Morgunblaðið - 08.10.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021 Tilkynningar AMUNDI RESPONSIBLE INVESTING - ARI SOCIETE D'INVESTISSEMENTACAPITALVARIABLE - SICAV (OPEN-ENDED INVESTMENT COMPANYWITH VARIABLE CAPITAL) Registered office: 90, Boulevard Pasteur, 75015 PARIS PARIS TRADEAND COMPANIES REGISTER (RCS) 834854838 SECONDMEETING NOTICE PLEASE NOTE Given the current COVID-19 pandemic, and in line with Order No. 2020-321 of 25March 2020 on adapting the rules for meetings and meeting decisions, as extended byAct No. 2021-689 of 31 May 2021, the Board of Directors has decided to call the General Meeting with no shareholders in attendance. In view of this situation, shareholders are invited to appoint the Chairman of the General Meeting as their proxy or to vote by post using the voting form. The Combined General Meeting convened for 16 September 2021 was not able to meet with a valid quorum for the Extraordinary Meeting. Under these conditions, a second Extraordinary General Meeting is convened for 12 October 2021 at 15:00 at the premises of the management company, 91-93 Boulevard Pasteur, 75015 PARIS, in order to rule on the same agenda, which has already been published in the first convening notice in the Petites Affiches bulletin of legal notices of 27 August 2021: - Reading of the report of the Board of Directors to the Extraordinary General Meeting; - Amendments to Articles 17, 21 and 27 of the Articles of Association; - Authorisations for formalities. All documents that must be provided to each of the General Meetings are available to shareholders at the Registered Office of the Company. In accordance with the law, the right to participate in this meeting is subject to the registration of shares in an account in the shareholder's name – or the registered intermediary if the shareholder is resident abroad – on the second business day preceding the Meeting at midnight, Paris time, in the registered share accounts or in the accounts of bearer shares held by the authorised intermediary. This registration must be recorded by a participation certificate issued by the authorised intermediary and attached either to the postal voting form or proxy voting form, or to the request for an admittance card issued in the name of the shareholder. A postal voting form or proxy voting form is available to any shareholders who submit a written request no later than six days before the meeting, sent to the registered office of the Company or its representative, CACEIS Corporate Trust, 14 Rue Rouget de Lisle, 92862 Issy-Les-Moulineaux. To be taken into consideration, this duly completed form must be returned to the Company or to its representative cited above, no later than three days before the Meeting. Any proxies and postal voting forms filed before the Meeting of 16 September 2021 will still be valid for this second meeting. The Board of Directors Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Zumba Gold kl.10:30 – Kraftur í KR kl.10:30, rúta sækir á Vesturgötu 7 kl.10:10, Grandaveg 47 kl.10:15 og Aflagranda 40 kl.10:20 - Bingó kl.13:30, spjaldið kostar 250 kr.- Kaffi kl.14:45-15:20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Leikfimi og yoga með Milan. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími: 411-2600. Bústaðakirkja Karlakaffi, samvera heldri karla verður á föstudagsmorgun í kapellunni við safnaðarsalinn frá kl 10-11:30. Nýr sóknarprestur Þorvaldur Víðisson verður gestur hjá okkur. Hlökkum til að sjá ykkur. Stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna. Heitt á könnunni og kruðerí. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Opin Listasmiðja kl. 9:00-12:00.Thai-Chi með Guðnýju fellur niður kl. 9:00-10:00. Boccia kl. 10:00-11:20. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Opin Listasmiðja kl. 13:00-15:45. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 13:45 -15:15. Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00. Dansleikfimi í Sjál kl. 9:30. Söngstund kl. 11.10 í Jónshúsi. Félagsvist kl. 13:00 í Jónshúsi. Smiðja í Kirkjuhvoli opin 13:00 – 16:00 allir velkomnir. Gerðuberg Opin handavinnustofa. Heitt á könnunni, kaffispjall og samvera. Gönguhópur frá kl. 10:00 (leikfimi og svo ganga). Prjónakaffi frá kl. 10 -12:00 Ritlistarsmiðja hefst kl. 13:00. Horft er til liðins tíma og rifjuð upp eftirminnileg atvik. Leiðbeinandi er Viktoría Blöndal, sviðshöfundur og skáld. Kóræfing frá kl. 13:00. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 8.30 - 11.30 Opin handavinnustofa, kl.9 - 11.15 Bozziaæfing, kl. 9 - 11.30 Postulínsmálun, kl. 13. - 15.30Tréskurður, kl. 14 - 15 sögur og fræði, kl. 20 - 22 Félagsvist. Gullsmára Handavinna kl. 9.00 Kynning á Qigong heilsueflandi æfingar kl. 10.00. Ljósmyndaklúbbur og Bingó kl. 13.00 Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli 9:00-11:00. Handavinna með leiðbeinanda kl 9:00-12:00. Útskurður kl 9:00-12:00. Bíó kl. 13:00. Hraunsel Línudans: Kl.10:00. Bridge: kl. 13:00. Billjard kl. 8-16, Boccia kl. 13:30. Hvassaleiti56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10:30. Bridge í handavinnustofu 13:00. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30 í Borgum. Pilukast í Borgum kl. 9:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45 í Borgum Gönguhópar Korpúlfa kl. 10 gengið frá Borgum og inni í Egilshöll. Bridgehópur Korpúlfa kl. 12:30 í Borgum og hannyrðahópur kl. 12:30 í Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag og vöfflukaffi í Borgum kl. 14:30 til 15:30 Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9.00. Gleðistund/ söngur í salnum á Skólabraut kl. 13.00. Allir velkomnir. Kaffisopi á eftir. kr. 5.00.- Nú er orðið uppselt á sýninguna 9 líf Bubba sem fyrir- huguð er föstudaginn 22. okt. og kominn biðlisti. Við verðum því að biðja þau sem hafa skráð sig að kíkja við á Skólabrautinni eða hafa samband í næstu viku varðandi greiðslu miða. Þorrasel Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnarssyni kl. 13.00 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Stærð 6-24 netverslun www.gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Bílar Nýr 2021 Mitsubishi Outlander Hybrid Spirit+ Tíglamynstruð leður á sætum. 18” álfelgur. 5 ára evrópsk verk- smiðjuábyrgð. Verð 5.990.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Smá- og raðauglýsingar ✝ Guðmundur Valgeir Ingv- arsson fæddist í Reykjavík 15. des- ember 1933. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands á Selfossi 2. október 2021. Foreldrar hans voru Guðrún Sigríð- ur Guðmundsdóttir frá Grænanesi í Norðfirði, f. 25.12. 1902, d. 28.10. 1992, og Ingvar Jónsson frá Loftsstöðum í Flóa, f. 4.6. 1903, d. 3.6. 1979. Systkini Guðmundar Valgeirs eru: Jóna, f. 12.10. 1935, d. 17.2. 2013; Steinþór, f. 8.10. 1936; Torfhildur (Lolla), f. 11.10. 1937, og Svanhildur, f. 11.10. 1937, d. 4.3. 2020. Guðmundur Valgeir kvæntist Sigrúnu Helgadóttur, f. 19.11. 1940, d. 8.10. 2009, hinn 18. maí Guðmundur Valgeir ólst upp í Reykjavík og gekk í Austurbæj- arskólann, sem barn og ungur maður tók hann virkan þátt í skátastarfi, á sumrum var hann sendur í sveit að Gerðum í Austur-Landeyjum. Í skátunum voru ofin vinabönd, en skáta- flokkurinn Blástakkar hélt vin- skap frá unglingsárum ævina á enda. Árið 1952 fór Guðmundur Val- geir á Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi og útskrifaðist þaðan sem garðyrkjumaður árið 1954. Garðyrkja varð ævistarf Guðmundar Valgeirs, fyrst í eig- in rekstri og síðar hjá þeim bræðrum Þráni og Birni Sigurðs- sonum. Árin 1976-1978 bjó fjöl- skyldan í Malmö í Svíþjóð þar sem Guðmundur Valgeir starfaði í gróðrarstöð þar sem eingöngu voru ræktaðar rósir. Guðmundur Valgeir var félagsmálamaður, starfaði lengi í ýmsum nefndum og ráðum í Hveragerði og gegndi trúnaðarstörfum í verka- lýðshreyfingunni. Útför Guðmundar verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag, 8. október 2021, og hefst athöfnin klukkan 14. 1963. Sigrún var dóttir Lilju Björns- dóttur frá Engigarði í Mýrdal og Helga Árnasonar frá Hurðarbaki í Flóa. Börn Guðmundar Valgeirs og Sigrún- ar eru: 1) Drengur, f. 27.11. 1963 (látinn sama dag). 2) Lilja, f. 10.2. 1965, gift Símoni Arnari Páls- syni, f. 26.12. 1961, þau eiga eina dóttur, Sigrúnu, f. 10.7. 1985. 3) Guðrún, f. 6.12. 1966, gift Össuri Emil Friðgeirssyni, f. 14.3. 1965, þau eiga þrjár dætur; Dagrúnu Ösp, f. 24.5. 1985, Írisi Ölmu, f. 17.6. 1992, og Katrínu Eik, f. 17.10. 1996. 4) Björn, f. 25.5. 1972, kvæntur Sigríði Magn- úsdóttur, f. 18.9. 1971, þau eiga tvo syni; Magnús Geir, f. 11.5. 1998, og Helga, f. 1.12. 2000. Langafabörnin eru sjö. Í dag kveðjum við föður okkar Guðmund V. Ingvarsson sem lést 2. október síðastliðinn. Á þessum tímamótum rifjast upp alls konar minningar, frá barnæsku til full- orðinsára. Eins og gengur eru minningar alls konar en það sem við tökum með okkur úr þeim er hversu góður maður pabbi var. Hann bar hag okkar allra fyrir brjósti. Hann fylgdist vel með barnabörnunum sínum og barna- barnabörnum, sem komu oft til hans. Langafabörnin rötuðu á kexskúffuna sem var fyllt á reglu- lega svo það væri örugglega nóg til þegar þau kæmu. Hann var mjög tengdur Lollu systur sinni en hún og pabbi áttu fallegt sam- band. Pabbi hélt nokkuð góðri heilsu þar til fyrir 2-3 árum þegar fór að halla undan fæti, síðasta árið var honum erfitt þótt hann segðist alltaf vera „ánægður með stöð- una“, sennilega gerði hann sér ekki grein fyrir því sjálfur hvað hann var orðinn veikburða og þreyttur. Eftir að mamma dó, 2009, reiddi hann sig mikið á okkur systur og vorum við honum innan handar við margt og jókst það eft- ir því sem árin liðu. Hann saknaði mömmu mikið þótt hann talaði aldrei um það, hann var ekki mað- ur sem bar tilfinningar sínar á torg. Pabbi lifði tímana tvenna, frá uppvexti í Reykjavík á stríðsárun- um, hann sagði frá hernáminu og komu Churchills til Íslands. Hann var í sveit sem barn á Gerðum í Landeyjum þar sem þá enn var moldargólf í húsum. Hann var í skátum og eignaðist þar vini til lífstíðar, Blástakkana. Pabbi talaði oft um árin sem við bjuggum í Svíþjóð, það voru hon- um góðar minningar. Ævistarfið var garðyrkja, hann fylgdist áhugasamur með þegar önnur okkar fékk sér gróðurhús til að rækta sumarblóm og hin ræktaði jarðarber, síðast í sumar vildi hann fara að sjá framkvæmd- ir við þakkanta og nýbyggingar hjá barnabörnunum. Pabbi var stoltur af afkomend- um sínum. Síðustu þrjár vikur lá pabbi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, til að byrja með leit út fyrir að hann myndi vera þar þar til rými fengist á hjúkrunarheim- ili. Þegar hann vissi hvernig „planið“ var, fyrst í biðpláss svo í Ás þá þurfti hann ekki að hafa meiri áhyggjur. Eftir það fór honum að hraka og á rúmri viku var hann allur, farinn af kröftum. Elsku pabbi við vitum að núna líður þér vel, laus við verki og alls konar hömlur sem þú máttir lifa við síðustu ár, kominn til mömmu og allra hinna sem farnir eru á undan. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Lilja og Guðrún. Undanfarna daga hafa leitað á hugann minningarbrot úr lífi okk- ar pabba. Minningarnar sem manni finnst vera sjálfsagðar en eru það samt ekki. Ég naut þeirra forréttinda að vera yngstur systk- inanna, eini strákurinn, kannski hef ég grætt á því að einhverju leyti. Ég man eftir að pabbi reiddi mig á reiðhjólinu sínu út um allt á Svíþjóðarárunum. Ég man eftir að hafa fengið að fara með pabba í vinnuna. Ég man eftir að hafa fengið að fara með pabba að eitra garða úti um allt Suðurland. Ég man eftir öllum bíltúrunum. Ég man eftir að hafa fengið kók og kremkex með pabba. Ég man eftir Þorláks- messukvöldunum þegar við fórum í bæinn. Ég man eftir öllum sím- tölunum, umræðum um þjóðmálin og um heima og geima. Ég man eftir umhyggjunni og áhuga á vel- líðan allra í fjölskyldunni. Ég man eftir öllum fréttunum af fjölskyld- unni. Ég man eftir garðinum. Ég man eftir utanlandsferðunum. Ég man eftir stoltum afa og langafa. Ég man eftir öllum jólunum á Ak- ureyri. Ég man eftir því hvernig pabbi heiðraði minningu hennar mömmu. Elsku pabbi takk fyrir allt, hvíldu í friði Þinn sonur Björn (Bjössi). En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ókunnur) Elsku afi minn er farinn í sína seinustu ferð. Afi, sem talaði um það að hann ætlaði að verða 100 ára og þá yrði sko keypt stytta! og það brá fyrir stríðnisglampa í augunum. „Það er jú, langlífi í ættinni, sjáðu til,“ var hann vanur að segja. Elsku afi. Á þessari stundu streyma allar minningarnar. Mér þykir við hæfi að rifja það upp þegar ég, sem var að stíga mín fyrstu skref í atvinnulífinu, fékk vinnu á Stöðinni, Garðyrkju- stöðinni hjá Hannesi Krist- mundssyni, með þér. Þú kenndir mér handtökin við að prikla og umpotta, einhverja spes aðferð við að vökva, sem Hannes var svo fljótur að breyta svo ég var farin að fylgjast með hver væri að koma til að „vökva rétt“. Þú reyndir líka að kenna mér nöfnin á plöntunum, en á þeim tíma hafði ég mjög takmarkaðan áhuga á að læra. Ég hef samt komist að því seinustu árin að eitthvað hefur síast inn. Afi gerði allt fyrir okkur barnabörnin. Ég minnist þess þegar hann „stökk“ yfir hraða- hindranirnar á bílnum með okkur Dagrúnu skríkjandi af hlátri í aft- ursætinu. Aumingja bíllinn fékk heldur betur að kenna á þessum leik. Eða þegar við Dagrún fórum með ykkur ömmu norður á Ak- ureyri og þið reynduð að kenna okkur nöfnin á fjöllunum og ánum og öllu því sem fyrir augu bar á leiðinni. Svo má nú alls ekki gleyma afa- kexinu sem var alltaf til og lang- afabörnin fljót að læra hvar það leyndist. Þú hafðir ekki mörg orð um það en ég veit að þú varst afar stoltur af okkur öllum. Þú fylgdist með öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, alltaf tilbúinn til að veita hjálp ef þú gast. Elsku afi, núna ertu kominn til ömmu sem ég veit að þú saknaðir mjög. Vertu sæll, afi. Ég veit að við eigum eftir að hittast aftur. Þín afastelpa, Sigrún. Guðmundur Valgeir Ingvarsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.