Morgunblaðið - 12.10.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Töluverð óvissa er um útkomu árs-
ins á rekstri Strætó BS og gera nýj-
ustu spár ráð fyrir 450 milljóna
króna tapi á árinu. Er það sagt skýr-
ast að mestu af lækkun farþega-
tekna um rúmar 200 milljónir og
jafnframt að sérstakt Covid-framlag
ríkisins vegna kórónuveirufarald-
ursins verði 120 milljónir, sem er í
fundargerð stjórnar Strætó sagt
vera 780 milljónum kr. lægra en
áætlun ársins gerði ráð fyrir. Á móti
eiga hagræðingaraðgerðir að skila
um 275 milljóna kr. lækkun rekstr-
arkostnaðar á árinu.
Væntingar um allt að 900 millj.
Jóhannes Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Strætó, segir að út-
komuspá fyrir yfirstandandi ár,
þar sem spáð er tapi upp á 450
millj. kr. eins og fyrr segir, skýrist
að mestu af lægra Covid-framlagi
frá ríkinu upp á 780 milljónir
króna.
„Tekjur eru lægri en í áætlun en
gjöld eru einnig lægri en í áætlun.
Það voru væntingar um allt að 900
[milljóna kr.] framlag frá stjórn-
völdum í ljósi þess að Strætó hélt
sama þjónustustigi að mestu og
fyrir faraldurinn, til að tryggja að
lykilstarfsfólk kæmist í og úr vinnu
og að hægt væri að tryggja fjar-
lægðarmörk í vögnum,“ segir hann.
Spurður um hagræðingaraðgerðir
segir Jóhannes í svari til blaðsins að
enn sé verið að vinna með áætlun
fyrir árið 2022 og ekki búið að út-
færa þær í smáatriðum.
Fjallað var um drög að fjárhags-
og starfsáætlun Strætó fyrir árin
2022-2026 á stjórnarfundi í seinasta
mánuði. Þar kom fram að gert er ráð
fyrir að tekjur verði í samræmi við
tekjuáætlun 2019. „Launakostnaður
hefur hækkað mikið sem skýrist af
kjarasamningshækkunum og vinnu-
tímastyttingu vaktavinnufólks sem
áætlað er að kosti um 350 [milljónir
kr.] á ári,“ segir í fundargerð.
Spáð 450 milljóna tapi hjá Strætó
- Stærsta skýringin sögð sú að Covid-framlag ríkisins sé 780 milljónum króna lægra en áætlað var
- Launakostnaður hækkað mikið vegna kjarasamningshækkana og vinnutímastyttingar í vaktavinnu
Morgunblaðið/Hari
Strætó Farþegatekjur lækka um rúmar 200 milljónir króna samkvæmt spá.
Möguleikum borgarbúa til að ferðast um borgina hefur fjölg-
að til muna á undanförnum árum. Rafhlaupahjól og rafhjól
eru nú orðin vinsæll fararmáti til að komast styttri og lengri
vegalengdir innan borgarinnar. Hér sést starfsmaður eins
fyrirtækisins undirbúa flotann fyrir komandi viku, sem verð-
ur eflaust erilsöm.
Morgunblaðið/Eggert
Rafmagnsknúnum fararskjótum raðað fyrir fólk á ferð
„Það hefur greinilega eitthvað
dregist á langinn að taka þessar
auglýsingar niður,“ segir Guðmund-
ur Heiðar Helgason, upplýsinga-
fulltrúi Strætó.
Vegfarendur á höfuðborgarsvæð-
inu hafa tekið eftir því síðustu daga
að enn má sjá kosningaauglýsingar
frá Pírötum á strætisvögnum, rúm-
lega tveimur vikum eftir að kosið
var til Alþingis.
Guðmundur segir að ekki sé við
Pírata að sakast í þessu tilviki,
flokkurinn hafi ráðið fyrirtæki í að
líma auglýsingarnar á vagnana og
það eigi sömuleiðis að sjá um að
fjarlægja þær. Umrætt fyrirtæki sé
nýtt og eitthvað hafi misfarist hjá
því. Hann bendir á að Samfylkingin
hafi einnig keypt auglýsingar á
strætisvögnum fyrir nýafstaðnar
kosningar og fyrirtækið sem flokk-
urinn skipti við hafi tekið auglýs-
ingarnar niður fljótt og vel eftir
kosningarnar.
Guðmundur segir að misjafnt sé
hversu langan tíma auglýsingar séu
á strætisvögnum. „Flestir taka 30
daga, það eru algengustu pakk-
arnir. Svo er misjafnt hvort menn
vilja heilmerktan bíl, „rass“ eða
hliðar.“ hdm@mbl.is
Píratar enn í kosningagír
- Auglýsa aftan á strætó tveimur vikum eftir kosningar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Auglýsing Píratar boða lýðræði en ekkert kjaftæði aftan á strætó í gær.