Morgunblaðið - 12.10.2021, Side 1

Morgunblaðið - 12.10.2021, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. O K T Ó B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 239. tölublað . 109. árgangur . ÓÐUR SETUR UPP ÁSTAR- DRYKKINN VILJA TILHEYRA ESB GLÆPASÖGUR OG ÞJÓÐLEGUR FRÓÐLEIKUR MÓTMÆLI Í PÓLLANDI 13 VERÖLD 28ÓPERUDAGAR 29 Hinn nítján ára gamli Andri Lucas Guðjohnsen innsiglaði stórsigur Íslands á Liechtenstein, 4:0, í undankeppni heims- meistaramótsins í fótbolta á Laugardalsvellinum í gærkvöld þegar hann skoraði síðasta mark íslenska liðsins eftir send- ingu frá bróður sínum, Sveini Aroni Guðjohnsen. Bræðurnir féllust að vonum í faðma eftir markið. Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk og Stefán Teitur Þórðarson eitt í þessum síðasta heimaleik Íslands í keppninni frammi fyrir um 4.500 áhorfendum sem voru vel með á nótunum. »27 Morgunblaðið/Eggert Guðjohnsen-bræður innsigluðu stórsigur _ Landslög eru skýr um að ef ágallar á kosn- ingum í einu kjördæmi leiði til uppkosninga, þá fari sú kosning eingöngu fram í því kjördæmi, en ekki á landinu öllu, að mati Haf- steins Þórs Haukssonar, dósents við lagadeild Háskóla Íslands, en hann sat fyrir svörum á opnum fundi undirbún- ingskjörbréfanefndar Alþingis, sem haldinn var í gær. Fór Hafsteinn einnig yfir það hvenær ágalli á kosningum væri orðinn það mikill að hann gæti leitt til ógildingar á þeim, og sagði hann að ófullnægjandi frágangur á kjör- gögnum einn og sér væri ekki nóg, heldur þyrfti að koma til einhver vísbending um að ágallinn hefði haft áhrif á niðurstöðu kosning- anna. Dómsmálaráðuneytinu hefur verið falið að taka saman minnis- blað um þær reglur er gilda um uppkosningar, en kosningalög eru fáorð um hvernig staðið skuli að slíkum kosningum. »4 Ágalli þurfi að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna Hafsteinn Þór Hauksson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Bæjaryfirvöld í Hveragerði eru um þessar mundir að úthluta lóðum und- ir fjölbreytta athafnastarfsemi á tveimur stöðum og hefur verið mjög mikil eftirspurn eftir svæðum til uppbyggingar að sögn Aldísar Haf- steinsdóttur bæjarstjóra. Sælgætisgerðin Freyja er meðal þeirra sem undirbúa uppbyggingu í Hveragerði. Hefur verið ákveðið að fyrirtækið færi starfsemi sína úr Kópavogi og að reist verði ný verk- smiðja á 15 þúsund fermetra lóð, sem Freyja hefur fengið úthlutaða á nýju athafnasvæði í Hveragerði. Ævar Guðmundsson, eigandi og stjórnarformaður Freyju, segir framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins í Hveragerði um margt heppilega og þröngt sé orðið um starfsemina í Kópavogi, sem þurfi að stækka til að geta annað að fullu allri eftirspurn, sérstaklega í útflutningi. Útflutning- ur til Norðurlandanna hafi gengið vonum framar og salan aukist hrað- ar á síðustu árum. Á annað hundrað störf „Á öðru svæðinu erum við að út- hluta lóðum fyrir verslun og þjón- ustu og höfum nú þegar fengið tvær spennandi umsóknir, annars vegar frá fjársterkum aðilum sem vilja byggja upp heilsulind og hins vegar frá Ölverki, sem er með áform um ferðatengda þjónustu í kringum bjór og bjórgarð,“ segir Aldís. Undirbún- ingur er í fullum gangi fyrir eins kílómetra langa svifbraut og einnig verður Gróðurhúsið opnað fljótlega, en þar verða m.a. mathöll og hótel. Að sögn Aldísar eru viðræður í gangi við fleiri aðila um fjölbreytta upp- byggingu í bænum. Vel á annað hundrað störf verða til við alla þessa starfsemi. Hagstætt lóðaverð í Hveragerði er ein af meginástæðum þessarar miklu eftirspurnar eftir aðstöðu að mati Aldísar. Staðsetningin, búsetu- skilyrðin og uppbygging hafnarinn- ar í Þorlákshöfn skipti líka máli. „Svo held ég að við séum líka að sjá einhverjar afleiðingar af því að lóðir í Reykjavík eru orðnar mjög dýrar.“ Ásókn í atvinnu- lóðir í Hveragerði - Verksmiðja Freyju, heilsulind og bjórgarður í farvatninu Aldís Hafsteinsdóttir Ævar Guðmundsson MUppbygging í Hveragerði »10 Kerskálanum í álveri Aldel í Hollandi hefur verið lokað enda borgar sig ekki lengur að framleiða álið eftir að orkuverðið rauk upp. Sérfræðingur á íslenskum ál- markaði sem Morgunblaðið ræddi við sagði lokunina þýða minni fram- leiðslu innan evrópska tollasvæð- isins. Fyrir vikið myndi verð til evrópskra álvera hækka og það aftur styrkja stöðu íslenskra álvera. Verð á áli í kauphöllinni með málma í London nálgast 3.100 dali tonnið og taldi sérfræðingurinn að verðið gæti farið í 4.000 dali vegna lítils framboðs. »12 Morgunblaðið/ÞÖK Álvinnsla Álverð er á uppleið. Orkan er allt of dýr - Álver í Hollandi lokar kerskálanum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.