Morgunblaðið - 19.10.2021, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021
Ég hef verið að
kanna heimilisþrif
fyrir eldra fólk á höf-
uðborgarsvæðinu og
skrifaði grein í
tengslum við þá könn-
un sem birtist í
Morgunblaðinu 2.
október sl. með yfir-
skriftinni „Vanda skal
til verka“. Tilgang-
urinn var að brýna
stjórnmálamenn til að fylgjast bet-
ur með þessum málaflokki.
Hringdi ég í nokkra yfirmenn
sem eru yfir flokknum heimilisþrif
hjá bæjarfélögum. Eftirfarandi eru
svör þeirra við spurningum mín-
um:
Hafnarfjarðarbær
Herdís Hjörleifsdóttir svaraði.
Hvaða gögn þurfa að fylgja um-
sókn um heimilisþrif?
Læknisvottorð.
Þegar umsókn hefur borist
ásamt læknisvottorði, hvert er þá
næsta þrep í ferlinu?
Farið yfir umsókn af deild-
arstjóra og hans aðstoðarfólki.
Hvað felst í heimilisþrifum?
Almennt þrif á gólfum og bað-
herbergi.
En hvað um að þurrka af hús-
gögnum og skipta á rúmum?
Það er hægt að biðja um það
sérstaklega.
Hvað tekur langan tíma frá því
að umsókn berst þar til þjónusta
er veitt?
Sjö til tíu dagar almennt, gæti
farið upp í þrjátíu daga.
Er skortur á starfs-
fólki í heimilisþrif?
Það kemur fyrir, þó
helst þegar sumarfrí
eru.
Er hægt að sækja
um niðurfellingu á
gjaldskrá ef viðkom-
andi þjónustuneyt-
endur eru eingöngu
með laun frá Trygg-
ingastofnun?
Það er tekið til at-
hugunar.
Herdís svaraði mér
að Hafnarfjarðarbær
leitaðist alltaf við að mæta öllum
þörfum þess sem á heimilishjálp
þyrfti að halda, t.d. væri hægt að
óska eftir að fá daglega aðstoð við
að þvo upp leirtau eða setja í upp-
þvottavél. Við spurningu minni
hvað tæki langan tíma frá umsókn
þar til umbeðin þjónusta væri veitt
var svar hennar sjö til tíu dagar.
Einnig að gjaldskrá væri tekju-
tengd.
Mosfellsbær
Sigurlaug Hrafnkelsdóttir gaf
mér eftirfarandi svör við spurn-
ingum mínum, sem voru sömu og
áður hafa komið fram.
Læknisvottorð og útfyllt umsókn
þarf að berast, hægt að útfylla raf-
rænt. Fjölskyldusvið fer yfir gögn-
in á fundi, síðan er hringt í um-
sækjandann og fundinn tími sem
hentar honum og fulltrúa frá
fjölskyldusviði, sem kemur heim til
umsækjanda og metur hvaða þrif
skuli veita.
Þjónustan hefst eftir þrjátíu
daga en getur þó tekið lengri tíma,
fer eftir hvað margir eru á biðlista.
Fyrst er samningur gerður í sex
mánuði, að þeim tíma liðnum er
samningur endurskoðaður og um-
sækjandi þarf þá að endurnýja
umsókn. Heimilisþrif eru að öllu
jöfnu veitt í tvær klukkustundir á
hálfs mánaðar fresti.
Í heimilisþrifum felst: Öll gólf
innan íbúðar þrifin, baðherbergi
þrifið, rusl fjarlægt, ryk þurrkað,
skipt á rúmum og óhrein rúmföt
sett í þvottavél. Reynt að mæta
þörfum umsækjanda eftir fremsta
megni. Ef maki er til staðar þarf
hann ekki að taka þátt í þrifum
nema hann óski þess. Greiðsla fyr-
ir heimilisþrif er ekki tekjutengd í
Mosfellsbæ, en er 794 krónur á
klukkustund.
Seltjarnarnesbær
Anna Kristín Guðmarsdóttir
deildarstjóri svaraði spurningum
mínum af mikilli alúð.
Gjaldskrá þeirra er launa- og af-
komutengd. Öll almenn þrif á
heimilum eru veitt í gegnum heim-
ilisþrif. Brugðist við strax eftir
þörf þeirra sem þurfa á heim-
ilisþrifum að halda hverju sinni.
Ekki skortur á starfsfólki, allir
tala og skilja íslensku sem vinna
við heimilisþrif hjá Seltjarnarnes-
bæ. Sjaldan mannaskipti í stétt-
inni, en ef nýr aðili kemur inn þá
fer vanur starfsmaður með honum
í eina viku til að koma honum inn í
starfið. Þvegin eru gólf, ryk þurrk-
að af húsgögnum, myndum o.s.frv.,
skipt á rúmum, sett í þvottavél,
matarílát þvegin eða sett í upp-
þvottavél, gluggatjöld tekin niður
ef þarf og farið með í þvottahús og
sótt. Fyrir jól er aukin þjónusta,
hjálpað við allt sem hægt er eftir
óskum þjónustuþega til að gera
jólalegt, eins og vera ber á hverju
heimili. Starfsmenn eru vakandi
yfir hvað betur megi fara og láta
deildarstjóra vita, sem bregst þá
við og bætir úr. Þegar ég spurði
hvort væri ætlast til að maki tæki
þátt í heimilisþrifum svaraði Anna
mér að ef maki vildi halda færni
sinni við á því sviði væri það hans
frjálsa val. En einnig notfærir
maki sér að fara í sturtu eða
skreppa út meðan starfsmaður er
á staðnum. Maki er frjáls ein-
staklingur, sem nýtir tíma sinn á
þann hátt sem honum hentar með-
an starfsmaður heimilisþrifa er á
staðnum.
Garðabær
Þóra Gunnarsdóttir svaraði
spurningum mínum. Undanþegnir
gjaldskyldu eru þeir þjón-
ustuþegar sem hafa eingöngu lág-
marksframfærslu Tryggingastofn-
unar auk lífeyrissjóðstekna kr.
25.000. Frítekjumark er því kr.
360.000. Þeir sem telja sig und-
anþegna gjaldskyldu skv. þessari
grein þurfa að skila inn upplýs-
ingum um allar tekjur, þ.m.t. fjár-
magnstekjur. Gjaldflokkur I: Hús-
næði 100 fm og minna. Þrif á
gólfum og baðherbergjum. Kr.
920/skipti. Gjaldflokkur lI: Þrif á
gólfum og baðherbergjum og önn-
ur verkefni skv. þjónustumati. Kr.
1.400/skipti. Gjaldflokkur III: Hús-
næði 100-150 fm. Þrif á gólfum og
baðherbergjum. Kr. 1.400/skipti.
Gjaldflokkur IV: Húsnæði 100-150
fm. Þrif á gólfum og baðher-
bergjum og önnur verkefni skv.
þjónustumati. Kr. 2.100/skipti.
Gjaldflokkur V: Húsnæði 150 fm
og stærra. Þrif á gólfum og bað-
herbergjum. Kr. 2.100/skipti.
Gjaldflokkur VI: Húsnæði 150 fm
og stærra. Þrif á gólfum og bað-
herbergjum og önnur verkefni skv.
þjónustumati. Kr. 2.795/skipti. Þrif
eru almennt innt af hendi aðra
hverja viku. Aðstoð við almenn
heimilisþrif takmarkast við þau
herbergi sem eru í daglegri notkun
þjónustuþega, s.s. eldhús, salerni,
ganga, svefnherbergi, stofu og
borðstofu. Aðstoð getur falist í
ryksugun/þurr- og blautmoppun
gólfa, þrifum á baðherbergi,
þ.e.a.s. vaski, salerni, baðkari og/
eða sturtu. Afþurrkun, aðstoð við
almenna tiltekt, rúmfataskiptum,
aðstoð við þvott. Almennt er ekki
veitt aðstoð við þrif á sameign,
gluggaþvott, gluggatjaldaþvott og
uppsetningar á gluggatjöldum, að
strauja þvott, fægja silfur eða
stórhreingerningar.
Þakka ég öllum svarendum mín-
um áðurnefndum fyrir svör þeirra,
allir svöruðu af kurteisi.
Ég þakka einnig þeim sem hafa
haft samband við mig og þakkað
mér fyrir fyrri grein mína, sem
birtist í Morgunblaðinu 2.10. 2021
Ef eldra fólk á að búa lengur
heima skal vanda til verka þegar
aðstoð er veitt.
Kæru fulltrúar á Alþingi, von-
andi lesið þið þessa grein og skoð-
ið hvað er hægt að bæta í heim-
ilisþrifum hjá eldra fólki.
Eftir Hjördísi
Björgu Krist-
insdóttur
»Ef eldra fólk á að
búa lengur heima
skal vanda til verka þeg-
ar aðstoð er veitt.
Hjördís Björg
Kristinsdóttir
Höfundur er eldri kona.
Er þessi aðstoð nóg?
CO2 (kolefnistvíildi)
er skaðlaus loftteg-
und, sem er örsmár
hluti af lofthjúpi jarð-
ar, um 0,040%. Aðrar
helstu lofttegundirnar
eru köfnunarefni, sem
er langstærsti hlut-
inn, 78%; súrefni (O),
21%; vatnseimur
(H2O), 2-4%, og argon
(Ar), 0,9%. Fyrir árið
1945 var CO2 (koltvíildi) nokkuð
yfir 0,030%, eða um 30 mólekúl í
hverjum 100.000 mólekúlum innan
lofthjúpsins.
Í tímans rás
Með því að rýna lög í bor-
kjörnum, sem fengnir hafa verið
úr íshellunum á Grænlandi og suð-
urskautinu, hafa vísindamenn lesið
m.a. ástand og samsetningu loft-
hjúps jarðar hundruð þúsunda ára
aftur í tímann. Í ísnum eru loft-
bólur, sem unnt er að nýta til
greiningar á magni einstakra
þátta, þ.á m. koltvíildis, en einnig
birta kjarnalögin atriði, sem t.d.
lúta að hitastigi og í framhaldi
loftslagi almennt á öllu því tíma-
bili, sem þessar heimildir ná til.
Þær niðurstöður, sem fengist hafa
með þessum rannsóknum, hafa al-
mennt ekki farið hátt í umræðu
um loftslagsmál, enda stangast
þær gjarnan á við þann áróður,
sem hæst fer um t.a.m. hamfara-
hlýnun og hlut manna í henni.
Enginn neitar því, að loftslag á
jörðinni breytist. Það hefur æv-
inlega og ætíð gert það alla þá tíð,
sem hún hefur verið til. Á fyrstu
stigum tilveru sinnar var jörðin
heit, en fyrir um tveimur millj-
ónum ára hafði hún kólnað svo, að
til komu ísaldir á hinu svonefnda
Pleistocene-tímabili, sem stóð frá
því fyrir um einni milljón ára til
um það bil 20 milljónum ára fyrir
nútíma. Á ísald-
arskeiðunum féll hit-
inn á jörðinni svo
mjög, að þykkir jökl-
ar huldu lönd á norð-
urhveli og mynduðust
einnig á suðurhveli,
en með öðrum hætti
þar vegna lítils land-
massa. Þessir miklu
jöklar skófu löndin,
fáguðu berg og skildu
eftir sig jökulruðn-
inga. Enn sér víða
merki þessara stór-
fenglegu náttúruafla í t.d. Norður-
Ameríku og suður eftir Evrópu.
Eins og sést á línuritinu (mynd
1), sem sýnir niðurstöðu greininga
á deuterium (þungt vetni) í Vo-
stok-ískjarnanum, hafði hver ísöld
nokkuð hægan aðdraganda, sem
stóð í þúsundir ára. Hlýnunin var
hins vegar hverju sinni furðulega
snögg. Í ljós kom líka, að aukning
koltvíildis í loftsýnum í ískjörn-
unum varð ekki fyrr en að baki
hlýnuninni hverju sinni. Á löngum
tímaskala liðins tíma var lang-
tímaseinkunin verulega mikil, eða
svo að skipti hundruðum ára. Hún
er lítt greinanleg á línuritum, sem
ná hundruð þúsunda ára aftur í
tímann, en kemur þó fram. Línurit
þessi eru miklu of viðamikil til
þess að birta þau í blaðagrein.
Við 25°C inniheldur sjór 50
sinnum meira af koltvíildi en loft.
Upptökugeta sjávar ræðst af hita-
stigi. Kaldur sjór geymir meira af
koltvíildi en heitur. Þegar sjórinn
hitnar losnar koltvíildi úr honum
og fer upp í andrúmsloftið, en
þetta gerist á alllöngum tíma, af
því að hafið er mun lengur að
hitna en fastalandið. Þessi um-
skipti eru mælanleg yfir skemmri
tímabil en aldir og árþúsundir.
Slíkar mælingar hafa vísindamenn
tekið sér fyrir hendur og komist
að raun um það, að einnig innan
skemmri tímabila fylgir aukning
koltvíildis hitnun loftslags og
reyndar líka sjávar. Þetta kemur
glögglega í ljós á línuritinu, sem
hér er merkt „mynd 2“. Línuritið
nær yfir þrjátíu ára tímabil í sam-
tíðinni.
Niðurstaða
Eins og fram kemur á línurit-
unum tveimur hefur í fyrsta lagi
aldrei ríkt kyrrstaða í loftslagi á
jörðinni, hvorki til langs né
skamms tíma litið. Línuritið á
mynd 1 sýnir ekki samspil tvíildis
og hitastigs, en línurit um það at-
riði eru til, enda hafa vísindamenn
ígrundað þetta atriði líka í rann-
sóknum sínum á loftslagi jarðar
og breytingum á því og þá einnig
samspili hitabreytinga og tvíildis í
andrúmsloftinu.
En vísindamenn hafa líka tekið
styttri tímabil til athugnar, eins
og fram kemur í línuritinu á
mynd 2. Þar kemur greinilega í
ljós, að magn koltvíildis í and-
rúmslofinu eykst í framhaldi af
auknum hita – aukningin fylgir,
en kemur ekki á undan. Það virð-
ist því nokkuð úr lausu lofti grip-
ið að gera ráð fyrir því og reynd-
ar halda því fram sem sannaðri
niðurstöðu – gefandi henni þann
heiðursstimpil að hún sé end-
anleg og óumdeild – að aukning
koltvísýrings valdi hitaaukningu,
þegar niðurstaða vísindamanna er
þveröfug.
Vísindamenn segja einnig, að
vatnseimurinn í andrúmsloftinu
hafi mun gertækari áhrif á lofts-
lag og þá hita á jörðinni en
koltvísýringur. Þar berast böndin
að sólinni sjálfri, sveiflum í seg-
ulsviði hennar og áhrifum t.d.
geimgeisla, skýjamyndun og út-
geislun orkunnar frá sólinni frá
skýjahulu og fleiru, en ekki að
magni koltvísýrings. Ekki svo að
skilja, að þau séu engin, en þau
eru lítil á móti öðru, sem náttúr-
an reiðir fram, og alls ekki hæfur
grundvöllur ýmissa þeirra kostn-
aðarsömu og róttæku ráðstafana,
sem til er gripið í nafni þess að
bjarga jörðinni frá loftslagsbreyt-
ingum, sem líklegast er að séu
ekki annað en óumbreytanlegur
hluti af ferli hinnar máttugu nátt-
úru, sem fer sínu fram, eins og
hún alltaf hefur gert og mun ætíð
gera.
Eftir Hauk
Ágústsson
» Aukning koltvíildis
fylgir hitaaukningu
– kemur ekki á undan.
Haukur Ágústsson
Höfundur er fyrrv. kennari.
Koltvíildi