Morgunblaðið - 19.10.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.
Tálknafjörður | Miklar fram-
kvæmdir hafa staðið yfir við
íþróttamannvirkin í Tálknafirði á
þessu og síðasta ári. Íþróttahúsið
og sundlaugin hafa verið opnuð á
ný eftir gagngerar endurbætur og
viðhald.
Mannvirkjunum var lokað í byrj-
un febrúar sl. Allar vatnslagnir
voru lagaðar, aðstaða sundlaug-
arvarða og annarra starfsmanna
var stórbætt og allt gólfefni end-
urnýjað. Íþróttasalurinn var park-
etlagður og hleypt inn á hann núna
í byrjun október, sem og tækjasal-
inn. Starfsmenn frá fyrirtækinu
Horn í horn, þeir Bryngeir Jónsson
og Benedikt Guðmundsson, máluðu
línur á parketið, m.a. fyrir boccia-
leikvöll, sem ekki var áður merktur
á gólfi íþróttahússins.
Sundlaugin í Tálknafirði var opn-
uð aftur í sumar eftir endurbæt-
urnar. Búningsaðstaðan fyrir laug-
ina og salinn var lagfærð á síðasta
ári.
Íþrótta-
húsið tekið
vel í gegn
- Mikil framkvæmd
í Tálknafirði
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Tálknafjörður Bryngeir Jónsson og
Benedikt Guðmundsson frá Horn í
horn leggja línur á nýja parketið.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ákveðið hefur verið að fækka fyrir-
huguðum pálmatrám í Vogabyggð
úr tveimur í eitt. Er þetta gert í
samráði við höfund listaverksins.
Hins vegar stóðst verkið raunhæf-
ismat sem framkvæmt var í kjölfar
samþykktar borgarráðs.
Pálmatré, tillaga þýska lista-
mannsins Karin
Sander, bar sigur
úr býtum í sam-
keppninni um úti-
listaverk í Voga-
byggð.
Niðurstaða dóm-
nefndar var
kynnt á Kjarvals-
stöðum 29. janúar
2019. Verkið ger-
ir ráð fyrir að
tveimur pálmatrjám sé komið fyrir í
stórum turnlaga gróðurhúsum og að
frá þeim stafi ljós og hlýja.
Niðurstaða dómnefndar vakti at-
hygli og umtal og ýmsir létu þá
skoðun í ljósi að pálmatré myndu
ekki þrífast við þessar aðstæður á
Íslandi. Borgarráðsfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins vildu að áform-
in yrðu endurskoðuð enda yrði
kostnaðurinn við verkið gríðarlegur,
eða 140 milljónir króna.
Í ágúst 2020 sagði Morgunblaðið
frá því að borgarráð hefði ákveðið að
fram færi raunhæfismat á tillögunni.
Niðurstaða matsnefndar var sú að
hægt væri að rækta pálmatré við
þær aðstæður sem ríkja í Voga-
byggð. Þetta upplýsir Huld Ingi-
marsdóttir, skrifstofustjóri fjármála
og hjá menningar- og ferðamálasviði
Reykjavíkurborgar, í skriflegu svari
til Morgunblaðsins.
„Ljóst er þó að raunhæfismatið
sem fylgdi tillögunni er of lágt, en
uppfært kostnaðarmat er enn í skoð-
un og í samráði við höfund verksins
er tillagan sú að vera með eitt tré á
torginu í stað tveggja,“ segir Huld.
Kostnaðurinn verður því væntan-
lega lægri en upphafleg áætlun
gerði ráð fyrir.
Þrettán tillögur bárust í sam-
keppninni á sínum tíma og var það
einróma niðurstaða dómnefnd-
arinnar að velja tillöguna Pálmatré.
„Tillagan er óvænt, skemmtileg
og djörf. Pálmatrjám er komið fyrir í
tveimur sívölum, turnlaga gróður-
húsum sem sett eru niður við jaðar
miðlægs torgs við bakka Ketilbjarn-
arsíkis. Frá þeim stafar hlýja og ljós.
Pálmatré bera með sér andblæ suð-
rænna landa, eins og höfundur til-
lögunnar bendir á. Þau eru tákn
heitra og framandi staða og menn-
ingar og fela um leið í sér minni um
útópíu þar sem paradísarástand rík-
ir. Hér skjóta þau rótum í köldu og
hrjóstrugu landi, rétt eins og fólk frá
framandi slóðum sem hefur sest hér
að,“ sagði m.a. í dómnefndarálitinu.
Dómnefndin bætti við að tillagan
gerði ráð fyrir að hægt verði að
skipta pálmatrjánum út fyrir önnur
tré, til að mynda japönsk kirsuberja-
tré, eftir 10 til 15 ár óski íbúarnir
þess. Það sé kostur að íbúarnir öðlist
þannig beina hlutdeild í þróun lista-
verksins.
Í hópi gagnrýnenda er borgar-
fulltrúi Miðflokksins, garðyrkju-
fræðingurinn Vigdís Hauksdóttir. Í
bókun í borgarráði í ágúst 2020
sagði Vigdís m.a. að pálmatrén í
Vogabyggð væru algjört flopp og á
pari við dönsku braggastráin og
grjóthrúgurnar úti á Granda. Hvers
vegna valdi dómnefndin „listaverk“
sem þarf að fara í raunhæfismat?
spurði Vigdís.
Nú síðast lagði Vigdís fram fyrir-
spurn um listaverkið í borgarráði 7.
október sl. Vildi hún vita hvenar
áætlað væri að verkið Pálmatré
myndi rísa og hvað Reykjavíkurborg
hefði lagt til mikið fjármagn til
undirbúnings og vinnu við verkið.
Fyrirspurninni var vísað til með-
ferðar menningar-, íþrótta- og tóm-
stundaráðs.
Pálmatrjám í Vogabyggð
fækkað úr tveimur í eitt
- Niðurstaða raunhæfismats að hægt sé að rækta pálmatré við aðstæður hér
Tölvumynd/reykjavik.is
Vogabyggð Svona sá listamaðurinn fyrir sér að pálmatrén myndu líta út í turnlaga gróðurhúsum. Þeim var ætlað
að bera með sér andblæ suðrænna landa í hrjóstugu landi. Ákveðið hefur verið að aðeins eitt tré verði gróðursett.
Karin Sander
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Kröfu um að Alþingi greiddi at-
kvæði um það hvort þingmenn
hefðu misst kjörgengi við að ganga
til liðs við aðra
flokka en þeir
voru kjörnir fyrir
var hafnað af for-
seta sameinaðs
þings haustið
1986. Vísaði hann
til 48. gr. stjórn-
arskrárinnar þar
sem segir að al-
þingismenn séu
eingöngu bundn-
ir við sannfær-
ingu sína og eigi við neinar reglur
frá kjósendum sínum.
„Þetta ákvæði verndar rétt þing-
manns til þess að taka afstöðu til
málefna eftir því sem sannfæring
hans býður, þar á meðal í hvaða
flokk hann kýs að skipa sér. Geta
hvorki einstakir kjósendur né
stjórnmálaflokkar afturkallað þing-
mennskuumboð þótt óánægðir séu
með afstöðu eða athafnir þing-
manns. Með skírskotun til þessa
eru ekki rök fyrir að leggja þetta
mál undir úrskurð Alþingis, enda
engin fordæmi fyrir slíku,“ sagði í
úrskurðinum sem Þorvaldur Garðar
Kristjánsson kvað upp úr forseta-
stól sameinaðs þings 14. október
1986.
Krafan var send Alþingi í bréfi
frá nokkrum mönnum í landsnefnd
og framkvæmdanefnd Bandalags
jafnaðarmanna eftir að allir þing-
menn flokksins, fjórir að tölu,
gengu úr þingflokknum, þrír í Al-
þýðuflokkinn og einn í Sjálfstæðis-
flokkinn.Var í bréfinu vísað til 46.
gr. stjórnarskrárinnar þar sem seg-
ir að Alþingi skeri sjálft úr, hvort
þingmenn þess séu löglega kosnir,
svo og úr því, hvort þingmaður hafi
misst kjörgengi. Töldu bréfritarar
að þingmennirnir hefðu með inn-
göngu í aðra þingflokka glatað kjör-
gengi sínu og varaþingmönnum
Bandalagsins bæri réttur til þing-
setu í þeirra stað.
Bandalag jafnaðarmanna var
stofnað 1983 að frumkvæði Vil-
mundar Gylfasonar eftir klofning í
Alþýðuflokknum. Flokkurinn hlaut
fjóra þingmenn kjörna í þingkosn-
ingunum 1983.
Vildu varamenn
eftir úrsagnir
- Kröfu hafnað af forseta Alþingis 1986
Þorvaldur Garðar
Kristjánsson