Morgunblaðið - 12.10.2021, Side 24

Morgunblaðið - 12.10.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021 50 ÁRA Jökull Sigurðsson fæddist í Reykjavík en ólst upp í Tulsa í Oklahoma og í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum en flutti heim til Íslands 14 ára gamall. Hann býr núna í Reykjavík, en bjó líka í Stokkhólmi í fjögur ár, áður en hann flutti heim fyrir tveimur árum. Jökull lærði heimspeki við HÍ og er annar eigenda námsvefjarins Skólavefurinn.is, ásamt Ingólfi E. Kristjánssyni. Skólavefurinn er einn stærsti námsvefur landsins og eru nær allir grunnskólar og framhaldsskólar landsins áskrifendur að honum. „Ég er búinn að taka þátt í þessu ævintýri í 20 ár, en svo erum við einnig með fleiri vefi, hlusta.is, lestur.is og líka framhaldsskoli.is. Svo höfum líka gefið út mikið út af bókum og verkum í gegnum árin.“ FJÖLSKYLDA Guðrún Elva Guðmundsdóttir, f. 1980, ljósmóðir hjá Björkinni. Börn þeirra eru Embla Mjöll, f. 2008, Hugi Hrafn, f. 2011, og Gabríel Goði, f. 2016. Foreldrar Jökuls: Elín Tómasdóttir, f. 1953, d. 1991, og Sigurður Ólafur Gunnarsson, f. 1950, flugvélstjóri, búsettur á Spáni. Jökull Sigurðsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Ættingi þinn kallar á athygli þína en þú ert of önnum kafin/n við aðra hluti. Margt smátt gerir eitt stórt. 20. apríl - 20. maí + Naut Nú skiptir máli að láta ekki við- skiptatækifæri framhjá sér fara. Ástamálin hafa ekki gengið vel upp á síðkastið, fram undan eru einhver umskipti. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Reyndu að beina orku þinni til góðra verka. Þú færð hugboð sem lætur þig ekki í friði. Þér léttir þegar þú heyrir nýjustu fréttir af fjölskyldunni. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú verður að setjast yfir fjármálin, hversu leiðinlegt sem þér nú þykir það. Haltu þig eins fjarri fataverslunum og þú getur. Sparaðu. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ættir að slaka svolítið á og hvíla þig. Oft má satt kyrrt liggja. Makinn er eitthvað stuttur í spuna þessa dagana. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Hugurinn dvelur hugsanlega við ferðaáætlanir eða einhvern sem er langt í burtu. Stundum er best að fljóta með straumnum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Góður undirbúningur tryggir farsæla framkvæmd. Haltu fast í allar jákvæðar hugsanir. Vertu varkár þegar þú sest undir stýri. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það er ekki auðvelt að halda ró sinni í þeim hamagangi sem er í kring- um þig. Þú hefur nú oft séð það svartara í peningamálunum. Ekki örvænta. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Leyndarmál og laumuspil kunna að mæta þér í dag. Passaðu þig samt á að gera ekki úlfalda úr mýflugu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þið ættuð ekki að láta aðra kúga ykkur til að gera eitthvað sem ykkur er þvert um geð. Hugleiddu hvað þú hefur fram að færa í deilum milli ættingja. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Gættu vel að heilsu þinni, jafnt andlegri sem líkamlegri. Reyndu að skipu- leggja þig þannig að þú getir nýtt tíma þinn sem best. Áhugamálin hafa setið á hakanum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Hlustaðu á þá sem leita til þín með vandræði sín. Farðu þér hægt í að velja þér trúnaðarvini, sérstaklega af hinu kyninu. blöðrum og var eitt slíkt nú bara um helgina í Smáralind sem er lík- lega stærsta blöðruinnsetning sem gerð hefur verið á landinu.“ Annað er partífyrirtækið Pippa sem er partívöruverslun á netinu og blöðruskreytingaþjónusta. „Við gerum risavaxin listaverk úr E rna Hreinsdóttir fæddist 12. október 1981 í Reykjavík og ólst upp að mestum hluta í Hlíðunum. Erna fór í æfinga- og tilraunadeild Kennaraháskóla Íslands, sem nú er einfaldlega Háteigsskóli. Hún fluttist síðan til Garðabæjar á unglingsárum þar sem hún gekk í Garðaskóla og loks Fjölbrauta- skólann í Garðabæ. „Á þeim árum eyddi ég miklum tíma á skautasvellinu í Laugardal þar sem ég æfði listhlaup á skaut- um og tók sú íþrótt mig einnig í æfingabúðir og keppnir erlendis. Mínar bestu vinkonur eru úr þess- um hópi og vorum við algerir brautryðjendur í þessari íþrótt á Íslandi, enda byrjuðum við æfing- ar þegar ekki einu sinni var komið þak yfir skautasvellið. Skautasvellið var lífið þar til ég flutti til London þegar ég var tví- tug til að stunda nám í grafískri hönnun. England hefur alltaf verið mikill hluti af mér því ég eyddi einnig tíma þar þegar ég var barn í Oxford með foreldrum mínum þar sem pabbi stundaði nám. Það kallaði alltaf aftur í mann og fór- um við fjölskyldan iðulega til Eng- lands í frí og ég síðar meir í enskuskóla um sumar sem ung- lingur. Það var því rökrétt fyrir mig að stunda háskólanám þar.“ Erna útskrifaðist með BA í graf- ískri hönnun frá University of The Arts í London árið 2006. „Ég hef aldrei fengið að vera hreinn og beinn grafískur hönn- uður, ég er alltaf með einhver flækjustig í kringum þessa grein og þarf að vera að potast í mörg verk á sama tíma. Ég starfaði heillengi á Birtíngi við tímaritið Nýtt líf sem blaðamaður og um- brotsmaður og tók að mér hin ýmsu skapandi verkefni hjá fyrir- tækinu. Loks tók ég við sem rit- stjóri Nýs lífs og er sennilega einn af fáum ritstjórum sem hefur skrifað og brotið um tímaritið sitt.“ Í dag rekur Erna tvö fyrirtæki sem hún er einnig eigandi að. Svo er Erna einnig með hönn- unarstofuna Blóð. „Þar tökum við að okkur hin ýmsu skapandi verk- efni á meðal verkefna sem við Erna Hreinsdóttir, grafískur hönnuður, eigandi Pippu og hönnunarstofunnar Blóð – 40 ára Fjölskyldan Rafael, Angela tengdamamma, Flóra og Erna á vínekru á Sikiley í sumar. Skemmtilegt að vera ólíkindatól Afmælisbarnið Erna hjá Nýlistasafninu í Niterói í Rio de Janeiro. Ólíkindatólið Erna að æfa skútu- siglingar á bátnum Sjóðríki. Til hamingju með daginn Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.