Morgunblaðið - 19.10.2021, Page 4

Morgunblaðið - 19.10.2021, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021 Fundur! Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, er gestur á opnum hádegisfundi eldri sjálfstæðismanna á morgun, miðvikudaginn 20. október, kl. 12:00 í Valhöll. Allir velkomnir! Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á annað hundrað sindraskeljar hafa fundist í Hvalfirði og við ósa Hafnar- ár í Borgarfirði á þessu ári. Sindri Gíslason, líffræðingur og forstöðu- maður Náttúrustofu Suðvesturlands, telur miklar líkur á að þessi nýbúi á Íslandi eigi eftir að breiðast nokkuð hratt út norður með Vesturlandi og norður fyrir land. Hvort hægt verði að nýta fiskinn úr skelinni, sem þykir lostæti, segir hann að tíminn verði að leiða það í ljós, hversu mikill þéttleik- inn verði og hversu víða hún dreifist. Nöfnin sótt í goðafræðina Árið 1957 fundust tvær dauðar skeljar af hnífskeljaætt í Lónsfirði. Tegundin var greind sem Ensis magnus og fékk heitið fáfnisskel sem sótt var í norræna goðafræði. Engum sögum fór síðan af hnífskeljum á ís- lenskum fjörum fyrr en á gamlársdag í fyrra þegar nokkrar dauðar hníf- skeljar fundust í Hvalfirði. Í lok febr- úar fann síðan Guðni Magnús Eiríks- son líffræðingur lifandi eintak í fjörunni við ósa Hafnarár í Borgar- firði. Með erfðagreiningu hefur nú verið staðfest að nýi landneminn tilheyrir tegundinni Ensis terranovensis, en það er önnur tegund en sú sem fannst 1957. Landneminn hefur fengið nafn- ið sindraskel á íslensku og er það einnig sótt í norræna goðafræði. Það hefur því ekkert með nafn forstöðu- manns náttúrustofunnar að gera, en hann hefur greinilega lúmskt gaman af nafngiftinni. Tegundinni var fyrst lýst við Ný- fundnaland 2012 og þar til nú hefur hún aðeins fundist á þeim slóðum. Sterkar líkur eru taldar á að sindra- skelin hafi borist til Íslands með kjöl- festuvatni flutningaskipa, mögulega fyrir fimm til tíu árum, að því er segir á heimasíðu náttúrustofunnar. Rann- sókn á tegundinni er nú samvinnu- verkefni Náttúruminjasafns Íslands, Hafrannsóknastofnunar, Anishin- abek/Ontario Fisheries Resource Centre, Matís og Náttúrustofu Suð- vesturlands. Hnífbeittar skelbrúnir Að sögn Sindra hefur náttúru- stofan þegar hafið vöktun og hafa nú fundist á annað hundrað lifandi skelj- ar. Einstaklingarnir eru frá 15 milli- metrum upp í rúmlega 13 sentimetra. Er því ljóst að um nokkra árganga er að ræða þannig að skelin virðist vera farin að fjölga sér við landið. Sindri segir að litlar upplýsingar séu til um líffræði tegundarinnar, en með vökt- un og rannsóknum verði hulunni von- andi svipt af frekari þáttum í líffræði hennar. Þá nefnir hann að erfða- fræðirannsókn sé hafin til að kanna erfðabreytileika tegundarinnar hér á landi. Sindri segir mikilvægt að al- menningur hjálpi náttúrustofunni við að fylgjast með útbreiðslunni og láti vita finni fólk sindraskel. Sex tegundir hnífskelja hafa fund- ist í norðanverðu Atlantshafi. Sam- lokurnar eru langar og mjóar og skel- brúnirnar hnífbeittar. Þær líkjast helst gamaldags rakhnífum og þaðan er enska heitið „razor clams“ komið. Hnífskeljar geta orðið 20 sm langir síarar sem lifa á svifi. Þær eru varar um sig og verði þær fyrir ógn eða áreiti eru þær snöggar að grafa sig niður á allt að 50 senti- metra dýpi. Þannig getur verið snúið að ná þeim. Líklegt að land- neminn sindra- skel breiðist út - Nokkrir árgangar - Þykja lostæti Ljósmynd/Sindri Gíslason Íslensk sindraskel Hnífskeljar líkjast helst gamaldags rakhnífum. Andrés Magnússon andres@mbl.is Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn, telur að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sé á villigötum um húsnæðismál og umferð í borginni. „Það ríkir neyðarástand hér og nú og allir vita af hverju það stafar. Borgarstjóri talar eins og ekkert megi gera fyrr en borgarlínan sé klár, en þar að auki sé hann eig- inlega búinn að leysa hann með enn einum glæru- pakkanum.“ Tillaga sjálf- stæðismanna um tafarlausa upp- byggingu 3.000 íbúða verður tek- in fyrir á fundi borgarstjórnar í dag, en borgar- stjóri gaf lítið fyrir hana í samtali við mbl.is í gær. Hann sagði ekki unnt að flýta uppbyggingu íbúa- byggðar á ýmsum svæðum borgar- innar nema framkvæmd borgarlínu sé flýtt fyrst. „Það þarf öflugri al- menningssamgöngur til þess að uppbygging á þessum svæðum gangi upp,“ sagði borgarstjóri, en hann segir Miklubraut ekki ráða við nýja byggð í Keldnalandi, líkt og sjálfstæðismenn leggi til. Ekki er áætlað að borgarlínan nái þangað fyrr en árið 2034. „Borgarstjóri hefur verið í meiri- hluta nær óslitið í næstum 20 ár og það er hrikalegur áfellisdómur, sem hann kveður upp yfir sjálfum sér, ef það er engin leið að vinda ofan af heimatilbúinni húsnæðiskreppu hans fyrr en eftir 10-15 ár,“ segir Eyþór. „En auðvitað er það ekki þannig, það er hægt ef menn vilja, en hann vill það greinilega ekki.“ Eyþór segir með ólíkindum að borgarstjóri beri fyrir sig að Mikla- braut anni ekki meiri umferð. „Það er eins og hann reikni ekki með því að Sundabraut verði nokkru sinni að veruleika.“ Hann bendir á að sam- kvæmt umferðargreiningu muni borgarlínan sáralitlu skila hvað varðar umferð um Ártúnsbrekku, en Sundabraut muni gerbreyta myndinni. „Enn frekar fyrir það, að samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum kemst hún fyrr í gagnið en borg- arlínan.“ Hann minnir á að almenn- ingssamgöngur hafi verið vanrækt- ar og dregið úr þeirri þjónustu. Ekki upp í nös á ketti Eyþór gefur lítið fyrir orð Dags um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir byggingu 10.000 íbúða á kom- andi árum. „Ég er hræddur um að þau beri fyrst og fremst vott um ör- væntingu,“ segir Eyþór. „Borgin hefur rembst við að ná 1.000 nýjum íbúðum á ári, en yfirleitt ekki náð því. Samkvæmt eigin tölum komu um 5.000 nýjar íbúðir í Reykjavík árin 2011 til 2020 eða að meðaltali um 500 nýjar íbúðir á ári í lang- stærsta sveitarfélaginu. Það er ekki upp í nös á ketti þegar það vantar 3.500 íbúðir á ári á landsvísu.“ Fyrir vikið sé mikil uppsöfnuð þörf og hún aukist aðeins með hverjum mánuðinum sem líður. „Það er enginn bættari fyrir það að borgarstjóri dragi upp enn einn glærupakkann og boði 10.000 íbúðir. Meðan þær eru bara á glærum er jafnmikið að marka fyrirheit um 10.000 íbúðir og 100.000 íbúðir. Raunveruleikinn er sá að það vantar íbúðir strax.“ Hann bendir á að aðilar vinnu- markaðarins séu á einu máli um það, líkt og komið hafi fram í Morg- unblaðinu í gær. „Borgarstjóri get- ur afgreitt það sem hefðbundið póli- tískt útspil, eins og hann orðaði það af lítilsvirðingu. Eða heldur hann að VR og Samtök iðnaðarins séu á leið í framboð?“ spyr hann. „Það ríkir neyðarástand í hús- næðismálum þúsunda fjölskyldna og það er ljótur leikur að gera lítið úr því.“ Ljótur leikur að gera lítið úr húsnæðiseklu - Eyþór vísar gagnrýni borgarstjóra til föðurhúsanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsnæðismál Tillaga sjálfstæðismanna um tafarlausa uppbyggingu íbúð- arhúsnæðis í Reykjavík verður tekin fyrir í borgarstjórn í dag. Eyþór Arnalds Gunnhildur Sif Oddsdóttir Hólmfríður María Ragnhildardóttir Neytendastofa hefur sektað fyrir- tækið Cromwell Rugs ehf. um þrjár milljónir króna vegna auglýsinga sem birtust í Morgunblaðinu. Neytendastofu bárust ábendingar um að auglýsingar og markaðssetn- ing fyrirtækisins væru villandi í ljósi þeirra verðlækkana sem voru þar boðaðar en fyrirtækið hefur ekki starfað hér á landi áður og ekki er leyfilegt að auglýsa afslátt hafi varan ekki verið seld á fyrra verði. Alan Talib, teppasali og eigandi Cromwell Rugs, hefur vísað þessum ásökunum á bug og segir hann að teppin hafi verið seld á upprunalegu verði og kvaðst hann ekki hafa áhyggjur að sýna fram á það. „Þau gáfu okkur einn dag“ Á vef Neytendastofu var aftur á móti greint frá því að engar sannanir hefðu borist um að verðlækkunin væri raunveruleg. Hefur honum ver- ið bannað að auglýsa með sama hætti og sömuleiðis sektaður um þrjár milljónir króna. „Ég er í mjög miklu áfalli og á sama tíma mjög ringlaður,“ segir Al- an Talib í samtali við blaðamann. Kveðst hann undrandi á hve langt Neytendastofa gekk í málinu og vek- ur athygli á að hann hafi einungis verið að selja teppi, en ekki eiturlyf, vopn eða annað sem geti haft slæm áhrif á neytandann. „Þau gáfu okkur einn dag til að svara fyrir auglýsingarnar og að ef við svöruðum ekki innan þess tíma væru auglýsingarnar okkar ólögleg- ar,“ segir Alan og bætir við að hann hafi gefið Neytendastofu öll þau svör sem hún hafi leitast eftir og fram- vísað pappírum því til staðfestingar. Í áfalli yfir sekt Neytendastofu - Sektaður um þrjár milljónir vegna teppa- auglýsingar Ljósmynd/Ásdís Ásgeirsdóttir Teppi Alan Talib kveðst ósáttur við vinnubrögð Neytendastofu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.