vinnudaga var hann alltaf búinn að skipuleggja það eins og best verður á kosið. Ég er þakklát fyrir stund- irnar með Hédda og Diddu en þau tóku allaf svo vel á móti okkur. Um veturinn er liggur skógurinn í dvala þegar vindurinn vælir og snjórinn leggst á greinar hans eins og kuldaleg sæng. Um vorið er fólkið vaknar til lífsins með bros á vör og þrestirnir syngja á nýútsprungnum greinunum. Um sumarið er hláturinn glymur þegar hamingjan ríkir, sólin skín og trén brosa við í blóma lífsins. Um haustið er söngurinn þagnar og trén halda dauðahaldi í gulnuð lauf sín. Svo byrjar það allt upp á nýtt. (Lyra) Þóra Guðmundsdóttir. Héðinn Þorsteinsson Elsku Ási afi, afi í sveitinni, nú hefur þú kvatt okkur og ert loksins kominn til ömmu Villu eða því trúi ég. Þegar maður sest niður að skrifa koma upp minningar sem eru ljúfar, litlir hlutir og stórir sem minna mig á þig. Ég elska þeg- ar maður sér litla, oft ómerki- Guðfinnur Áskell Benediktsson ✝ Guðfinnur Ás- kell Benedikts- son fæddist 14. jan- úar 1932. Hann lést 22. september 2021. Útför hans fór fram 1. október 2021. lega hluti í hvers- dagslífinu og þeir minna mig á ein- hvern sem er/var mér kær. Það sem minnir mig á þig afi er rauður ópal, mikið sem maður var heppinn að fara bílrúnt með þér inn á Hólmavík og það var alltaf ópal eða brjóstsykur í bíln- um. Svo var maður að stelast í ópal sem þú geymdir í horninu sem þú sast alltaf. Þú sast alltaf þar með hnakkann upp við vegginn svo það var komið far á vegginn. Egg, ég veit ekki um neinn sem borðaði jafn mikið af eggjum og þú, já eða þar til þú máttir ekki borða svona mikið af þeim. Það var alltaf kapp- hlaup hjá okkur krökkunum að fara að sækja egg og smá keppni hver fann egg úti í móa við hænsnakofann. Við vorum mjög dugleg að koma í sveitina, alla páska, öll sumur. Vorum að dunda okkur í búkofanum, í druslubílnum, á haugunum, tína ber, uppi í klettunum, í hörpu- skeljunum, niðri í fjöru, við ána, úti á túni og margt fleira. Ynd- islegur tími og svo dýrmætt að hafa getað fengið að eyða hon- um í sveitinni. Við brölluðum margt inni líka og það var sko sungið (öskrað) og dansað í her- berginu í bílskúrnum. Eitt skipti vorum við a.m.k. 5 krakk- ar að gista þar og búið að reyna allt til að fá okkur til að sofna en á endanum var leynivopnið sent inn, þú. Þú komst inn og það þorði enginn að vera með stæla og við sofnuðum frekar fljótt. Skák og spil minna mig líka á þig. Það var mikið teflt og spilað í sveitinni. Þú kenndir mér kapal og svo var tafltölvan mjög vinsæl. Harmonikka og harmonikkutónlist var líf þitt og yndi og alltaf jafn gaman að hlusta á þig spila. Þú varst mjög stoltur af af- komendum þínum og vildir iðu- lega ræða hvað fjöldinn væri kominn í enda ríkur maður af börnum, barnabörnum og lang- afabörnum. Við ræddum oft hvaðan rauða hárið á strákun- um mínum tveimur kæmi því okkur fannst gaman að spá í þessu og þér fannst liturinn svo fallegur. Það var alltaf ljúft að koma í heimsókn til þín á dval- arheimilið síðustu árin og heilsa upp á þig. Það verður án efa skrítið að koma ekki við en minningarnar lifa. Hvíl í friði elsku afi. Þín Valdís. Þann 20.9. var til moldar borinn mætur kollega og félagi undanfarna áratugi, Einar Hjaltason lækn- ir. Kynni okkar ná aftur til árs- ins 1984, en þá var Einar sjúkrahúslæknir á Ísafirði, en ég á Patreksfirði. Einar var al- mennur skurðlæknir með víð- tæka reynslu og við tilheyrð- um hópi lækna sem nú eru óðum að hverfa hér á landi, landsbyggðarskurðlæknar, sem verða að takast á við allt það sem að höndum ber við ólíklegustu aðstæður, vera yf- irlæknar blandaðs sjúkrahúss, taka á móti börnum, stunda gjörgæzlu, fljúga til Reykja- víkur með sjúklinga sem þurfa á sérhæfðri meðhöndlun að halda, gera magaspeglanir, ristil- og blöðruspeglanir, taka röntgenmyndir og lesa úr þeim, gera sónarskoðun á ófrískum konum o.s.frv., auk þess að gera fjölbreyttar skurðaðgerðir og stjórna deyf- ingum og svæfingum. Um miðjan 9. áratuginn gerðumst við báðir félagar í alþjóðlegum félagsskap skurð- lækna, sem hét þá „The Viking Surgical Club“ – samtök skurðlækna, sem vinna á litlum og/eða afskekktum stöð- um. Í samtökunum voru – og eru – skurðlæknar frá Skot- landi, N-Írlandi, skozku eyj- unum, Færeyjum, Gíbraltar, læknar sem starfa í þróunar- löndum og svo við tveir frá Ís- landi, og hittist hópurinn ár- lega á heimaslóð þess Einar Hjaltason ✝ Einar Hjalta- son fæddist 22. apríl 1945. Hann lést 6. september 2021. Útför Einars fór fram 20. september 2021. skurðlæknis sem er forseti í það skiptið, en fé- lagsskapurinn – sem ber núorðið það virðulega nafn „Viking Surgeons Association“ – hef- ur þrívegis haldið árlega ráðstefnu sína á Íslandi, fyrst á Ísafirði og í Flókalundi 1988, í Stykkishólmi 2000 og á Siglu- firði 2019, en Covid-19 hefur leitt af sér rafrænar ráðstefn- ur síðan þá. Heiðursfélagi samtakanna var Magnús heit- inn Magnússon, sjónvarps- stjarna hjá BBC. Ísland hefur ekki látið sig vanta á ráðstefnum VSA og sótti Einar ráðstefnuna á Siglufirði 2019. Einar var afar farsæll í starfi og virtur jafnt af koll- egum og skjólstæðingum. Frá Ísafirði fór hann til sjúkra- hússins á Selfossi, en síðan á Landspítalann, þar sem hann stafaði síðast á Bráðamóttöku. Samskipti okkar Einars voru alla tíð afar vinsamleg og gott var að leita til hans með fagleg vandamál, en eitt af markmiðum ofangreindra sam- taka er einmitt að rjúfa þá ein- angrun sem félagarnir þurfa oft að búa við. Ég mun sakna hans sem kollega og félaga, og ekki hvað sízt sem ferðafélaga í tengslum við þann fé- lagsskap, sem okkur báðum var svo annt um. Því miður átti ég ekki heim- angengt til að fylgja honum til grafar, en færi fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarósk- ir. Sem ríkjandi forseti The Viking Surgeons Association færi ég vina- og samúðar- kveðjur allra félaga samtak- anna. Blessuð sé minning hans. Jósep Ó. Blöndal. Ég trúi því varla enn að þú sért far- in frá okkur. Við sem ætluðum að fara í bíltúr inn í Hörgárdal á æskuslóðir föður þíns og fara svo út að borða saman í tilefni þess að í fyrra hefðum við náð samtals 120 ár- um. Við ætluðum í fyrra eftir Færeyjaferð mína en ákváðum að fresta því fram á næsta sum- ar vegna Covid. Í staðinn feng- um við okkur möffins á afmæl- isdaginn minn á Sak og hlógum að því að afmælisdeitið okkar hefði nú átt að vera meira „fancy“ en þetta. Ólöf Jóhanna Pálsdóttir ✝ Ólöf Jóhanna Pálsdóttir fæddist 11. júlí 1935. Hún lést 30. ágúst 2021. Útförin var gerð 1. október 2021. Stórt skarð hef- ur nú myndast í fjölskyldunni, ekki bara afi farinn heldur þú líka rúm- um 10 árum seinna. Þið voruð bæði fastur punktur í lífi mínu frá því að ég man eftir mér. Ég var mikið hjá ykk- ur sem krakki og sótti mikið í ykkar félagsskap. Mikið líf var oft hjá ykkur í Seljó á sumrin þegar systkini pabba komu með sínar fjölskyldur og þá var líf og fjör í kringum okkur krakkaskarann. Við áttum saman góða viku eftir að afi féll skyndilega frá fyrir tíu árum, þá gistum við Dimma hjá þér í viku. Frægt var rauðvínsævintýrið okkar. Þig langaði endilega í kínamat og ég brunaði eftir matnum og þegar heim var komið varstu búin að draga fram þetta flotta rauðvín sem þið afi fenguð í af- mælisgjöf sumarið áður. Þér fannst tilvalið að opna eina flösku með matnum, aldrei gafst tilefni til að opna hana meðan afi lifði því hann var ekki hrifinn af rauðvíni. Þá vandaðist málið, ekki fannst neinn tappatogari nema einn handgerður og æva- forn sem amma þín átti og var ekki líklegur til neinna stór- verka. Klukkustund og nokkr- um skurðum seinna gátum við hellt í glas báðar dauðfegnar að rauðvínið hafi verið þess virði. Við áttum ekki bara eftir af- mælisfögnuðinn okkar heldur langaði okkur lengi að geta farið eina útlandaferð saman. Þegar langömmubarn fermdist í Dan- mörku vorum við byrjaðar að plana ferð og vorum meira að segja búnar að velja flottan sumarbústað og fannst þér al- veg „must“ að hann væri með sundlaug og ætluðum við að vera flottar á því. En þú varðst að hætta við af heilsufarsástæð- um og við ætluðum bara að fara saman seinna en því miður varð aldrei af því. Amma var bæði listhneigð og tæknivædd. Hún elskaði að mála og teikna og ég held að flestir eigi verk eftir hana uppi á vegg heima hjá sér. Hún fylgdi tækninni og fylgdist með afkomendum sínum á facebook og snapchat. Henni fannst gam- an að geta fylgt okkur unga fólkinu í gegnum hinar ýmsu breytingar sem hafa orðið, allt frá því að senda keðju-sms, msn og snapchat. Þegar hún lá veik þá sagði hún við mig að hún saknaði mest að geta ekki skoð- að Fréttablaðið i tölvunni eða kíkt á pinterest. Ég held að það séu ekki margir á hennar aldri sem hafi verið á snapchat eða skoðað pinterest á hverjum degi. Hún kenndi mér að sjóða kartöflur og steikja pönnukökur og ég reyndi mitt besta að kenna henni á tæknina. Nú er hún haldin á vit nýrra ævintýra með afa í sumarland- inu. Þau eru sameinuð eftir 10 ár og hafa eflaust verið miklir fagnaðarfundir þá. Ég mun halda fast í minningarnar okkar um ókomna tíð þar til við hitt- umst á ný. Þín nafna og ömmustelpa, Ólöf Kristín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.