Morgunblaðið - 08.10.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021
Fyrir fjórum
mánuðum bar
ég opinberlega
fram fyrirspurn
til bæj-
arstjórnar
Akureyrar þar
sem óskað var
eftir að hún
beitti sér fyrir
íbúaþingi í
haust um þær
viðamiklu
breytingar sem
gerðar voru í
vor á þágildandi
skipulagi mið-
bæjarins. Því
miður hefur
fyrirspurninni
ekki enn verið
svarað, fjórum
mánuðum síðar.
Enda þótt bæj-
arstjórnin okk-
ar sé ekki þekkt
fyrir röskleika
þykir mér harð-
lífið sem kemur
í veg fyrir að
svara svona ein-
faldri spurningu lýsa alvar-
legu innanmeini sem kemur í
veg fyrir beint og hrein-
skiptið samtal við bæjarbúa
um málefni sem þeir láta sig
miklu varða.
Gott tækifæri
Í fyrirspurninni gat ég
þess að með slíku þingi
fengju bæjarfulltrúar kjörið
tækifæri til að færa fram rök
sín fyrir einstökum breyt-
ingum umrædds skipulags
og ræða þær við þátttak-
endur. Leiðrétta hugs-
anlegan misskilning meðal
bæjarbúa og auka um leið
skilning á breytingunum.
Það hlýtur að vera verðugt
viðfangsefni bæjarstjórnar
og sannarlega „einnar messu
virði“.
Auðvitað gerði ég mér
grein fyrir að þessi þegj-
andalega staða bæjarfulltrúa
gæti komið upp og enginn
þeirra sæi ástæðu til að ansa
tillögu minni. Þess vegna
beindi ég fyrirspurninni sér-
staklega til forseta bæj-
arstjórnar, Höllu Bjarkar
Reynisdóttur, í þeirri von að
þar reyndist eitthvert lífs-
mark og einhver heilindi í
það minnsta gagnvart þeim
mörgu sem hafa lagt mikið
af mörkum undanfarin ár við
endurskipulagningu miðbæj-
arins. Nei, ekki aldeilis. Við
svörum ekki hverjum sem
er, við erum óhult hér í
skjóli Akureyrarflokksins og
látið okkur í friði.
Ummæli Árveigar
Nú gæti einhver haldið að
þetta kvak sé bara heila-
spuni manns sem enginn
nennir að hlusta á; hann sé
spældur og einn með alvar-
legar athugasemdir um
þennan holskurð á mið-
bænum og því ekki svara
verður. En þessu er ekki
þannig varið. Nægir að
benda á eftirfarandi ummæli
Árveigar Aradóttur þegar
hún brást við fullyrðingu
bæjarfulltrúa um að raun-
veruleg kynning og samráð
hefði farið fram: „Ég fer
með rétt mál að aldrei hefur
verið haldinn kynning-
arfundur fyrir bæjarbúa þar
sem bæjarbúar og kynning-
araðilar koma saman og mál-
in kynnt og hægt að spyrja
spurninga. Það var ekki haft
samráð við
bæjarbúa né
hagsmunaaðila
í þessum miklu
breytingum
sem gerðar
voru á þessu
deiliskipulagi.“
Þessi orð Ár-
veigar lýsa
ágætlega hug
og sárindum
margra bæj-
arbúa til vinnu-
bragða bæj-
arstjórnar í
máli þessu.
Fjölmörg svip-
uð ummæli
mætti tilgreina
en þetta verður
að nægja að
sinni.
Íbúalýðræði
þegar það
hentar
Einstakir
bæjarfulltrúar
hafa tíðum tjáð
elsku sína á
íbúalýðræði og
nauðsyn þess
að hlusta á
bæjarbúa og skynja vilja
þeirra. Á síðasta vori fjallaði
til að mynda Eva Hrund
Einarsdóttir bæjarfulltrúi
um lausagöngu katta í bæn-
um og lagði áherslu á að
„taka málefnalega umræðu
um þetta mál við bæjarbúa“.
Af þessu má ráða að hún, og
ef til vill fleiri bæj-
arfulltrúar, treysta sér
ágætlega til að skiptast á
skoðunum við bæjarbúa um
mótun reglna um útigöngu
katta. Hins vegar veigra
sömu bæjarfulltrúar sér við
að ræða skipulagsmál beint
við fólkið í bænum rétt eins
og það sé ekki fært um að
leggja nokkuð vitlegt fram í
þeim efnum. Eða hitt, að
bæjarfulltrúar treysta sér
ekki sjálfir til að standa
frammi fyrir samborgurum
sínum og færa fram rök fyr-
ir holskurðinum á mið-
bænum eða hlusta á rök
gegn þeirri ósvinnu allri.
Það skyldi þó ekki vera að
þeir séu hreinlega hræddir
um að lenda í því að standa
á gati og geta ekki rökstutt
mál sitt án þess að láta sér-
fræðinga innan bæjarkerf-
isins eða úti í bæ styðja sig
og leiða við hvert fótmál?
Alltént virðast þeir hafa
meiri kjark til að ræða regl-
ur um útigöngu katta við
bæjarbúa.
Góðir mannasiðir
Að sjálfsögðu þarf að
komast að niðurstöðu um
hvernig samskiptum manna
og katta skuli háttað í bæn-
um. Mörgum þykir ekki síð-
ur skipta máli hvernig
mannfólkið í sama bæ hagar
sér hvert gagnvart öðru;
hvernig það talar hvert við
annað, svarar hvert öðru og
komi almennt kurteislega
fram við samborgara sína.
Sannarlega tala allir góðir
kattavinir með virðingu til
katta sinna og svara þeim
góðlátlega þegar þeir
mjálma. Er til of mikils
mælst að við mannfólkið til-
einkum okkur einnig slíka
háttvísi innan okkar hóps?
Það hljóta að teljast góðir
mannasiðir og hafa löngum
verið til marks um raun-
verulegt menningarstig sér-
hvers samfélags.
Harðlífi og hátt-
vísi á Akureyri
Eftir Ragnar
Sverrisson
Ragnar Sverrisson
»Enda þótt
bæjarstjórn-
in okkar sé ekki
þekkt fyrir
röskleika þykir
mér harðlífið
sem kemur í veg
fyrir að svara
svona einfaldri
spurningu lýsa
alvarlegu inn-
anmeini.
Höfundur er kaupmaður.
✝
Jón Dalmann
Þorsteinsson
rafmagnsverkfræð-
ingurfæddist 26.
desember 1933.
Hann andaðist á
Landspítala í Foss-
vogi 30. september
2021.
Jón Dalmann
fæddist í Drangs-
hlíðardal undir
Austur-Eyjafjöllum
26. desember 1933, sonur
hjónanna Þorsteins Jónssonar
húsasmíðameistara, f. 13. jan-
úar 1912, d. 18. júní 2000 og
Þorbjargar Guðjónsdóttur, f.
10. október 1905, d. 8. ágúst
1969. Systkini: Yngvi, f. 1935,
d. 2010 og Erla, f. 1961. Jón
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni 1955,
fyrrihlutaprófi í verkfræði frá
Háskóla Íslands 1960 og prófi í
rafeindaverkfræði frá Dan-
marks Tekniske Højskole
(DTH) í Kaupmannahöfn 1963.
f. 2001 og Katrín Dóra, f. 2004.
Fyrri maki: Birgitta Thor-
steinsson fóstra, f. 8. maí 1935 í
Svíþjóð, g. 1961. Börn þeirra
eru 1. Þorsteinn Vilhelm Jóns-
son, f. 26. janúar 1963 og 2. El-
ín Ragnhildur Jónsdóttir, f. 5.
mars 1966, maki Ólafur Helgi
Samúelsson, f. 1966. Börn
þeirra eru Birgitta, f. 1993 og
Þorbjörg, f. 1995.
Börn Dóru og Grétars Har-
aldssonar, f. 1935, d. 2017 eru:
1. Sigurður Júlíus, f. 27. apríl
1955, maki Bergþóra S. Þor-
bjarnardóttir, f. 1955, börn
þeirra: Þorbjörn, f. 1979, Grét-
ar Dór, f. 1982, Kári, f. 1985 og
Helga Svala, f. 1989, 2. Jak-
obína Marta, f. 29. október
1956, maki Benny Lindgren, f.
1952, börn þeirra: Haraldur
Vatnar, f. 1981, Helga María, f.
1983 og Viðar, f. 1991, 3. Hall-
dóra, f. 29. apríl 1962, börn:
Dóra, f. 1981, Áslaug, f. 1989
og Hildur, f. 1994, 4. Haraldur,
f. 11. desember 1968, maki
Harpa Ágústsdóttir, f. 1968,
börn: Orri, f. 1996 og Aron, f.
1998. Barnabarnabörnin eru 14
talsins.
Útförin fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 8. október
2021, klukkan 13.
Hóf störf sem
verkfræðingur hjá
A/S Eltra 1963,
starfaði sem
deildarverkfræð-
ingur hjá sjón-
varpsdeild Rík-
isútvarpsins
1965-1973, en sat
áfram í bygging-
arnefnd Ríkis-
útvarpsins og
vann að hönnun
útvarpshússins við Efstaleiti.
Vann um tíma sem verkfræð-
ingur hjá Iðntækni hf., Raf-
magnsveitum ríkisins, Raf-
magnseftirliti ríkisins og
sjálfstætt sem ráðgjafi og lög-
giltur skjalaþýðandi úr ensku.
Eftirlifandi maki: Dóra Haf-
steinsdóttir, þýðandi og rit-
stjóri, f. 6. mars 1936, g. 1991,
og barn þeirra er Jón Kjartan
Jónsson, f. 13. júní 1973, maki
Álfheiður Svana Kristjáns-
dóttir, f. 1974. Börn þeirra eru
Elísabet, f. 1998, Fríða Kristín,
Jón Dalmann Þorsteinsson,
fóstri minn og fyrirmynd á marga
vegu, kvaddi okkur og þennan
heim á Landspítalanum að
morgni 30. september 2021.
Það er sagt að hver sé sinnar
gæfu smiður en þótt einhver
sannleikskorn séu í því máltæki
þá skiptir ekki minna máli að
verða gæfu aðnjótandi, og hennar
tel ég mig og mína fjölskyldu
sannarlega hafa notið. Er það
ekki síst vegna þess að þú, Jón
Dalmann, ákvaðst að bjóða
mömmu upp í dans sem hún þáði
og upp úr því varð stórfjölskyldan
í Goðalandi 15 til.
Ég skal alveg viðurkenna að
það hljómar ekki vel að hafa verið
settur á dýnu við rúmgaflinn á
hjónarúminu þar sem þú tókst
plássið mitt við hlið mömmu. En
svona var það bara, maður varð
að lifa með því og vinna úr stöð-
unni.
Í framhaldinu fluttir þú í Goða-
landið með Steina og Ellu, sem
eru börn þín frá fyrra hjónabandi.
Þar bjó fyrir mamma með okkur
fjögur alsystkinin, Sigga, Bínu
Mörtu, Halldóru og mig yngstan.
Og eins og þetta væri ekki nóg þá
bjugguð þið mamma til einn Jón í
viðbót, sem fékk gælunafnið
Jobbi og reyndist verða límið í
öllu fjörinu.
Það má því hverjum manni
vera ljóst að það var ekki bara að
hrista allan þennan kokteil saman
og koma til manns. En það gerð-
uð þið mamma á ykkar hátt. Þið
notuðuð ykkar óhefðbundnu að-
ferðir eins og „kvörtunarbox“,
sem var tæmt á fimmtudags-
kvöldum því þá var ekkert sjón-
varp, eða hávaðamæli sem þú
bjóst til. Hann pípti á þann sem
hafði of hátt við matarborðið og
þá voru allir sammála um að sá
aðili ætti að lækka róminn.
Þið voruð frumleg og hugsuðuð
út fyrir kassann í uppeldinu en
það gerðuð þið líka með góðri fyr-
irmynd, festu og skýrum reglum
eins og að það var alltaf kvöld-
matur klukkan 19.00 og allir
borðuðu saman.
En fyrst og fremst er mér í
huga hlýja og þakklæti yfir því
hvað ég var heppinn að vera alinn
upp í svona flókinni og stórri fjöl-
skyldu þar sem virðing, heiðar-
leiki, dugnaður og einnig æðru-
leysi var haft fyrir okkur
systkinunum. Allt þetta leiddi til
þess að úr þessum ólíka hópi varð
einn samheldinn systkinahópur.
Það afrek segir miklu meira en
mörg orð um persónuleika þinn
og um þig sem manneskju.
Á seinni árum þegar ég eltist
varð mér alltaf meira og meira
ljóst hversu góðan mann og ótrú-
legan vandaðan persónuleika þú
hafðir að geyma. Það var sama
hvaða verkefni lífið færði þér, þú
tókst á þeim öllum með stóískri
ró, æðruleysi, jákvæðni og yfir-
vegun, alveg eins og þú gerðir
forðum í Goðalandinu þegar þakið
var að springa af húsinu.
Kæri Jón (fóstri), takk takk
fyrir allt, ég mun sakna þín.
Þinn
Haraldur Grétarsson (Halli).
Það er eitt að finna góðan maka
og krossa svo putta og vona að
fjölskyldan sé í lagi. Ég kom fyrst
í Goðalandið á vordögum 1994
þegar ég kynnist Jobba mínum,
einkabarni í sjö systkina hópi. Það
var einstakt að verða partur af
þessari fjölbreyttu fjölskyldu. Við
tengdapabbi erum bæði ættuð
undan Eyjafjöllum og við fyrstu
kynni okkar Jobba átti ég nokkur
rokkstig gefin enda hægt að
tvinna saman fjölskylduböndin,
Klömbrustelpan kölluðu þeir
feðgar mig, Jón Dalmann og afi
Þorsteinn, með hlýju. Í Goðalandi
eru allir velkomnir og höfum við
mörg hver í fjölskyldunni dvalið
þar til lengri tíma. Ég var svo
heppin að að búa tvö sumur hjá
tengdó í góðu yfirlæti hjá hægláta
og húmoríska Jóni og dóru sem
býr mögulega til besta mat í
heimi. Þú nefnir ekki Jón nema í
sömu andrá dóru. Þau kynntust í
vinnu hjá sjónvarpinu 1972 og
sameinuðu síðar fjölskyldur sínar
í Goðalandi 15 en þá hafði þegar
bæst í hópinn Jobbinn minn, litla
dekurrófan sem batt systkinahóp-
inn saman. Þá voru ekki fjöl-
skylduráðgjafar og uppeldisbæk-
ur en mikið sem þeim tókst vel til.
Það var oft mikið fjör og ófáar
sögurnar sem til eru. Ég hef
stundum hlegið að því að uppá-
haldsgamansögurnar séu köttur-
inn Grettir og Goðalandssögurn-
ar. Á morgnana var Jón búinn að
hella á kaffi handa dóru sinni og
færa henni blöð og hringi í rúmið
með fallegum orðum. Það er nú
kannski samt ekki rétt að segja á
morgnana heldur nær hádegi þar
sem Jón var ekki mikill morgun-
maður. Það erfðist áfram í næstu
kynslóðir og höfum við dóra oft
rætt saman í gamni að það væri í
raun rannsóknarefni þetta svefn-
gen. Því er það svo að gamansög-
urnar tengjast margar Jóni sem
lenti í hinum ýmsu ævintýrum
syfjaður og ringlaður að morgni
dags. Jón hélt ætíð góðu líkam-
legu og andlegu atgervi með hóf-
semi, gönguferðum og vinnu í
garðinum sínum en þar undi hann
sér best. Þó sjónin væri orðin döp-
ur vissi hann upp á hár hvar hver
græðlingur var og var ekki á því
að fá nokkra hjálp við garðstörfin.
Það fór því svo þegar börnin héldu
að þau væru búin að fá samþykkt
fyrir garðvinnu og mættu galvösk
í Goðaland einn laugardagsmorg-
un að þau fengu það verkefni að
rífa upp hellurnar milli húsanna
nr. 15 og 17. Ógleymanlegt, en
engin planta í garðinum var
snert. Jón var hæglátur og lág-
stemmdur en þú fórst ekkert með
hann annað en hann ætlaði sér.
Ekki frekar en þegar ég, fyrir
brúðkaup okkar hjóna, spurði
hann hvort hann vildi heldur vera
í smóking eða kjólfötum? „Alveg
sama elskan mín, þú mátt alveg
ráða, en ég vil frekar vera í smók-
ing.“ Jón var víðlesinn, afar minn-
ugur og fór með heilu ljóðabálk-
ana blaðlaust og fallega fram
borið. Síðast fór hann með Tím-
ann og vatnið nokkrum dögum
fyrir andlát sitt. Á hverju að-
fangadagskvöldi las hann Stjörn-
urnar eftir Davíð Stefánsson fyrir
matinn. Þennan fallega sið til-
einkuðum við fjölskyldan okkur
og er hann nú enn dýrmætari en
áður. Ég kveð elskulegan tengda-
föður minn með ást, hlýju og
þakklæti fyrir samfylgdina.
Álfheiður Svana
Kristjánsdóttir.
Það er fátt í þessum heimi sem
er áreiðanlegt. Það að amma og
afi biðu okkar í hlýjunni í Goða-
landinu eftir langa bílferð frá Ak-
ureyri var eitt af því sem okkur
systrum fannst þó vera fastur
punktur. Eplasafi inni í ísskáp og
Lindt-súkkulaðimolar í skál. Í
dag minnumst við afa sérstak-
lega. Það eru margar hlýjar
minningar úr Goðalandinu. Afi
sitjandi inni á skrifstofu, útvarpið
í gangi og tölvan malandi. Afi úti í
garði. Afi inni í bílskúr að dunda
sér. Kaffiilmur, hringir og stór
heyrnartól fyrir framan sjón-
varpið. Hægindastóll, inniskór og
verkfæri. Við vorum heppnar að
fá að gista oft hjá ömmu og afa
þegar við vorum í Reykjavík. Þá
fékk maður að vaka lengur og
horfa á sjónvarpið í holinu með
þeim á kvöldin. Þegar kom að
háttatíma heyrði maður áfram
malið í sjónvarpinu á meðan kúrt
var með myndasögubækur uppi í
rúmi. Það er til endalaust af bók-
um í Goðalandi. Afi las Laxness
en líka Hungurleikana og Harry
Potter, þótt þær síðarnefndu hafi
líklega verið lesnar til að gleðja
okkur barnabörnin.
Afi var ekki maður margra
orða, en það var ávallt áhugavert
sem hann hafði að segja. Mörg
merkileg ferðalög, hvernig hinir
og þessir hlutir hefðu komið inn í
Goðalandið og hvernig hann hafði
lagað þá en hann var einstaklega
handlaginn. Hvernig málverkin
hefðu verið valin og hvaðan þau
komu. Hann var góður í að hlusta,
athugull og fylgdist vel með.
Hann var fróður og fannst gaman
að ræða við okkur um allt mögu-
legt. Þar standa upp úr samtöl um
garðrækt, ferðalög og ljóð. Afi
var mikill tungumálamaður og
eiga þau amma mikinn heiður af
áhuga okkar og metnaði fyrir ís-
lenskuverkefnum í skólanum.
Maður fylgdist af ákafa með í
skólanum til þess að geta síðan
rætt við þau um Snorra-Eddu,
Laxdælu eða goðafræði.
Við vorum svo heppnar að fá að
ferðast með honum til Flórída og
sú ferð var ævintýri sem stendur
upp úr hjá okkur systrum. Kom-
inn yfir áttrætt entist afi jafnvel
lengur en við systur í sjónum að
hoppa í öldunum. Þetta finnst
okkur lýsandi fyrir afa. Hann lét
ekkert smávægilegt eins og aldur
stoppa sig. Hann var duglegur,
yfirvegaður og það var stutt í
brosið sem var hlýtt og fallegt. Í
minningum okkar systra var
hann ávallt að brasa eitthvað. Það
var alltaf svo spennandi að fá að
fara með afa út í garð og skoða
blómin. Þá labbaði hann um með
okkur, með klippurnar sínar, og
sýndi okkur mismunandi plöntur.
Sagði okkur frá þeim og við feng-
um síðan að velja falleg blóm til
að gefa ömmu og mömmu.
Afi var ekki mikill morgunhani
en þrátt fyrir það eigum við
sterkar minningar um ljúfar
morgunstundir þar sem þau
amma sátu uppi í rúmi og lásu
blaðið. Afi búinn að færa ömmu
hringi og kaffibolla. Svo var kúrt
til fóta, fengið tásunudd eða bara
lesið. Það fylgdi afa þessi stóíska
ró sem var svo notaleg. Afa leið
best í Goðalandinu. Þar líður öll-
um best. Við munum sakna þess
að fá þétt knús þegar við komum
og koss á kinn. Það verður tóm-
legt án hans. Við erum þakklátar
fyrir allar stundirnar sem við
fengum og vitum að afi fylgir okk-
ur áfram.
Og þegar þú sigrandi’ um foldina fer,
þá finn ég, að þrótturinn eflist í mér.
Ég elska þig, kraftur, sem öldurnar reisir,
ég elska þig, máttur, sem þokuna leysir.
(Hannes Hafstein)
Elísabet, Fríða Kristín
og Katrín Dóra.
Afi Jón var stór og traustur, yf-
irvegaður og vandaði orð sín.
Mitt annað heimili og fasti
punktur hefur verið í Goðalandi
hjá ömmu og afa. Hvort heldur
sem það var sem barn, unglingur,
ein með börnin mín eða með alla
fjölskylduna. Þegar lífið tók
óvænta eða breytta stefnu var
alltaf hægt að leita til þeirra.
Amma og afi voru eins og áttaviti
og Goðalandið stoppistöð, upp-
hafið að nýrri vegferð.
Að vakna á morgnana í Goða-
landi var ljúft. Heyra í afa inni í
eldhúsi að hella upp á, því næst
færa ömmu „hringi“ með mjólk
ásamt blöðum dagsins. Þetta
kunnu þau svo vel, að dvelja í
núinu og njóta. Gestir Hótels
Góðalands þá nóttina tíndust svo
einn af öðrum inn til þeirra að
spjalla. Oftar en ekki las amma
upp brot úr minningargrein sem
þessari. Fallegt málfar sem fang-
aði athygli eða skemmtileg saga
um samferðafólk okkar í þessu
lífi. Afi var mikill tungumálamað-
ur og deildu þau amma því áhuga-
máli. Hafsjór af fróðleik og gátu
þau rætt fram og til baka um upp-
runa orða, nýyrði, tökuorð og
setningafræði.
Afi var með innirödd og jafn-
aðargeð sama hvað gekk á. Hann
hafði endalausa þolinmæði og
elskaði að dunda í garðinum, hlúa
að rósunum sínum, rækta upp
nýjar sírenur, reynitré eða fjalla-
toppa. Hann eldaði bestu kjötsúp-
una og hann borðaði kjúklinga-
vængi með hníf og gaffli þannig
að eftir var tekið en enginn
hreinsaði beinin betur en hann.
Afi lifði eftir því sem við flest
reynum að ná alla daga í núvit-
und.
Í sinni eigin núvitund gat afi
jafnvel verið svolítið utan við sig
og fyrir vikið sprenghlægilegur á
köflum. Til dæmis þegar hann
bauð karlkyns ættingjum og vin-
Jón Dalmann
Þorsteinsson