Morgunblaðið - 19.10.2021, Page 2

Morgunblaðið - 19.10.2021, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við erum bæði Vestfirðingar, ég frá Hnífsdal en hann frá Dýrafirði, og þegar við vorum ung voru einstaka sinnum böll í Hnífsdal. Þar hitti ég Finnboga í fyrsta sinn, við fórum að dansa saman og hann vildi endilega hitta mig aftur. Síðan hefur þetta haldist, hann hefur alltaf staðið fyrir sínu,“ segir Sesselja E. Þorvalds- dóttir, en hún og maður hennar, Finnbogi Jónasson, fagna 75 ára brúðkaupsafmæli í dag. Aðeins er vit- að um fimm önnur íslensk hjón sem hafa náð þeim áfanga. Finnbogi og Sesselja voru gefin saman í hjóna- band í Önundarfirði 19. október 1946 en þau höfðu trúlofað sig tveimur ár- um áður, í maí 1944, þegar þau voru bæði 19 ára. Finnbogi er orðinn 97 ára, en Sesselja er 96 ára. Þau hófu sinn búskap á Flateyri og eignuðust þar fyrstu tvö börnin sín, synina Reyni og Þorvald. Litla fjölskyldan fluttu suður í Kópavog árið 1953 og þar bættist þriðja barnið við, dóttirin María. Finnbogi lærði húsasmíði og starfaði við sitt fag alla tíð og var m.a. við byggingu Landspítalans. Sesselja hefur verið við hin ýmsu störf í gegn- um tíðina, en báðum auðnaðist heilsa til að vera á vinnumarkaði þar til þau urðu sjötug. Líkt og hjá öðrum hafa skipst á skin og skúrir í lífi þeirra hjóna, þeirra stærsti harmur var að missa son sinn, frumburðinn Reyni þegar hann var aðeins 29 ára, en hann fékk krabbamein. Þegar Sesselja er spurð að því hvað henni finnist hafa skipt mestu máli á þessari löngu göngu þeirra Finnboga saman í hjónabandi, er hún fljót til svars. „Að reyna að hlúa vel að kunningsskapnum, að passa upp á vináttuna á milli okkar. Auðvitað hef- ur slest upp á vinskapinn hjá okkur, við erum ekki alltaf sammála, en okk- ur hefur alltaf tekist að sættast og laga hlutina.“ María dóttir þeirra segir foreldra sína alltaf hafa verið mjög samtaka. „Þau eru hvorugt að velta sér neitt of mikið upp úr smá- munum, aðalatriðið er þörfin til að bjarga sér,“ segir María og bætir við að fararskjóti unga ástfangna fólks- ins hafi forðum verið reiðhjól Finn- boga. „Þau eiga minningar frá tilhugalíf- inu þar sem ungfrúin sat aftan á bögglabera hjá kærastanum, en Finnbogi hjólaði milli Ísafjarðar og Hnífsdals til að hitta ástmey sína. Minnisstætt er atvik þegar Finnbogi datt af hjólinu og rann niður brekku rétt við bæ Sesselju sem var stað- settur niður við sjó. Buxurnar hans urðu allar grasgrænar og þau hlæja alltaf þegar þau rifja þetta upp.“ Afkomendur Finnboga og Sesselju eru orðnir fimmtán, börn, barnabörn og langömmu- og langafabörn. „Sannarlega eru forréttindi að fá að vera saman svona lengi, því oft fellur annar makinn frá löngu á und- an hinum, þegar fólk nær að komast á tíræðisaldur eins og þau.“ Sesselja er elst af níu systkinum og tvö þeirra lifa enn auk hennar, en Finnbogi er sá eini sem lifir úr sínum systkina- hópi, en þau voru fimm. Morgunblaðið/Eggert Samhent hjón Sesselja og Finnbogi saman á Sólvangi í Hafnarfirði í gær, þar sem þau búa núna. Sat á bögglaberanum hjá honum á milli fjarða - Hafa verið hjón í 75 ár - Vináttan skiptir mestu máli Ung Finnbogi og Sesselja með frum- burðinn Reyni, sem þau misstu. Maður sem grunaður er um að hafa framið vopnað rán í Apótekaranum í Vallakór í gær var handtekinn upp úr klukkan fjögur síðdegis í gær. Verður hann í gæslu lögreglu að minnsta kosti þar til í dag. Maðurinn réðst inn í apótekið vopnaður dúkahníf, með svarta húfu og buff fyrir andlitinu. Engan sakaði en starfsfólki og öðrum sjónarvott- um brá við. Hann hafði flúið vett- vang og haft á brott með sér lyf áður en lögreglan mætti á svæðið. „Er þetta rán?“ „Ég bara titraði og skalf þegar ég kom út í bíl. Ég hef aldrei séð svona áður. Ég fékk bara algjört sjokk,“ segir kona sem varð vitni að ráninu. Sjónarvotturinn, en hún vill ekki koma fram undir nafni, kveðst hafa komið auga á ræningjann á leið sinni úr apótekinu en hann var klæddur í húfu og buff sem huldu andlit hans þannig að einungis sást í augun. „Hann er að labba þarna fram og til baka og mér sýndist hann vera með keðju í hendinni. Svo fór ég að hugsa – er þetta rán?“ Hún labbaði út í bíl og var að fara að setjast inn þegar hún snýr sér við og sér hann gera atlögu að af- greiðslufólkinu. „Hann hljóp svona að borðinu og ég fylgist með. Ég var smá smeyk við hann þannig að ég bakkaði að bílnum mínum og þá kemur hann hlaupandi út með fullt fangið af lyfj- um og klessir á mann og missir þarna einhver lyf og hleypur síðan áfram. Mér datt náttúrulega ekki í hug að hlaupa á eftir honum, hann var stórhættulegur.“ Handtekinn eft- ir vopnað rán - Flúði af vettvangi í Kópavogi með lyf Morgunblaðið/Þorsteinn Apótekarinn Maðurinn var hand- tekinn síðdegis í gær eftir ránið. Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Veðurstofa Íslands fylgist grannt með þróun mála í Öskju. Landris hefur haldið áfram og ekki er hægt að útiloka möguleika á eldgosi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpu- hreyfinga, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Landrisið frá byrjun ágúst nemur nú 15 sentimetrum við eldstöðina Öskju en fyrir mánuði síðan hafði land risið um sjö sentimetra. „Land- risið er tiltöluleg stöðugt en líklega er að hægja á því. Það er þó meiri óvissa á gögnunum á veturna,“segir Benedikt. Spurður hvort aukið landris geti bent til mögulegs eldgoss á næstunni segir Benedikt að ekki sé hægt að útiloka eldgos. Of snemmt sé þó að segja til um hvenær það gæti orðið ef til þess kæmi. „Það er allt of snemmt að segja hvort við ættum að búast við eldgosi. Þetta þýðir fyrst og fremst að það er kvika að safnast fyrir líklega frekar grunnt í jarðskorpunni – tveir til þrír kílómetrar er okkar mat. Hvert það leiðir á næstunni er ómögulegt að segja til um en það getur vissulega leitt til goss og jafnvel fljótlega. Það er ekki hægt að útiloka það.“ Myndu sjá augljós merki goss Benedikt segir að líklega myndu sérfræðingarnir sjá augljós merki í aðdraganda goss. „Við myndum búast við áfram- haldandi landrisi, meiri skjálfta- virkni og við myndum sjá frekari merki um jarðhita. Mjög líklega myndum við sjá frekar sterka skjálftavirkni í einhvern tíma áður og við myndum sjá kviku hreyfast, ekki bara söfnun á einum stað, með tilheyrandi látum.“ Fylgjast grannt með Öskju Sérfræðingar frá Veðurstofunni fóru nýlega í tvo leiðangra í Öskju til að setja upp nýjar GPS-stöðvar, skjálftastöðvar og myndavélar. Þá var einnig skjálftamæli, sem Cam- bridge-háskóli rekur við Herðubreið, komið í samband við umheiminn. Að sögn Benedikts var fyrst og fremst farið í leiðangrana til að geta haldið áfram að vakta eldstöðina áfram í vetur, en tryggt var að hægt væri að vakta virkni í Öskju í rauntíma. Ekki hægt að útiloka möguleika á gosi - Land við Öskju risið um fimmtán sentimetra frá byrjun ágúst - Kvika byrjuð að safnast fyrir grunnt í jarðskorpunni - Setja upp GPS-stöðvar, skjálftastöðvar, myndavélar og skjálftamæli Ljósmynd/Benedikt Gunnar Ófeigsson Askja Sérfræðingar frá Veðurstofunni fóru nýlega í tvo leiðangra í Öskju til að koma upp ýmsum mælitækjum og myndavélum sem vakta eiga svæðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.