Morgunblaðið - 12.10.2021, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
Það var ekki laust við að mað-
ur væri hálfstressaður fyrir leik
Íslands og Liechtenstein í und-
ankeppni HM 2022 í knatt-
spyrnu sem fram fór á Laug-
ardalsvelli í gær. Það hefur
gustað ansi hressilega í kringum
íslenska liðið síðustu mánuði og
úrslitin hafa verið í samræmi við
það. Þá hefur ekkert, og þá
meina ég nákvæmlega ekkert,
fallið með liðinu, sem vill oft
gerast þegar á móti blæs.
Arnar Þór Viðarsson hélt að
hann væri að fara að berjast um
annað sæti riðilsins þegar hann
var ráðinn landsliðsþjálfari í
desember 2020. Þá gerði þjálf-
arinn sér væntanlega vonir um
að geta valið alla þá leikmenn
sem hafa dregið vagninn fyrir
Ísland undanfarinn áratug eða
„gamla bandið“ eins og þeir
hafa gjarnan verið nefndir.
Á tíu mánuðum hefur hann
þurft að búa til nánast al-
gjörlega nýtt lið þar sem leik-
mannakjarninn hefur nánast
verið sá sami og kom íslenska
liðinu í lokakeppni EM U21-árs
landsliða sem fram fór í Slóven-
íu og Ungverjalandi í sumar. Tíð-
arandinn á Íslandi er einfaldlega
betri þegar íslenska karlalands-
liðinu gengur vel á fótboltavell-
inum og þannig hefur það verið
undanfarin ár. Það var orðið ansi
langt síðan maður sá sigur í
keppnisleik á Laugardalsvelli en
tilfinningin er og verður alltaf sú
sama; algjörlega frábær.
Karlalandsliðið er að ganga
í gegnum endurnýjun lífdaga og
þeir leikmenn og þjálfarar sem
nú eru að stíga sín fyrstu skref
með landsliðinu eiga það skilið
að þjóðin fylki sér á bak við þá.
Fólk sem er tilbúið að halda
uppi heiðri Íslands á alþjóð-
legum vettvangi á alltaf skilið
stórt hrós og klapp á bakið, ekki
niðurrif og almenn leiðindi.
Áfram Ísland.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Í LAUGARDAL
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Albert Guðmundsson skoraði tví-
vegis fyrir íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu þegar liðið vann örugg-
an sigur gegn Liechtenstein í J-riðli
undankeppni HM 2022 á Laugar-
dalsvelli í gær.
Leiknum lauk með 4:0-sigri ís-
lenska liðsins en staðan að loknum
fyrri hálfleik var 2:0, Íslandi í vil.
Stefán Teitur Þórðarson kom Ís-
landi yfir á 19. mínútu með laglegum
skalla úr miðjum teignum eftir lag-
lega fyrirgjöf Jóns Dags Þorsteins-
sonar af vinstri kantinum.
Albert tvöfaldaði forystu íslenska
liðsins á 35. mínútu með marki úr
vítaspyrnu sem var dæmd eftir að
Viðar Örn Kjartansson átti skot í
hönd varnarmanns Liechtenstein
innan teigs.
Með öll völd á vellinum
Albert bætti við öðru marki sínu
og þriðja marki Íslands á 79. mín-
útu, aftur úr víti, eftir að Sveinn Ar-
on Guðjohnsen var felldur innan
teigs.
Það var svo Andri Lucas Guð-
johnsen sem skoraði fjórða mark ís-
lenska liðsins á 89. mínútu með föstu
viðstöðulausu skoti úr miðjum teign-
um en Andri Fannar Baldursson
átti þá sendingu inn fyrir vörn
Liechtenstein sem Sveinn Aron
Guðjohnsen lagði beint fyrir fætur
Andra Lucasar.
Íslenska liðið tók öll völd á vell-
inum strax á fyrstu mínútu og leik-
menn Liechtenstein komust varla
yfir miðju allan leikinn.
Til marks um yfirburði íslenska
liðsins þá átti Ísland 16 mark-
tilraunir í leiknum gegn einni til-
raun gestanna frá Liechtenstein,
sem fór ekki einu sinni á markið.
Leikmenn Liechtenstein vörðust
nánast allir við eigin vítateig og leik-
mönnum Íslands gekk illa að skapa
sér afgerandi marktækifæri framan
af.
Morgunblaðið/Eggert
Mark Stefán Teitur Þórðarson, til vinstri, skallar boltann í mark Liechtenstein og kemur Íslandi yfir með sínu fyrsta marki fyrir A-landsliðið.
Það var hins vegar bara tíma-
spursmál hvenær fyrsta markið
kæmi og það var virkilega gaman að
sjá Stefán Teit skora sitt fyrsta
landsliðsmark í sínum fimmta A-
landsleik á Laugardalsvelli.
Albert Guðmundsson skoraði
einnig sín fyrstu landsliðsmörk í
keppnisleik með landsliðinu og von-
andi fyrir hann, og landsliðið, er
hann kominn í gang en hann á að
baki 27 A-landsleiki.
Ísland eygir veika von
Það sem stóð hins vegar upp úr
frá kvöldinu á Laugardalsvelli var
markið sem Andri Lucas skoraði á
lokamínútunum.
Það var falleg stund að sjá bræð-
urna Andra Lucas og Svein Aron
fagna samvinnunni og markinu og
föður þeirra, aðstoðarþjálfarann Eið
Smára Guðjohnsen, skælbrosandi á
hliðarlínunni enda var stúkan á
Laugardalsvelli eitt stórt bros þegar
bræðurnir féllust í faðma.
Íslenska liðið er áfram í fimmta
sæti riðilsins með átta stig og á
ennþá tölfræðilegan möguleika á því
að komast áfram í umspil um laust
sæti á HM í Katar sem fram fer í
nóvember á næsta ári.
Til að það gerist þarf íslenska lið-
ið hins vegar að vinna bæði Rúmen-
íu í Búkarest hinn 11. nóvember og
Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóv-
ember í lokaleikjum undankeppn-
innar.
Rúmenía er sem stendur í öðru
sæti riðilsins með 13 stig og Norður-
Makedónía og Armenía koma þar á
eftir með 12 stig hvort.
Armenía tekur á móti Norður-
Makedóníu 11. nóvember í Jerevan í
afar mikilvægum leik fyrir bæði lið
og í lokaumferðinni 14. nóvember
mætir Armenía Þýskalandi í Jerev-
an og Liechtenstein tekur á móti
Rúmeníu í Vaduz.
Þýskaland hefur nú þegar tryggt
sér sigur í riðlinum en Ísland þarf
að treysta á að Rúmenía, Norður-
Makedónía og Armenía vinni ekki
þá leiki sem þau eiga eftir, til þess
að eiga veika von um annað sætið.
Falleg stund í Laugardal
- Afar öruggur 4:0-sigur Íslands gegn Liechtenstein í síðasta heimaleiknum
- Loksins skoraði Albert Guðmundsson mark í keppnisleik með landsliðinu
verkum í íslenska landsliðinu sem lék á
EM 2016 og á HM 2018. Báðir léku þeir
alla fimm leikina á EM í Frakklandi en
á HM í Rússlandi lék Hannes alla þrjá
leikina og Kári tvo.
Kári kveður sem sjötti leikjahæsti
leikmaður landsliðsins frá upphafi, á
eftir Rúnari Kristinssyni, Birki Bjarna-
syni, Birki Má Sævarssyni, Ragnari Sig-
urðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni.
Hannes er leikjahæsti markvörður
landsliðsins frá upphafi en hann fór
fram úr Birki Kristinssyni fyrr á þessu
ári. vs@mbl.is
Kári Árnason og Hannes Þór Hall-
dórsson voru heiðraðir sérstaklega af
Knattspyrnusambandi Íslands fyrir leik
Íslands og Liechtenstein á Laugardals-
vellinum í gærkvöld.
Þeir ákváðu báðir að hætta með
landsliðinu eftir leikina í september en
þar lék Kári sinn 90. landsleik og var
fyrirliði Íslands þegar liðið mætti Norð-
ur-Makedóníu á Laugardalsvellinum.
Hannes varði síðan mark Íslands í 77.
og síðasta skipti gegn Þýskalandi á
sama stað þremur dögum síðar. Þeir
Kári og Hannes voru báðir í lykilhlut-
Kári og Hannes kvaddir
á Laugardalsvellinum
Morgunblaðið/Eggert
Blóm Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson með Vöndu Sigur-
geirsdóttur formanni KSÍ sem afhenti þeim viðurkenningarnar.
ÍSLAND – LIECHTENSTEIN 4:0
1:0 Stefán Teitur Þórðarson 19.
2:0 Albert Guðmundsson 35.(v)
3:0 Albert Guðmundsson 79.(v)
4:0 Andri Lucas Guðjohnsen 89.
M
Albert Guðmundsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Stefán Teitur Þórðarson
Þórir Jóhann Helgason
Andri Fannar Baldursson
Sveinn Aron Guðjohnsen
Ísland: (4-3-3) Mark: Elías Rafn Ólafs-
son. Vörn: Alfons Sampsted, Brynjar
Ingi Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson
(Hjörtur Hermannsson 32), Guðmund-
ur Þórarinsson. Miðja: Stefán Teitur
Þórðarson (Andri Lucas Guðjohnsen
80), Birkir Bjarnason, Þórir Jóhann
Helgason (Andri Fannar Baldursson
65). Sókn: Albert Guðmundsson, Viðar
Örn Kjartansson (Sveinn Aron Guð-
johnsen 65), Jón Dagur Þorsteinsson
(Mikael Egill Ellertsson 65).
Rautt spjald: Martin Marxer (Liecht-
enstein) 63.
Dómari: Ioannis Papadopoulos, Grikk-
landi.
Áhorfendur: 4.461.
Birkir Bjarna-
son, sem var fyr-
irliði íslenska
landsliðsins í
knattspyrnu
gegn Liechten-
stein í gærkvöld,
eins og gegn
Armeníu, getur
slegið lands-
leikjamet Rúnars
Kristinssonar í
Skopje 14. nóvember.
Birkir lék sinn 103. landsleik í
gærkvöld og slapp við að fá gult
spjald þannig að hann verður alla-
vega ekki í banni í fyrri leiknum í
nóvember sem er gegn Rúmeníu 11.
nóvember. Komist hann í gegnum
þann leik, heill og án spjalds, getur
met Rúnars, 104 leikir, sem hefur
staðið frá árinu 2004, fallið í
Skopje, höfuðborg Norður-
Makedóníu, þremur dögum síðar
þegar þjóðirnar mætast þar í loka-
umferð riðlakeppninnar.
Birkir er 71 leik á undan næst-
leikjahæsta leikmanninum sem tók
þátt í leiknum gegn Liechtenstein í
gærkvöld. Viðar Örn Kjartansson
var næstreyndasti leikmaður Ís-
lands og spilaði sinn 32. landsleik.
Birkir Már Sævarsson, sem var í
leikbanni í gærkvöld, getur jafnað
við Rúnar með því að spila báða
leikina í nóvember. vs@mbl.is
Birkir getur
slegið metið
í Skopje
Birkir
Bjarnason