Morgunblaðið - 19.10.2021, Síða 19

Morgunblaðið - 19.10.2021, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2021 ✝ Þóra Guðna- dóttir fæddist 17. febrúar 1931 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 5. október 2021. Foreldrar Þóru voru Guðni Jónsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 22. júlí 1901, d. 4. mars 1974, prófessor og ættfræðingur í Reykjavík, og fyrri kona hans, Jónína Margrét Pálsdóttir, f. 4. apríl 1906 á Eyrarbakka, d. 2. október 1936, húsmóðir í Reykja- vík. Stjúpmóðir Þóru frá sjö ára aldri var seinni kona Guðna, Sig- ríður Hjördís Einarsdóttir, f. 28. ágúst 1910 í Miðdal í Mosfells- sveit, d. 18. júlí 1979, húsmóðir í Reykjavík. Alsystkin Þóru eru Gerður Guðnadóttir, f. 4.3. 1926, hús- móðir í Reykjavík; Jón Guðnason, f. 31.5. 1927, d. 25.1. 2002, prófess- or í Reykjavík; Bjarni Guðnason, f. 3.9. 1928, fv. prófessor í Reykja- vík og Margrét Guðnadóttir, f. 30. 11. 1932, d. 13.5. 1952, ólst upp Akureyri. Hálfsystkin Þóru eru Einar Guðnason, f. 13.4. 1939, d. 1952 og bjuggu þar síðan. Tíu ár- um síðar eignuðust þau sitt eigið húsnæði í Sólheimum 25 og áttu þar heimili síðan, alls í 58 ár. Þóra var heimavinnandi húsmóðir fyrstu hjúskaparárin en fór snemma að starfa við afgreiðslu- störf í ýmsum verslunum, m.a. Hatta- og skermabúðinni og versl- uninni Rangá. Um miðjan sjöunda áratuginn hóf hún störf sem mót- tökuritari á Læknastofum við Klapparstíg, síðar í Kringlunni og þar var starfsvettvangur hennar í 35 ár, allt þar til hún lét af störf- um sjötug að aldri. Þegar Baldur lést fyrir tæpu ári hafði hjóna- band þeirra staðið í 71 ár. Þóra var alla tíð mjög bók- hneigð og las ógrynni bóka um margvísleg málefni, jafnt fróðleik, ævisögur og skáldskap. Snemma fékk hún einkum áhuga á ætt- fræði og eignaðist með tíð og tíma mikið safn ættfræðirita og stétt- artala. Árið 1996 stýrði hún út- gáfu „Niðjatals Jóns Guðmunds- sonar og Ingibjargar Gíslínu Jónsdóttur á Gamla-Hrauni“ föð- urforeldra sinna, sem eignuðust 17 börn. Bálför Þóru verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 19. október 2021, kl. 15. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://youtu.be/HVsIvfnekNY Hlekk á streymi má finna á: httsp://www.mbl.is/andat 20.12. 2005, við- skiptafræðingur, lengst af í Reykja- vík; Bergur Guðna- son, f. 29.9. 1941, d. 5.11. 2009, lögfræð- ingur í Reykjavík; Jónína Margrét Guðnadóttir, f. 17.3. 1946, fv. vef- og út- gáfustjóri í Reykjvík og Elín Guðnadóttir, f. 14.10. 1950, d. 8.4. 2009, síðast á Kumbaravogi. Þóra giftist 1. október 1949 Baldri H. Aspar, f. 8.12. 1927 á Akureyri, d. 2.11. 2020, prentara, lengst af í Reykjavík. Foreldrar hans voru Halldór Hjálmars Guð- mundsson Aspar, f. 25.5. 1894, d. 22.2. 1935, framkvæmdastjóri á Akureyri, og kona hans Krist- björg Torfadóttir, f. 5.5. 1902, d. 22.5. 1987, húsmóðir á Akureyri og síðar í Reykjavík. Barn þeirra var Guðni Baldursson, f. 4.3. 1950, d. 8.7. 2017, viðskiptafræðingur í Reykjavík og fyrsti formaður Samtakanna 7́8. Maki hans var Helgi Viðar Magnússon, f. 11.3. 1955, d. 17.12. 2003, starfsmaður á Landspítala. Þóra og Baldur hófu búskap á Akureyri en fluttu til Reykjavíkur Elskulega Þóra Guðnadóttir lést 5. október sl. og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Þóra var eiginkona Bald- urs Halldórssonar Aspar, móður- bróður míns, sem dó 2. nóvember 2020, svo ekki var því langt á milli ferða þeirra hjóna í sumarlandið. Á þessum tímamótum sé ég í myndlíkingu Baldur frænda fyrir mér, þar sem hann stendur í köfl- óttu veiðiskyrtunni sinni við drekkhlaðinn bílinn á leið út á land í veiði, og breiðir út faðminn á móti sinni elskuðu konu og ég get séð fyrir mér bjarta og fal- lega brosið hennar Þóru þegar hún hittir þarna Baldur sinn aft- ur. Þóra og Baldur voru einstak- lega samrýnd hjón og áttu sömu áhugmál og tóku þátt í þeim flest- um saman, þó finnst mér eitt sameiginlegt áhugamál standa upp úr en það var að lifa lífinu lif- andi, njóta dagsins og hafa falleg og gefandi samskipti við vini sína og frændgarðinn. Þar fyrir utan má nefna kappsemina í bridsin- um, veiðiskapnum í ám og vötn- um, berjatínslu, matargerð og matarboðum. Það var alltaf til- hlökkunarefni þegar von var á Þóru og Baldri til Skagastrandar og þau komu á hverju sumri til að veiða í vötnunum á Skagaheiði. Þau eru ófá skemmtilegu kvöldin í Stórholti þegar sest var niður eftir útiveru og veiði dagsins og rætt um öll tilbrigði veiðinnar, t.d. hvar veiddist mest, hver veiddi stærsta fiskinn, hver missti þann stóra o.s.frv., sem og bollaleggingar um í hvaða vatn ætti að fara í á morgun. Þóra var ekki síður áhugasöm en Baldur um veiðina enda fiskin vel. Nú þegar komið er að leiðarlokum hjá elsku Þóru færa ég og fjöl- skylda mín henni alúðarþakkir fyrir fallegan vinskap og hlýju í okkar garð í gegnum árin. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höf. ók.) Þórunn Bernódusdóttir, Guðmundur J. Björnsson og fjölskylda, Skagaströnd. Við Þóra áttum sama afmælis- dag. Á milli okkar voru 45 ár upp á dag. Okkur fannst það báðum merkilegt og frá unga aldri varð til hefð um að við hringdumst á til að óska hvort öðru til hamingju. Þó var tónninn ávallt eins og það kæmi mjög á óvart að ég skyldi muna eft- ir deginum. En við vorum sammála um að þetta væri góður dagur. Símtölin voru þó sjaldnast löng, þar sem hún átti oftast von á gestum og svo lofuðum við hvort öðru að hitt- ast og heyrast við tækifæri. Það gerðum við hins vegar allt of sjaldan. Það er alltaf eitthvað að gera. En oftast heyrðumst við 17. febrúar. Stundum var það 18. febr- úar ef annríki lífsins hafði gleypt annað hvort eða bæði. Ég hringdi nokkrum sinnum frá Bandaríkjun- um, einu sinni frá Kína og alltaf var eins og hún væri steinhissa að heyra í mér. Hún var góð frænka. Afasystir eins og í ævintýrunum sem bjó í Sólheimum og átti alltaf köku. Þangað stalst maður stundum sem lítill krakki, út af kökum, en líka því hún átti stórt safn af gömlum Andr- ésblöðum á dönsku. Einn dag gaf hún mér blöðin til eignar. En áfram kom maður í heimsókn af og til, út af kökum og henni og Baldri. Þang- að var gott að koma og hlýtt að vera. Hún fylgdist vel með. Vissi af barneignum, brúðkaupum og öllu sem skipti máli. Hún þekkti nöfn og tengsl fólks eins og hún átti kyn til. Hún sýndi áhuga og væntumþykju. Maður getur ekki beðið um meira. Þegar við giftum okkur var allt til sparað. Nema ofarlega á aðgerðar- listanum var græn flaska af Creme de Menthe sem var keypt sérstak- lega handa Þóru. Hún fékk svo að vera óáreitt uppi í skáp í sex ár þar til við fengum fregnir af andláti hennar. Þá var skálað henni til heiðurs og flaskan sett aftur upp í skáp. Síðasta heimsóknin í Sólheima var eftirminnileg, þar sem Diljá Björg fékk að hitta Þóru og Baldur. Og allir fengu köku. Svo varð Þóra án Baldurs og þá voru hlutirnir ekki alveg eins og þeir áttu að vera. Á níræðisafmæli hennar ákvað ég að láta símann eiga sig og fékk að laumast inn á Grund. Það voru fagnaðarfundir. Hún var mjög hissa að ég hefði munað eftir henni og hafði miklar áhyggjur af því að eiga ekki köku. Í staðinn áttum við samtal um heima og geima, og allt frábæra fólkið okkar. Við Thelma söknum Þóru og Baldurs sárt. Allir ættu að eiga að fólk eins og þau sem gefur manni áhuga, væntumþykju og hlýju. Og að sjálfsögðu kökur. Daði Rafnsson. Þóra Guðnadóttir, elskuleg föð- ursystir okkar, er látin, níræð að aldri. Hún var góð og gegn kona og minnisstæð. Lífið tók hana í fang sér á kreppuárum og snemma andaði það köldu á barnið þegar Þóra, fimm ára gömul, missti móður sína úr berklum. Þóra fékk svo sjálf berkla og lýsti því þegar hún á unglingsárum var látin liggja mánuðum saman reyrð og mátti sig vart hreyfa. Hún náði sér góðu heilli og lífið hélt áfram. Þetta var á þeim árum þegar bræður fóru í langskólanám en systur síður, þeirra hlutverk var annað. Þóra giftist, Baldri Aspar prentara, og þá tók brauðstritið við. Þóra vann ýmis störf, m.a. verslunarstörf og lengi vel sem móttökuritari á læknastofu. Hún og Baldur eignuðust soninn Guðna sem síðar varð frumkvöðull í réttindabaráttu samkynhneigðra og fyrsti formaður og stofnandi Samtakanna 78. Hann lést árið 2017, 67 ára gamall. Það var sárt að missa einkason sinn. Þóra bar ekki tilfinningar sínar á torg. Á löngum æviferli sýna orð hennar og athafnir hvaða eigin- leikar bjuggu í skaphöfn hennar: sálarstyrkur, skynsemi og gáfur. Þóra var dagfarsprúð og kímnin var ávallt skammt undan, ákveðin og sjálfstæð og þar að auki hlýleg í viðmóti. Af þessum góðu kostum leiddi að Þóra eignaðist marga al- úðarvini um ævina. Þóra og Baldur voru samhent og sinntu áhugamálum sínum sem voru veiðiskapur, ferðalög og bridds. Árum saman var farið á hverju sumri til silungsveiða í vötnum á Skaga en á Skagaströnd bjó Anna systir Baldurs og fjöl- skylda. Þóra hafði mikinn áhuga á ættfræði og safnaði ættfræðirit- um. Sjálf var hún mjög ættrækin og fylgdist vel með stórfjölskyld- unni. Þóra las mikið og sótti sér les- efni á Sólheimasafni Borgarbóka- safnsins sem er steinsnar frá heimili hennar. Undir það síðasta hlustaði hún á upplestur á sögum. Hún hélt andlegu atgervi til hinsta dags. Við kveðjum kæra frænku með virðingu og söknuði. Tryggvi, Gerður, Auður og Unnur Í dag kveðjum við föðursystur mína, Þóru Guðnadóttur. Mikill samgangur var milli fjölskyldunn- ar í Skeiðarvogi og Þóru og Bald- urs, en þau voru frumbyggjar í Sólheimum 25. Heimili þeirra stóð alltaf opið fjölskyldunni, bæði börnum og barnabörnum systkina Þóra Guðnadóttir hennar og öðru frændfólki þeirra. Var gaman að rekast inn í kaffi til þeirra þar sem líflegar umræður fóru oft fram um menn og málefni og kom þá fram hin hljóðláta írón- íska kímni Þóru. Hún fylgdist vel með útgáfu íslenskra bóka og var fljót að ná sér í nýjustu bækurnar í jólabókaflóðinu. Þóra las bæði skáldsögur og ævisögur og ætt- fræði var henni hugleikin enda var hún ættrækin og fylgdist vel með og skráði hjá sér fæðingu hvers einasta barns í stórfjölskyldunni. Hún spurði oft um börnin og vildi fylgjast með hvað hver og einn hafði fyrir stafni. Þóra og Baldur voru einstaklega samhent hjón og gerðu allt saman. Skemmtilegustu stundirnar voru veiðiferðirnar og sumarbústaðaferðirnar sem þau fóru á sumrin með systkinum Þóru. Þau voru einnig öflugir bridgespilarar og þótti Þóru sárt þegar spilafélagarnir fóru að týna tölunni. Þóra og Baldur fóru í hvíldarinnlögn á Grund í ágúst á síðasta ári en Baldur lést í október og áttu þau því ekki afturkvæmt í Sólheimana. Guðni, einkasonur þeirra, lést 2017. Með hlýju í hjarta kveð ég þig, elsku frænka. Jónína Margrét Jónsdóttir. Nú er elsku Þóra frænka búin að kveðja þennan heim eftir langa og góða ævi. Ég á svo margar góðar minn- ingar tengdar Þóru. Nær allar eru þessar minningar tengdar Baldri eiginmanni hennar líka því þau voru óaðskiljanleg til æviloka. Þau voru svo falleg og glettin hjón. Elstu minningarnar úr Sólheim- unum eru frá líflegum fjölskyldu- boðum þar sem foreldrarnir sátu yfirleitt í stofunni, ræddu heims- málin við Þóru og Baldur af mikl- um ákafa og með hlátrasköllum. Við börnin fengum eitthvað gott að narta í, skoðuðum falleg púsluspil eða aðra forvitnilega hluti sem Þóra og þau virtust alltaf eiga nóg af, bröltum inni í fataskápum eða öðrum góðum felustöðum án þess að nokkur tæki eftir því – eða svo héldum við krakkarnir að minnsta kosti. Í gegnum tíðina var svo einn af ómissandi þáttunum við jólaundir- búninginn í fjölskyldunni laufa- brauðsgerð með Þóru og Baldri. Þetta voru sérlega skemmtilegir dagar þar sem mikið var hlegið og spjallað um heima og geima. Oftar en ekki fengu yngstu fjölskyldu- meðlimirnir að láta ljós sitt skína við laufabrauðsgerðina eða í öðrum listum. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Þóru og Baldri betur í gegnum þessa góðu hefð, því þótt við hittumst kannski ekki oft þá voru þetta sannkallaðar gæðastundir sem ég held að við höfum öll notið betur og betur eftir því sem árin liðu. Svona fjölskyldustundir eru svo dýrmætar. Frá barnæsku ólst maður upp við þá tilfinningu að allt væri gott og akkúrat eins og það átti að vera því allir voru glaðir og sáttir og góðir hver við annan. Er hægt að fá betra veganesti frá fjöl- skyldunni sinni út í lífið? Elsku Þóra og Baldur létu kannski ekki mikið fyrir sér fara en þau voru tilkomumikið og gott fólk. Vinsemd, velvilji, gamansemi, heið- arleiki, umburðarlyndi, trygglyndi, jafnaðargeð og æðruleysi eru allt mannkostir sem þau prýddu. Þeirra verður sárt saknað. Blessuð sé minning þeirra. Pétur Snæland. Eitt það dýrmætasta sem fólki auðnast er að eignast góða vini. Ein slík manneskja, Þóra Guðna- dóttir er látin. Henni kynntumst við hjónin þegar við fluttum í Sól- heima 25. Á annarri hæð þar bjuggum við í sitt hvorum enda hússins, Baldur Aspar og Þóra og við tvö. Ekki leið á löngu þar til að góð og traust vinátta myndaðist og varði allt til æviloka þeirra. Baldur lést í nóvember á síðasta ári. Eftir á að hyggja virtist gleði yfirleitt fylgja Þóru. Hún var mjög jákvæð kona og það var gleði- glampi í augunum á henni. Sá glampi hélst alveg fram undir hennar hinsta dag. Við fráfall Þóru lokast tenging við gamla tíma, því að hún hafði af- skaplega gott minni og átti auðvelt með að segja frá. Þess vegna var ávallt gefandi að ræða lífshlaupið við hana. Hún hafði kynnst mikl- um fjölda fólks. Þar við bættist að hún var afar fróð, las mjög mikið og var vel að sér í til dæmis ættfræði. Það gaf bókasafn þeirra hjóna glöggt til kynna. Stéttatöl, ættfræðirit og margt fleira. Oft þegar rætt var um menn og málefni greip hún til þessara rita til að fylla inn í frá- sögnina ef henni fannst þess þurfa. Þóra tók saman nokkrar ætt- artölur, og var dugleg við að fylgj- ast með og vera í sambandi við ættingja sína. Vináttan við þessi heiðurshjón var okkur hjónunum mjög mikils virði. Fyrir kom að þau fóru með okkur í ökuferðir og þá minnumst við skemmtilegrar ökuferðar um gamlar heimaslóðir hennar í Vesturbænum. Það sem Þóra hafði, var ein- staklega gott lundarfar, enda þótt hún hafi þurft tiltölulega snemma að ganga til starfa. Sem unglingur á stríðsárunum var hún send í Reykholt og með henni fór yngri bróðir hennar Einar, sem þá var mjög ungur. Þóra var ein níu systkina, sú fjórða í röðinni. Það var greinilega samheldinn hópur. Sem unglingur veiktist Þóra og lá inni á Landakotsspítala í tæpt ár. Kannski hefur það leitt til þess að hún fór ekki í langskólanám eins og hún hefði án efa getað með miklum sóma. En þrátt fyrir það var hún betur menntuð en margir þeirra sem teljast vera langskóla- gengnir. Menntun felst nefnilega ekki í prófgráðum, þó að þær skaði auðvitað ekki. Síðustu árin voru Þóru erfið. Þau Baldur misstu einkason sinn, Guðna árið 2017. Heilsu Baldurs var tekið að hraka og víst er að Þóra gekk sjálf ekki heil til skógar, Við andlát Baldurs á síðasta ári flutti hún á Hjúkrunarheimilið Grund og undi sér þar ágætlega. Þar hefur já- kvæðnin án efa haft sitt að segja. Í síðustu skiptin sem við hittum Þóru hafði glampinn í augum hennar dofnað og það endaði með því hann slokknaði alveg þann 5. október sl. Við og fjölskylda okkar viljum koma á framfæri þökkum fyrir skemmtilega og gefandi vin- áttu og minnumst hennar og þeirra hjóna í þeim anda. Minning þeirra mun lifa með okkur. Anna og Sigurður. Stöku sinnum á lífsleiðinni verð- ur á vegi okkar fólk sem við dáumst að vegna sérstakra mannkosta. Ég var svo heppin að kynnast Þóru Guðnadóttur og fylgjast með henni um langt árabil, þegar mað- urinn minn heitinn var með lækna- stofu á Klapparstíg, í Hafnarstræti og loks í Kringlunni. Þóra var mót- tökuritari á öllum þessum stöðum og vann sitt starf af alúð og trú- mennsku, bæði fyrir sjúklinga og lækna. Að auki tengdu mægðir okkur Þóru, en Anna Guðrún, föð- ursystir mín, var kona Bjarna, bróður hennar, og það jók enn á velviljann í samskiptum okkar. Hún trúði mér fyrir sárri reynslu sinni, þegar hún barnung missti móður sína og fjölskyldunni var tvístrað, börnin fimm fóru hvert í sína áttina. Yngsta systirin fór til Akureyrar þar sem hún dó úr berklum aðeins 19 ára gömul, án þess að þau hin sæju hana framar. Slík reynsla setur sannarlega mark sitt á þá sem reyna, en Þóra var viljasterk, dugleg og klár og tókst á við verkefnin, þótt lífsbaráttan væri oft hörð og óvægin. Þóra var svo gæfusöm að finna lífsförunaut sinn bráðung og saman tókust þau Baldur á við lífið, einkar samrýnd alltaf, enda hann einstak- lega ljúfur og góður maður og virð- ingin alltaf gagnkvæm. Þau eign- uðust augastein sinn, Guðna, sem síðar varð forvígismaður Samtak- anná78, en hann dó 2017, langt um aldur fram, foreldrum og öllum sem til þekktu gríðarlegur harm- dauði. Þau hjón áttu nærri 75 ár sam- an, en Baldur dó fyrir réttu ári. Eftir stóð Þóra einsömul, veik og lúin, en gat yljað sér við glaðar minningar frá árlegum sumarferð- um norður á Skaga, þegar þau veiddu silung og tíndu ber til vetr- arins, fjörugum spilastundum, enda glúrin bridgespilakona, fjöl- skyldusamkomum, enda mikil fjöl- skyldukona. Nú er þessi litla fjölskylda öll gengin, en eftirlifandi systkini, frændfólk og vinir syrgja og sakna. Þóra kunni sannarlega að gleðj- ast með glöðum og naut sín í góðra vina hópi – minningin kallar fram broshýrar myndir frá liðnum ánægjustundum – já – Þóra var og þorði alltaf að vera hún sjálf – blessuð sé minning hennar. Anna Agnarsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI EIRÍKSSON rafvirkjameistari, Stykkishólmi, lést á dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi 12. október. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 21. október klukkan 14. Elínborg Karlsdóttir Eiríkur Helgason Unnur M. Rafnsdóttir Þórdís Helgadóttir Friðrik S. Kristinsson Karl Matthías Helgason Íris Björg Eggertsdóttir Steinunn Helgadóttir Sæþór H. Þorbergsson Helgi, Borghildur, Þóra Sif, Elínborg, Þorbergur Helgi, Anita Rún, Aron Ernir, Dísella Helga, Lúkas Eggert og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN MARTEINSDÓTTIR verslunarkona, lést sunnudaginn 3. október á Hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 20. október klukkan 13. Lilja Jónsdóttir Ragnar Daníel Stefánsson Marteinn Jónsson Þórunn Björg Ásmundardóttir Kristján Jónsson Kristín Ólöf Jansen ömmubörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.