Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 2. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 248. tölublað . 109. árgangur .
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík / 525 8000 / www.bl.is
RENAULT
ARKANA
Náttúrulegur
Hybrid
5ÁRAÁBYRGÐ
NÝR
www.renault.is
ÚRSLITALEIKUR
Á LAUGAR-
DALSVELLI
FYRIRTÆKIN
SEM SKÖRUÐU
FRAM ÚR
SÉRBLAÐ 80 SÍÐURKVENNALANDSLIÐIÐ 26
_ „Ætli það megi ekki segja að
Kjarval sé kominn aftur í tísku og
tími kominn til,“ segir Jóhann
Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri
hjá Gallerí Fold. Þar á bæ lauk í
byrjun vikunnar vefuppboði á
„perlum í íslenskri myndlist“, völd-
um úrvalsverkum frá mörgum af
þekktari málurum þjóðarinnar.
Meðal verka á uppboðinu voru
fimm málverk eftir Jóhannes Kjar-
val, meðal annars eitt af elstu olíu-
verkum hans, Kálfhamarsvík, sem
talið er að hann hafi málað 1902-
1904 eða þegar hann var 17-19 ára.
„Söguleg mynd,“ segir Jóhann
Ágúst en verkið fór á rúmar tvær
milljónir króna. Verkið Hraun-
gígur eftir Kjarval seldist á 2,8
milljónir sem er tvöfalt hærra en
matsverð var. Skýjadans Kjarvals
fór svo á um fjórar milljónir sem
var nokkru yfir matsverði. »8
Hraungígur Barist var um þetta lands-
lagsverk Jóhannesar Kjarvals á uppboðinu.
Kjarvalsverk fór á
tvöföldu matsverði
_ „Þessi rann-
sókn fellur vel að
fyrri vitneskju
okkar um Vín-
landsferðirnar
fyrir um þúsund
árum,“ sagði
Gísli Sigurðsson
rannsóknar-
prófessor þegar
leitað var álits
hans á grein í vís-
indatímaritinu Nature þar sem sýnt
er fram á að minjar um veru nor-
rænna manna á Nýfundnalandi eru
frá árinu 1021. Greinarhöfundar
byggja ártalið á rannsókn á trjá-
hringjum í timbrinu sem notað var í
húsin á staðnum. Gísli segir rann-
sóknina hjálpa til við túlkun hinna
fornu íslensku ritheimilda um Vín-
landsferðirnar.
Hann segir að Ólafur Halldórs-
son handritafræðingur hafi fyrir
nokkrum áratugum bent á að Vín-
landsferð Þorfinns karlsefnis og
Guðríðar Þorbjarnardóttur hafi
getað verið farin um 1020. »5
Rannsókn fellur vel
að fyrri vitneskju
Gísli
Sigurðsson
Nú þegar aðgerðir yfirvalda vegna heimsfarald-
urs hafa takmarkað för fólks út fyrir landstein-
ana síðastliðin nær tvö ár hafa margir lands-
menn snúið sér að afþreyingu innanlands. Sem
betur fer hefur náttúra Íslands upp á margt að
bjóða og eru ferðir á jökla þar meðtaldar.
Veðrið hér á landi getur verið óútreiknanlegt
en á blíðviðrisdögum sem þessum er fátt sem
jafnast á við að klífa Sólheimajökul.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tekist á
við jökulinn
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Unnur Freyja Víðisdóttir
Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í
Glaumbæjarprestakalli í Skagafirði
og kirkjuþingsfulltrúi, telur óskyn-
samlegt að komið verði til móts við
fjárhagsvanda kirkjunnar eingöngu
með fækkun stöðugilda. Telur hann
að hægt sé beita öðrum leiðum en
þeim sem hafa verið boðaðar.
Mikill óróleiki hefur skapast innan
prestastéttarinnar vegna nýrra til-
lagna sem lagðar verða fram á kirkju-
þingi um helgina. Kveða þær m.a. á
um hagræðingar
á mannahaldi í
formi fækkunar
presta, áfram-
haldandi stöðvun-
ar á nýráðningum
og sameiningar
prestakalla.
„Mér líst mjög
illa á þetta. Það er
fullmikið að horfa
nánast eingöngu á
fækkun starfa í kirkjunni sem einu
lausnina á málinu. Ég held að það
mætti spara á ýmsum öðrum sviðum
innan kirkjunnar, til dæmis á Bisk-
upsstofu, og eins mætti horfa til fast-
eigna þjóðkirkjunnar.“
Skilur að hagræða þurfi
Gísli telur að breytingarnar sem
boðaðar eru muni á endanum koma
niður á þeirri þjónustu sem kirkjan
stendur fyrir. Verði höggið mest á
landsbyggðinni þar sem fyrirhuguð
fækkun stöðugilda er hvað mest.
„Staða þjóðkirkjunnar er sterk í
samfélögunum úti á landi en ef það á
að fækka starfsmönnum mun það
örugglega hafa áhrif. Svo má ekki
gleyma því að prestar úti á landi hafa
ekki jafn mikið af starfsfólki í kring-
um sig eins og þeir í þéttbýlinu. Oft
og tíðum þurfa prestar þar að sinna
störfum sem annað starfsfólk í þétt-
býli sér um.“
Gísli kveðst hafa skilning á því að
nauðsynlegt sé að hagræða innan
kirkjunnar og að óumflýjanlegt sé að
prestum muni fækka. Hann telur þó
þörf á umfangsmeiri endurskipulagn-
ingu þar sem horft yrði til fleiri þátta
en nú er gert.
Hagræðingin óskynsamleg
- Telur að hægt sé að bregðast við fjárhagsvanda kirkjunnar með öðrum leiðum
Gísli
Gunnarsson
MSegir presta uggandi … »4