Morgunblaðið - 12.10.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fulltrúi félagsins sem reisti hótelbygginguna undir The
Reykjavík Edition-lúxushótelið var þögull sem gröfin er hann
var spurður hvenær hótelið yrði opnað.
Hótelið er einkar vel staðsett með tilliti til ráðstefnuhalds
en á fimmtudag hefst ráðstefnan Hringborð norðurslóða. Um
250 herbergi verða á lúxushótelinu. baldura@mbl.is
Vegfarendur hafa tekið eftir því að búið er að koma fyrir
húsgögnum í herbergjum og að skilrúm milli hótelsins og
Hörpu hafa verið fjarlægð.
Framkvæmdir við The Reykjavík Edition-hótelið eru á lokastigi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Styttist í opnun lúxushótelsins við Hörpu
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Verklokum við endurbætur á Foss-
vogsskóla hefur verið seinkað um
eitt ár, miðað við áætlanir borgar-
yfirvalda, sem kynntar voru á fundi í
Bústaðakirkju í dag.
Fundinn sátu foreldrar barna í
Fossvogsskóla og fulltrúar borgar-
innar annars vegar og verkfræði-
stofunnar Eflu hins vegar.
Þar kom fram að endurbótum á
Meginlandi, einum hluta Fossvogs-
skóla, lyki í ágúst 2023, en ekki 2022,
eins og gert var ráð fyrir í upphafi.
Allir í Fossvoginn
Á fundinum kom einnig fram að
allt skólahald færist í Fossvogsdal
fyrir næsta skólaár, sem þýðir að
skólahald verði í Fossvogsskóla og í
færanlegum byggingum þar í kring.
Nemendur í 5.-7. bekk skólans
stunda nú nám í Korpuskóla, sem
stendur auður eftir að skólahald þar
var fært í Víkurskóla við hliðina.
Foreldrar segja að 40 mínútna
rútuferðir á dag, fram og til baka
upp í Korpuskóla, séu óviðunandi og
segja margir þeirra að leita verði
lausna til þess að færa skólahald í
Fossvoginn sem allra fyrst.
Meðal þess sem áætlað er að ráð-
ast í eru framkvæmdir á útveggjum
Fossvogsskóla, þar sem þeir verða
fjarlægðir og einangraðir með ál-
klæðningu áður en þeir eru byggðir
á ný.
Þá á að endurnýja glugga, hurðir
og þak skólahúsnæðisins. Einnig á
að fjarlægja og endurbyggja alla
innveggi og fara yfir loftræstingu í
húsinu. Eins verða raf- og pípulagnir
endurnýjaðar eftir þörfum og sömu-
leiðis gólf- og loftefni.
Þessar framkvæmdir kynnti
Ámundi Brynjólfsson frá umhverfis-
og skipulagssviði Reykjavíkurborg-
ar.
Fram kom í máli hans að áætluð
verklok væru þrískipt eftir þremur
deildum húsnæðisins. Í Austurlandi
eru verklok áætluð í júní 2022, í
Vesturlandi í ágúst 2022 og í Megin-
landi í ágúst 2023.
Verklokin tefjast um ár
- Hluti Fossvogsskóla ekki tilbúinn fyrr en 2023, ári síðar en gert var ráð fyrir
- Foreldrar segja borgina rúna trausti - Allir nemendur í Fossvog á næsta ári
Morgunblaðið/Eggert
Skólamál Myglumál í Fossvogsskóla hafa verið í fréttum síðan 2018.
Rýmingu var í gær aflétt á þeim húsum sem standa fjær
varnargörðum á Seyðisfirði að sögn lögreglunnar á Aust-
urlandi. Sagði í tilkynningu lögreglunnar að útreikningar
á virkni leiðigarða og safnþróar á óstöðugum hrygg milli
skriðunnar stóru frá desember síðastliðnum og Búðarár
lægju nú fyrir og væru allar líkur á að varnargarðarnir
og safnþró myndu leiða skriðuna til sjávar.
Rýmingu hefur þó ekki verið aflétt á þeim fimm húsum
sem standa næst varnargarðinum þar sem enn mælist
hreyfing á hryggnum. Fram kemur að engar hreyfingar
hafi mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar utan þeirra er
mælst hafa í hryggnum.
Er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil
og er hættustig almannavarna enn í gildi.
Óvissustig fellt niður í Út-Kinn
Þá ákvað ríkislögreglustjóri í gær í samráði við lög-
reglustjórann á Norðurlandi eystra að fella niður óvissu-
stig í Út-Kinn. Segir í tilkynningu almannavarna að ofan-
flóðavakt Veðurstofu Íslands telji ekki ástæðu til
viðbúnaðar vegna skriðuhættu á svæðinu og er góð veð-
urspá næstu daga. Enn er hreinsunarstarfi ekki lokið.
Rýmingu aflétt að hluta
- Allar líkur á að varnargarðar á Seyðisfirði leiði skriðuna til
sjávar - Ekki lengur talin ástæða til viðbúnaðar við Út-Kinn
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Vatnavextir Óvissustig hefur verið fellt niður í Út-Kinn.
Enn er óvíst
hvort Erna
Bjarnadóttir,
varamaður Birg-
is Þórarinssonar
á þingi, muni
einnig flytja sig
um set yfir í
Sjálfstæðisflokk-
inn líkt og Birgir
tjáði Morgun-
blaðinu fyrir
helgi, en hann gekk þá til liðs við
þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Ekki
hefur náðst í Ernu, þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir Morgunblaðsins.
Birgir tók það fram í samtali sínu
við Morgunblaðið um helgina að
hann hefði ráðfært sig við trún-
aðarmenn flokksins í Suður-
kjördæmi, þar á meðal Ernu, áður
en hann lét af því verða að ganga til
liðs við Sjálfstæðisflokkinn.
Óskar Herbert Þórmundsson, for-
maður kjördæmaráðs Miðflokksins í
Suðurkjördæmi, sagði af sér um
helgina vegna málsins, þar sem
hann teldi sig hafa borið ábyrgð á
uppstillingu listans. steinar@mbl.is
Ekki enn ljóst um
vistaskipti Ernu
Erna
Bjarnadóttir