Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.10.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2021 TENERIFE ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS° BYRJAÐU NÝJA ÁRIÐ Í SÓL Á 04. - 11. JANÚAR | 05. - 11. JANÚAR | 06. - 11. JANÚAR Bókaðu pakkaferð til Tenerife á enn betra verði í janúar 2022. Frábært tækifæri til þess að koma fjölskyldunni á óvart, vinna bug á skammdeginu og slappa af eftir jólastússið. VERÐ FRÁ:62.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn Verð frá 96.900 kr. á mann m.v. tvo fullorðna FLUG OG VALIN GISTING Á TENERIFE 04. - 11. JANÚAR | 05. - 11. JANÚAR | 06. - 11. JANÚAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur, hélt síðdeg- is í gær það sem kallað var kröftug kvennastund. Konur voru þar fengnar til að deila reynslu sinni, hvert þær sæki styrk sinn og hvern- ig þær hafa tekist á við áskoranir, hvort sem er í starfi eða einkalífi. Lára Guðrún Jóhönnudóttir, sem útnefnd var hvunndagshetja Bleiku slaufunnar í ár, kom þar fram en hún missti móður sína ung úr krabbameini og greindist síðar sjálf með brjóstakrabbamein. Hefur hún síðustu ár verið öflugur talsmaður kvenna sem greinst hafa með slíkt mein og vakið athygli á því sem bet- ur má fara í þeim efnum, segir í til- kynningu. Auk hennar komu fram þær G. Sigríður Ágústsdóttir, sem setti á laggirnar verkefnið Lífskraft, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir lífsviðhorf sitt og opinskáa umræðu um krabbamein, og Eliza Reid, for- setafrú og frumkvöðull. Morgunblaðið/Unnur Karen Harpa Kraftur blés til fjölmennrar samkomu í Hörpu síðdegis í gær. Héldu kröftuga kvennastund Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Við erum farnir að finna loðnulykt- ina og þetta er alltaf jafn skemmti- legt,“ sagði Geir Zoëga, skipstjóri á Polar Amaroq, síðdegis í gær. Hann var þá búinn að kasta á loðnutorfu Grænlandsmegin við miðlínu norð- vestur úr Straumnesi. Geir sagði að ágætlega liti út með afla. Fyrir helgi fengust hátt í 110 tonn norðar í fjór- um holum, en þá var haldið í land vegna veðurs. Aflinn er frystur um borð. Polar Amaroq er fyrsta skipið sem heldur til loðnuveiða á þessu hausti, en nokkuð er orðið síðan loðnuvertíð byrjaði í október. Vonir standa til að vertíðin gefi yfir 900 þúsund tonna heildarafla, sem er það mesta síðan í byrjun aldarinnar. Í hlut íslenskra veiðiskipa koma alls um 670 þúsund tonn og hefur um 630 þúsund tonnum verið úthlutað til uppsjávarflotans. Grænlendingar, Norðmenn og Færeyingar eiga einnig hlutdeild í loðnunni. Þetta lofar góðu Geir sagði í gær að þeir væru að draga í þokkalegasta lóði og sagði gott veður á miðunum. Þeir fóru frá Akureyri á þriðjudag eftir að brælu- kaflinn gekk niður. Þar sem hann var í gær virtist vera þokkaleg loðnutorfa, en norðar hefðu verið minni punktar. Geir sagði að spáin væri ekki góð um helgina, en vonandi fengju þeir vinnufrið fram á föstudagskvöld. Ís- lensku uppsjávarskipin hafa und- anfarið verið á norsk-íslenskri síld og kolmunna fyrir austan land og sagði Geir að Polar Amaroq væri eina skipið sem byrjað væri að svip- ast um eftir loðnu. „Það er svo sem erfitt að vera einn að leita, en það eru hins vegar allir að bíða eftir fréttum og síminn stoppar ekki. Þetta lofar góðu og alltaf jafn gam- an,“ sagði Geir á Polar Amaroq. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt“ - Loðnuvertíðin byrjuð - Allir að bíða eftir fréttum segir Geir á Polar Amaroq Kampakátir Aqqaluk Christensen 2. stýrimaður og Geir Zoëga skipstjóri í brúnni á Polar Amaroq í gær. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Ingi Tryggvason, formaður yfirkjör- stjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir í greinargerð sinni til Alþingis að aðdróttanir um að auðum kjör- seðlum hafi verið breytt „í seðil sem virðist vera gilt atkvæði“ eða gildum atkvæðum breytt í ógild séu órök- studdar og alvarlegar. Hafnar hann öllum slíkum að- dróttunum og segir þær í raun rang- ar sakargiftir sem varði við lög. Um er að ræða kenningar sem settar eru fram í kosningakæru Guðmund- ar Gunnarssonar, oddvita Viðreisn- ar í Norðvesturkjördæmi. Alþingi hefur á vef sínum birt greinargerð frá- farandi yfirkjör- stjórnar kjör- dæmisins sem send er af Inga fyrir sína hönd, Guðrúnar Sig- hvatsdóttur og Ingibjargar Ingu Guðmundsdóttur, fulltrúa í yfir- kjörstjórninni. Fram kemur að Bragi R. Axelsson og Katrín Pálsdóttir, sem sömuleiðis eiga sæti í yfirkjörstjórninni, standi ekki að greinargerðinni enda telji þau ekki rétt að tjá sig um málið meðan sakamál vegna framkvæmda kosninganna er til meðferðar hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Yfirkjörstjórn ítrekar fullyrðing- ar sínar um að enginn hafi átt við kjörgögnin meðan á fundarfrestun- inni stóð, frá sunnudagsmorgni 26. september til klukkan 13 síðdegis sama dag. Í greinargerðinni segir að kæra Karls Gauta Hjaltasonar frambjóð- anda Miðflokksins veki furðu enda vilji hann byggja niðurstöðu í kosn- ingum til Alþingis á röngum tölum. „Það skal tekið fram að lokatölur eru ekki eitthvert hugtak sem verð- ur til á ákveðnum tímapunkti þegar talning atkvæða fer fram og menn geti byggt réttarstöðu á þeim meintu lokatölum. Lokatölur eru þær tölur sem verða til þegar það er ljóst að endanleg talning hefur farið fram og þær tölur geti ekki breyst,“ segir í greinargerðinni. Þá er fullyrðingu í kosningakæru Karls Gauta, um að boðun umboðs- manna og umgengni einstakra kjör- stjórnarmanna um óinnsigluð kjör- gögn og undirritanir í gerðabók yfirkjörstjórnar hafi ekki verið í lagi, hafnað. „Enda færir kærandi engin rök fyrir þessum fullyrðingum sínum og umgengst sannleikann ansi frjálslega svo ekki sé meira sagt.“ Ítrekað er bent á að fundi yfir- kjörstjórnar, og þannig talningu at- kvæða, hafi ekki verið lokið að morgni sunnudags eftir kosningar, heldur hafi honum verið frestað Í greinargerð um boðun umboðs- manna segir að þegar ákvörðun um endurtalningu hafi legið fyrir hafi oddviti hringt í umboðsmenn fram- boðslista og tilkynnt niðurstöðuna. Varðandi boðun umboðsmanns Pír- ata segir í fundargerð yfirkjör- stjórnar að oddviti hafi gert tilraun til að hringja í Helga S. Þorsteins- son, sem afhenti yfirkjörstjórn framboðslista flokksins, en oddvita hafi láðst að uppfæra lista yfir um- boðsmenn flokksins. Ekki náðist í Helga en skömmu síðar hafi Magn- ús Norðdahl haft samband við odd- vita þar sem hann hafði frétt af end- urtalningunni. Magnús hafi mætt á talningarfund skömmu eftir að end- urtalning hófst. Órökstuddar aðdróttanir í kæru - Enginn hafi átt við kjörgögnin meðan á fundarfrestuninni stóð - Oddvita láðist að uppfæra lista Ingi Tryggvason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.