Morgunblaðið - 19.10.2021, Page 14

Morgunblaðið - 19.10.2021, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kyrrstaðan í húsnæðis- málum í Reykjavík hefur víðtæk áhrif á þjóðarbúið. Í krafti meirihlut- ans í borginni hef- ur megináhersla verið lögð á þéttingu byggðar fremur en að nýta óbyggð svæði innan borgarlandsins. Afleiðingin er sú að framboð á íbúðarhúsnæði hefur ekki haldist í hendur við fólks- fjölgun. Þetta hefur valdið þenslu á íbúðamarkaði og miklum verðhækkunum. Lágir vextir hafa reyndar auðveldað íbúðakaup þrátt fyrir dýrtíð, en nú eru vextir hins vegar á uppleið. Þá hefur skorturinn einnig leitt til skorts á leiguhúsnæði og hárrar leigu. Í mánaðar- skýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir október kom fram að 10,5% leigjenda greiða meira en 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu af íbúðarhúsnæði. Ástandið í húsnæðismálum hefur áhrif á kjör almennings, ýtir undir verðbólgu, stefnir kaupmáttaraukningu undan- farinna kjarasamninga í hættu og er farið að ógna stöðugleika í landinu. Það segir sína sögu þegar seðla- bankastjóri er farinn að hvetja til þess að aðgerðir í húsnæðismálum verði næsta útspilið í samningum um kaup og kjör, frekar en að einblína á launahækkanir. Sjálfstæðismenn í borginni hafa nú lagt fram tillögu til að höggva á hnútinn í húsnæðis- málum í borginni. Þeir leggja til að reistar verði allt að 3.000 íbúðir á þremur stöðum í Reykjavík og gripið verði til sérstakrar flýtimeðferðar til að mæta þörfinni. Þessir þrír staðir eru svæðið í kringum BSÍ, Úlfarsárdalur og Keldur og Keldnaholt. Viðbrögðin við þessari til- lögu segja sitt um hvert ástandið er orðið. Í Morgun- blaðinu í gær lýsa forustu- menn úr bæði verkalýðshreyf- ingu og atvinnulífi stuðningi við tillögurnar. Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VR og formaður hús- næðisnefndar ASÍ, segir að hann hafi áður sagt að þörf sé á uppbyggingu á við nýtt Breiðholt og bætir við að þessar tillögur minnihlutans í borginni fari saman við það. „Ástandið er hrikalegt og það verður slæmt áfram, en ég fagna því að einhverjir séu að sýna lit, að koma með hug- myndir. Ég get bara ekki séð hvernig í ósköpunum meiri- hlutinn í borginni ætti að geta staðið í vegi fyrir því að það sé farið í að flýta skipulagi og uppbyggingu á t.d. Keldum eða því svæði í Úlfars- árdal, sem er nán- ast tilbúið til uppbyggingar,“ sagði Ragnar Þór og bætti við að hann skildi ekki „af hverju við erum í þessari stöðu í Reykjavíkurborg, að það sé ekki hægt að víkja frá þéttingarstefnunni til þess að mæta neyðarástandi á húsnæðismarkaði“. Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins, sagði í blaðinu í gær að grunnvandinn væri sá að fleiri íbúðir vantaði á mark- aðinn. Hann segir þessa til- lögu sjálfstæðismanna jafnvel fullhóflega, en hann fagni henni. Markmið meirihlutans um þúsund íbúðir á ári sé hins vegar allt of lítið. Ef meiri- hlutinn í Reykjavík átti sig ekki á vandanum geti stærsta sveitarfélag landsins ekki orð- ið hluti af lausninni. Viðbrögð meirihlutans við tillögu sjálfstæðismanna eru af öðrum toga. „Hefðbundið pólitískt útspil,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is í gær og bætir við að hann telji að þarna sé Sjálfstæðisflokkur- inn fyrst og fremst að ná sér í fyrirsögn. Í svari borgarstjóra kennir ýmissa grasa. Fullyrðing um að nú standi yfir „mesta upp- byggingarskeið borgarinnar“ vekur spurningar um skort á tengslum við veruleikann. Hugmyndir um að flýta upp- byggingu á Keldum og í Keldnaholti eru afgreiddar með því að það sé óráð vegna þess að borgarlínan sé ekki komin í gagnið og Miklabraut muni ekki ráða við umferðina sem fylgi nýju hverfi. Annars er allt í ágætis farvegi og ekk- ert liggur á, ef marka má borgarstjóra, og það hefur engin áhrif á sýn hans þótt þrýstingur magnist úr öllum áttum. Það gengur vitaskuld ekki að boða hægagang í uppbygg- ingu þar til borgarlína hefur verið lögð og háskaleg draum- sýn að halda að hún muni höggva á alla umferðarhnúta. Ragnar Þór Ingólfsson er ekki einn um að skilja ekki stöðuna í Reykjavíkurborg og spáir því að þrákelknin gæti orðið meirihlutanum dýr- keypt: „Þegar pólitíkin þvæl- ist svona fyrir, þá er ég viss um að kjósendur muni segja skoðun sína á því.“ Skilningsleysi meirihlutans í borg- inni á íbúðavand- anum og afleið- ingum hans er glórulaust} Afdrifarík kyrrstaða G ömul óværa hefur minnt á sig á und- anförnum misserum. Samkvæmt gamalli þjóðtrú er ekki hægt að drepa drauga, en hins vegar má kveða þá niður svo ekki spyrjist til þeirra um styttri eða lengri tíma. Sú lýsing virð- ist eiga við um verðbólgudrauginn, sem reglu- lega er vakinn upp og getur svifið um hagkerfið allt ef ekki er haldið fast um stjórnartaumana. Nú ber reyndar svo við, að verðbólga hefur aukist um allan heim en ekki aðeins á Íslandi. Önnur óværa er a.m.k. að hluta ábyrg fyrir þess- ari alþjóðlegu þróun, því verðbólga virðist vera fylgifiskur Covid-19 í mörgum löndum heims – ekki síst í Bandaríkjunum, þar sem verðbólga hefur fimmfaldast frá ársbyrjun. Skýringa er einkum að leita í miklum og snörpum efnahags- bata, hækkun olíu- og hrávöruverðs, vöruskorti og hærri framleiðslu- og flutningskostnaði. Eftirspurn hefur aukist hratt og á mörgum mörkuðum hefur virð- iskeðjan rofnað, með tilheyrandi raski á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Fyrir vikið hefur innflutt verð- bólga aukist á Íslandi og mældist verðbólga í september 4,4% ásamt því að verðbólguvæntingar hafa aukist á ný. Þar spilar inn í hækkandi verðlag á nauðsynjavörum og svo auðvitað húsnæðisliðurinn, en ört hækkandi húsnæð- isverð er aðkallandi vandi sem verður að leysa. Góðu frétt- irnar eru hins vegar þær, að undirliggjandi verðbólga hélt áfram að hjaðna, þótt hún sé enn nokkur. Greiningadeildir búast við því að hámarki verði náð í kringum áramótin, en þaðan í frá muni verðbólga lækka og verða um 2,5% á seinni hluta næsta árs. Þetta þarf að hafa í huga við hagstjórnina og brýnt er að grípa til mótvægisaðgerða svo langtíma-verðbólgan verði hófleg. Nú þegar hefur Seðlabankinn gripið til aðgerða, hækk- að vexti ásamt því að setja þak á hlutfall veð- lána og greiðslubyrði húsnæðislána. Stefnan í ríkisfjármálum þarf að taka mið af þessari þróun og leggja sitt lóð á vogarskálarnar, en hér skiptir tímasetningin miklu máli. Ekki má draga úr efnahagslegum aðgerðum og stuðn- ingi vegna Covid-19 of snemma, en heldur ekki of seint. Þrátt fyrir allt eru þó góð teikn á lofti. Mik- ilvægar atvinnugreinar eru smám saman að styrkjast, með jákvæðum áhrifum á íslenska hagkerfið. Þannig má ætla að aukinn fjöldi er- lendra ferðamanna styrki gengi krónunnar, auk þess sem útlit er fyrir óvenju góða loðnu- vertíð. Ef væntingar í þá veru raungerast mun útflutn- ingur aukast og gengið styrkjast, sem myndi leiða til verð- lækkana á innfluttum vörum. Þá er rétt að rifja upp eðlisbreytingu á íslenskum lánamarkaði, en vegna aukins áhuga á óverðtryggðum lánum eru stýritæki Seðlabank- ans skilvirkari en áður. Stýrivaxtahækkanir, sem áður þóttu bitlausar á verðtryggðum húsnæðislánamarkaði, hafa nú mun meiri áhrif á efnahag heimilanna og eru lík- legri til að slá á þenslu. Fréttir af viðræðum formanna rík- isstjórnarflokkanna um endurnýjað samstarf gefa líka til- efni til bjartsýni. Við erum á réttri leið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Draugagangur Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á rlegur haustfundur strand- ríkja um makríl, norsk- íslenska síld og kolmunna verður haldinn í London í þessari viku og þeirri næstu. Byrjað verður á að ræða makríl með um- ræðum um stjórnun, ráðgjöf, veiðitöl- ur og einnig ramma fyrir vísinda- menn sem munu taka saman yfirlit um líffræðilega dreifingu og veiði úr stofninum. Sex manns frá sjávarútvegsráðu- neyti, utanríkisráðuneyti, Hafrann- sóknastofnun og Samtökum fyrir- tækja í sjávarútvegi taka þátt í fundunum og er Kristján Freyr Helgason formaður íslensku sendi- nefndarinnar. Auk Íslands taka fulltrúar Noregs, Evrópusambands- ins, Bretlands, Færeyja, Grænlands og Rússlands þátt í fundunum. Engir heildarsamningar Engir heildarsamningar eru í gildi um þessa stofna, hver þjóð hefur sett sér aflamark og veiðar verið umfram ráðgjöf mörg síðustu ár. Fyrir næsta ár leggur Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) til að 7% minna verði veitt af makríl en ráðlagt var í ár, 9% minna af norsk-íslenskri síld og í kolmunna er ráðgjöfin upp á 19% samdrátt. Í ár eru Bretar í fyrsta skipti sjálf- stætt strandríki í makrílveiðum og settu sér kvóta upp á 222 þúsund tonn. Evrópusambandið tilkynnti um 200 þúsund tonna kvóta. Íslendingar settu sér kvóta upp á tæplega 141 þúsund tonn, sem er sama hlutfall og flest síðustu ár, en til viðbótar koma heimildir til flutnings milli ára. Norðmenn og Færeyingar til- kynntu í vor um 55% hækkun hlut- deildar í makríl miðað við það sem var meðan makrílsamningur Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja var í gildi, en hann rann út um síðustu áramót. Norðmenn miðuðu við um 300 þúsund tonna afla í ár eða 35% af ráðgjöf ICES, en í gamla samn- ingnum var hlutdeild þeirra 22,5%. Færeyingar ákváðu að makrílkvótinn yrði 167 þúsund tonn í ár, eða 19,6% af ráðgjöfinni, en ekki 12,6% eins og í þriggja strandríkja samningnum. Engir samningar eru um aðgengi í lögsögu annarra nema á milli Norð- manna og Færeyinga. Norðmenn skora á strandríkin að semja Í grein sem forystumenn norskra útgerðarmanna, Fiskebåt, hafa skrif- að um makríldeiluna, og hefur m.a. birst í breskum blöðum, segir að tími sé kominn til að semja. Nú sé ekki rétti tíminn til að leggja áherslu á efnahagslegan ávinning til skamms tíma. Frekar eigi að sýna heiminum að þjóðir við Norður-Atlantshaf séu færar um að hafa samskipti og sam- vinnu og geti stjórnað fiskveiðum á sjáfbæran hátt. Samningar þriggja strandríkja 2014 hafi ekki verið mögulegir nema vegna þess að Norð- menn hafi gefið verulega eftir. Nálgun talsmanna Fiskebåt er að líffræðileg dreifing sé eðlilegt viðmið þegar veiðiheimildum í fiskistofni sé skipt á milli strandríkja. Svæðateng- ing makríls við Noreg og Bretland sé mikil og stærstur hluti makríls veiðist í efnahagslögsögum þessara tveggja ríkja. Lítið sé um makríl í efnahags- lögsögu Íslands og enginn makríll í lögsögu Grænlands og Rússlands. Það sé ástæðan fyrir því að þessar þjóðir veiði makríl á alþjóðlegum haf- svæðum og í mun meira magni en hægt sé að réttlæta með þeim makríl, sem finnst í efnahagslögsögum þeirra. Strandríkin séu öll ábyrg fyrir makrílstofninum og nú þurfi að gera málamiðlanir til að ná samningum. Skorað er á strandríkin að ná samn- ingum og er orðunum sérstaklega beint að Evrópusambandinu, Bret- landi og Noregi. Á þann hátt sé hægt að tryggja heilbrigðan makrílstofn til framtíðar. Strandríkin ræða stjórnun makrílveiða Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Viðræður Á makríl á grænlenska skipinu Tasiilaq fyrir nokkrum árum. Þrýstingur er á stjórnvöld strandríkjanna að gera samninga um veiðar úr deilistofnum, meðal annars vegna vottana. Stórir kaupendur uppsjávar- afurða hafa ákveðið að gefa strandríkjum í norðausturhluta Atlantshafs þrjú ár til að tryggja að veiðar á makríl, síld og kolmunna verði innan vís- indalegrar ráðgjafar áður en fyrirtækin fari að leita annarra afurða. Þetta kom meðal annars fram á málfundi Marine Stewardship Council (MSC) sem haldinn var á Arctic Circle í Hörpu í síðustu viku. Árið 2019 voru MSC-vottanir á makrílveiðum í NA-Atlantshafi afturkall- aðar. Í lok árs 2020 gerðist það sama með norsk-íslenska síld og kol- munna. Þrýstingur á stjórnvöld VÍSINDALEG RÁÐGJÖF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.