Morgunblaðið - 08.10.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.2021, Blaðsíða 32
O U T L E T Ú T S A L A G E R Ð U F R Á B Æ R K A U P HEILSUDÝNUR SÆNGUR & KODDAR SÓFAR & HVÍLDARSTÓLAR KODDAVER HANDKLÆÐI HÖFUÐGAFLAR LAMPAR & FLEIRA ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Verðlaunatónlist Hildar Guðnadóttur við kvikmyndina Joker verður flutt á tónleikabíósýningu í Eldborg á sunnudaginn, 10. október, kl. 19.30. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, SinfoNord, sér um hljóðfæraleik og stjórn- andi verður faðir Hildar, Guðni Franzson. Joker hlaut tvenn Óskarsverðlaun og þrenn Bafta-verðlaun og þeirra á meðal fyrir bestu kvikmyndatónlist og besta aðalleik- ara, Joaquin Phoenix. Hlutu þau tvö einnig Golden Globe og Critics’ Choice-verðlaun fyrir afrek sín. Kvikmynd- inni verður varpað á stórt tjald í Eldborg með tali og áhrifahljóðum og sinfóníuhljómsveitin leikur undir. Hildur segir í tilkynningu að það sé henni mikið ánægjuefni að fá að sjá og heyra Joker á kvikmyndasýningu með lifandi sin- fóníuhljómsveit. Hljómsveitin hafi komið með svo mikla dýpt og næmni í flutningi sínum við hljóðritun tónlistarinnar. „Þetta var svo fallegt ferðalag og það gleður mig mjög að áhorfendur fái nú að njóta þess á sama hátt,“ segir Hildur. Joker á kvikmyndatónleikum FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 281. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Kvennalandslið Íslands í handknattleik hóf und- ankeppni Evrópumótsins á þrettán marka ósigri gegn öflugu liði Svía í Eskilstuna. Öflugur varnarleikur Svía og hraðaupphlaup í kjölfarið voru banabiti íslenska liðsins sem mætir Serbum í öðrum leik sínum í keppn- inni á Ásvöllum á sunnudaginn. »26 Stórt tap gegn sterkum Svíum ÍÞRÓTTIR MENNING Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Mér finnst rosa gaman að kenna á Siglufirði, þetta er geggjaður staður umvafinn háum fjöllum. Bæjar- stæðið er svo fallegt við höfnina og þar er gott að sitja og njóta útsýnis, en ég var með sams konar námskeið á Sigló í vor og það var mikið ævin- týri. Við gistum á Hótel Siglunesi þar sem er marokkóskur veitinga- staður og ilmurinn af matargerðinni hans Jaouads Hbibs er alltumlykj- andi. Heillandi verk eftir listakon- una Huldu Vilhjálms eru um alla veggi, sem skapar líka ákveðna stemningu,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur sem ætlar að leiða sams konar ritsmiðjunámskeið nú í októ- ber á Sigló. Þar verður ekki aðeins boðið upp á leiðsögn Auðar í skap- andi skrifum heldur er líka boðið upp á útijóga, gómsætan marokk- óskan mat, heita potta og samveru. „Mér finnst sniðugt að blanda þessu öllu saman hjá fólki á ritlistar- námskeiði, því það getur gengið svo á orkuna hjá fólki sem er að opna fyrir að fara í flæði. Stundum þarf að fá fólk til að slaka vel á áður en það þorir að sleppa hömlunum. Nám- skeiðin hjá mér ganga svolítið út á að fá fólk til að sleppa tökum á sjálfsritskoðaranum og öðru sem hamlar í skrifum. Við skrifum í ákveðinn tíma en gerum líka eitt- hvað allt annað til að fá andlega nær- ingu.“ Auður segir að það sé gott fyrir fólk sem er á ritsmiðjunámskeiði að fara burt frá eigin hversdagslífi, færa sig á nýjan stað. „Við göngum inn í ákveðinn heim og það myndast sérstök stemn- ing hjá hópnum. Ég fann það sjálf þegar ég skrapp til Köben í sumar að það opnast fyrir nýjar hugmyndir við það eitt að fara í annað umhverfi. Þá opnast fyrir nýja hugsun og við sjáum ýmislegt í nýju samhengi. Við þorum þegar við stígum út úr hvers- deginum og inn í annað rými, þá opnast fyrir skapandi hugsun sem við leyfum okkur kannski ekki ann- ars. Svona námskeið gengur út á að hjálpa fólki að leyfa sér skapandi hugsun, að skrifa til að skilja og sjá sögurnar í lífinu. Að skrifa er vald- eflandi tæki, af því lífið er svo mikið kaos og óreiða. Með skrifunum get- ur fólk skoðað hvar það leggur merkingu í lífið, þetta er ákveðið valdaleiktæki með veruleikann og það er styrkjandi og heilandi að segja sögu, hvort sem fólk skrifar fyrir sjálft sig eða aðra. Að venja sig á að setja atburði og hluti í sögu. Við gjörninginn að skrifa opnast fyrir skilninginn, hann víkkar út.“ Auður getur vart beðið eftir að fara aftur til Siglufjarðar. „Þar er líka æðislegt súkkulaðikaffihús, ég hlakka til að komast aftur þangað,“ segir Auður og bætir við að ferða- skrifstofan Mundo standi fyrir rit- smiðjunni. „Hún Margrét Jónsdóttir hjá Mundo fær margar góðar hug- myndir og er flink að búa til ævin- týri,“ segir Auður og bætir við að smiðjan sé fyrir fólk á öllum aldri. „Innan hópsins hverju sinni verður til áhugvert samtal, en ég hef líka verið með ritlistarnámskeið sem við köllum Flot og flæði, þá fljótum við fyrst saman í vatni og skrifum svo að því loknu.“ Ritsmiðjunám- skeið Auðar á Siglufirði verður dag- ana 15.-17. okt. Nánar á mundo.is Gott bragð í ritsmiðju - Auður Jónsdóttir rithöfundur með ritsmiðju á Sigló - Marokkóskur kokkur sér um veitingar - Útijóga og sæla Ljósmynd/Björn Valdimarsson Listakokkur Jaouad Hbib eldar ofan í námskeiðsfólk. Ljósmynd/Saga Sig Auður „Við þorum þegar við stígum út úr hversdeginum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.